Morgunblaðið - 09.05.2009, Síða 41
Dagbók 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009
Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef-
ast, leitið og þér munuð finna, knýið
á, og fyrir yður mun upplokið verða.
(Matt. 7, 7.)
Borga þarf allar uppsafnaðarskuldir; þær hverfa ekki heldur
þarf að greiða hverja einustu krónu
til baka,“ sagði Hermann Oskarsson,
hagstofustjóri Færeyinga, í samtali
við Morgunblaðið í vetur þegar hann
heimsótti Íslendinga til að fræða þá
um hvernig Færeyingar tókust á við
kreppuna.
x x x
Víkverji gat ekki annað en glaðstmeð fjármálaráðherra Íslands
sem árið 2007 tilkynnti, um leið og
hann lagði fram fjárlagafrumvarpið,
að nú væri svo komið að ríkissjóður
væri að verða skuldlaus. Tekist hefði
með góðri fjármálastjórn að borga
niður skuldir ríkisins og nú þyrftu
skattborgararnir ekki lengur að
borga háar upphæðir í vexti.
En Adam var ekki lengi í Paradís.
Um það leyti sem búið var að borga
ríkisskuldirnar komi í ljós, það sem
suma hafði grunað, að íslenska efna-
hagsundrið byggðist á erlendum lán-
tökum bankanna og viðskiptavina
þeirra. Hrunið kemur illa við rík-
issjóð sem nú skuldar meira en
nokkru sinni áður. Skattborgararnir
þurfa að borga tugi milljarða á ári í
vexti af lánum. Það mun taka Íslend-
inga marga áratugi að borga þær.
x x x
Víkverji er enginn sérfræðingur ífjármálum og hefur aldrei al-
mennilega skilið umræður síðustu
vikur um að hægt sé að láta skuldir
hverfa án þess að það kosti neitt.
Hann hefur tilhneigingu til að trúa
hagstofustjóranum í Færeyjum.
Kannski á hér við frasi sem stjórn-
málamenn nota mikið: „Það er engin
töfralausn til.“
x x x
Víkverji hefur alla tíð verið var-færinn í fjármálum. Hann lærði
ungur að það er dýrt að taka lán og
það þarf að borga þau til baka; hverja
einustu krónu með vöxtum. Það er
því miklu betra að neita sér um hluti
frekar en að taka stór lán. Það getur
verið gaman að eiga stóran bíl, en
það er þó mun skemmtilegra að eiga
ódýran bíl og ekkert bílalán.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 brimill, 8
ánægð, 9 sjófugl, 10
eyði, 11 deila, 13 gras-
geiri, 15 laufs, 18 hakan,
21 götu, 22 lús, 23
erfðafé, 24 gam-
almennið.
Lóðrétt | 2 ilmur, 3 stór
sveðja, 4 styrkir, 5 sigr-
uð, 6 eldstæðis, 7 varmi,
12 hvíld, 14 reið, 15 bif-
ur, 16 sníkjudýr, 17
slark, 18 ásókn, 19 deyja
úr súrefnisskorti, 20 líf-
færi.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 tregi, 4 bófar, 7 lasta, 8 nýtan, 9 næg, 11 aðal,
13 magi, 14 ábata, 15 lögn, 17 skær, 20 stó, 22 gáfan, 23
teppi, 24 regns, 25 leiti.
Lóðrétt: 1 telja, 2 elska, 3 iðan, 4 bing, 5 fitla, 6 rengi, 10
æsast, 12 lán, 13 mas, 15 lögur, 16 göfug, 18 kappi, 19
reisi, 20 snös, 21 ótal.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú stendur á tímamótum og ættir
ekki að líta um öxl. Láttu ekki leti og
kæruleysi ná tökum á þér í dag því þú
þarft að skila verkefni sem krefst ein-
beitingar.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú virðist hafa allt í hendi þér svo
þú getur ótrauður haldið ætlunarverkinu
áfram. Skoðaðu vandlega þau tilboð sem
þér hafa borist.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú sérð félaga þinn í skýru og
fersku ljósi sem er bæði jákvætt og nei-
kvætt. Hugsun þín er skýr og því ættirðu
að komast til botns í því sem þú ert að
velta fyrir þér.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Nú verður þú að taka til hendinni
og ganga frá þeim samskiptamálum sem
þú hefur stöðugt ýtt á undan þér.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú ert með aðfinnslur í garð ann-
arra og mátt vita að fólk er ekki alltaf í
skapi til að taka við þeim. Gefðu þér því
tíma til að kryfja málin til mergjar.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Öryggi, heilsa og vellíðan hafa
færst neðar í forgangsröðinni vegna
verkefna sem hvíla á þér í vinnunni.
Reyndu allt til að grípa gæsina og pen-
ingana sem henni fylgja.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Forðastu þá sem eru stöðugt að etja
mönnum saman til þess að skapa sam-
keppni á vinnustað. Kíktu eftir tækifær-
um til þess að ganga í augun á öðrum.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Ummæli falla hugsanlega
um sporðdrekann sem hann telur stað-
festa hans verstu grunsemdir um sjálfan
sig.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Annríki þitt kallar á tíma fyr-
ir slökun. Mundu að sýna öðrum sann-
girni og skilning og ekki gera meiri kröf-
ur til annarra en þú gerir til þín.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú gætir fengið óvænta pen-
inga eða gjöf, annað hvort beint eða í
gegnum einhvern nákominn. Gættu þess
að vera ekki of gagnrýninn við fólk nema
þú viljir endanlega losna við það.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú færð hverja hugmyndina á
fætur annarri en gengur illa að gera þær
allar að raunveruleika.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú hefur mikinn metnað og setur
markið hátt. Hikaðu ekki við að leita
uppi sálufélaga sem kann að meta gjörð-
ir þínar.
Stjörnuspá
9. maí 1855
Konungur gaf út tilskipun sem
lögleiddi prentfrelsi á Íslandi.
Það er nú tryggt í stjórn-
arskránni en þar segir: „Rit-
skoðun og aðrar sambærilegar
tálmanir á tjáningarfrelsi má
aldrei í lög leiða.“
9. maí 1941
Guðrún Á. Símonar, síðar óp-
erusöngkona, söng í fyrsta sinn
opinberlega, þá 17 ára, með
danshljómsveit Bjarna Böðv-
arssonar.
9. maí 1974
Sverrir Hermannsson talaði í
rúmar fimm klukkustundir á
Alþingi til að mótmæla fyr-
irhuguðu þingrofi. Þetta var
lengsta samfellda ræða sem
flutt hafði verið á þingi, en
sumir nefndu það málþóf. Met-
ið stóð í tæpan aldarfjórðung.
9. maí 1982
Fyrsta Íslandsmótið í vaxt-
arrækt var haldið í Reykjavík.
Hrafnhildur Valbjörnsdóttir og
Guðmundur Sigurðsson urðu
hlutskörpust.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Vaka Orradóttir, til hægri á
myndinni, var með stofutónleika
heima hjá sér fyrir fjölskylduna og
seldi inn. Hún kom með ágóðann,
3.375 kr., og gaf Rauða krossi Ís-
lands. Vinkona Vöku á myndinni
heitir Liveta Katkute.
Söfnun
Áslaug Agnarsdóttir, sviðsstjóri á Landsbókasafn-
inu, hélt í gær með eiginmanni sínum, Óskari Árna
Óskarssyn ljóðskáldi, til Vatnasafnsins í Stykk-
ishólmi. Hún kveðst því munu vakna þar á 60 ára af-
mælinu sem er í dag.. „Maðurinn minn fékk sex
mánaða styrk til dvalar í safninu og tímabilið hefst
núna um helgina. Það verður skemmtileg tilbreyt-
ing að vakna þar á afmælisdeginum, “ segir Áslaug.
Verði veðrið gott ætla þau hjónin að skoða sig um í
Stykkishólmi áður en þau halda til Reykjavíkur síð-
ar í dag. „Við förum svo tvö út að borða í tilefni af-
mælisins. Á morgun ætlum við að halda upp á af-
mælið með fjölskyldunni. Þá verður skálað í kampavíni og góður matur
borðaður. Svo á ég eftir að gleðjast eitthvað með vinnufélögunum eftir
helgina,“ segir Áslaug sem gerir ráð fyrir að vera með annan fótinn í
Vatnasafninu í sumar vegna dvalar eiginmannsins þar. Ekki er útilokað
að hann lesi upp ljóð í afmælisveislunni fyrir eiginkonuna. „Ég hef
vissulega fengið ljóð frá honum en ekki beint í afmælisgjöf. Hann hefur
hins vegar oft lesið upp ljóð í afmælisveislunum,“ segir Áslaug. Hún
hefur starfað á bókasöfnum í tugi ára og er mikill bókaormur. „Ég er
alltaf með bunka af bókum á náttborðinu.“ ingibjorg@mbl.is
Áslaug Agnarsdóttir 60 ára
Ljóðalestur í afmælunum
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd
af barninu
til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is
Noregi Emilia Rán fædd-
ist 27. mars kl. 21.22. Hún
vó 4.630 g og var 53 cm
löng. Foreldrar hennar
eru Hugrún Birna Krist-
jánsdóttir og Øystein
Fedøy.
Akureyri Hákon Rúnar
fæddist 10. febrúar kl.
13.32. Hann vóg 4.205 g
og var 54 cm langur. For-
eldrar hans eru Sigríður
Jörundardóttir og Jesse
John Kelley.
Sudoku
Frumstig
6 7
6 3 2 4
6 9 2 4
2 5 1
4 1 5 6
4 2 7 1
3 5
8 9
1 8
4 9 1 7 6 8
3
1 4
8 5 7 3
9 1
2 4 8 6
5 3 2
2 1
4 2 9 7
5 8 9
8 4 6
1 4 2
1
3
7 8
2 6 5 7
2 3 5 4 1 9 8 7 6
6 7 4 8 2 3 9 1 5
1 9 8 5 6 7 3 4 2
3 4 9 2 7 8 5 6 1
5 6 2 1 3 4 7 9 8
8 1 7 9 5 6 4 2 3
4 5 6 3 9 2 1 8 7
9 2 3 7 8 1 6 5 4
7 8 1 6 4 5 2 3 9
4 3 2 5 9 8 7 1 6
1 6 8 2 4 7 3 5 9
5 9 7 6 3 1 8 2 4
7 4 1 3 2 9 5 6 8
2 8 9 1 6 5 4 7 3
3 5 6 8 7 4 2 9 1
9 2 5 4 8 6 1 3 7
8 7 3 9 1 2 6 4 5
6 1 4 7 5 3 9 8 2
7 8 1 5 2 6 3 4 9
4 6 9 1 7 3 5 8 2
5 3 2 9 8 4 6 7 1
8 4 5 2 6 9 1 3 7
6 9 7 4 3 1 8 2 5
2 1 3 7 5 8 9 6 4
1 2 6 3 4 5 7 9 8
9 7 8 6 1 2 4 5 3
3 5 4 8 9 7 2 1 6
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 9. maí, 129. dagur
ársins 2009
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 g6 4. d4 cxd4
5. Rxd4 Bg7 6. Be3 Rf6 7. Rxc6 bxc6 8.
e5 Rg8 9. Bd4 f6 10. f4 Dc7 11. De2
fxe5 12. Bxe5 Bxe5 13. fxe5 Rh6 14. O-
O-O O-O 15. De4 Hf5 16. Bc4+ e6 17.
g4 Hxe5 18. Df4 Rf7 19. Re4 d5 20.
Rf6+ Kh8 21. Bd3 Hb8 22. Re8 De7 23.
Rd6 Dxd6 24. Dxf7 Bd7
Staðan kom upp á alþjóðlegu móti
sem lauk fyrir skömmu í Kaupmanna-
höfn í Danmörku. Kvennastórmeist-
arinn Natalia Zdebskaja (2438) frá
Úkraínu hafði hvítt gegn Bosn-
íumanninum Jasmin Bejtovic (2306).
25. Bxg6! hxg6 26. Hd3 Df8 27. Hh3+
Hh5 28. Dxf8+ Hxf8 29. gxh5 g5 30.
Hg3 e5 31. Hxg5 e4 32. Hhg1 e3 33. h6
Bh3 34. Kd1 d4 35. Ke1 Be6 36. Hf1
Hc8 37. b3 c5 38. Hf6 Bg8 39. Hff5 c4
40. Hc5 og hvítur innbyrti vinninginn
nokkru síðar.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Ópassaður makker.
Norður
♠ÁG52
♥KD92
♦Á654
♣2
Vestur Austur
♠K76 ♠84
♥G65 ♥Á743
♦KDG8 ♦10732
♣876 ♣ÁG4
Suður
♠D1093
♥108
♦9
♣KD10953
(5) Sagnbaráttan.
Hönd suðurs er þekkjanleg frá því í
gær, en annað er breytt. Líka stöð-
urnar. Nú eru allir á hættu og austur
gjafari. Austur passar og suður á leik.
Er þetta rétti tíminn til að vekja á 3♣?
Hvað segja Robson & Segal?
Hin dæmigerða opnun á 3♣ lofar góð-
um sjölit. Suður á bara sexlit og auk
þess öflugan fjórlit í spaða, sem gæti
nýst vel á móti spaðalengd hjá makker.
Opni suður á 3♣ munu sagnir mjög lík-
lega deyja þar út. En fái norður að opna
í friði á 1♦, svarar suður á 1♠, norður
segir 3♠ og suður fjóra. Léttunnið spil.
Kjarni málsins er þessi: Það skiptir
miklu máli hvort félagi hefur afmarkað
sig með passi eða ekki þegar ákvörðun
er tekin um „bjagaða hindrun.“ Um
þetta eru Robson & Segal fámálir, því
miður.
(Meira á morgun.)
Nýirborgarar