Morgunblaðið - 06.04.2009, Qupperneq 23
Umræðan 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009
Vesturröst
Laugaveg 178
S: 551 6770
www.vesturrost.is
BYSSUSKÁPA-
TILBOÐ
3 byssur • 5 byssur
8-12 byssur
Þú vilt betri yfirsýn.
Þess vegna er Vöxtur fyrir þig.
Vöxtur - Vildarþjónusta Kaupþings
Kynntu þér málið á www.kaupthing.is
eða í síma 444 7000.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
K
A
U
45
51
3
04
/0
9
Í VETUR hefur
snjórinn glatt margan
landann með legu
sinni yfir fjöll og firn-
indi og oftar en ekki
hvatt margan áhuga-
manninn um útiveru
og ferðamennsku til
farar. Íslensk náttúra
býður ferðalöngum
upp á ævintýri í fögru og stór-
mögnuðu umhverfi. Hægt er að
ferðast á marga vegu og er vélsleði
eitt af þeim farartækjum sem tekin
eru fram þegar snjór þekur jörð.
Þó nokkuð hefur borið á því að
vélsleðamenn hafi komið af stað
snjóflóðum og er það ógn sem bæði
fjallafólk og vélsleðamenn þurfa að
varast. Snjóflóðahætta stjórnast af
þremur þáttum; landslagi, stöð-
ugleika snjóþekjunnar og fólki. Til
að gera ferðalög hættuminni þarf
sá sem ferðast að spyrja sig; hvern-
ig er landslagið, er líklegt að snjó-
flóð falli? Er snjórinn stöðugur?
Hverjar eru afleiðingarnar ef snjó-
flóð fellur hér?
Landslag hefur töluvert um snjó-
flóðahættu að segja, hlíðar þar sem
vindur hefur skafið burt snjóinn
eru yfirleitt öruggari hendur en
hlémegin fjalla. Breiðir dalbotnar
eru gjarnan öruggari en umliggj-
andi hlíðar. Hryggir eru yfirleitt
öruggir fyrir snjóflóðahættu, en þó
ber að vara sig á hengjum sem
kunna að vera öðrum megin við
hrygginn. Gott er að ferðast um
flata hluta brekkunnar og halda sig
frá bröttum hlíðum. Þar sem ekki
er hægt að forðast brattar hlíðar
skal fara um þær eins ofarlega og
hægt er. Haldið ykkur frá íhvolfum
brekkum ef hætta er á snjóflóðum.
Snjóflóðum má skipta upp í
lausasnjóflóð, upptök þeirra flóða
eru á einum punkti, og flekaflóð, en
það er þegar að fleki af snjó brotn-
ar og rennur af stað niður brekk-
urnar. Snjórinn er þá tiltölulega
samloðandi og liggur ofan á snjó
sem er með litla samloðun eða ligg-
ur á veiku lagi. Snjóflóðahætta er
oft meiri í aukinni hæð vegna þess
að þar snjóar meira og vindur er
sterkari. Einnig hefur stærð brekk-
unnar áhrif, stór brekka getur bor-
ið meiri snjó og myndað stærra
snjóflóð.
Veður hefur töluvert með snjó-
flóðahættu að gera og því er mik-
ilvægt að fylgjast með veðurspá
síðustu daga, taka veðrið þann dag
eða þá daga sem ferðast á. Flest
snjóflóð falla í hríðarveðri eða skaf-
renningi. Merki um yfirvofandi
snjóflóðahættu; nýfallið snjóflóð er
skýrasta dæmið um yfirvofandi
snjóflóðahættu. Skaf-
renningur eða áköf of-
ankoma, brestir eða
sprungur í snjóþekju,
snögg hitastigsaukn-
ing eða hiti yfir frost-
marki, rigning og
snjóboltar sem rúlla.
Ef einhver lendir í
snjóflóði er mikilvægt
að kalla og vekja at-
hygli ferðafélaganna,
eftir það er mikilvægt
að verja vitin, gerðu
allt sem þú getur til að
halda þig á yfirborði
snjóflóðsins, hvort sem það er með
sundtökum eða að krafla sig áfram.
Eftir að snjóflóðið stöðvast er yf-
irleitt erfitt að hreyfa sig þannig að
gott er að reyna að búa til sem
mest rými þegar þú finnur að flóðið
er að stöðvast. Ekki berjast um,
það eyðir aðeins orku og dýrmætu
súrefni. Haldið ró ykkar, staðföst
trú á björgun eykur lífslíkur þess
sem grafinn er í snjóflóðinu. Mik-
ilvægt er að allir séu með og kunni
að nota helstu snjóflóðaöryggistæki
en það eru snjóflóðaýlir, skófla og
snjóflóðastöng.
Skjót og hröð viðbrögð þeirra
sem ekki lenda í snjóflóðinu skipta
sköpum fyir lífsmöguleika þeirra
sem í því lenda. Mikilvægt er, til að
þau tæki og tól sem við ætlum að
nota þegar og ef einhver lendir í
snjóflóði virki sem best, er að vera
búin að fara á námskeið og vita
hvernig tækin virka og hvað er
best að gera. Slysavarnafélagið
Landsbjörg hefur, í samvinnu við
Landsamband íslenskra vélsleða-
manna, gefið úr öryggisbæklinga
fyrir vélsleðafólk um snjóflóða-
hættu og vélsleða. Komum heil
heim.
Öryggi á vélsleðum
Sæunn Ósk Kjart-
ansdóttir skrifar
varnaðarorð og
upplýsingar um vél-
sleða og snjóflóð
» Snjóflóðum má
skipta upp í lausa-
snjóflóð, upptök þeirra
flóða eru á einum punkti,
og flekaflóð, en það er
þegar að fleki af snjó
brotnar og rennur af
stað niður brekkurnar.
Sæunn Ósk
Kjartansdóttir
Höfundur er starfsmaður á slysa-
varnasviði Slysavarnafélagsins
Landsbjargar.