Morgunblaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009 Á Suðurlandi er mikið og öflugt atvinnulíf enda er Suðurland víðfeðmt og fjölmennt. Iðnaður á ýmsum sviðum, allt frá ýmiss konar smá- iðnaði upp í orkuiðnað, ylrækt, garðyrkja, að ógleymdri ferðaþjónustu og tengdum greinum. Fallegar sveitir leggja grunn að blómlegum landbúnaði og matvælaframleiðslu og á Suðurlandi eru ein stærstu fyrirtæki landsins á sviði matvælaiðnaðar. Í blaðinu verður víða borið niður og fjallað um atvinnulífið á opinn og skemmtilegan hátt. Fjölbreytni, framsækni, hefðir og nýsköpun, allt þetta einkennir at- vinnulífið á Suðurlandi. Suðurland tækifæranna – atvinnulífið á Suðurlandi Aukablað Viðskiptablaðsins 23. apríl Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma 569-1134 / 692-1010 eða sigridurh@mbl.is – meira fyrir áskrifendur F í t o n / S Í A Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 UNDANFARNAR vikur hefur farið fram á vettvangi fjölmiðla nokkur umræða um stöðu vátrygginga- félaga. Borið hefur á því að settar hafi verið fram fullyrðingar sem bera með sér misskiln- ing á sérkennum vá- tryggingastarfsem- innar. Í þessari stuttu grein verður reynt að leiðrétta þennan misskiln- ing með því að svara á almennan hátt tveimur af þeim spurningum sem varpað hefur verið fram. Annars veg- ar er um að ræða spurninguna „Munu tryggingafélögin ekki fara sömu leið og bankarnir?“ og hins vegar „Eru bótasjóðir trygginga- félaganna ekki tómir?/Hafa eigendur vátryggingafélaganna tæmt bóta- sjóðina?“ Munur á áhættu vátrygginga- félaga og banka Varðandi fyrri spurninguna má geta þess að vátryggingastarfsemi er í eðli sínu ólík bankastarfsemi. Bank- ar standa ávallt frammi fyrir mikilli lausafjáráhættu. Hefðbundna banka- starfsemi, þ.e. útlán, þarf að fjár- magna með innlánum og svokallaðri heildsölufjármögnun og hvort tveggja er mjög viðkvæmt fyrir nei- kvæðni gagnvart viðkomandi banka. Hefðbundið vátryggingafélag þarf í raun ekki á fjármögnun að halda þar sem starfsemi þess byggist á að greiða fyrir tjón sem vátrygging- artakar hafa í sameiningu safnað fyr- ir með iðgjöldum sínum sem greidd eru fyrirfram. Áhætta í vátrygginga- rekstri er annars konar, t.d. hættan á því að fjármunir dugi ekki til að greiða stórtjón og hættan á rýrnun fjárfestinga. Vátryggingafélög verja sig fyrrnefndu áhættunni með end- urtryggingum en atburðirnir á Ís- landi sl. haust urðu ekki til að rýra þá vernd. Vegna þessa er lík- legt að ávallt gefist nokkur tími til að bregðast við versnandi stöðu vátrygginga- félaga, t.d. með flutn- ingi stofns til annars fé- lags eða sameiningu. Sem betur fer hafa al- menn vátryggingafélög ekki orðið gjaldþrota hér á landi með þeim af- leiðingum að þau gætu ekki staðið við skuld- bindingar sínar gagn- vart vátrygging- artökum. Stofn þeirra félaga sem hætt hafa starfsemi hefur verið flutt- ur til annarra vátryggingafélaga og hafa vátryggingartakar ekki orðið fyrir tjóni af slíkri ráðstöfun. Hugtökin vátrygginga- skuld og bótasjóður Síðari spurningin, um stöðu svo- kallaðra bótasjóða, tengist einmitt hættunni á rýrnun fjárfestinga. Í ein- faldri mynd er efnahagsreikningur vátryggingafélaga þannig samsettur að skuldamegin er eigið fé og svoköll- uð vátryggingaskuld (sem kölluð var bótasjóður í eldri lögum). Vátrygg- ingaskuldin er tvíþætt, annars vegar skuldbindingar vegna iðgjalda sem greidd eru fyrirfram, þ.e. ið- gjaldaskuld (óorðin tjón) og hins veg- ar skuldbindingar vegna tjóna sem orðið hafa en ekki eru að fullu upp- gerð (tjónaskuld). Upphæð vátrygg- ingaskuldar ræðst af mati félagsins á þessum þáttum. Eignamegin eru svo annars vegar eignir sem mæta eiga vátryggingaskuld (sem eru í raun hinn eiginlegi bótasjóður) og svokall- aðar frjálsar eignir sem eru umfram vátryggingaskuld. Ef eignir í bóta- sjóði rýrna getur vátryggingafélagið oftast fært eignir úr frjálsu eign- unum. Um fjárfestingar í eignum í bótasjóði gilda strangar reglur, t.d. takmarkast hámark eigna í hluta- bréfum við 40% og eignir í erlendri mynt takmarkast við 20%. Slíkar reglur takmarka ráðstöfun eigenda á þeim eignum sem vátryggingafélagið notar til að mæta vátryggingaskuld. Ávallt eignir til að mæta skuldbindingum Í lögum um vátryggingastarfsemi gilda ákveðnar reglur um stöðu eigin fjár, sem m.a. eiga að tryggja að vá- tryggingafélagið eigi næga fjármuni til að bregðast við óvæntum atburð- um. Þessar reglur eiga þar með að tryggja að ekki þurfi að ganga á bótasjóðinn. Í þeim hamförum sem gengið hafa yfir hefur eigið fé vá- tryggingafélaga eins og annarra fyr- irtækja rýrnað töluvert og í sumum tilvikum hefur rýrnunin orðið til að þau uppfylli ekki áðurnefndar reglur um stöðu eigin fjár (gjaldþols). Í samræmi við lög um vátrygginga- starfsemi er félögunum í slíkum til- vikum gefinn frestur til að bregðast við með endurskipulagningu. Í þess- um tilvikum hafa eignir verið til stað- ar til að mæta vátryggingaskuldbind- ingum (í bótasjóði) að mestu eða öllu leyti. Eins og hér er rakið leiða áföll í vá- tryggingarekstri fyrst til að eigið fé og þar með hinar svokölluðu frjálsu eignir rýrna. Eignir vantar fyrst í bótasjóð ef eigið fé verður neikvætt eða eignir félagsins uppfylla ekki heimildir um gæði eigna. Fjármála- eftirlitið leggur mikla áherslu á að ávallt séu viðeigandi eignir til staðar til að mæta skuldbindingum og vá- tryggingafélag gæti ekki haldið starfsleyfi ef séð yrði fram á að það gæti ekki uppfyllt þau skilyrði. Fjármálaeftirlitið mun í byrjun maí birta upplýsingar um rekstur vá- tryggingafélaganna á árinu 2008 þar sem áhugasamir geta kynnt sér rekstur og efnahag einstakra félaga. Staða vátryggingafélaga í kjölfar falls bankanna Sigurður Freyr Jónatansson fjallar um stöðu vátrygg- ingafélaganna » Fjármálaeftirlitið leggur mikla áherslu á að ávallt séu viðeig- andi eignir til staðar til að mæta skuldbind- ingum. Sigurður Freyr Jónatansson Höfundur er tryggingastærðfræð- ingur hjá Fjármálaeftirlitinu. ÖLDRUNAR- FRÆÐI er ekki gömul fræðigrein en býr þrátt fyrir ungan aldur að talsverðum fjölda kenninga um viðfangs- efni sitt. Því miður eiga flestar þessar kenn- ingar það sameiginlegt að sjá öldrun sem vandamál, við- fangsefni fyrir samfélagið og aldr- aða að takast á við. Viðhorf sem þessi geta ýtt undir fordóma gagn- vart öldruðum og jafnvel valdið sekt- artilfinningu hjá þeim sem þurfa á aðstoð að halda í ellinni. Sænskur fræðimaður, Lars Tornstam, prófessor í öldr- unarfélagsfræði við háskólann í Uppsölum, lét sér ekki þessar kenn- ingar nægja. Ýmsar niðurstöður úr rannsóknum sem sneru að öldrun og öldruðum komu ekki heim og saman við kenningarnar, ým- islegt sem hann upp- lifði sjálfur með hækk- andi aldri varð honum umhugsunarefni og margt sem aldraðir sjálfir sögðu honum gerði hann stöðugt gagnrýnni. Hugmyndir hans þróuðust með tímanum í tilgátu um öldrun sem sérstakt þroskaskeið, þroskaskeið sem felur í sér allt önnur viðhorf en eru oftast ráðandi hjá þeim sem yngri eru. Megineinkenni þessa sér- staka þroskaskeiðs taldi Tornstam vera eftirfarandi:  Vaxandi tilfinning af að vera hluti af alheiminum  Breytt skynjun á tíma, rúmi og hlutum  Ný sýn á líf og dauða með minnk- uðum ótta við dauðann  Aukin samkennd við gengnar og komandi kynslóðir  Minnkaður áhugi á yfirborðs- legum félagstengslum  Minnkaður áhugi á veraldlegum gæðum  Minni athygli á eigin persónu  Meiri tíma eytt í hugleiðslu Rannsóknir hafa nú staðfest margt af hugmyndum Tornstams og út frá þeim hefur hann sett fram sína eigin kenningu sem á íslensku hefur verið kölluð öldrunarinnsæi. Öldrunarinnsæiskenningin segir frá viðhorfsbreytingum sem geta fylgt öldrun en einnig hefur verið skoðað hverjir öðlast helst þetta innsæi og hverju kenningin breytir í umgengni við aldraða og umönnun þeirra sem þurfa á slíku að halda. Leiðbeiningar fyrir starfsfólk öldrunarstofnana hafa verið þróaðar út frá kenning- unni. Þess er óskandi að tilkoma þessarar kenningar og aukin almenn þekking á henni verði til þess að öldrun verði viðurkennd sem sjálf- stætt tilverustig með eigin við- horfum og einkennum sem eigi skilið meira tillit og virðingu en stundum hefur verið raunin hingað til. Ný sýn á elli og aldraða Helga S. Ragn- arsdóttir skrifar um öldrunarinnsæi sem sérstakt þroska- skeið » Flestar kenningar um öldrun hafa átt það sameiginlegt að sjá öldrun sem vandamál fyrir samfélagið og aldr- aða að takast á við Helga S. Ragnarsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi á sviði öldrunar. @

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.