Morgunblaðið - 06.04.2009, Page 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
SKULDABRÉF Stoða/FL Group,
sem Glitnir keypti úr tveimur sjóð-
um sínum með stuðningi Geirs H.
Haarde og Árna Mathiesen í lok
september síðastliðins, eru að
mestu töpuð. Bréfin voru á sínum
tíma keypt fyrir 11,9 milljarða
króna en samkvæmt frumvarpi að
nauðasamningum sem Stoðir/FL
Group hafa lagt fram munu þeir
sem eiga óveðtryggða kröfu á félag-
ið fá eina milljón króna greidda upp
í kröfuna og fimm prósent af af-
gangi hennar breytt í almenn hluta-
bréf í félaginu. Það þýðir að 95 pró-
sent af kröfunni, mínus ein milljón
króna, eru að öllum líkindum töpuð.
Tapið mun lenda á skilanefnd Glitn-
is, og þar með erlendum kröfuhöf-
um bankans.
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Glitnis, staðfestir að
skuldabréfin muni breytast í al-
mennar kröfur. „Endurgjaldið mið-
ast þá við nauðasamningafrumvarp-
ið sem þýðir í raun að fimm prósent
af kröfunum koma til baka. Það sem
er eftir er einhver vonarpeningur
sem ræðst á því að það gangi mjög
vel að selja eignir félagsins.“
Þriðjungur í sjóðum Glitnis
Stoðir/FL Group gáfu alls út
skuldabréf að andvirði 65 milljarða
króna. Um 75 prósent allra skulda-
bréfa félagsins eru án veða og fá
endurgjald miðað við nauðungar-
samningana, eða fimm prósent af
kröfu sinni. Mikið af þessum bréf-
um rataði inn í peningamarkaðs-
sjóði íslenskra fjármálafyrirtækja.
Þar af var þriðjungur allra útgef-
ina skuldabréfa Stoða/FL Group í
sjóðum Glitnis, en félagið var lang-
stærsti einstaki eigandi Glitnis þeg-
ar bankinn féll.
Milduðu högg sjóðsfélaga
Líkt og sagt var frá í Morgun-
blaðinu 8. janúar ákvað stjórn Glitn-
is að kaupa út öll skuldabréf Stoða/
FL Group úr tveimur sjóðum bank-
ans, Sjóði 1 og Sjóði 9, á fundi þann
30. september 2008. Ríkið hafði þá
tilkynnt að það ætlaði að eignast 75
prósent hlut í bankanum til að hann
gæti starfað áfram. Það dugði hins
vegar ekki til og Glitnir féll viku síð-
ar.
Heildarvirði skuldabréfa Stoða/
FL Group í sjóðunum tveimur var á
þeim tíma 22 milljarðar króna, en
ákveðið var að Glitnir fengi að
kaupa þau út á 11,9 milljarða króna.
Þetta var gert til þess að hægt væri
að opna aftur fyrir viðskipti í sjóð-
unum án þess að sjóðsfélagar tækju
á sig of stórt tap vegna falls Stoða/
FL Group. Glitnir ákvað því að nið-
urgreiða tapið í þeirri von að það
væri ekki endanlegt. Nú hefur hins
vegar komið í ljós að fjármunirnir
eru að mestu tapaðir.
Stoðabréfin úr Sjóði 9 að mestu töpuð
Glitnir keypti skuldabréf Stoða/FL Group úr Sjóði 9 á 11,9 milljarða króna Samkvæmt nauðasamn-
ingum félagsins verður hægt að endurheimta fimm prósent af kröfunni Restin er „vonarpeningur“
Morgunblaðið/Heiddi
Vonarpeningar Árni Tómasson,
formaður skilanefndar Glitnis.
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
SAMRÆMD vísitala innkaupastjóra
fyrirtækja heimsins, svonefnd PMI-
vísitala, hækkaði í marsmánuði síð-
astliðnum. Gildi vísitölunnar hefur
ekki verið hærra í fimm mánuði eða
frá því í októbermánuði síðastliðn-
um. Í erlendum fjölmiðlum er þeirri
spurningu víða varpað fram hvort
þetta sé til vitnis um að botni krepp-
unnar sé náð. Ekki er að sjá að sér-
fræðingar fullyrði að svo sé. Engu að
síður er þetta þó almennt talið vera
jákvæð vísbending um að von geti
verið á bata í efnahagslífinu.
Vísitala innkaupastjóra, PMI-vísi-
talan (Purchasing Managers Index),
byggist á fimm þáttum. Þar er um að
ræða nýjar pantanir fyrirtækja,
birgðastöðu þeirra, framleiðslu, af-
hendingu á vörum og ástandi starfs-
mannamála hjá fyrirtækjum. Þessir
þættir eru vegnir mismunandi eftir
áætluðu mikilvægi þeirra og til að
mynda einnig eftir árstíma. Vísitalan
er þannig uppbyggð að gildi yfir 50
stigum táknar, að framleiðan eykst.
Gildi undir 50 stigum þýðir hins veg-
ar að framleiðslan sé að dragast
saman. Það er JP Morgan-fjármála-
fyrirtækið sem tekur vísitölurnar
saman. Í frétt Reuters-fréttastof-
unnar segir að varðandi hækkun
PMI-vísitölunnar í marsmánuði
muni mest um hækkun hennar á
evrusvæðinu, í Bandaríkjunum og
Bretlandi.
PMI-vísitalan fyrir heiminn í heild
mældist 37,2 stig í marsmánuði, sem
þýðir að framleiðslan dróst saman í
mánuðinum, enda er hún undir 50
stigum. Samdrátturinn var þó ekki
eins mikill og í febrúar en þá mældist
vísitalan 35,8 stig. Síðast var vísital-
an yfir marsgildi hennar í október.
Jákvæð þróun
Haft er eftir David Hensley, sér-
fræðingi hjá JP Morgan, í frétt Reu-
ters, að þótt PMI-vísitalan fyrir
marsmánuð sé enn vel undir hinu
æskilega 50 stiga marki, þá geti hún
bent til þess að framleiðslufyrirtæki
hafi náð botninum.
Þá er haft eftir Juergen Michels,
hagfræðingi hjá Citigroup í London,
að engar beinar upplýsingar hafi
komið fram sem segi að botni krepp-
unnar sé náð. Hins vegar gefi PMI-
vísitalan ákveðna von.
Í meðfylgjandi töflu er sýnd PMI-
vísitalan í mars fyrir nokkur ríki
heims. Ekki liggja fyrir upplýsingar
um þessa vísitölu fyrir Ísland.
!
" #$%
&
'( )
'' *
'+ ,
'- +
') .
'. -
'* ,
'- (
.* +
"/
&0
12
!34
12
5
6
%
7
! "
8
9 :
'' ;
'' .
.) )
.) <
'- '
') -
.. ;
)* -
"/
&0
12
!34
12
94
7
++
+<
.+
.<
'+
'<
Fyrsta hækkun
í fimm mánuði
Sérfræðingar telja að hækkun
svonefndrar vísitölu innkaupastjóra
(PMI) í mars sé jákvæð
Óljóst hvort botninum sé náð
Þann 30. september 2008 voru
haldnir tveir stjórnarfundir hjá
Glitni. Sá fyrri var haldinn klukkan
átta að morgni. Á honum var meðal
annars lagt til að Lárus Welding,
þáverandi forstjóri Glitnis, fengi
heimild til til að kaupa, fyrir hönd
bankans, öll skuldabréf úr sjóðum
Glitnis sem útgefin voru af Stoð-
um/FL Group, Baugi Group og öðr-
um félögum þeim tengdum fyrir allt
að 35 milljarða króna. Í fundargerð,
sem Morgunblaðið hefur undir
höndum, segir að „Lárus útskýrði
að málið hefði verið stuttlega rætt
við forsætisráðherra [Geir H.
Haarde].“ Stjórnarmenn neituðu
hins vegar tillögunni og töldu að ný
stjórn skipuð fulltrúum hins nýja
meirihlutaeiganda, íslenska rík-
isins, ætti að taka þessa ákvörðun.
Fundað á ný um kvöldið
Annar fundur var haldinn um kvöld-
ið og þá var tillaga um uppkaup
lögð fram á ný, en þó í eilítið
breyttri mynd. Nú átti bara að
kaupa Stoða/FL Group bréfin með
afslætti út úr sjóðunum, en bók-
fært virði þeirra var þá 22 millj-
arðar króna. Í fundargerð stjórn-
arinnar segir orðrétt að „Lárus
[Welding] mælti sterklega með því
að þetta [uppkaup á bréfum Stoða]
yrði samþykkt og minntist á að
þessi lausn væri studd af bæði for-
sætisráðherra og fjármálaráð-
herra.“ Geir H. Haarde, þáverandi
forsætisráðherra, hefur síðar sagt
að hann hafi hvorki gefið tilmæli né
fyrirmæli í málinu heldur hafi hann
og Árni Mathiesen, þáverandi fjár-
málaráðherra, ekki gert at-
hugasemdir við fyrirætlanir bank-
ans þegar þær voru kynntar fyrir
þeim á sínum tíma. Síðan ofan-
greind uppkaup áttu sér stað hefur
Baugur Group verið úrskurðaður
gjaldþrota. Því bendir flest til þess
að litlar sem engar endurheimtur
verði hjá þeim sem áttu skuldabréf
án veða útgefin af Baugi.
Lagt til að öll bréf Stoða/FL Group, Baugs og
tengdra félaga yrðu keypt fyrir 35 milljarða
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
IBM LOTUS-hópvinnuhugbúnaður-
inn naut á sínum tíma mikillar hylli
hér á landi, sumir gengu svo langt
að segja að hvergi í heiminum hefði
notkun verið eins almenn, en held-
ur hefur hallað á Lotus síðustu ár,
sérstaklega hjá þeim sem aðallega
eða eingöngu hafa notað Lotus fyr-
ir tölvupóst.
Lotusphere til Íslands
Árlega er haldin vestur í Ameríku
mikil Lotus-ráðstefna, Lotusphere,
en til að bregðast við niðurskurði
og samdrætti brá Nýherji, sam-
starfsaðili IBM, á það ráð að fá fyr-
irlesara hingað til lands og halda ís-
lenska Lotusphere. Sú ráðstefna
var svo haldin í Salnum í Kópavogi
í síðustu viku.
Hafi menn efast um stöðu Lotus
hér á landi segir sitt að nánast var
fullsetið í Salnum, fullt niðri og
reytingur uppi, svo menn eru enn
að nota Lotus og enn spenntir fyrir
nýjungum á því sviði. Fyrsti fyr-
irlesarinn, Jason Dumont, var líka
að kynna sitthvað skemmti- og for-
vitnilegt, þar á meðal Lotus Sam-
etime og Symphony.
Sametime er rauntímaspjall sam-
tvinnað Lotus Notes og gerir fólki
kleift að ná sambandi við sam-
starfsfélaga sína, hvort sem það er
um tölvu, landlínusíma eða farsíma
og Symphony er ókeypis hugbún-
aður, byggður á opnum stöðlum,
með ritvinnslu, töflureikni og
glærusmið.
Sítenging er málið
Dumont sagði þróun Sametime
undirstrika að Lotus-bændur legðu
enn höfuðáherslu á samvinnu og að
nú þegar sítenging sé málið, allir
séu alltaf tengdir netinu hvort sem
það er í gegnum netsnúrur, farsíma
eða annað þráðlaust net, sé Sam-
etime leið til að nýta þá möguleika
sem sítengingin gefur. Hann fór
fögrum orðum um stöðu Lotus á
markaði, benti á að síðasta ár hefði
verið mjög gott og að síðustu átján
mánuði hafi markaðshlutdeild No-
tes/Domino aukist á kostnað keppi-
nautanna, meðal annars vegna þró-
unarvinnu innan IBM; helsti
keppinauturinn, Microsoft, byggi á
gamalli og um margt úreltri hefð.
Í ljósi þess hve starfsemi fyr-
irtækja er orðin dreifð kemur hóp-
vinnubúnaður á við Lotus með
Sametime-viðbót að góðum notum,
en fróðlegt var líka að sjá hvernig
beinlínis er gert ráð fyrir því að
fólk geti nota netspjall innan Lotus,
en eins og Dumont benti á þá er
fólk vant því að nota netspjall og
samskiptasíður (t.a.m. Facebook)
og finnst því eðlilegt að nota slíkt
tól þegar í vinnuna er komið, ekki
síst þegar svo er komið víða að fólk
situr ekki á sömu skrifstofu og er
jafnvel ekki í sama landi. Að sama
skapi skapar samtvinnun síma og
nets tækifæri til að skapa eitthvað
nýtt, til að nota þessa möguleika á
nýjan hátt. Fróðlegt var að sjá að
með Sametime stefnir Lotus inn í
samtvinnun síma og hugbúnaðar.
Sparaðu diskapláss
Ýmislegt fleira bar á góma í fyr-
irlestrinum, til að mynda sú stað-
reynd að hægt sé að spara umtals-
vert diskapláss og þar með kostnað,
við það að uppfæra í nýjustu útgáfu
Lotus, enda spari betri gagnasnið
afrita helming af plássi samanborið
við það sem áður var. Að sama
skapi sé stýring skilvirkari og betri.
Þess má og geta að nú er Lotus
fáanlegt fyrir Makka og Ubuntu og
einnig er til Lotus Suite fyrir
Blackberry.
Uppfærsla Jason Dumont kynnti nýjungar í Lotus-hugbúnaði.
Lotus hugbúnaðurinn
sækir fram í Salnum
Fullsetið var á
Lotusphere-ráð-
stefnu Nýherja