Morgunblaðið - 06.04.2009, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009
Einbeiting Vöruhönnuðir sýndu hvers þeir eru megnugir síðastliðinn laugardag þegar þeir leystu ýmis vandamál hversdagsins á klukkustund.
Kristinn
Hildur Helga Sigurðardóttir | 4. apríl
Og hvað með það?
Er ástæða til þess að sjá
ofsjónum yfir launa-
greiðslum til Evu Joly,
eða aðstoðarfólks henn-
ar? Ekki geri ég það. Hélt
einhver að manneskjan
ætlaði að stinga sér í
þennan haug ókeypis? Af því að við er-
um svo krúttleg og sæt? Því miður er
tími Íslands sem alheimskrútts bara ein-
faldlega liðinn. Var hvort sem er aldrei til
nema í okkar eigin hugskoti. (Reyndar
ekki mínu, en sumra …)
Hvað voru þeir annars aftur margir,
milljarðarnir, sem bankaráðsmenn
gömlu bankanna voru búnir að soga út
úr þeim þegar þeir féllu ? Jú, 150 og
„óvíst með heimtur krafna“.
Spyr eins og börnin: „Má það?“
Eftir allt sem á undan er gengið, eig-
um við að vera hneyksluð á því að Eva
Joly skuli eiga að vera á því sem varla
flokkast undir sendlakaup 2007? Og að-
stoðarmaðurinn með 6,7 millur yfir tólf
mánuði?
Þetta fólk er að fara að takast á við
eitt erfiðasta - og mikilvægasta - verk-
efni í sögu íslenska lýðveldisins.
Meira: hildurhelga. blog.is
Sigurður Ingólfsson | 4 apríl
Og hver er svo
eftirtekjan?
Við Íslendingar höfum
ekki séð hann svartari í
langan tíma. Fyrir rúmu
hálfu ári vissum við ekki
betur en að allt væri í
stakasta lagi. Nú sjáum
við ekki til botns í
skuldafeninu. Sem betur fer tókst að
mynda nýja stjórn sem gat tekið að sér
björgunaraðgerðir eftir strand þjóð-
arskútunnar. Það hefur aldrei gefist vel
að þeir sem eftir standa hálflamaðir á
strandstað taki þau verkefni að sér.
Þau hafa þó verið að mestu leyti hjálp-
söm, undanskilið er málþófið um
stjórnarskrána og stjórnlagaþingið sem
leiðir til þess að kosningabaráttan
verður í skötulíki, en í dag eru tæpar
þrjár vikur til þeirra.
Meira: siggus.blog.is
Ómar Ragnarsson | 4 apríl
Styttri
fermingarathafnir
Alltaf er jafn ánægjulegt
að vera viðstaddur já-
kvæðar kirkjuathafnir
með skírn, fermingu eða
brúðkaup sem meg-
instef. Þetta átti við í
morgun þegar bráð-
efnilegur og góður dóttursonur var
fermdur.
Fermingarguðsþjónusturnar hafa þó
þá sérstöðu að þar koma margfalt fleiri
við sögu en í hinum tveimur og þar af
leiðandi vilja þær verða miklu lengri.
18 fermingarbörn fermdust með
dóttursyni mínum í dag og athöfnin
stóð alls í hálfa aðra klukkustund.
Lengsti kaflinn var þegar nær allir
kirkjugestir gengu til altaris með ferm-
ingarbörnunum, tveimur og tveimur í
einu.
Kirkjubekkir eru nokkurn veginn einu
sætin sem boðið er upp á í íslenskum
samkomuhúsum sem hægt er að líkja
við pínubekki. Ég tel að ferming-
arathafnir gætu orðið ánægjulegri ef
þær væru ekki svona óskaplega langar.
Meira: omarragnarsson.blog.is
STJÓRNENDUR fyrirtækja
standa nú frammi fyrir erfiðari
rekstrartímum en elstu menn muna
– og að öllum líkindum erfiðari en
yngstu þegnar þessa lands munu
nokkurn tíman þurfa að glíma við.
Þær efnahagslegu hamfarir sem nú
ríða yfir viðskiptalíf veraldar verða
vonandi algjört einsdæmi í hag-
fræðisögu heimsins. Vissulega lær-
dómsrík lexía – en afar dýrkeypt
nám.
Verkefnin sem blasa við atvinnu-
rekendum nú eru ærin. Mörg fyrirtæki eru þegar
fallin, önnur á hnjánum og enn fleiri styðjast við
hækjur. Okkar bíður það verkefni að reisa við ís-
lenskt viðskiptalíf – finna á ný þann kraft sem í
okkur býr og endurreisa orðspor okkar. Stað-
reyndin er nefnilega sú að þó langflestir sem
stunda viðskipti geri það eftir bestu sannfæringu
og reki sín fyrirtæki af myndugleik, þá hefur orð-
spor allra sem tengjast íslensku viðskiptalífi beðið
mikinn hnekki. Framferði fárra hefur svert ímynd
stéttarinnar – okkar allra sem vinnum við verslun
og viðskipti.
Skyndilega tilheyrum við einhverri stétt sem á
að hafa það að aðalmarkmiði að greiða sér of-
urlaun, keyra á lúxusjeppum, fara í frí í einkaþot-
um og snekkjum, „víla og díla“ fram og til baka – til
þess eins að geta tekið enn hærri lán, grætt enn
meira og borgað út enn hærri arð. Þessu neita ég
einfaldlega að sitja undir ... og lái mér hver sem
vill! Íslenskir atvinnurekendur eru upp til hópa
harðduglegt fólk, sem hefur það eitt að leiðarljósi,
að gera sitt besta fyrir fyrirtæki sitt, starfsfólk og
viðskiptavini. Íslenskir atvinnurekendur eru hins
vegar ekki englar með hvíta vængi og innan okkar
raða eru menn sem hafa dottið illa á siðferðissvell-
inu og munu væntanlega taka afleiðingum gjörða
sinna. En þegar rætt er um framkomu þessara að-
ila þá krefst ég þess, að það sé ekki gert undir for-
merkjum íslenskra atvinnurekenda. Fyrir hönd
þeirra hundruða atvinnurekenda sem leggja metn-
að sinn í að skapa störf, borga mannsæmandi laun
og veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu fráb-
ið ég mér að vera skipað á bekk með þeim sem
stjórnast hafa af allt öðrum hvötum í sínum rekstri.
Engu að síður átta ég mig á því að við, sem enn er-
um uppistandandi, þurfum að ná sáttum við ís-
lensku þjóðina og vinna traust hennar á ný. Það
gerum við best með því að sýna henni að við erum
traustsins verð. Hinir, sem liggja kylliflatir á svell-
inu verða hins vegar að gera mun meira en það.
Þó vissulega sé áhugavert að horfa í baksýnis-
spegilinn og reyna að skilja hvernig og hvers vegna
„heimurinn hrundi“ með ógnarhraða síðastliðið
haust er mun brýnna fyrir okkur sem rekum fyr-
irtæki að horfa fram á veginn og leita lausna.
Stjórnvöld munu nefnilega ekki – og eiga ekki – að
koma með allar lausnirnar. Þau einfaldlega geta
það ekki. Og gildir þá einu hvaða flokkar taka við
stjórnartaumunum eftir kosningar í vor
Stjórnvöld sitja nú uppi með flesta
banka landsins – beint eða óbeint – og
innan þeirra ógrynni af fyrirtækjum
sem ýmist eru í vanda eða komin í
þrot. Þetta er ekki óskastaða fyrir
stjórnvöld – en staðreynd engu að síð-
ur, sem ytri aðstæður og/eða slæmar
ákvarðanir stjórnenda þessara fyr-
irtækja hafa valdið. En það á ekki að
bjarga öllum þessum fyrirtækjum.
Mörgum þessara fyrirtækja hefur
verið illa stjórnað í áraraðir. Þau hafa
valdið vandræðum úti á markaðnum
og skekkt samkeppnina undanfarin
misseri. Þessi fyrirtæki eiga því að
fara í þrot. Fyrirtæki hafa alltaf – og
munu alltaf verða gjaldþrota. Það er bara gangur
lífsins. Það væri mjög óeðlilegt í kreppu, ef það á að
bjarga öllum.
Gagnsæi er hinsvegar gríðarlega mikilvægt þeg-
ar þessi mál eru annars vegar. Það verður að vera
kristaltært að sömu sjónarmið verði látin ráða þeg-
ar kemur að ákvörðunum um björgun eða brot-
lendingu fyrirtækja. Allar ákvarðanir varðandi fyr-
irgreiðslur og sölumeðferð verða að vera hafnar
yfir allan vafa á meðan þessi fyrirtæki eru í eigu
stjórnvalda. Við, sem erum í rekstri, gerum a.m.k.
þá höfuðkröfu að fyrirtæki sem hafa hagað sér með
óábyrgum hætti, komi ekki hvítskúruð út á mark-
aðinn aftur í eigu sömu eigenda – í samkeppni við
okkur enn á ný – eftir að hafa gengið í gegnum
skuldaskúringarvélar bankanna.
En hversu hæfir eru núverandi eigendur bank-
anna til að vega og meta fyrirtæki og markaðinn í
heild? Búa stjórnvöld yfir nægri reynslu af rekstri
fyrirtækja? Ef litið er til nýafstaðinna prófkjöra er
ljóst að þekking á íslensku viðskiptalífi verður
skelfilega lítil á Alþingi eftir kosningarnar í vor.
Það gerir hlutverk viðskiptalífsins sjálfs í endur-
reisninni enn mikilvægara. Því miður virðist sem
það hvarfli vart að fólki með víðtæka viðskipta- og
rekstrarreynslu að fara í stjórnmál. Virðast margir
líta á almenna þingmennsku sem frekar illa launað
en annasamt starf sem þar að auki krefjist þess að
menn afsali sér öllu einkalífi. Þetta er mjög alvar-
leg staða. Það er ákaflega slæmt, að fólk með
reynslu og þekkingu af viðskiptalífinu gefi ekki
kost á sér í framboð. Þingheimur er með allt of
einsleitan bakgrunn og hljóta allir stjórn-
málaflokkar að hafa áhyggjur af því. Það hlýtur að
vera kominn tími til, að kerfið sé hugsað upp á nýtt
– með það fyrir augum að auka virkni og framleiðni
alls þingheims. Á Alþingi á að sitja okkar hæfasta
og besta fólk á hverjum tíma – og þá verða kjörin
og aðstaðan að vera með þeim hætti, að okkar hæf-
asta fólk sækist eftir að sitja þar. Þannig er það
ekki í dag.
En kapp er best með forsjá. Það hljótum við að
hafa lært. Endurnýjun – bara endurnýjunarinnar
vegna – er hættuleg. Á tímabili var tónninn í þjóð-
félagsumræðunni sá að allir sem á einhvern hátt
hefðu komið nálægt einhverju yrðu að víkja. En
með því væri þjóðfélagið að kasta á glæ gríð-
arlegum mannauði og þekkingu. Endurnýjun verð-
ur að eiga sér stað samhliða reynslu – annars verð-
um við stöðugt að finna upp hjólið. Þar að auki
verður það að teljast afar ólíklegt að á þessu litla
landi leynist „99 hreinar meyjar“ sem legið hafa í
dvala undanfarin ár; fólk sem hefur ekki staðið í
neinum framkvæmdum en getur nú skyndilega
stigið fram og leyst okkar vanda. Við erum öll pikk-
föst í þessu ástandi og verðum öll að leggja okkar
af mörkum – hvort sem við tókum þátt í hinum svo-
kölluðu veisluhöldum eða ekki! Það getur enginn
verið stikkfrí. Skilaboðin til stjórnvalda eru því
skýr: Við verðum að vinna að því saman að koma ís-
lensku þjóðinni út úr kreppunni. Við höfum hvorki
tíma né orku í að tortryggja hvert annað. Við þurf-
um að forgangsraða verkefnum; bjarga þeim fyrir-
tækjum og störfum sem nú þegar eru til staðar –
og hefjast síðan handa við að skapa ný störf. Það er
nefnilega til lítils að hamast við að skapa ný störf á
einum stað, ef við missum jafnharðan út álíka mörg
störf annars staðar. Við verðum að stoppa hrunið
og treysta undirstöðurnar áður en við getum farið
að byggja upp á ný.
Lögmálið á bak við fyrirtækjarekstur er ekkert
sérlega flókið. Það þarf að afla meira en eytt er.
Þetta er afar einfalt reikningsdæmi – sem getur
hins vegar reynst fjári snúið þegar á hólminn er
komið. Nú er staðan þannig að allt of margir óhag-
stæðir þættir í þessu reikningsdæmi eru utan vald-
sviðs viðskiptalífsins sjálfs; himinháir vextir, dauð-
vona króna, gjaldeyrishömlur, verðbólga og
skertur kaupmáttur, svo eitthvað sé nefnt. Það
þarf því vart að koma á óvart við að fyrirtæki grípi
til uppsagna og lækki laun og starfshlutfall við
þessar aðstæður. Laun eru einn stærsti gjaldalið-
urinn – og oft sá eini sem fyrirtækin hafa á valdi
sínu. Þau eru ekki skilin eftir með marga aðra val-
kosti.
Ég met stöðuna þannig að við séum í boðhlaupi –
öll í sama liði – þar sem stjórnvöld eiga fyrsta
sprettinn. Í sínum spretti verða þau að lækka vexti
og verðbólgu, koma jafnvægi á krónuna og losa um
gjaldeyrishöftin. Þá mun ekki standa á íslenskum
fyrirtækjum að taka við kyndlinum, hefja fram-
kvæmdir og ráða fólk til starfa. Þriðja sprettinn
tekur síðan almenningur í landinu. Lokasprettinn á
hins vegar æskan og framtíðin og hún mun vonandi
koma okkur sigri hrósandi í mark. Ísland á að vera
í fremstu röð – og þangað eigum við öll að stefna!
Eftir Margréti
Kristmannsdóttur » Fyrir hönd þeirra hundraða
atvinnurekenda sem leggja
metnað sinn í að skapa störf,
borga mannsæmandi laun og
veita viðskiptavinum sínum góða
þjónustu frábið ég mér að vera
skipað á bekk með þeim sem
stjórnast hafa af allt öðrum hvöt-
um í sínum rekstri.
Margrét
Kristmannsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Pfaff og formaður SVÞ og FKA.
Endurreisn atvinnulífsins
BLOG.IS
Lára Hanna Einarsdóttir | 5 apríl
Sjokkerandi Silfur
Ætli stór hluti áhorfenda
Silfursins þurfi ekki
áfallahjálp núna. Það
kæmi mér ekki á óvart.
Reyndar kom fátt fram
sem ekki hefur verið sagt
áður af ýmsum Íslend-
ingum, bæði á netinu og annars staðar.
Ég nefni t.d. Jón Steinar á blogginu sínu
og fleiri og fleiri. Og hægt hefur verið að
horfa á myndir eins og Zeitgeist og ýmis
myndbrot á YouTube um alls konar
svona mál víða um heim.
Meira: larahanna.blog.is