Morgunblaðið - 06.04.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009
ÞAÐ KOM mér í
opna skjöldu að bæj-
arfulltrúi Kópavogs
sæi ofsjónum yfir því
að Sjómannadagsráð
tæki fyrstu skóflu-
stunguna að byggingu
leiguíbúða (öryggis-
og þjónustuíbúða) fyr-
ir 60 ára og eldri við
Boðaþing þann 27. mars sl.
Dagsetning þessi var valin í til-
efni merkra tímamóta. 28. mars
1939 fyrir 70 árum lagði stefnu-
skrárnefnd Sjómannadagsráðs
fram þá tillögu að auk þess að
standa að hátíðahöldum sjó-
mannadagsins skyldu samtökin
byggja dvalar- og hjúkrunarheimili
fyrir aldraða farmenn og fiski-
menn. Þeirri stefnu hefur verið
fylgt síðan og fleiri en sjómenn
notið góðs af. Hafa samtökin byggt
Hrafnistuheimilin í Reykjavík og
Hafnarfirði og í námunda við heim-
ilin 82 raðhús og 39 blokkaríbúðir
sem eru í einkaeign en íbúar njóta
þjónustu frá Hrafnistuheimilunum,
en auk þess eiga og reka samtökin
88 leiguíbúðir.
Mættu ekki við
skóflustunguna
Guðríður Arnardóttir, oddviti
Samfylkingarinnar í Kópavogi,
gerir lítið úr fyrrnefndri athöfn og
setur þetta þjóðþrifamál í hlægi-
legt samhengi í Morgunblaðinu 2.
apríl sl. og í flimt-
ingum er að því látið
liggja að við Gunnar I.
Birgisson bæjarstjóri
höfum ætlað að hand-
moka grunninn, svo
margar skóflustungur
hafi verið teknar á
svæðinu. Guðríður
getur þess í fyrr-
nefndri grein að bæj-
arfulltrúar Samfylk-
ingarinnar hafi ekki
mætt við skóflustungu
27. mars. Og orðrétt:
„Með því vorum við
ekki að sýna væntanlegri byggingu
Þjónustumiðstöðvar við Boðaþing
vanvirðingu, heldur töldum við
fyrstu skóflustungu löngu tekna.“
Bæjarfulltrúinn Guðríður Arn-
ardóttir virðist ekki átta sig á því
að af hálfu Sjómannadagsráðs var
skóflustunga tekin vegna fram-
kvæmda við byggingu leiguíbúða,
öryggis- og þjónustuíbúða sem Sjó-
mannadagsráð byggir og til frekari
upplýsingar fyrir bæjarfulltrúann
þá er Þjónustumiðstöðin við Boða-
þing nærri fulluppsteypt. Og enn
til áréttingar, þá eru bygging-
arframkvæmdir við hjúkr-
unarheimili og þjónustumiðstöð við
Boðaþing ekki á vegum Sjó-
mannadagsráðs heldur Kópavogs-
bæjar.
Ég er þakklátur Gunnari fyrir
að ryðja burt fyrstu þúfunni með
mér. Hálfnað er verk þá hafið er
segir máltækið. Ég er sömuleiðis
þakklátur öllum þeim sem mættu
með skömmum fyrirvara til að
taka þátt í þessum hátíðlega og
langþráða viðburði. Þarna voru
bæjarfulltrúar allra flokka í bæn-
um nema Samfylkingarinnar auk
fjölmargra fulltrúa eldri borgara
sem buðu hraglandanum þennan
eftirmiðdag byrginn til að gleðjast
með okkur.
Alls munu rísa 95 þjónustu- og
öryggisíbúðir á vegum Sjó-
mannadagsráðs. Framkvæmdir við
fyrri áfanga, samtals 48 íbúðir,
hefjast nú í vor. Hönnun og skip-
lag þjónustu- og öryggisíbúðanna
miðast við að aldraðir geti sem
lengst haldið eigið heimili og nýtt
sér þá þjónustu sem Hrafnista og
Kópavogsbær bjóða í Boðaþingi,
svo sem fæði, heimilishjálp eða
heimahjúkrun. Innangengt verður
úr íbúðunum yfir í þjónustu-
miðstöð aldraðra og hjúkr-
unarheimili sem Kópavogsbær
byggir við Boðaþing 9 í samstarfi
við ríkið.
Í þessu árferði er ástæða til að
fagna framkvæmdum og athafna-
semi og sérstalega þegar þær snúa
að velferð aldraðra. Ég óska Kópa-
vogsbúum margra skóflustungna í
framtíðinni.
Kaldar kveðjur við Boðaþing
Guðmundur Hall-
varðsson skrifar um
byggingu þjónustu-
og öryggisíbúða í
Kópavogi
» Í þessu árferði er
ástæða til að fagna
framkvæmdum og at-
hafnasemi og sér-
staklega þegar þær
snúa að velferð aldr-
aðra.
Guðmundur
Hallvarðsson
Höfundur er formaður
Sjómannadagsráðs.
Í ÞEIRRI efna-
hagskreppu sem nú
hrjáir heimsbyggðina
og þó einkum Ísland
er erfitt að vera
bjartsýnn. Ástandið í
landinu versnar hratt
og fer varla að skána
fyrr en eftir 1-2 ár.
Við vitum þó að allar
kreppur taka enda og
vöxtur tekur við. En
hvenær og hversu hratt við Ís-
lendingar komust upp úr öldu-
dalnum fer að hluta til eftir því
hvenær almennt efnahagsástand í
heiminum lagast en þó ekki síður
eftir því hvernig við bregðumst
við og nýtum tækifæri okkar og
auðlindir.
Við erum svo lánsöm að auð-
lindir okkar felast í því sem heim-
urinn mun alltaf nauðsynlega
þurfa: mat, orku, hreint neyslu-
vatn og þekkingu. Allt þetta eig-
um við í þeim mæli að við getum
miðlað til annarra landa og haft
jafnframt atvinnu og hag af.
Orkuþörf heimsins fer hraðvax-
andi, einkum vegna örrar iðnþró-
unar í fátækum ríkjum. Fyr-
irsjáanlegt er að stærsta hluta
þeirrar orku verður að óbreyttu
aflað með brennslu jarðefnaelds-
neytis. Því fylgir mikil aukning á
útblæstri gróðurhúsalofttegunda
með tilheyrandi hlýnun jarðar.
Til að koma í veg fyrir að sú
ískyggilega heimsmynd, sem
dregin er upp af afleiðingum hlýn-
unar andrúmsloftsins, verði að
veruleika sjá menn einkum fyrir
sér aukna notkun endurnýj-
anlegra orkulinda og kjarnorku,
orkusparnað og geymslu koltví-
sýrings djúpt í jarðlögum.
Menn vita líka að ekki er til
nein töfralausn á orkuvandanum,
engin ein lausn, engin ein end-
urnýjanleg orkulind mun breyta
sérlega miklu. Lausnin felst hins
vegar í því að nota blöndu af öll-
um þeim aðgerðum sem að ofan
eru nefndar þar sem hver um sig
leggur lítið lóð á vogarskálarnar
en sem í sameiningu geta gert
mikið. Við Íslendingar erum vel
settir í orkumálum. Við eigum
gnótt af endurnýjanlegri orku,
jarðhita og vatnsorku, sem má
framleiða ódýrt á heims-
mælikvarða. Vindorka er líka
ríkuleg á landinu en hún er þó
dýrari til framleiðslu rafmagns.
Mikli orka er fólgin í sjávarföllum
og ölduhreyfingum hafsins en
tækni til að beisla þær er enn
skammt á veg komin. Ef til vill
eigum við líka olíulindir norður á
Jan Mayen-hrygg en fyrir því er
engin fullvissa enn. Það sem er í
hendi nú er vatnsaflið og jarðhit-
inn.
Gamalt mat frá árinu 1994 gef-
ur til kynna að afla megi allt að
40 TWh (terawattstundir) af raf-
orku árlega úr vatnsorku og 20
TWh úr jarðhita, sem er um
fimmföld raforkuframleiðsla á
landinu nú. Þá hefur ekki verið
tekið tillit til takmarkana vegna
umhverfisverndar. Margt bendir
til þess að hvorug þessara talna
gefi rétta mynd að raunveruleik-
anum. Til að vinna 40 TWh úr
vatnsorku þarf væntanlega að
virkja vatnsföll langt umfram það
sem nokkru sinni
næðist sátt um að
gera af umhverf-
isástæðum eða vegna
annarrar nýtingar
vatnsfallanna. Að
nokkru leyti gildir hið
sama um jarðhitann
og vatnsorkuna, sum
jarðhitasvæði verða
trauðla virkjuð vegna
þess að menn vilja
halda þeim lítt rösk-
uðum eða nýta þau
eingöngu til annars. Gildir þá einu
þótt áhrif af virkjun jarðhita geti
að mestu verið afturkræf. Matið á
mögulegri raforkuvinnslu úr jarð-
hita er þó engu að síður líklega of
lágt. Það tekur fyrst og fremst
mið af því að vinna raforku innan
þekktra háhitasvæða og ofan 3 km
dýpis. Á móti kemur að með því
að ná valdi á þeirri tækni sem
nauðsynleg er til að nýta dýpri
hluta jarðhitakerfanna gæti
vinnslugetan vaxið verulega. Það
er þó ljóst að leysa þarf ýmis
tæknileg vandmál til þess að svo
geti orðið. Við höfum dæmi um
gríðarlega aflmiklar háhitaholur,
sem fá orku sína úr kvikuinn-
skotum háhitakerfa og ekki er
hægt að nýta vegna óhagstæðrar
efnasamsetningar vökvans. Veru-
legar rannsóknir þarf til að þróa
þá tækni sem þarf til að beisla
þessa orku. Takist það verður
ávinningurinn geysimikill, bæði
strax en ekki síður til framtíðar.
Við þurfum auðvitað að velta því
fyrir okkur hvernig við eigum að
nýta þessa orku sem best. Í meg-
inatriðum eru leiðirnar tvær, að
nýta orkuna innanlands eða selja
hana til útlanda. Fyrri kosturinn
krefst þess að við höldum áfram á
braut orkufreks iðnaðar á Íslandi.
Kostur þeirrar leiðar felst fyrst og
fremst í meiri atvinnuuppbygg-
ingu í landinu. Hin leiðin felur í
sér að leggja rafkapla til grann-
landanna og selja raforku beint
inn á neytendamarkað í Evrópu.
Það fæst hátt verð fyrir endurnýj-
anlega orku miðað við það sem
fæst fyrir rafmagn til stóriðju á
Íslandi en spurningin er þá um
flutningskostnaðinn. Þetta var
kannað fyrir allmörgum árum og
þótti þá of dýrt. Þetta gæti verið
að breytast og því er nauðsynlegt
að hagkvæmni þess að leggja neð-
ansjávarstreng til Evrópu verði
endurmetin. Kannski er kreppu-
tími einmitt sá rétti til svona
framkvæmda.
Kjarni málsins er að við erum
rík að endurnýjanlegum orkulind-
um og þekkingu til að nýta þær
okkur sjálfum og heimsbyggðinni
til hagsbóta. Spurningin er bara
hvort við viljum.
Orkulindir Íslands
og framtíðin
Ólafur G. Flóvenz
skrifar um orkumál
Ólafur G. Flóvenz
» Íslendingar eiga
verðmætar orku-
lindir sem geta skapað
störf og við getum lagt
okkar af mörkum til
hnattrænna umhverf-
ismála. Spurningin er
bara hvort við viljum.
Höfundur er forstjóri
Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR).
UNDANFARIN ár
hafa efnahagslegar
hamfarir farið sem eld-
ur í sinu um samfélagið.
Veldur því háþróaður
þjófafaraldur. Hann
hefur riðið yfir þjóðina
af meiri græðgi og sið-
leysi en jafnvel Sturl-
ungar þekktu. Þjóðin
veit hvaða menn voru
þar að verki og fyrirlítur þá af öllu
hjarta. Þeir hins vegar undrast hörð
viðbrögð hennar og segjast saklausari
en sjálfur Kristur.
Á forsíðu Morgunblaðsins 7. mars
sl. blasir við stór fyrirsögn af und-
anskoti eigenda Kaupþings upp á
tæpa fimm hundruð milljarða króna.
Upphæð sem hinn drenglyndi Davíð
S. Þorsteinsson sagði ómögulegt að
skilja.
Sauðsvörtum almúganum hlýtur að
verða hált á hinu huglæga svelli, fyrst
menn eins og Davíð villast í því mikla
rými. Nú líður að deginum sem þjóðin
hefur völdin. Undanfarna áratugi hef-
ur hún látið trúgirni sína og barnalega
flokkstrú eyðileggja möguleika til
betra lífs þar sem jafnrétti ríkir; þar
sem konur hafa sama rétt og karlar í
launum sem öðru og fatlað fólk er ekki
niðurlægt eða gleymt.
Er ekki undarlegt hvað græðgi-
væddum öflum hefur vaxið fiskur um
hrygg og þjóðfélagi voru hnignað í
skjóli vaxandi andúðar á kristinni trú?
Ætlar þjóðin aldrei að skilja að
græðgin og pólitíkin eru skaðlegustu
trúaröflin? Í þeirra skjóli blómstra
arðránsöflin og lítilmennskan. Í því
skjóli er nú ljóst að stjórnmálaflokk-
arnir munu í komandi kosningum
höggva í sama knérunn og engu
breyta. Staðnaðir og úrræðalausir
munu þeir halda sig við sama hey-
garðshornið. Loforðavaðallinn mun
fylla kjósendur falskri bjartsýni eins
og gerst hefur á fjögurra
ára fresti í óralangan
tíma.
Menn munu koma og
fara. Menn munu lofa og
gleyma. Allt verður eins,
því þeir sem gleypt hafa
eignir þjóðarinnar vilja
að svo sé. Ekkert mun
breytast fyrr en þjóðin
fer að trúa á sjálfa sig og
hagar sér samkvæmt því.
Hættir að vera leiksopp-
ur eigin glámskyggni og
sýndarmennsku, því það
gefur óvönduðum færi á að hlunnfara
hana.
Þjóðin þarf þingmenn líka Katrínu
J. og Jóhönnu. Þar næst Valgerði,
Ástu Ragnheiði, Þórunni S. og Kol-
brúnu B. ef hún slær af skaðlegum
misskilningi sínum í sumum umhverf-
ismálum. Of lengi hafa skaðvaldar ver-
ið vegsamaðir af þjóðinni og forseti vor
blessað þá. Glámskyggni gætir hins
vegar ekki hjá alþýðlegu konunni
hans, sem svo blessunarlega er laus
við snobb og sýndarmennsku.
Mig langar að gefa ykkur sýn á það
mikla djúp sem skilur að göf-
ugmennsku og græðgi. Nýlega sá einn
af ríkustu mönnum landsins sig
neyddan til að selja þriggja milljarða
íbúð sína og 50 metra langa lysti-
snekkju. Líka einkaþotu sína og lúxus
Rolls-bíl. Auðvitað fer svona nokkuð
illa með menn.
En hverjum er um að kenna? Mér
skilst að þetta sé aðeins brot af eigum
þessa snjalla athafnamanns. Vonandi
er rétt sem ég hef heyrt, að hann hafi
fetað í spor síns gjafmilda föður og lát-
ið gott af sér leiða hér heima sem í fá-
tækum löndum. En hvað sem því líður
er bruðlið óskaplegt og yfirþyrmandi.
Slíkt skilur ekkert eftir nema tóm.
En þeir sem mest hafa skaðað þjóð
okkar eru mennirnir sem áttu bank-
ana og véluðu fólkið sem treysti þeim.
Menn sem voru óheyrilega gráðugir
og siðblindir. Menn sem svifust einskis
til að skara eld að eigin köku. Í hróp-
legri mótsögn við fyrrnefnda skart-
menn er svo tvítugi neminn Stefán
John, eða Stebbi eins og hann er kall-
aður. Tíminn sem hann mögulega get-
ur séð af frá námi og álíka fer í vinnu
hjá Félagsþjónustunni. Þannig fjár-
magnar hann nám sitt með vinnu aðra
hvora helgi og mörg síðdegi. Þessi
maður hefur ekki 65 milljónir á mán-
uði eins og sumir fyrrverandi banka-
eigendur skömmtuðu sér. Það segir
sig sjálft að Stebbi má hafa sig allan
við, eigi hann að ná endum saman. Þó
gaf hann langveikum börnum stóra
peningaupphæð sem honum var
óvænt gefin. Hugsið ykkur gjána sem
skilur að unga nemann og fjárfestana.
Já, það er mikið djúp sem skilur að
göfgi og græðgi. Meðan efnahags-
kreppan varir verða börnin verst úti.
Sérstaklega þau sem veik eru og þau í
fátæku löndunum.
Fyrir skömmu kom ég að beiðni Ás-
dísar Jennu Ástráðsdóttur heim til
hennar að veita henni lið. Hún hafði
fallist á að hjálpa 15 ára unglings-
stúlku sem byrjaði að veikjast af
óþekktum sjúkdómi sjö ára gömul. Sú
er í hjólastól, að verða blind, heyrn-
arlaus og mállaus. Enn má þó skilja
hana. Ég átti að miðla af minni
reynslu, en Ásdís var einfær um að
hjálpa.
Sá manndómur, reisn og kjarkur,
sem geislaði frá þessum mikið fötluðu
ungu stúlkum, er nánast yfirnátt-
úrlegur. Það er heiður að kynnast slík-
um yfirburðamanneskjum.
Fleiri konur á þing
og þjófalaust Ísland
Albert Jensen
skrifar um
samfélagsmál
Albert Jensen
» Stebbi má hafa sig
allan við, eigi hann
að ná endum saman. Þó
gaf hann langveikum
börnum stóra peninga-
upphæð sem honum var
óvænt gefin …
Höfundur er fv. húsasmíðameistari.
, ,