Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009 „ÞAÐ eru margir álitlegir kostir í stöðunni og þetta er áfangi á réttri leið,“ sagði Kristján L. Möller sam- gönguráðherra í gær, um vinnu starfshópa sem skila eiga tillögum um sameiningu samgöngustofnana. Hugmyndirnar sem verið er að skoða eru annars vegar að sameina Vega- gerðina, Siglingastofnun og Umferð- arstofu í eina stofnun og hins vegar Flugstoðir og Keflavíkurflugvöll í aðra. Samgönguráðherra skipaði starfs- hópana í janúar á þessu ári. Markmið með sameiningu er að auka hag- kvæmni við rekstur og uppbyggingu í samgöngukerfi landsmanna. Öðrum hópnum var falið að kanna hagkvæmni sameiningar Vegagerð- arinnar, Siglingastofnunar og Um- ferðarstofu. Hópurinn á meðal ann- ars að meta hvort verkefni skuli færð á milli stofnananna innan núverandi skipunar þeirra eða komið upp nýj- um stofnunum og hinar eldri lagðar af. Hinum hópnum var falið að kanna hagkvæmni þess að sameina Flug- stoðir ohf. og Keflavíkurflugvöll ohf. svo fremi sem sameinað félag verði öflugra en þau tvö sem nú starfa. Flugstoðir ohf. tóku til starfa í árs- byrjun 2007 þegar rekstur og þjón- usta flugvalla og flugleiðsögu voru færð frá Flugmálastjórn Íslands í hið nýja félag. Keflavíkurflugvöllur ohf. var stofnað á síðasta ári og tók form- lega til starfa í byrjun þessa árs. For- senda sameiningarinnar er sú breyt- ing sem varð í ársbyrjun 2008 að málefni Keflavíkurflugvallar voru flutt frá utanríkisráðuneyti til sam- gönguráðuneytis. Eru öll flugmál þar með komin undir stjórn samgöngu- ráðuneytisins. „Það kom út úr tali mínu [í fyrra- dag] við [formenn hópanna tveggja] að þetta er í fínum farvegi og nú held- ur þessi undirbúningsvinna áfram. Stjórnkerfið á Íslandi verður að skoða í alla kima og leita allra leiða. Eins og ég hef sagt oft áður, þá gildir ekki lengur að ráðuneyti haldi dauða- haldi í eitthvað einvörðungu til þess að halda því hjá sér. Menn eiga ekki að vera hræddir að færa verkefni milli ráðuneyta ef það er skilvirkara og hagkvæmara og skynsamlegra fyrir ríkiskassann,“ sagði Kristján L. Möller samgönguráðherra. „Áfangi á réttri leið“  Starfshópar kanna hagkvæmni sameiningar Vegagerðar, Siglingastofnunar og Umferðarstofu í eina stofnun og Keflavíkurflugvallar og Flugstoða í aðra Í HNOTSKURN »Formaður hópsins semkannar sameiningu Vega- gerðar, Siglingastofnunar og Umferðarstofu er Gísli Gísla- son, framkvæmdastjóri Faxa- flóahafna. »Formaður hóps sem kann-ar hagkvæmni samein- ingar Flugstoða ohf. og Kefla- víkurflugvallar ohf. er Jón Karl Ólafsson, forstjóri Pri- mera Air. »Von er á áfangaskýrslu frástarfshópunum 1. júlí. ÚTFÖR Hönnu Ingólfsdóttur Johannessen, eig- inkonu Matthíasar Johannessen, fyrrverandi rit- stjóra Morgunblaðsins, var gerð frá Neskirkju í gær. Líkmenn voru: Fremstir, Haraldur og Ing- ólfur, synir Hönnu og Matthíasar, í miðjunni hvor sínum megin kistunnar, Kristján Ingólfs- son, bróðir Hönnu og Jóhannes Johannessen, bróðir Matthíasar, og aftastir bræðurnir Matt- hías H. Johannessen og Kristján H. Johannessen, synir Haraldar. Inga J. Backman söng á undan athöfninni. Prestarnir séra Örn Bárður Jónsson og dr. Sig- urður Árni Þórðarson þjónuðu, organisti var Steingrímur Þórhallsson, einleikari á flautu var Pamela De Sensi, einsöngvari Gissur Páll Giss- urarson og Kammerkór Neskirkju söng. Gissur söng m.a. lagið Hanna, texta Matthíasar Johann- essen við lag eftir Pál Ísólfsson. Útför Hönnu Ingólfsdóttur Johannessen Morgunblaðið/Ómar HÓPUR fólks kom saman fyrir framan Alþingishúsið upp úr hádegi í gærdag og vildi með því mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í málefnum heimilanna. Eftir stutta veru á Austurvelli gekk hópurinn fylktu liði að stjórn- arráðinu. Þar tóku á móti formenn stjórnarflokkanna, Jóhanna Sigurð- ardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, og buðu fulltrúum mótmælenda inn til viðræðna. Boðið var þegið og fóru nokkrir inn með stjórnmálaleiðtog- unum. Samtökin Nýir tímar stóðu fyrir aðgerðunum og nutu m.a. stuðnings ASÍ. Í fundarboðinu sagði, að minna yrði stjórnvöld á að heimili lands- manna væru að brenna upp í skuld- um og að sú skjaldborg sem slá átti um heimilin væri hvergi sjáanleg. Hagsmunasamtök heimilanna sendu frá sér tilkynningu síðdegis þar sem kemur fram að enginn tals- maður samtakanna hafi verið á fund- inum en stjórn samtakanna er tilbúin að hitta ráðherrana hvenær sem er. Mótmælendum var boðið á fund í stjórnarráðinu Morgunblaðið/Golli Kaffiboð Jóhanna og Steingrímur buðu upp á kaffi í stjórnarráðinu. SIGRÚN Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri, segir það rangt hjá for- stjóra SS Byggis í Morgunblaðinu í gær að Akureyr- arbær standi í vegi fyrir því að SS geti hafist handa við bygg- ingar við Undir- hlíð. Byggingarleyfi fyrir fram- kvæmdinni var samþykkt 29. apríl, segir Sigrún. Skipulagið hafi verið töluvert umdeilt og ferlið tekið lög- formlegan tíma. Lóðinni síðan út- hlutað um miðjan október. Bæjaryf- irvöld hafi verið liðleg við bæði verktaka og einstaklinga varðandi frest á greiðslu gatnagerðargjalda „og SS Byggir fékk þar sömu með- höndlun og allir aðrir“. Í bæjarráði voru á fimmtudag ræddar hugmyndir til að liðka til á helfrosnum markaði; m.a. um að lengja framkvæmdafresti um eitt ár til viðbótar. „Jafnframt verða gjald- frestir á gatnagerðargjöldum lengd- ir úr 30 dögum í eitt ár og almennir frestir um frágang og fokheldi úr 18 mánuðum í 30 mánuði. Skipulags- nefnd og bæjarráð fjalla um þessar tillögur í næstu viku og ganga frá breytingum á reglum þar að lút- andi,“ segir Sigrún. Hún segir mikið framboð á hús- næði á ýmsum bygggingarstigum sem greitt hafi verið af gatnagerð- argjald skv. gildandi gjaldskrá á hverjum tíma. „Það eru verkefni til staðar fyrir byggingariðnaðinn á ýmsum byggingarstigum en hins vegar vantar kaupendur og aðgang að lánsfjármagni til að fullgera þau og það er kjarni málsins. Lækkun gjaldsins núna myndi því skapa mis- mun á stöðu byggingaraðila og kem- ur því ekki til greina.“ Ekki stendur á bænum Sigrún Björk Jakobsdóttir „Vantar kaupendur og aðgang að lánsfé“ Á mbl.is hefur nú verið settur upp flipi þar sem nálgast má á einum stað ýmsa þjónustu sem Morgun- blaðið veitir á netinu. Flipinn er efst og lengst til hægri á síðum mbl.is. Ef smellt er á flipann opnast síða þar sem hægt er að velja úr þeirri þjón- ustu sem fólk vill nýta sér. Einnig er hægt að slá inn slóðina http:// www.mbl.is/mogginn/ til að kalla fram þjónustusíðuna. Betra aðgengi að upplýsingum                        

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.