Morgunblaðið - 06.04.2009, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Íslendingarhafa fullaástæðu til að
vera ánægðir með
niðurstöður leið-
togafundar Atl-
antshafsbanda-
lagsins, NATO, í Frakklandi
og Þýzkalandi.
Undanfarin ár hafa stjórn-
völd í norrænum aðildar-
ríkjum NATO haft nokkrar
áhyggjur af því að bandalagið
beini sjónum um of til suðurs
og austurs, en vanræki sitt
gamla kjarnasvæði, Norður-
Atlantshafið. Þar hafa mál
hins vegar þróazt þannig,
meðal annars vegna hlýnunar
loftslags, að óvissa um fram-
tíðina hefur aukizt. Kapp-
hlaup um yfirráð yfir auðlind-
um virðist yfirvofandi,
jafnframt aukin olíu- og gas-
vinnsla á norðurslóðum og
stóraukin skipaumferð. Allt
hefur þetta áhrif á öryggis-
hagsmuni Íslands, Noregs og
Danmerkur.
Í lokaályktun leiðtogafund-
arins er staðfest með skýrum
hætti að NATO beinir nú aug-
um til norðurs á ný. Þar er
tekið fram að athyglin beinist
nú að málefnum norðurslóða á
nýjan leik. Íslenzkum stjórn-
völdum er þar þakkað sér-
staklega það frumkvæði að
efna til málþings um ýmsa
þróun, sem tengist öryggis-
málum á norðurslóðum, þar
með taldar loftslagsbreyt-
ingar.
Fráfarandi framkvæmda-
stjóri NATO, Jaap
de Hoop Scheffer,
hefur sýnt mál-
efnum norðurslóða
umtalsverðan
skilning. Nú tekur
við starfi hans
Anders Fogh Rasmussen,
fyrsti Norðurlandabúinn í
framkvæmdastjórastóli
bandalagsins. Hann hefur frá
fyrstu hendi þekkingu og
skilning á þeim viðfangs-
efnum, sem við er að fást í
norðurhöfum, sem er auðvitað
mikilsvert fyrir norrænu að-
ildarríkin.
Leiðtogafundur NATO
fagnaði tveimur nýjum aðild-
arríkjum, Albaníu og Króatíu.
Leiðtogarnir undirstrikuðu
sömuleiðis að bandalagið væri
áfram opið öllum lýðræð-
isríkjum í Evrópu. Þar með er
sagt skýrt að ekki sé látið
undan andstöðu Rússa við
frekari stækkun bandalagsins.
Mikilvægi sambandsins við
Rússa er hins vegar einnig
ítrekað. Þetta er rétta stefnan
gagnvart Rússlandi á vett-
vangi NATO; að leggja
áherzlu á samstöðu og sam-
vinnu, en láta rússnesk
stjórnvöld ekki í neinu segja
NATO fyrir verkum.
Það skiptir máli fyrir nor-
rænu NATO-ríkin að Rússar
finni að á norðurslóðum sé
ekkert öryggispólitískt tóma-
rúm. Þess vegna er mikilvægt
að bandalagið ítrekar skýr-
lega að það hefur augun á
þessum heimshluta.
Nýr framkvæmda-
stjóri hefur skilning
á viðfangsefnunum
í norðurhöfum}
NATO og norðurslóðir
Það er nýmæli áÍslandi að mót-
mælendur fylki liði
að heimilum fólks
og raski fjölskyldu-
friðnum. Nú hefur
það ítrekað gerst á skömmum
tíma. Fyrst gengu mótmæl-
endur að heimili dóms-
málaráðherra á sunnudegi fyrir
viku og í gær að heimili for-
stjóra Útlendingastofnunar,
þar sem sjö voru handteknir
fyrir að fara ekki að tilmælum
lögreglu. Og dæmin eru fleiri
frá liðnum mánuðum um að
ruðst hafi verið inn í einkalíf
fólks.
Þetta er alvarleg þróun og
hún stangast gróflega á við þau
gildi sem íslenskt samfélag er
reist á. Það er undirstaða heil-
brigðrar samfélagsgerðar að
fólki í ábyrgðarstöðum sé gert
kleift að taka erfiðar ákvarð-
anir og fylgja sannfæringu
sinni í þeim efnum, án þess að
heimilisfriðurinn sé úti og það
setji jafnvel ugg að fjölskyld-
unni og nánustu vinum.
Höfum í huga að börn eru
sérstaklega berskjölduð á slík-
um stundum, sem
hafa jafnvel fylgst
með aðförum mót-
mælenda á Aust-
urvelli í byrjun árs-
ins og fyllast ótta
þegar mótmælendur streyma
inn götuna við heimili þeirra.
Ef slík framkoma verður lát-
in viðgangast, þá er enginn lög-
reglumaður, embættismaður,
stjórnmálamaður eða blaða-
maður óhultur fyrir dómstól
götunnar. Vel má ímynda sér
að Hæstiréttur felli dóm í erf-
iðu sakamáli þar sem dómstóll
götunnar er annarrar skoð-
unar. Ef hæstaréttardómarar
eiga það á hættu að heimili
þeirra verði umsetin, þá er að-
eins ein leið til þess að losna við
þá ógn og það er að láta undan
þessum kröfum.
Almenningi ber að fordæma
slík mótmæli. Óháð því hvaða
mál er undir hverju sinni. Í lýð-
ræðissamfélagi eru margar
aðrar leiðir til þess að koma
óánægju á framfæri. Og yf-
irvöld gera rétt í því að tryggja
að mótmælendur virði í hví-
vetna friðhelgi einkalífsins.
Almenningi
ber að fordæma
slík mótmæli}
Virðum friðhelgi einkalífsins
S
amkvæmt skoðanakönnun Gallup
hafa landsfundir Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingar ekki haft í för með
sér fylgisaukningu flokkanna.
Þetta ætti ekki að koma neinum á
óvart sem fylgdist með þessum samkundum.
Á landsfundi sínum malaði Samfylkingin af
ánægju yfir hverju orði formanns síns. Þar á
bæ er mönnum farið að líða eins og ekkert geti
skaðað þá á meðan Jóhanna Sigurðardóttir
nennir að púla fyrir flokkinn. Þess vegna hefur
flokkurinn ekki haft fyrir því að koma með sér-
stakar lausnir í efnahagsmálum þjóðarinnar
aðra en þá að segja orðið „Evrópusambandið“
nægilega oft til að fá almenning til að halda að
Samfylkingin viti hvað hún ætli að gera –
svona einhvern tímann seinna. Sú vonda hugs-
un læðist of oft að manni að þegar til komi þá
muni Samfylkingin ekki taka slaginn við vinstri-græna
um Evrópumálin heldur lulla með þeim flokki í átt til ein-
angrunar og afturhalds.
Sjálfstæðismenn stóðu sig enn verr en Samfylkingin á
sínum landsfundi. Þar voru allir svo ánægðir að vera
saman að enginn nennti að horfa út fyrir Laugardalshöll-
ina. Og Evrópusinnarnir í flokknum ákváðu snarlega að
það væri ekki við hæfi að saurga samkomuna með því að
víkja talinu að Evrópusambandinu. Það hefði bara orðið
til að móðga harðlínumennina í flokknum og eyðilagt öll
kokteilpartýin sem haldin voru þá daga sem landsfund-
urinn stóð. Og Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir sem eiga að vera fulltrúar hins
nýja Sjálfstæðisflokks komu ekki fram með
neitt sem skiptir máli fyrir þjóðina og létu
eins og þau hefðu aldrei opnað fyrir umræðu
um Evrópumálin. Og flokkurinn varð svona
líka lukkulegur með það að nýi formaðurinn
og varaformaðurinn væru ekki með neitt ves-
en. Allir héldu kátir heim eftir vel heppnað
partý. En þjóðin var engu nær.
Enginn hefði veitt þessum landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins sérstaka athygli nema vegna
þess að Davíð Oddsson ákvað að flytja eina af
fallbyssuræðum sínum. Eins og alkunna er
má Davíð ekki opna munninn án þess að fjöl-
miðlar rjúki upp til handa og fóta og dembi yf-
ir almenning ítarlegum fréttaskýringum um
það hverja Davíð hafi móðgað. Í þetta sinn
gekk Davíð svo hraustlega til verks að það tók
Stöð 2 þrjár sólarhringa að gera móðgunum hans full skil.
Að flestu leyti voru landsfundir Sjálfstæðisflokks og
Samfylkingar furðulegar samkomur. Þar gleymdist að
búa til stefnumál og engin skilaboð voru send til þjóð-
arinnar. En sjálfsagt hafa þetta verið afar notalegir rabb-
fundir fyrir innvígða og innmúraða.
Nú þykjast báðir flokkar reiðubúnir í kosningar án
þess að hafa nokkurn skapaðan hlut að segja við kjós-
endur. Það er ekkert einkennilegt þótt margir hafi á orði
að þeir nenni vart að rölta á kjörstað til að kjósa stjórn-
málamenn sem virðast ekki eiga svör við vanda þjóð-
arinnar. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Furðulegar samkomur
Gersemar og drasl
í söfnum bankanna
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Þ
egar viðskiptabankarnir
þrír fóru í þrot í fyrra-
haust og ríkið yfirtók
starfsemi þeirra beindu
menn sjónum sínum að
verðmætum listaverkasöfnum bank-
anna. Sú spurning vaknaði eðlilega
hvort ríkið og þar með þjóðin hefði
eignast þessi listaverk. Bent var á
það, að þegar ríkið seldi einkaaðilum
bankana á sínum tíma, hafi lista-
verkin fylgt með í kaupunum. Ýmsir
töldu að það hefðu verið mistök og
ríkið hefði átt að halda listaverk-
unum eftir í sinni eigu.
Á Alþingi voru lögð fram tvö mál
þessu tengd, annars vegar frumvarp
og hins vegar þingsályktunartillaga.
Var það vilji flutningsmanna, að
listaverkin kæmust í eigu þjóð-
arinnar, enda var talið að a.m.k. sum
listaverkanna væru gersemar, sem
eðlilegt væri að þjóðin ætti.
Þar sem verkin voru í eigu bank-
anna, kom málið til kasta viðskipta-
nefndar Alþingis. Að sögn Álfheiðar
Ingadóttur, formanns nefndarinnar,
var leitað umsagna frá mörgum að-
ilum, þar á meðal bönkunum, Lista-
safni Íslands, Sambandi íslenskra
myndlistarmanna og listfræðingum.
Einróma niðurstaða nefndarinnar
var sú að leggja til við ríkisstjórnina
að fram fari mat listfræðinga á lista-
sögulegu og þjóðmenningarlegu
gildi listaverkanna og því mati verði
lokið á þessu ári. Markmiðið er að
greina frá þau verk sem teljast vera
þjóðargersemar og Listasafni Ís-
lands verði gert kleift að eignast
verkin og varðveita þau.
Mörg verkanna lítils virði
Einn þeirra sem gaf álit var Að-
alsteinn Ingólfsson listfræðingur.
Aðalsteinn sagði, í samtali við Morg-
unblaðið, að hann teldi það miklar
ýkjur að öll verk í söfnunum væru
mikils virði. „Ég fullyrði að einn
þriðji af þessum verkum er lítils
virði myndlistarlega séð og sumt af
þessu er raunar algert drasl,“ segir
Aðalsteinn. Hann segir að vissulega
séu miklar perlur í öllum söfn-
unum.„Ég hef lagt til að listaverkin
verði áfram í bönkunum og þeir taki
ábyrgð á þeim. Listasafn Íslands
hafi hins vegar óskoraðan rétt til að
nota þau verk til sýninga sem það
vill,“ segir Aðalsteinn.
Hann varar við því að setja verkin
á markað því kaupendamarkaður í
dag sé ekki stór. Það yrði stór-
hættulegt að setja verkin á mark-
aðinn í einu lagi, þá yrði algert verð-
hrun. Hugmyndir í þessa átt, sem
m.a. komu fram hjá einum alþing-
ismanni í vetur, væru tóm steypa.
Ýmis lögfræðileg álitamál hafa
komið upp varðandi listaverkin, og
hafa þau verið til skoðunar hjá
menntamálaráðuneytinu allt frá því
bankarnir hrundu í haust. Eitt atriði
sem er til skoðunar er hvort ríkið
þurfi að greiða fyrir verkin, vilji það
eignast þau.
Upplýst hefur verið að við skipt-
ingu bankanna var allt lausafé, þar á
meðal listaverkin, flutt í nýju bank-
ana. Það á alveg eftir að reyna á það,
hvort kröfuhafar í bú gömlu bank-
anna, sem nú eru í greiðslustöðvun,
muni sætta sig við að verðmæti séu
flutt úr búum þeirra með þessum
hætti. Á þetta mun væntanlega ekki
reyna fyrr en gömlu bankarnir
verða annaðhvort seldir eða settir í
þrot að loknum greiðslustöðv-
unartímanum. Sá möguleiki er fyrir
hendi að kröfuhafarnir óski eftir því
að verkin verði seld svo þeir fái
meira upp í kröfur sínar. Kann þetta
álitamál að enda fyrir dómstólum.
Morgunblaðið/Sverrir
Naglfast Sum frægustu verk bankanna eru naglföst á veggjunum og fara
hvergi. Þar á meðal þessar teikningar eftir Kjarval í Landsbankanum.
LISTAVERKASÖFN bankanna
eru mikil að vöxtum og lætur
nærri að þau geymi um 4.000
verk.
Listaverkasafn Landsbankans er
stærst. Í því eru um 1.700 verk. Í
safninu eru mörg mjög merkileg
verk eftir gömlu meistarana. Til
dæmis eru í safninu um 60 verk
eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval.
Fyrrverandi eigendur bankans
bættu um 400 verkum við safnið.
Í safni Kaupþings eru um 1.200
verk sem flest voru keypt í tíð
gamla Búnaðarbankans. Þar er að
finna margar perlur gömlu meist-
aranna. Einnig á safnið dýrmætar
myndir eftir helstu málara seinni
hluta síðustu aldar, svo sem Karl
Kvaran, Svavar Guðnason og Þor-
vald Skúlason. Á síðustu árum
hefur bankinn keypt mörg verk
eftir þekkta nútímamálara. Í safni
Glitnis eru 1.087 verk, að stofni til
úr gamla Útvegsbankanum
MIKILL
FJÖLDI
››