Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 42
42 Velvakandi
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ÆTLA AÐ SLEPPA
ÖLLU OG GERA EKKI
NEITT Í DAG
HVAÐ
FINNST ÞÉR?
FLOTT...
VERTU VELKOMINN.
LETILÍFIÐ ER
ÆÐISLEGT
STUNDUM
LANGAR MIG
AÐ KOMA MÉR
HÉÐAN
GAMLA SKÁLIN MÍN!MIG LANGAR BARA AÐ FARA
EITTHVERT ANNAÐ OG
KYNNAST NÝJU FÓLKI
EN ÞAÐ ER EITTHVAÐ SEM
HELDUR MÉR HEIMA... LÆTUR
MIG HALDA KYRRU FYRIR
ÉG ER LOKSINS
TILBÚIN. VIÐ
GETUM FARIÐ
Í VEISLUNA
HVAR
ER PABBI
ÞINN?
HONUM LEIDDIST
BIÐIN...
ÉG ÁTTI AÐ SKILA TIL
ÞÍN AÐ HANN MYNDI
HITTA ÞIG Í VEISLUNNI
DÖMUR MÍNAR
OG HERRAR...
KÖTTURINN ER
KOMINN ÚR
SEKKNUM...
OG FÓR
BEINA LEIÐ
Í DÓSINA
ÉG ÆTLA
ALDREI AÐ BORÐA
KARTÖFLUFLÖGUR
FRAMAR
FANNSTU ALLA
KASSANA FYRIR
LJÓSAHÁTÍÐINA?
JÁ, HÉRNA
ER SÁ
FYRSTI
ÉG FANN SILFUR-
KERTASTJAKANN ÞINN...
OG LÍKA ÞENNAN HÉRNA
Ó...
ÞESSI
HMM...
ERTU AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞÚ
VILJIR EKKI FARA ÚT AÐ BORÐA
MEÐ SIMON KRANDIS...
...ÚT AF
ÞESSUM
AULA?!?
MAÐURINN
MINN ER
ENGINN AULI!
ÉG GÆTI PAKKAÐ HONUM
SAMAN, EN ÞÁ KÆMIST
HANN AÐ ÞVÍ HVER ÉG ER
ÉG SÁ
KARLINN
Í TUNGLINU
Í KVÖLD
MM ÉG VISSI
EKKI AÐ HANN
KYNNI AÐ
GRETTA SIG
EN
FRÁBÆRT
Grandakaffi á sér eflaust þónokkra trausta fastagesti. Tveir félagar sátu í
síðdegisblíðunni og röbbuðu um málefni líðandi stundar og nutu fé-
lagsskaparins fyrir utan veitingastaðinn góðkunna.
Morgunblaðið/Ómar
Vinarþel við Grandakaffi
Rafabelti og
höfuðkinn
UNDANFARNA daga
hafa verið birt ýmis
afbrigði þulunnar um
rafabelti og höfuðkinn.
Þulur sem þessi eru
síbreytilegar og
ógerningur að fullyrða
að eitt sé réttara en
annað. Í þessu tilviki
eru helstu tilbrigðin í
upphafinu.
Elsta prentaða
dæmi þessarar þulu er
í Þulum og þjóð-
kvæðum sem Ólafur
Davíðsson gaf út 1898-1903. Þar er
upphafið svona:
„Við skulum róa rambinn
rétt út á kambinn …“ (bls. 263)
Neðanmáls er síðan tilgreint af-
brigðið: „Faðir minn er róinn
lángt út á sjóinn.“
Önnur tilbrigði eru í bók Einars
Ól. Sveinssonar Fagrar heyrði ég
raddirnar 1942, bls. 224, og í 3.
bindi Íslenskra sjávarhátta Lúðvíks
Kristjánssonar, 1983, bls. 256.
Þekktasta gerðin mun þó vera í
Vísnabókinni sem Símon Jóh.
Ágústsson gaf fyrst út 1946, bls.
71.
Auk þess hefur fjöldi afbrigða
verið til í munnlegri geymd.
Árni Björnsson.
LÍN – R- og G-lán
LÍN er dásamleg stofnun sem ég
stend í ævarandi skuld við (bók-
staflega). Það kostar mikla peninga
að elta draumana sína en LÍN
gerði mér, og fleirum, kleift að elta
drauminn, og læra það sem ég vildi
læra. Þótt róðurinn hafi stundum
verið erfiður hef ég ekki séð eftir
peningunum sem fara í afborganir
af námslánunum, þótt mig svíði
vissulega undan verðtryggingunni
sem tryggir það að mér mun ekki
duga ævin til að borga mína skuld.
Mig langar að vita hvort mennta-
málaráðuneytið geti að einhverju
leyti beitt sér í því að gefa þeim
sem þáðu R-lánaflokk námslána
möguleika á því að breyta sínum
lánum í G-lánaflokk eins og boðið
var upp á árið 2005?
Þetta myndi létta greiðslubyrði
R-lántekenda sem voru ekki nógu
séðir árið 2005 að breyta sínum
lánum og töldu sig búa við nægi-
legt launa- og atvinnu-
öryggi til að tryggja
afborganir af lánunum
m.v. hærri endur-
greiðsluprósentu. Þær
forsendur eru nú
brostnar enda hafa
laun almennt lækkað –
en mest vegur lækkun
kaupmáttar þeirra
launa. Nú er svo kom-
ið að mig, og fleiri,
munar um hverja
krónu og fengi ég að
greiða 3,75% af mín-
um tekjum til LÍN í
stað 4,75% myndi ég
spara 45.000 krónur á
ári. Mig munar um minna.
Hannes Pálsson.
Góð þjónusta hjá Suzuki
MIG langar til að koma á framfæri
góðri þjónustu hjá verkstæði Suz-
uki-umboðsins. Starfsmennirnir Ár-
mann og Sigurgeir reyndust mér
afar vel í sambandi við viðgerð á
bílnum mínum og alla hjálp sem
þeir veittu mér vegna bílsins.
Guðný Úlla Ingólfsdóttir.
Seðlabankinn og
Landspítalinn
Í HVERT skipti sem skera á niður
í ríkisrekstri er niðurskurð-
arhnífnum beint að heilbrigðiskerf-
inu. Hvernig væri nú að beina hon-
um að Seðlabankanum? Þar vinna
fleiri hundruð manns, hálaunafólk
sem að hluta til borðar á kostnað
skattgreiðenda. Kunnugir hafa sagt
mér að fyrir nokkrum tugum ára
hafi Seðlabankinn aðeins verið
skúffa í Landsbankanum. Ég veit
hvað fólk er að fást við á Landspít-
ala en ég veit ekki hvað allt þetta
fólk er að gera í Seðlabankanum -
telja peninga sem ekki eru til?
Spyr sá sem ekki veit. Svar óskast.
Hrönn Jónsdóttir.
Myndavél glataðist
SVÖRT Casio EX-Z150-myndavél
(eða 155) tapaðist í Garðabæ 18.
apríl. Finnandi vinsamlegast hafi
samband í s. 898-4099. Fundarlaun.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Bólstaðarhlíð 43 | Vorfagnaður verður
á fimmtudaginn 14. maí kl. 17. Ragnar
Bjarnarson og Þorvaldur Halldórsson sjá
um stuðið: söngur, grín og dans. Veislu-
matur frá Lárusi Loftssyni. Skráning í s.
535-2760 fyrir 12. maí.
Félag eldri borgara í Kópavogi |
Skvettuball í félagsheimilinu Gullsmára
kl. 20. Þorvaldur Halldórsson spilar og
syngur fyrir dansi. Aðgangseyrir er
1.000 kr. Bossíahópur FEBK verður með
boðsmót í Gjábakka kl. 13, stjórnandi
Garðar Alfonsson. Gestir frá Garðabæ,
Vitatorgi og Ársölum.
Félagsstarf Gerðubergi | Fegr-
unardagar í Breiðholti í dag og á morg-
un. Á morgun kl. 11 eru sorppokar og
áhöld afhent til afnota á morgun kl. 11.
Uppl. á breidholt.is
Hraunsel | Vorsýning félaga eldri borg-
ara Hafnarfirði opin kl. 13-16.30. Gafl-
arakórinn heldur tónleika í Víðistaða-
kirkju ásamt Garðakór miðvikudaginn
13. maí kl. 17 og 16. maí heldur Gafl-
arakórinn tónleika í Víðistaðakirkju,
ásamt 3 kórum utan af landi.
Hæðargarður 31 | Myndlistarsýning
Erlu Þorleifsdóttur og Stefán Bjarnason
opin virka daga kl. 9-16. Skapandi skrif,
hláturjóga, framsögn/framkoma, bar-
áttuhópur um bætt veðurfar, hljóðbók-
arhópur, bókmenntahópur, tai chi, þegar
amma var ung, tölvuleiðbeiningar, World
Class, morgunandakt, Qi gong o.fl. S.
411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snælands-
skóla v/Víðigrund kl. 9.30. Uppl. í síma
564-1490, 554-5330 og 554-2780.