Morgunblaðið - 06.04.2009, Síða 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009
MARGT stendur at-
vinnulausum til boða
núna og eru haldin
námskeið á vegum ým-
issa aðila. Má þar nefna
Rauða krossinn, kirkj-
una, stéttarfélög o.fl.
Hlutverkasetur býður
líka upp á marga val-
kosti. Þar er byggt á
þeirri hugmyndafræði að hvert og
eitt okkar sé í mörgum hlutverkum.
Við erum atvinnan okkar, t.d. vél-
stjóri eða arkitekt, eiginmenn/konur,
dætur, synir, foreldrar, systkini
o.s.frv. Tiltölulega sjaldan leiðum við
hugann að þessum hlutverkum, tök-
um þau sem sjálfsagðan hlut í lífinu.
Því getur það verið mikið áfall að
missa mikilvægt hlutverk.
Hlutverkin ráða á margan hátt
sjálfsmynd okkar. Við erum hlut-
verkin að eigin mati. Sérstaklega
verða þessi hlutverk áberandi þegar
við skilgreinum okkur sjálf og kynn-
umst nýju fólki. Við erum gjörn á að
svara með atvinnunni okkar séum við
spurð að því hver við erum. Eða ef við
erum að kynnast nýjum aðila. Spurn-
ingin: „Hvað gerir þú“ er yfirleitt
með fyrstu spurningunum sem ganga
á milli aðila. Fæst okkar eru tilbúin til
að kynna okkur sem atvinnulausa eða
öryrkja, jafnvel þótt sú sé raunin.
Ég mun t.d. aldrei gleyma því að
missa það hlutverk sem vinnan mín
var árið 1992. Það var ein af erfiðari
raunum sem ég hef lent í. Þetta gerð-
ist um sumar, á mildum júlídegi.
Veðrið hafði verið einstaklega gott og
ég hæstánægð með tilveruna. Sonur
minn var nýkominn í rúmið og við
hjónin vorum að tala saman þegar
síminn hringdi. Vinnuveitandi minn
var í símanum og var fljótur að tjá
sig. Mér var sagt upp vinnunni, end-
urskipulagning væri framundan og
ég væri sú sem hefði skemmsta
starfsreynslu á staðn-
um.
Ég var höggdofa,
frekar átti ég von á
dauða mínum en þessu.
Vissi ekki betur en ég
hefði staðið mig vel í
vinnunni. Þetta kom því
eins og þruma úr heið-
skíru lofti og ég varð
sem dofin. Þetta gat
ekki verið að gerast.
Allar helstu ákvarðanir
okkar hjónanna hrundu
með þessu. Fríin okkar,
stærra húsnæði og aðrir hlutir sem
við vorum búin að ákveða. Jafnvel af-
borganir af því húsnæði sem við vor-
um í myndu reynast erfiðar. Hvað var
ég núna, atvinnuleysingi? Ekki vant-
aði fordómana hjá mér sem fyrstu
viðbrögð.
Ég þurfti ekki að vinna lengri tíma
af uppsagnarfrestinum en mánuð.
Hvað svo vissi ég ekki. En það var
erfitt að mæta í vinnuna og horfa
framan í vinnufélagana. Til að kóróna
þetta fyrir mér þá var ég eina konan á
vinnustaðnum, mér hafði ekki þótt
það erfitt áður. Sennilega tengdist
þetta því að þá þyrfti ég að bera höf-
uðið enn hærra, innan um karlmenn,
en ef hópurinn hefði verið blandaðri.
En mér tókst að halda höfði og vera
sterk á yfirborðinu og á vinnustaðn-
um var uppsögn mín ekki rædd.
Tilfinningar mínar voru hins vegar
í uppnámi, ég sveiflaðist á milli von-
leysis og reiði. Ég hafði verið stolt af
vinnunni minni. Þetta var starf eins
og ég vildi þá og ég hafði verið heima-
vinnandi, í skóla og með ungan son.
Það gaf mér mikið að fara að vinna
aftur og geta svarað stolt öllum
spurningum um vinnu. Núna langaði
mig til að vera með hauspoka og forð-
ast fólk. Uppsögnina tengdi ég líka
beint við gildi mitt sem manneskju,
ég varð minna virði.
Eftir að uppsagnartímanum lauk
vildi ég halda mig heima. Ég vildi
ekki eiga það á hættu að fá óþægileg-
ar spurningar. Nú tók við hlutverkið
„atvinnulaus“. Ekkert stóð til boða
sem gæti komið í staðinn. Miðstöð
fólks í atvinnuleit var reyndar ný-
stofnuð en ég rambaði ekki strax á
hana. Ég sótti um önnur störf en
hræddist höfnun. Atvinnumissirinn
virkaði á mig sem mikil höfnun og ég
varð ekki nógu virk á eftir. Vorkunn-
semi réð miklu um viðbrögð annara
og ég þoldi það illa. Mig vantaði eitt-
hvað til að hafa fyrir stafni. Eftir að
hafa leiðst og vorkennt sjálfri mér í
bak og fyrir datt mér í hug að gott
væri að hitta aðra í sömu sporum. Þar
með rambaði ég inn á miðstöð fólks í
atvinnuleit. Ég hefði betur komið
þarna fyrr, þar sem að þarna hitti ég
aðra með sömu reynslu. Hins vegar
var ekki um nein verkefni að ræða.
Mikilvægt var samt að hitta aðra og
deila reynslu. Enn betra og miklu
betra hefði verið að hafa viðfangsefni.
Samt reyndist þessi reynsla mér
mjög vel. Hún víkkaði sjóndeild-
arhringinn eftir á og ég fór að átta
mig á að fleiri hlutverk stæðu til boða.
Þegar einar dyr lokast opnast aðrar.
Ég uppgötvaði að ég hafði hæfileika í
annað en það sem ég hafði unnið við.
Margt var líka enn ólært. Að lokum
fékk ég vinnu á öðru sviði. Það hlut-
verk varð mér enn mikilvægara en
fyrri vinna. En ég hefði aldrei endað
þar sem ég er í lífinu í dag hefði mér
ekki verið sagt upp á þessum tíma.
Ég vinn núna í Hlutverkasetri, þar
sem eru haldin margvísleg námskeið
og fólki hjálpað til að fá ný hlutverk
sem misst hefur vinnuna. Við höfum
öll hæfileika. Það er bara að uppgötva
þá eða styrkja í sessi.
Vinnan þín er hlutverk
Védís Drafnardóttir
segir frá reynslu
sinni er henni var
sagt upp störfum
» Sérstaklega verða
þessi hlutverk áber-
andi þegar við skil-
greinum okkur sjálf og
kynnumst nýju fólki.
Védís Drafnardóttir
Höfundur viðskiptafræðingur og
rekstrarstjóri Hlutverkaseturs.
Koltvísýringur, CO2,
er veigamesta loftteg-
undin sem er að valda
breytingum á loftslagi
jarðar. Breytingar sem
leggjast ofan á hinar
náttúrulegu sveiflur og
gera þær mun öfgafyllri. Um 2/3 af
aukningu CO2 í lofthjúpnum frá upp-
hafi iðnbyltingarinnar stafa af bruna
jarðefnaeldsneytis, en um þriðjungur
er vegna hnignunar landkosta í heim-
inum. Fyrir því fer minna í um-
ræðunni.
Vegna jarðvegseyðingar og ann-
arrar landhnignunar á liðnum öldum
hafa vistkerfi Íslands tapað gífurlegu
magni af kolefni, mörg hundruð sinn-
um meira en nemur árlegri losun
gróðurhúsalofttegunda vegna núver-
andi athafna manna. Það er því ekki
aðeins hægt, heldur afar brýnt verk-
efni, að skila hluta þessa kolefnis aft-
ur til jarðar með landgræðslu og öðr-
um landbótum.
Landbætur eru lífsnauðsyn
Skila verður hluta af kolefninu aft-
ur til jarðar, til varanlegrar geymslu í
gróðri og jarðvegi. Orðið kolefn-
isbinding hefur því miður á sér ein-
hvern torskilinn blæ, en er í raun
ekkert annað en það að með ljós-
tillífun umbreytir gróður kolefninu
úr CO2 í lífræn efni og losar frá sér
súrefnið. Við þær að-
stæður sem ríkja á Ís-
landi geymast um 70-
80% af kolefninu sem
gróðurinn bindur í jarð-
vegi og er undirstaðan
að frjósemi lands.
Kolefni í jarðvegi er
grundvöllurinn að fjöl-
þættri þjónustu vist-
kerfa og öflugum land-
búnaði hvar sem er í
heiminum. Rýrnun
þessa kolefnisforða,
m.a. vegna jarðvegs-
eyðingar og rányrkju næringarefna,
má kalla hina þöglu kreppu heimsins.
Sú athygli sem loftslagsmálin njóta
hefur því miður orðið til að yf-
irskyggja þá staðreynd að fæðu-
kreppa, m.a. vegna skorts á kolefni í
jarðvegi, gæti hugsanlega bitnað fyrr
og harkalegar á jarðarbúum en af-
leiðingar loftslagsbreytinga af
mannavöldum.
Tvöfalda verður matvælafram-
leiðslu heimsins til ársins 2050. Það
verður erfið áskorun á sama tíma og
ört gengur á nær allar þær und-
irstöður sem matvælaframleiðslan
byggist á, s.s. frjósaman jarðveg,
vatn og næringarefni.
Það er lífsnauðsyn fyrir framtíð-
arhagsæld Íslendinga að vernda og
bæta frjósemi jarðvegs til að geta
aukið matvælaframleiðsluna þegar
þörf krefur. Það er óhjákvæmilegur
liður í að treysta fæðuöryggi þjóð-
arinnar, og um leið til að vera betur í
stakk búin til að geta mætt aukinni
eftirspurn annarra landa eftir hollum
landbúnaðarafurðum. Íslenskur
landbúnaður þarf að gegna lykilhlut-
verki í landbótum gegn loftslags-
breytingum.
Kolefnishlutlaust Ísland
Ísland hefur einstæða möguleika
til að geta orðið leiðtogi í samfélagi
þjóðanna í vörnum gegn loftslags-
breytingum. Kappkosta þarf að láta
endurnýjanlega orku taka sem fyrst
við af olíu og öðru jarðefnaeldsneyti,
þ.e. koma loftmenguninni í lóg. Það
þarf að gera hvort eð er í ljósi þess að
hratt gengur á forða heimsins af
slíkri orku.
Samhliða er áríðandi að minnka
magn þess CO2 sem safnast hefur í
lofthjúpinn og koma hluta af kolefn-
inu í varanlega geymslu, fyrst og
fremst í jarðveginum. Landgræðsla
og aðrar landbætur eru ekki flótta-
leið frá því að takast á við loftslags-
vandann, heldur óhjákvæmilegt
verkefni til að treysta fæðuöryggi
þjóðarinnar og lífsskilyrði Íslendinga
í framtíðinni. Kolefnisbinding til að
hamla gegn loftslagsbreytingum af
manna völdum er sjálfgefin auka-
afurð slíkra verkefna.
Koltvísýringur –
Auðlind á villigötum
Andrés Arnalds
segir að koma þurfi
kolefni í varanlega
geymslu í jarðveg-
inum til að treysta
fæðuöryggi þjóð-
arinnar
» Á næstu 70 árum
þarf meira af mat í
heiminum en samanlagt
á síðustu 10.000 árum.
Græða þarf land og
sporna um leið gegn
loftslagsbreytingum.
Andrés Arnalds
Höfundur er fagmálastjóri
Landgræðslu ríkisins.
Landbúnaðarráðu-
neytið tilkynnti Sam-
bandi garðyrkju-
bænda (SG) í byrjun
desember að það
mundi einhliða skerða
vísitöluhækkun samn-
inga sem ríkið hefur
gert við það um bein-
greiðslur til framleið-
enda tómata, gúrku og papriku.
Sú ráðstöfun mun þýða 2-3%
skerðingu tekna grænmet-
isframleiðenda. Þar sem aðgerð-
inar voru hluti af ráðstöfunum
ríkisstjórnarinnar vegna fjár-
málakreppunnar var hins vegar
ákveðið að leita ekki réttar síns
að svo stöddu. Í byrjun árs 2009
barst SG síðan bréf frá ráðuneyt-
inu þar sem óskað var eftir um-
ræðum um niðurskurð á nið-
urgreiðslu dreifingarkostnaðar
rafmagns til garðyrkjubænda. Á
fundi var tilkynnt að skerðingin
yrði 30% og að SG hefði enga
samningsstöðu né heldur að rök
okkar um afleiðingarnar hefðu
áhrif á niðurstöðuna. Áhrif skerð-
ingarinnar leiða til 25% hækkunar
á raforkukostnaði grænmet-
isframleiðenda og blómabænda.
Hækkanir á gjaldskrám
Forsaga málsins er sú að vegna
breytinga á lögum um raforku ár-
ið 2005 gerði SG samning við rík-
ið um 95% niðurgreiðslu á kostn-
aði við dreifingu rafmagns.
Fyrirséð var að lagasetningin
myndi leiða til 30% hækkunar á
rafmagnskostnaði garðyrkju-
bænda. Kostnaður ríkisins af
þessum niðurgreiðslum jókst úr
100 milljónum króna í 210 millj-
ónir á árunum 2005-2009. Fyrir
því voru tvær ástæður: notkun
bænda (og þar með framleiðsla)
jókst sem nam 32 milljónum en 77
milljónir stöfuðu af gjald-
skrárhækkunum raforkufyr-
irtækja sem eru í eigu ríkisins. Á
árunum 2002-2007 hefur raf-
magnsnotkun í garðyrkju aukist
um 115% úr tæpum 32 MWh í
68,7 MWh.
Aðlögunarsamningur
Árið 2002 gerði ríkið samning
við SG sem m.a. innihélt ákvæði
um niðurfellingu tolla á tómata,
gúrkur og paprikur. Tollar voru
felldir niður en í staðinn var kom-
ið á beingreiðslum til bænda. Þær
eru fastar krónutölur og hafa sí-
fellt minna vægi í heildartekjum
þeirra vegna aukinnar fram-
leiðslu. Þó framleiðslan aukist þá
hækkar styrkurinn ekki. Samn-
ingurinn var hvatning um hag-
ræðingu og nútímavæðingu fram-
leiðslunnar.
Sett voru fjögur markmið með
samningnum. Þau voru: Að lækka
verð til neytenda, að auka hag-
kvæmni og samkeppnishæfni inn-
lendrar grænmetisframleiðslu, að
treysta tekjugrundvöll grænmet-
isframleiðenda, að styðja fram-
leiðslu- og markaðsmöguleika inn-
lendrar framleiðslu. Markmiðin
hafa öll náðst nema eitt. Sam-
kvæmt tölum úr könnunum Hag-
stofunnar frá 2002-2006 lækkaði
verð á gúrkum um 31%, tómatar
lækkuðu um 43% og paprikan um
55%. Framleiðsla jókst á gúrkum
um 50%, tómötum um 72% en að-
eins um 6% á paprikum. Vegna
m.a. fjármagnskostnaðar hefur
það markmið að treysta afkomu
grænmetisframleiðenda ekki
náðst að fullu.
Framleiðsla grænmetis og
blóma krefst mikillar orku. Í sam-
anburði við aðra atvinnustarfsemi
þá er garðyrkjan í 4. sæti á eftir
fiskimjölsverksmiðjum, bygginga-
starfssemi (tölur fyrir
hrunið) og mjólkuriðn-
aði. Öll notkun í salt-
fiskframleiðslu og
mjólkuriðnaði er rúm-
lega heildarnotkun
garðyrkjunnar. Sam-
anlögð orkunotkun í
sláturhúsum, kjötiðn-
aði, brauð- og köku-
gerð, drykkjarvöruiðn-
aði og fóðurframleiðslu
er á við notkun í garð-
yrkju. Ég staðhæfi því
að garðyrkjan sé stórnotandi raf-
orku.
Garðyrkjan er
atvinnuskapandi
Garðyrkja er mannfrek atvinnu-
grein. Í dag hafa tæplega 900
manns lífsafkomu sína af garðyrkju
auk afleiddra starfa. Á tímabilinu
apríl-nóvember útheimtir útiræktun
grænmetis mikinn mannafla. Það er
hætta á því að þau störf glatist að
hluta ef fyrirtækjum vegnar illa í
niðurskurði ríkisins. Í frjórri um-
ræðu sem fylgdi hruninu síðastliðið
haust var töluvert rætt um nýsköp-
un í atvinnulífinu og að styrkja ís-
lenska framleiðslu. Sérstök áhersla
var á matvæli í þessu sambandi og
oft minnst á garðyrkju. Í svona
stöðu má velta því fyrir sér hvort
vilji sé til þess að framleiða íslenskt
grænmeti.
Garðyrkjan er
gjaldeyrissparandi
Á síðasta ári var flutt inn græn-
meti fyrir 1,6 milljarða króna
(FOB-verð) og af því voru tómatar,
gúrkur og paprikur að verðmæti
340 milljónir króna en 58% af seldu
grænmeti eru innflutt. Framleiðsla
blóma í gróðurhúsum á Íslandi ann-
ar nánast allri eftirspurn. Garð-
yrkjubændur hafa verið viljugir að
auka framleiðslu sína til þess að
mæta mikilli og stöðugri eftirspurn
neytenda eftir íslensku grænmeti
og blómum.
Ríkisstjórnin hætti
við stórhækkun
Stjórn Sambands garðyrkju-
bænda krefst þess að landbún-
aðarráðuneytið dragi til baka þá
fyrirætlan sína að hækka raf-
magnskostnað garðyrkjubænda um
25%. Óttast SG að annað tveggja
muni gerast; að verð til neytenda
hækki eða gjaldþrot í garðyrkju
blasi við. Það eina sem garð-
yrkjubændur fara fram á er að
rekstrarumhverfi þeirra verði ekki
raskað með afgerandi hætti eins og
nú stefnir í. Vegna mikilla fjárfest-
inga er það krafa garðyrkjubænda
að þeir hafi möguleika á að gera
áætlanir til langs tíma þegar þær
eru metnar til þess að auka fram-
leiðslu. Hættan er sú að duglegir
garðyrkjubændur hreinlega gefist
upp og hætti rekstri. Ég fullyrði að
Ísland hafi ekki efni á því.
Ríkið grefur garð-
yrkjubændum gröf
Bjarni Jónsson
fjallar um garð-
yrkjubændur og
rafmagnsverð
Bjarni Jónsson
» Stjórn Sambands
garðyrkjubænda
krefst þess að landbún-
aðarráðuneytið dragi til
baka þá fyrirætlan sína
að hækka rafmagns-
kostnað garðyrkju-
bænda um 25%.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sambands garðyrkjubænda.
@ Fréttirá SMS