Morgunblaðið - 06.04.2009, Síða 20
20 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú
dustað rykið af gamalkunnum
hræðsluáróðri um skattpínda þjóð
undir stjórn vinstri afla. Á sama
tíma er lýst yfir því að Sjálfstæð-
isflokkurinn hafni öllum nýjum
sköttum á atvinnulíf og ein-
staklinga.
Enn sem komið er hafa sjálf-
stæðismenn þó ekki farið þá
frumlegu leið að saka vinstrisinna
um að kunna ekki að fara með
peninga.
Í þessu ljósi er gott að halda því
til haga að sjálfstæðismenn stóðu
sjálfir fyrir skattahækkunum
skömmu fyrir síðustu jól, enda
sáu þeir enga aðra leið færa eftir
að efnahagurinn hrundi undir
þeirra stjórn. Því liggur beint við
að kalla eftir tillögum sjálfstæð-
ismanna um hvaða aðrar leiðir
séu færar.
Sjálfstæðisflokkurinn skilaði
sannarlega ekki góðu búi eftir
hartnær tveggja áratuga valdatíð
og seint væri hægt að halda því
fram að velferðarkerfið hafi verið
offjármagnað á þeim tíma. Svig-
rúmið til niðurskurðar er einfald-
lega ekki mikið. Sé saxað enn
frekar á grundvallarstoðir vel-
ferðarkerfisins gæti kreppan
reynst Íslendingum mun dýr-
keyptari til lengri tíma litið.
Við núverandi aðstæður er
mjög erfitt að fá glögga mynd af
ríkisfjármálum, enda eru óvissu-
þættirnir margir. Ákjósanlegast
væri auðvitað að ekki þyrfti að
hækka skatta og að hægt væri að
reka öflugt velferðarkerfi án þess
að til mikils fjárlagahalla þyrfti að
koma. En ef það reynist ómögu-
legt, hvernig á þá að bregðast við?
Halla Gunnarsdóttir
Innantóm loforð?
Höfundur er aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra.
ÞAÐ eru komnir nýir
eigendur að Morg-
unblaðinu, sem rambaði
á barmi gjaldþrots.
Fyrir nýju eigend-
unum fer Óskar Magn-
ússon lögfræðingur,
þekktur dugnaðarfork-
ur sem víða hefur komið
við í atvinnulífi landsins.
Þessu ber tvímælalaust
að fagna því þótt saga Morgunblaðsins
sé nokkuð brokkgeng væri mikill sjón-
arsviptir að því ef blaðið legði upp
laupana.
Að sjálfsögðu segja hinir nýju eig-
endur að þeir ætli að gefa hinu end-
urreista blaði fullt málfrelsi, þeir
treysti á gott starfsfólk og góða rit-
stjórn.
Sú var tíðin að Morgunblaðið var
ómengað flokksblað Sjálfstæðisflokks-
ins en þeir Matthías og Styrmir gerðu
miklar breytingar á blaðinu og komu
því á frjálslyndari grundvöll, nánast
opið fyrir öllum skoðunum og sjón-
armiðum. Auðvitað var öllum ljóst alla
tíð að samt sló tryggt hægri hjarta í
blaðinu og Sjálfstæðisflokkurinn var
engan veginn gleymdur, en það verður
að viðurkennast að Morgunblaðið varð
víðsýnt blað undir ritstjórn þeirra
Matthíasar og Styrmis þótt enginn
færi í grafgötur með þeirra stjórn-
málaskoðanir.
En nú eru þeir báðir á brautu og við
ritstjórninni tók Ólafur Þ. Stephensen.
Við það hefur margt
breyst og vissar skoð-
anir gerðar útlægar af
blaðinu en öðrum hamp-
að. Þó er það dapurleg-
ast að sumum starfs-
mönnum blaðsins eru
gefnar frjálsar hendur
til dæmalausrar hlut-
drægni sem heiðarlegir
blaðamenn mega aldrei
gera sig seka um.
Ef einhver efast um
þessi orð þá ætti sá hinn
sami að taka fram Morg-
unblaðið frá sunnudeg-
inum 29. mars og lesa enn einn pist-
ilinn eftir Agnesi Bragadóttur. Þessi
kona, sem er gerð út af blaðinu sem
rannsóknarblaðamaður og greinandi
allra mála sem liggja á þjóðinni, skrif-
aði þar grein sem nefnist „Ólíkt hafast
þau að“. Þar er samanburður á þeim
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og
Geir Haarde og það kemur auðvitað
engum á óvart þótt eiturpenni
Agnesar Bragadóttur beinist af öllu
afli að Ingibjörgu Sólrúnu en hrósi
Geir. En að sjálfsögðu sleppir hún
ekki tækifærinu til að upphefja átrún-
aðargoð sitt, Davíð Oddsson, fyrrver-
andi formann Sjálfstæðisflokksins.
Vissulega þykja það engin tíðindi, því
að á liðnum árum hefur Davíð vart
þurft að lyfta litla fingri til að varð-
hundur hans, Agnes Bragadóttir, gelti
ekki hástöfum. Fyrrnefnd grein
Agnesar er þó skrifuð áður en Davíð
hélt sína dæmalausu og lágkúrulegu
ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins, þessa hrokafullu ræðu þar sem
Davíð niðurlægði engan nema sjálfan
sig. En ekki þarf að efa að varð-
hundarnir hafi gelt af ákafa svo glumið
hafi í veggjum í Hádegismóum.
Það hefði enginn hleypt brúnum
þótt þessi grein „Ólíkt hafast þau að“
hefði verið merkt Hannesi Hólmsteini
til dæmis. En að hún sé eftir einn
reyndasta blaðamann Morgunblaðs-
ins, Agnesi Bragadóttur, er til skamm-
ar fyrir blaðið og Agnes Bragadóttir
er til skammar sinni stétt, blaða-
mannastéttinni.
Vonandi standa Óskar Magnússon
og hans félagar undir því trausti sem
til þeirra er borið, að þeir geri Morg-
unblaðið aftur að því sem það var á
bestu árum þeirra Matthíasar og
Styrmis og jafnvel bæti þar við. En þá
verða þeir Óskar og félagar að grisja í
starfsliðinu, fá nýjan eða nýja ritstjóra
og hreinsa sorabletti eins og Agnesi
Bragadóttur út af blaðinu. Ráða í stað-
inn hæft og heiðarlegt fjölmiðlafólk,
annars mun illa fara fyrir þessu forn-
fræga blaði.
Trúverðugleiki
Morgunblaðsins er í veði
Sigurður Grétar
Guðmundsson skrif-
ar um Morg-
unblaðið
» Vonandi standa Ósk-
ar Magnússon og
hans félagar undir því
trausti sem til þeirra er
borið, að þeir geri
Morgunblaðið aftur að
því sem það var á bestu
árum þeirra Matthíasar
og Styrmis …
Sigurður Grétar
Guðmundsson
Höfundur er vatnsvirkjameistari.
ÓMAR Ragnarsson,
formaður Íslands-
hreyfingarinnar – lif-
andi lands, skrifaði
grein í Morgunblaðið
10. mars sl. sem nefn-
ist „Tími vatnsafls-
virkjana á Norð-
urlöndum er liðinn.
Tilefni hennar er stutt
blaðagrein mín í sama
blaði 1. mars sl. er nefndist „Nýt-
ing vatnsorku á Norðurlöndum“. Í
henni var stöplarit það sem sýnt
er hér.
Þessi grein Ómars er nýstárleg
af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi
er þar rifjuð upp hugmynd frá
fyrri hluta nítjándu aldar um eitt
sameiginlegt ríki norrænna þjóða,
sem hér verður gert ráð fyrir að
spanni öll Norðurlöndin, frá Græn-
landi til Finnlands, með embætt-
ismenn eins og orkumálastjóra fyr-
ir þau öll sameiginlega. Við
skulum kalla þetta samnorræna
ríki Norden. Í öðru lagi gerir Óm-
ar ráð fyrir að orkumálastjóri Nor-
dens ákveði hvar skuli virkja
vatnsorku hverju sinni. Það er
meira en ég lét mér nokkru sinni
til hugar koma fyrir Ísland eitt í
minni embættistíð sem orku-
málastjóri. Sú ein saman hugsun
að hafa slíkt vald er nýstárleg og
kitlandi fyrir gamlan embættis-
mann. En ekki að sama skapi
raunsæ!
Ákvörðum um
virkjun vatnsorku var
í höndum þjóðþinga
Íslands, Noregs og
Svíþjóðar til skamms
tíma. Í höndum
stjórnmálamanna en
ekki embættismanna.
Nú er ákvörð-
unarvaldið hér á
landi, og að ég held í
Noregi og Svíþjóð
einnig, í höndum iðn-
aðarráðherra í ríkisstjórn sem
styðst við meirihluta þjóðþinganna.
Áfram í höndum stjórnmálamanna.
Ég er ekki eins kunnugur skipan
þessara mála í Finnlandi en hygg
þó að hún hafi verið og sé svipuð
og í Svíþjóð. Í Færeyjum og í
Grænlandi er þetta vald í höndum
heimastjórnarinnar, þ.e. stjórn-
málamanna, í hvoru landi. Í Dan-
mörku hefur sú litla vatnsorka sem
þar er að finna verið virkjuð fyrir
löngu.
Allsstaðar á Norðurlöndum,
nema e.t.v. í Færeyjum og á Græn-
landi, hefur virkjun vatnsorku ekki
verið minna umdeild af umhverf-
isástæðum en á Íslandi. Það hefði
hún ekki síður verið í hinu hugsaða
ríki Norden. Af mannfjöldaástæð-
um hefðu það verið kjósendur utan
Íslands, Færeyja og Grænlands
sem hefðu fyrst og fremst ráðið
hinu sameiginlega löggjafarþingi
Nordens. Það er því harla ólíklegt
að íslensk sjónarmið í virkj-
unarmálum vatnsorku hefðu fengið
mikið vægi á því þingi. Í ljósi and-
stöðunnar við vatnsaflsvirkjanir
sem ríkt hefur í Skandinavíu og
Finnlandi er líklegt að þeim hefði
verið ýtt til Íslands og Grænlands
til að losna við þær þaðan.
Það er sem sagt hætt við því að
á þingi Nordens hefðu andstæð-
ingar frekari virkjana á Hardan-
gervidda og í Dalarna verið fljótir
til að benda á ofangreint stöplarit
og segja: „Sjáið bara hve lítið af
vatnsorku Íslands og Grænlands
hefur verið virkjað. Þar er upplagt
að hafa orkufrekan iðnað. Virkj-
anir þar skemma ekkert stærstu
hraunbreiðu Norðurlanda, Ódáða-
hraun, og raska ekki stærsta þjóð-
garði Evrópu, Vatnajökuls-
þjóðgarði, sem geymir stærsta
jökul í álfunni og fjölbreyttasta
safn ólíkra eldfjalla á jafnlitlu
svæði í öllum heiminum. Og seint
spilla virkjanir á Grænlandi mik-
ilfengleik Grænlandsjökuls,
stærsta jökuls á norðurhveli jarð-
ar. Það er sannarlega nóg komið
af virkjunum í Skandinavíu og
Finnlandi. Virkjum heldur á Ís-
landi og Grænlandi.“
Það er líklega bara lán að ekk-
ert varð af stofnun samnorræns
ríkis. Okkur Íslendingum fyndist
líklega þröngt um okkur og við
litlu ráða í slíku ríki.
Út af grein Ómars Ragnarssonar
Jakob Björnsson
svarar grein Ómars
Ragnarssonar
» Það er líklega bara
lán að ekkert varð
af stofnun samnorræns
ríkis.
Jakob Björnsson
Höfundur er fv. orkumálastjóri.
=: >3 ? @ A4
9 : @> @ >
7
: > @
# $ 4
< -B
,+ *B
() -B
(* -B
;. ;B
NÝ KRAFA um
nýtt lýðveldi kom á
óvart, virtist gerð af
ókunnugleika. En ým-
islegt styður hana.
Fyrst að samfélagið
þarf að berjast fyrir
velferð, sem tekið
hefur áratugi að
koma á og heldur hefur fjarað
undan síðustu ár. Annað er að eft-
irlitskerfi peningamála hafa aug-
ljóslega brugðist. Þá er rétt-
arkerfið athugunarefni, er það
bregst ekki af sjálfsdáðum við, í
samræmi við embættisskyldu,
þegar jafnvel þúsundir milljarða
tapast í bankahruni. Og ekki næg-
ir athugun réttarkerfismannanna
sjálfra.
Eftirlitskerfi peningamála og
hagkerfi þjóðar eru ekki einangr-
aðar og sjálfstæðar einingar, held-
ur mótast þau mjög af ráðandi
löggjöf og lagaframkvæmd, auk
þátttöku almennra borgara. Margt
hefur gerst síðan Íslendingar ein-
settu sér 1944 að búa í fullvalda
lýðveldi og réttarríki. Sennilega
má rekja fjárhagslega og réttar-
farslega afturför okkar nú til
ólíkra atvika og aðstæðna. Bent
hefur verið á fiskveiðistjórnina og
að með henni hefur fámennum
hópi útgerðaraðila verið leyft að
selja, veðsetja og leigja út þjóð-
areignina, fiskinn í sjónum, sem
sína eign.
Sem gamall andstæðingur EES-
samningsins 1993 vil ég benda á
gerð hans sem vatnaskilaviðburð.
Auðvitað var EES-aðildin ekki al-
slæm, þótt við sitjum nú uppi með
vandamál tengd Icesave-innlánum
og fleira tengt bankahruninu.
EES-aðildinni hafa líka fylgt
framfarir og hagræði. En Evrópu-
sambandið er lagalegur óskapnað-
ur 27 þjóðríkja, sem tala um 20
ólík tungumál og búa hvert um sig
við tvöfalt stjórnar- og réttarkerfi,
það er kerfi viðkomandi þjóðréttar
og kerfi Evrópusambandsins, sem
starfa samhliða, án glöggra skila í
öllum tilvikum, sem getur ekki
verið farsælt. Svipað á við um
EES-ríkið Ísland og EES-
samningurinn kveður á um að Al-
þingi staðfesti a.m.k. að hluta til
mikið safn reglna og gerða Evr-
ópusambandsins, (35 þúsund
bls.?). Að því leyti sem Alþingi
staðfestir Evrópuréttinn er það
gert án þess Alþingi hafi haft
raunhæfa möguleika á
að breyta og aðlaga
reglurnar og gerðirnar
íslenskum veruleika og
viðhorfum. Með EES-
aðildinni var Alþingi
breytt úr „hugsandi og
skapandi“ löggjaf-
arvaldi í „hnappa-
staðfestingar“ löggjaf-
arvald. Þetta á við
reglur og gerðir ESB
og er engu fullvalda
þjóðþingi og þjóð bjóð-
andi. Að auki virðist Alþingi Ís-
lendinga hafa verið snöggt að þróa
EES „nýjungina“ með því að láta
embættismenn, utan þingsins,
einnig færa sér í auknum mæli
önnur lagafrumvörp, sem ekki
tengjast EES, til staðfestingar.
Þetta hefur a.m.k. verið umhugs-
unarverð þróun.
Dæmi um slæm tök Alþingis á
málum er Kárahnjúkavirkjun, en
meginforsendum hennar var leynt,
í meðförum Alþingis, stjórnarskrá
og lög brotin og allt stjórnkerfið
skekkt til að koma þessari mið-
stýrðu framkvæmd allsherjarvalds-
ins í gegn. Helguvíkurálverið virð-
ist í svipuðum farvegi nema nú
hefur að nokkru verið gengið
lengra og Alþingi hefur framselt
litlum staðbundnum sveitarfélögum
allsherjarvald, sem varðar lýðveld-
ið allt og Alþingi sjálfu skylt er að
beita, skv. 1. gr. stjórnarskrárinnar
nr. 33/1944: „Ísland er lýðveldi
með þingbundinni stjórn.“ Auk
Helguvíkur-álversins vil ég nefna
Bakkaálverið og olíuhreinsunarstöð
á Vestfjörðum í þessu sambandi.
Af framan sögðu er ljóst að
Rannsóknarnefndin þarf að huga
að grunnstoðum lýðveldisins og
sennilega er nauðsyn eða að
minnsta kosti álitlegt að breyta
stjórnskipan lýðveldisins verulega
til að losna undan ofurvaldi ýmissa
hagsmunaaðila og þvingunum
ESB, utan og innan samnings, sem
sligað hafa samfélagið.
Niðurstaða þess starfs ræður því
hvort menn meta það sem nýtt lýð-
veldi.
Er nýtt lýðveldi
nauðsyn?
Opið bréf til Rann-
sóknarnefndar
bankahrunsins frá
Tómasi Gunn-
arssyni
Tómas Gunnarsson
»Evrópusambandið er
lagalegur óskapnað-
ur 27 þjóðríkja, sem tala
um 20 ólík tungumál og
búa hvert um sig við
tvöfalt stjórnar- og rétt-
arkerfi
Höfundur er lögfræðingur.
@Fréttirá SMS