Morgunblaðið - 06.04.2009, Side 26

Morgunblaðið - 06.04.2009, Side 26
26 UmræðanBRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2009 Í MOGGANUM 16. mars sl. birtist áhugaverð grein eftir Margréti Fló- venz þar sem hún útskýrir fyrir les- endum hugtakið „viðskiptavild“: „Viðskiptavild verður til þegar fé- lag eða annar rekstur er keyptur hærra verði en svarar til bókfærðs eigin fjár hinnar keyptu einingar.“ Taka má dæmi til útskýringar. Mað- ur kaupir fyrirtæki sem er með 100 kr. í bókfærðu eigin fé á 150 kr. Við það verður til viðskiptavild upp á 50 kr. í bókhaldi. Í endurskoðun á bókhaldi fyrirtækisins er síðan viðskiptavildin annaðhvort afskrifuð á innan við 20 ár- um eða hún er metin árlega. En hver er hugmyndin með við- skiptavild? Hún gæti verið sú að fyr- irtækið sé ekki rétt verðlagt á hluta- bréfamarkaði og að snjall viðskiptajöfur sjái að eftir tiltölulega skamman tíma hækki verðið í sam- ræmi við eiginlegt verðmæti fyrirtæk- isins. Ellegar gæti hún verið sú að maður sjái tækifæri í rekstri fyrirtæk- isins eða með því að sameina það öðru fyrirtæki þannig að verð hlutabréfa þess hækki í verði. Til að þessi hækk- un á hlutabréfunum komi fram þarf væntanlega að reka fyrirtækið í nokk- ur ár, tvö eða fleiri til að hagnaður af rekstrinum komi í ljós. En það er til önnur jafn góð skýring á því að maður kaupi fyrirtæki á yf- irverði. Hann gæti einfaldlega verið lélegur bisnessmaður, illa að sér, fljót- fær og með litla þekkingu á mark- aðnum. Þar koma útrásarvíkingarnir til sögunnar. Þeir voru einatt snöggir upp á lagið að kaupa fyrirtæki. Það voru heldur engar vöflur á seljendum fyrirtækjanna. Reyndir erlendir við- skiptajöfrar hafa bent á að þegar selj- andinn er fljótur að selja er hann ánægður með verðið og því fljótur til sölunnar. Það er mjög sennilegt að þegar seljandinn er fljótur að selja er kaupandinn að tapa með því að borga yfirverð fyrir fyrirtækið. Hætt er við að rekstur hins keypta fyrirtækis standi ekki undir fjárfestingunni í venjulegu árferði með meðalvöxtum enda er öll kaupupphæðin tekin að láni. Það fyndna í þessu er að það verður til viðskiptavild í bókhaldi fyr- irtækisins. Bókhalds- og endurskoð- unarreglur hvetja menn með þessum hætti til heimskulegra og lélegra fjár- festinga. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum í rekstrar- og skattaum- hverfi fyrirtækja sem ýta undir ábyrgðarlausa hegðun og lélegan rekstur. Hvað gerir útrásarvíkingur þá? Hann klippir fyrirtækið sundur, sam- einar það öðrum fyrirtækjum, selur áfram til annarra útrásarvíkinga. Hann gerir svo að segja allt til að komast hjá því að reka fyrirtækið áfram óbreytt í einhver ár því þá mundi koma reynsla á fjárfestinguna og koma í ljós að hún var arfavitlaus. Íslensku útrásarvíkingarnir bættu um betur og skiptust á fyrirtækjum eins og strákar á fótboltaspilum með síhækkandi verðmiða á spilunum. Og að sjálfsögðu með hærri viðskiptavild í hvert sinn. ÁRNI DAVÍÐSSON líffræðingur. Viðskiptavild er einn af sökudólgunum Frá Árna Davíðssyni: Árni Davíðsson ALLT frá því að ég útskrifaðist úr hjúkrunarfræðinámi við Háskóla Ís- lands fyrir rúmum 20 árum, hef ég unnið við hjúkr- un. Ég hef verið stolt af starfinu mínu, hvort sem það hefur verið hjúkrun á skurð- lækningadeild, í heimahúsum eða á endurhæfing- ardeild. Og ég hef verið almenn- ur hjúkr- unarfræðingur, deildarstjóri og framkvæmdastjóri. Í öllum þessum störfum hefur mér fundist menntun mín og reynsla koma að miklu gagni og ég hef haft það á tilfinningunni að ég sé eitt af þeim fjölmörgu hjólum sem eru nauðsynleg til að veita þá frábæru heilbrigðisþjónustu sem ég held að við Íslendingar séum flest sammála um að við viljum að sé veitt í okkar samfélagi. Því Íslend- ingar vilja alltaf aðeins það besta. Á hátíðarstundum þreytast stjórnmálamenn seint á að mæra okkar fína árangur í heilbrigð- isþjónustu, t.d. að ungbarnadauði er hér sjaldgæfari en í nágrannalönd- unum, góður árangur hefur náðst í meðferð bráðra hjartasjúkdóma og mörgum geðsjúkum hefur verið hjálpað til að lifa innihaldsríku lífi. Með þetta í huga, þá verð ég allt- af dálítið hugsi þegar umræðan snýst í átt að peningahliðinni. Þrátt fyrir makalausan uppgang og svo- kallað góðæri síðustu ára hefur stöðugt verið hamrað á því að heil- brigðiskerfið á Íslandi sé allt of dýrt og þar verði að spara. Þannig var staðan þegar fjármálakerfið hrundi síðastliðið haust og þá höfðu flestar heilbrigðisstofnanir hert sultarólina til hins ýtrasta árum saman. Og nú á enn að skera. Hug- myndir eru um að draga úr með- göngueftirliti, sameina bráðadeildir, leggja niður göngudeildarþjónustu geðsjúkra á Norðurlandi, breyta legudeildum í dagdeildir og fleira og fleira. Nú virðist sem sagt vera hægt að horfa framhjá þeim góða árangri sem hefur náðst með ötulu starfi fjölmargra faghópa í heil- brigðisþjónustunni og „spara“. „Það á ekki að skerða þjónustuna“ hljómar í eyrum okkar. Hvað þýðir þetta? Hefur þá engin þjónusta ver- ið veitt á þeim deildum sem til stendur að leggja niður? Víst er að flestir vilja vera sem mest heima en ekki á sjúkrahúsum, en ég velti því fyrir mér hvort inn- viðir heilsugæslu og félagsþjónustu hafi verið styrktir með tilliti til þess að taka við því aukna álagi sem hlýtur að verða þar þegar veiku fólki fjölgar í heimahúsum. Eða á að treysta á að fjölskyldur og aðrir aðstandendur sjúklinga leysi málin? Hefur einhverjum dottið í hug að margvísleg sérhæfing sem er til staðar hjá því starfsfólki sem hefur reyndar veitt þjónustu á ýmsum deildum sem nú á að loka, sé ein- hvers virði? Í allri umræðunni finnst mér oft gleymast að horfa til þess virðisauka sem verður af því að sjúkur einstaklingur nær heilsu og getur snúið aftur til starfs eða náms í staðinn fyrir að missa heils- una. Víst kostar þjónusta peninga, en hvað kostar heilsutap? Og stóra spurningin í mínum huga er, hvern- ig þarf árferðið að vera til að hægt sé að sjá af peningum í heilbrigð- isþjónustu? JÓNÍNA SIGURGEIRSDÓTTIR, sérfræðingur í endurhæfingar- hjúkrun, Reykjalundi. Hvers virði er heilbrigðisþjónusta? Frá Jónínu Sigurgeirsdóttur Jónína Sigurgeirsdóttir ÍSLENSKA þjóðin lifir nú erfiða tíma. Upplausn og atvinnuleysi eru sár örlög 18.000 Íslendinga og fjöl- skyldna þeirra. Nú reynir á íslensk stjórnvöld að standa vörð um hagsmuni lands og þjóðar og láta íslenskt atvinnulíf hafa forgang þegar hægt er að velja um leiðir. Á Akranesi hefir afkastamikil og vel rekin sementsverksmiðja starfað í meira en hálfa öld. Hún hefir verið burðarás í atvinnulífi og skapað að jafnaði um og yfir 100 störf. Nú gæti svo farið að endi yrði bundinn á framleiðslu á íslensku sementi á Akranesi og við tæki dönsk einokun á þessari mikilvægu framleiðslu byggingariðnaðarins. Voru forfeður okkar annars ekki búnir að fá nóg af verslunareinokun danskra konunga, þegar við lá Brim- arhólsvist ef keypt var myglað mjöl af öðrum en einkaleyfi hafði frá kon- ungsvaldinu? Nú er svo komið að banki í eigu ís- lensku þjóðarinnar getur ráðið ör- lögum Sementsverksmiðjunnar með því að láta fyrirtæki í eigu og umsjá bankans halda áfram að kaupa inn- flutt danskt sement í stað þess ís- lenska. Umræddur steypuframleið- andi notar danska sementið en ekki það íslenska, en steypustöð þessi er næstumfangsmesta fyrirtæki lands- ins á þessu sviði. Ef íslensk stjórnvöld sofa hér á verðinum gæti auðveldlega svo farið á samdráttartímum í byggingariðn- aði, að Sementsverksmiðjan á Akra- nesi neyddist til að loka og hætta framleiðslu. Meira en 100 fjöl- skyldur myndu þá missa fyrirvinn- una – og dönsk einokun á sementi yrði hlutskipti íslensku þjóðarinnar. GUÐNI ÞÓRÐARSON er Borgfirðingur. Banki í eigu þjóðar getur tryggt 100 störf Frá Guðna Þórðarsyni LÆKKA vexti, afskrifa eins mikið og hægt er af skuldum og lækka þannig greiðslubyrði heimilanna eru m.a. þau vandamál, sem stjórnvöld standa andspænis. Hinn stóri undirliggjandi vandi er m.a.verðtryggingin og hin handónýta krónumynt, sem valda stærstum hluta verðbólgunnar. Þessar sífelldu umræður fyrrv. og núverandi ríkisstjórna um óskil- greinda greiðsluaðlögun eru eins og óútfylltur víxill, það veit enginn hver upphæðin er né hvaðan fjármunir eiga að koma. Um 40 þúsund heimili skulda hærri upphæðir en eignastaða þeirra er og hundruð heimila bætast við þann skuldalista mánaðarlega. Ég tel að miða ætti núverandi verðtryggingu íbúðalána við 1. júlí 2007 og hafa hana óbreytta frá þeim tímamótum og greiða lántakendum afturvirkan mismun. Verðtryggingin verði síðan afnum- in að fullu í tveimur áföngum frá 1. janúar 2010. Þessi leið mun vera þrátt fyrir allt sú hagkvæmasta út úr þeim efnahagslegu ógöngum sem þjóðin hefur ratað í og gæti jafnframt greitt götu okkar um að sækja um inngöngu í ESB. Tillagan er einföld og auðskilin í framkvæmd og því laus við allar flóknar reikningskúnstir. Tillaga Framsóknarflokksins um 20% flatan niðurskurð skulda er ekki ein og sér nothæf, skapar of mikinn ójöfnuð og aðstöðumun lántakenda. Hugmyndir Samfylkingarinnar um að skera niður skuldahala íbúða- lánahafa eftir fimm ár eru ónothæfar, enda þótt öllum væri gert að greiða samningsbundnar afborganir og vexti á umræddu tímabili. Ég vona að löggjafarþingið skoði vel þessa tillögu mína, sem er hvort tveggja í senn, fjárhagslega hagstæðust fyrir rík- issjóð og íbúðalántakendur. KRISTJÁN PÉTURSSON, fyrrv. deildarstjóri. Tillaga um lausn á verðtryggingu húsnæðislána Frá Kristjáni Péturssyni Ég bara spyr hvort laun og eftirlaun séu í raun ekki það sama, vegna þess að svo virðist ekki vera. Hér á eftir reyni ég að út- skýra hvað ég á við með ofan- greindri spurn- ingu. Elli- og/eða ör- orkulífeyrisþegar mega frá og með 1. janúar 2009 hafa 109.600 kr. í laun á mánuði án þess að það skerði tekjutrygginguna sem er óskert 93.809 kr. á mánuði. En greiðslur úr lífeyrissjóðum skerða tekjutrygginguna svo um munar. Hér er dæmi um slíkt: Ellilíf- eyrir úr lífeyrissjóði 49.196 kr. sem kemur út þannig að tekjutryggingin verður 74.560 kr. Og er því lækkunin 19.249 kr. í þessu tilfelli. Því spyr ég, ætti ekki að setja sama þak á lífeyrisgreiðslur og eru á laun- um, þannig að lífeyrisgreiðslur skerði ekki tekjutrygginguna fyrr en sú greiðsla er kominn í sömu upphæð og launin sem mega vera 109.600 kr? Launatekjur uppá kr. 109.600 skerða ekki tekjutrygginguna. Lífeyrisgreiðslur uppá kr. 109.600 ættu ekki að skerða tekjutrygg- inguna. Réttlætiskrafa, er það ekki á hreinu? SVEINN ÞORSTEINSSON, húsasmiður. Eru laun og eftirlaun í raun ekki það sama? Frá Sveini Þorsteinssyni Sveinn Þorsteinsson NÚVERANDI heimskreppa or- sakast ekki af peningaskorti heldur af því að skortur er á lántakendum sem líklega geta endurgreitt lán sín síðar. Helsta einkenni hennar er að launafólk og opinberir aðilar skulda miklu meira en þeir geta nokkurn tíma endurgreitt og að alltof stór hluti tekna fer í vaxta- og skuldagreiðslur. Nær samfellt þensluskeið síð- ustu áratuga á rætur sínar annars vegar í stækkun heimsmarkaðarins með innkomu gömlu komm- únistaríkjanna og hins vegar í falskri eftirspurn með stöðugt auk- inni skuldsetningu heimila og hins opinbera. Með skuldsetningu neyt- enda hefur tekist að skapa ört vax- andi vaxtagróða farveg og viðhalda þar með hringrás hagkerfisins. Aukin skuldsetning neytenda veld- ur sífellt aukinni ávöxtun peninga sem á sér ekki uppruna í fram- leiðslunni. Á sama tíma hafa þessir peningar einnig fundið sér tíma- bundna ávöxtun í spákaupmennsku og glórulausri hækkun hlutabréfa, þar sem kaupverð tekur ekki mið af arðgreiðslum heldur væntingum um hækkun á söluverði bréfanna og spádómanna. Þessar papp- írsbólur hafa svo haldið uppi vaxta- stigi sem er í engu samræmi við raunverulega arðsemi í framleiðsl- unni. Vaxtaokið hefur hvergi verið meira síðustu tvo áratugi en á Ís- landi. Nú eru heildarskuldir í okk- ar samfélagi um þrefaldar þjóð- artekjur og ca áttfaldar tekjur launafólks í landinu. Vextir og verðbætur á þessu ári verða líklega 40–50% af þjóðartekjum, þrefaldar ráðstöfunartekjur launafólks eða tvöfaldar ráðstöfunartekjur rík- isins. Til samanburðar má nefna að fyrir 30 árum voru engir raunvext- ir í okkar samfélagi og eini mað- urinn sem innheimti jákvæða vexti var settur í fangelsi fyrir okur. Helsta vandamál Íslands í dag er vaxtaokið. Langmikilvægasta verk- efni íslenskra stjórnvalda er að lækka vexti. Arðsemi í landinu er nánast engin en vaxtakostnaður 600-700 milljarðar. Þar sem vaxta- tekjur eru í eðli sínu hlutdeild í arði framleiðslunnar þá sér hver maður að ástandið er glórulaust. Meirihluti ráðstöfunartekna heim- ilanna, öll framlegð fyrirtækja og þriðjungur ríkistekna fer í skuldir og vexti. Þó svo hluti vaxtatekna fari vissulega í neyslu þá er alveg augljóst að innanlandsmarkaður er að hrynja til grunna, kaupgeta í landinu er að hverfa. Raunvextir þurfa að fara í 0% hið bráðasta og samfélagið þarf neikvæða vexti um langt skeið ef við eigum að lifa þetta af sem markaðssamfélag. SIGURÐUR GUNNARSSON, hagsagnfræðingur, Seyðisfirði. Auræði Frá Sigurði Gunnarssyni FLOGIÐ hefur fyrir síðustu daga að starfsfólki banka og sparisjóða hafi verið uppálagt að gera viðskiptamönnum sínum útgreiðslu á viðbótarlífeyrissparnaði eins erf- iða og kostur er og tína hvaðeina það til er geti orðið til þess að við- skiptamenn geti ekki tekið út viðbótarlífeyrissparnað sinn. Það er ástæða til að árétta loforð ríkisstjórnarinnar um sparnað þennan og enn meiri ástæða til að þeir hinir sömu árétti við banka og sparisjóði að greiða upphæðir þess- ar refjalaust út þó ekki væri nema vegna þess að hætt er við að spar- fjáreigendum geti dottið í hug að eiga hér síðasta orðið að öðrum kosti. Það þarf engum orðum um það að fara að öllu eru takmörk sett og ég held að hér sé komið að þeim punkti að svo fari sem fáa óraði fyrir að kannist bankar og spari- sjóðir ekki við viðskiptavini sína til margra ára þá muni þeir og ekki kannast frekar við lánastofnanir þessar. GUÐNI BJÖRGÓLFSSON, Þórshöfn. Viðbótarlífeyrissparnaður – Nei takk Frá Guðna Björgólfssyni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.