Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009  Fleiri minningargreinar um Jón Hallsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Jón Hallsson,Silfrastöðum í Skagafirði, fæddist í Brekkukoti ytra í Akrahreppi 13. júlí 1908. Hann lést 27. apríl 2009. Foreldrar hans voru Ólína Krist- rún Jónasdóttir skáld- kona, f. 8. apríl 1885, d. 29. ágúst 1956 og Hallur Þorvaldur Jónsson, f. 29. ágúst 1875, d. 1. ágúst 1909. Sonur Jóns og Ingi- bjargar Andreu Jóns- dóttur úr Dýrafirði, f. 23. janúar 1918, d. 24. júní 1993, síðar hús- freyju að Fremri-Breiðadal í Önund- arfirði, er Ólafur Íshólm, fyrrum lögreglumaður á Selfossi, f. 1. ágúst 1939, kvæntur Katrínu Erlu Gunn- laugsdóttir, f. í Vestmannaeyjum 8. júní 1946. Börn þeirra eru: 1) Auður Inga, maki Guðlaugur Stefánsson og þau eiga þau tvö börn Anítu og Stef- án Ragnar, 2) Ásdís Íshólm, maki Ólafur Gunnar Pétursson, börn ingar húsbænda sinna. Sinnti hann þar venjulegum sveitastörfum á vetrum en var mörg sumur í vega- vinnu og við vörslu mæðiveikigirð- inga lengi vel en átti jafnan einhvern bústofn, kindur og hesta. Hann keypti jörðina Ytra-kot en naut þess ekki að byggja þar bú því árið 1954 féllu yfir jörðina stórkostlegar aur- skriður sem eyðilögðu tún og rækt- arlönd. 1961 hóf hann vinnu við brú- arsmíði í brúarvinnuflokki Gísla Gíslasonar og fékkst við það um 20 ára skeið. Hann hafði ánægju af hestum og stundaði m.a. tamningar og var oft komið til hans tryppum sem voru erfið viðureignar og aðrir jafnvel uppgefnir á. Jón var einn þeirra sem ólust upp við fátækt í æsku og fábreytt vinnubrögð en upplifðu tæknibyltingu 20. ald- arinnar. Hann sóttist ekki eftir veg- tyllum í lífinu en vann sín störf af eljusemi. Áhugi hans á landinu var mikill og þekking ótrúleg. Hann átti því láni að fagna að geta lesið bækur fram á síðustu ár og var ótrúlega fróður um ýmsa hluti og gang mála í þjóðfélaginu. Jón verður jarðsunginn frá Mikla- bæjarkirkju í dag, 9. maí, og hefst athöfnin kl. 14. þeirra Andrea Katrín, Ólafur Íshólm og Andri Snær. 3) Dagný Björk maki Gunnar Bragi Þorsteinsson og eru börn þeirra Þor- steinn Freyr, Birkir Óli og Erla Margrét. 4) Elfa Íshólm, maki Halldór Halldórsson, sonur þeirra Elfar Ísak. 5) Harpa Íshólm, maki hennar Gissur Kolbeinsson. Eftir lát Halls var Ólína ýmist búandi eða í húsmennsku á ýmsum bæjum í Skagafirði og fylgdi Jón henni fram að þeim tíma að hann fór að vinna utan heimilis. Eftir að hafa dvalið á ýmsum bæjum í Skagafirði fluttist hann árið 1935 að Silfrastöðum og átti þar heimili síðan. 1991 fluttist hann á ellideild Sjúkrahúss Skag- firðinga og naut þar bestu umönn- unar og var þakklátur því góða fólki sem þar starfaði. Á Silfrastöðum átti hann sín bestu ár og naut þar virð- Elsku afi. Nú ertu farinn eftir langa og far- sæla ævi. Hógværðin og lítillætið var þitt aðalsmerki. Hestarnir og sveitin þín, það var þitt líf. Allir sem nutu nærveru þinnar og samvista hafa örugglega orðið betri persónur. Nú ertu kominn frameftir og örugglega alsæll með það. Morguninn sem þú kvaddir, elsku afi, voru geislar morgunsólarinnar að brjótast fram úr skýjunum og það glampaði svo fallega á „Hnjúkinn“ þinn, þér til heiðurs. Og á þessi vísa eftir langömmu því vel við. Hæstur Drottinn himnum á, heyr þá bæn og virtu, lofaðu mér að leggja frá landi í sólarbirtu. (Ólína Jónasdóttir.) Hvíl í friði, elsku afi. Ásdís Íshólm. Í dag kveð ég kæran afa minn sem lést í hárri elli eftir nokkurra daga veikindi. Það er ýmislegt sem fer í gegnum hugann þegar ég rifja upp þær stundir sem ég átti með afa. Bú- setan gerði það að verkum að sam- verustundirnar voru ekki margar en þær voru góðar. Afi fylgdist vel með fram á síðasta dag og honum fannst nú ekki allt sniðugt sem maður tók sér fyrir hendur eins og þegar við Gunnar sigldum niður Jökulsá austari, þá sagði hann bara „iss“. Hann þekkti hættur árinnar frá blautu barnsbeini og fannst þetta því glæfraför. 100 ára afmælisdagurinn hans, sl sumar er dýrmætur í minningunni. Dagurinn var ljúfur í alla staði, vinir og ættingjar fögnuðu þessum merka áfanga með afa sem fannst nú full- mikið fyrir honum haft. Afi var lít- illátur og ekki mikið fyrir það að láta athyglina snúast um sig. Ég er þakklát fyrir þessa síðustu daga sem ég átti með afa, að halda í höndina á honum, heyra sögur af hon- um og horfa á fjöllin hans út um gluggann. Það var táknrænt fyrir ást afa á fjöllunum í Skagafirðinum að þegar hann kvaddi skriðu fyrstu sól- argeislar morgunsins á Mælifells- hnjúkinn. Hæstur Drottinn himnum á, heyr þá bæn og virtu, lofaðu mér að leggja frá landi í sólarbirtu. (Ólína Jónasdóttir.) Ég kveð þig, afi minn, með vísu eft- ir móður þína sem mér finnst eiga vel við. Takk fyrir allt og allt. Þín Dagný Björk. Elsku langafi Jón. Ég hlakkaði svo til að koma í 101 árs afmælið þitt. Ég vildi að þú værir enn á lífi. Við elskum þig mjög mikið en nú líður þér betur. Nú ertu hættur að vera veikur. Þegar ég heyrði að þú værir dáinn fór ég alveg að hágráta. Mér fannst svo þægilegt að halda í höndina á þér. Langafa fannst gott að taka nef- tóbak, það var uppáhaldið hans og hon- um fannst gott að hitta okkur fjöl- skylduna og langafabörnin þín og strákinn þinn, hann Óla afa. Þú varst einn af uppáhalds öfunum mínum. Langafi Jón, ég sakna þín. Kveðja Þorsteinn Freyr. Í þessum orðum skrifuðum er tæp vika síðan Nonni kvaddi þennan heim umkringdur ástvinum sínum er höfðu setið við sæng hans í hartnær viku. Nonni var tilbúinn að fara, enda búinn að ná hærri aldri en flest- um auðnast, en hann varð 100 ára síðastliðið sumar. Það er samt aldrei auðvelt að kveðja sína nánustu og eins er það með Nonna sem átti drjúgan hlut í lífi mínu og reyndist mér og Hrefnu systur minni sem hinn besti afi. Ég var svo einstaklega heppin að Nonni bjó á Silfrastöðum, þegar ég var að alast þar upp. Herbergið hans var á annarri hæð og kallast enn þann dag í dag Nonnaherbergi. Þangað var gott fyrir okkur systurn- ar að koma í heimsókn, því Nonni var eindæma barngóður og ávallt tilbú- inn að hafa ofan af fyrir okkur. Oft tókum við í spil, framan af gjarnan Ólsen Ólsen og Svarta Pétur en síðar meir var tveggja manna vist það al- vinsælasta og Nonni var alltaf boð- inn og búinn í slaginn. Árstíðirnar eiga einnig stóran hlut í minningum mínum tengdum Nonna. Á sumrin vann hann við brúarvinnu og var lítið heima við. Ég fagnaði því alltaf heim- komu hans í haustbyrjun, heimilis- haldið var ekki samt án hans og Nonnaherbergi tómlegt. Á vetrum fórum við systur oft með honum að gefa ánum suður á Gerði, en fjárhús- in þar sá Nonni alfarið um. Það voru alltaf notalegar ferðir fyrir litlar stelpur, aldrei neinn asi á Nonna og þar var líka ærin Sníkja, sem var sér- lega gæf og kom alltaf á móti okkur til að athuga hvort við hefðum með brauðbita handa henni. Hún hafði einmitt hlotið nafnið fyrir þær sakir. Á vorin hjálpuðumst við Nonni oft að við að reka féð úr túninu og stundum rölti ég með honum meðfram girð- ingunum með hamar og naglbít og nokkra kengi í dollu, til að dytta að þar sem þurfti. Hann var mikill hestamaður á sínum yngri árum og hafði átt marga gæðinga. Ég man hins vegar best eftir Mósa, sem hefði seint kallast gæðingur en var ágætis barnahestur og nutum við systur og önnur börn góðs af. Þegar Nonni var rúmlega áttræður fluttist hann á dvalarheimili aldraðra úti á Sauðár- króki og fékk herbergi á sjúkradeild- inni, ekki af því hann þyrfti á því að halda, heldur vegna þess að þaðan var útsýni yfir heimaslóðirnar frammi í firði. Þar bjó hann í 18 ár og ég þykist vita að Pálma, herbergis- félaga hans síðustu 16-17 árin, þyki ærið tómlegt þar núna. Í nótt dreymdi mig Nonna. Það lá svo ljómandi vel á honum, hann var að vitja fólks og ég hugsaði með mér að nú yrði hann að koma og heimsækja okkur Karl Johan í Sørkedalen, úr því hann væri orðinn svo sprækur að hann væri farinn að drífa sig í heim- sóknir. Og hver veit nema hann sé einmitt að bralla í undirbúningi þeirr- ar ferðar núna! Syni hans Ólafi og fjölskyldu hans vottum við Karl Johan okkar innileg- ustu samúð, Nonna verður sárt sakn- að af okkur öllum sem þekktum hann og þótti vænt um hann. Ég vil svo ljúka þessum fátæklega pistli með vísu sem Ólína móðir Nonna orti um drenginn sinn. Hvar sem liggja leiðir þínar ljós og gleði ertu mér. Innstu hjartans óskir mínar eru og verði í fylgd með þér. Helga Fanney Jóhannesdóttir. Góður granni og gott nágrenni verður seint ofmetið eða þakkað sem vert er. Jón Hallsson var einn þeirra ágætu manna, sem ég átti að ná- granna allt frá barnsaldri. Jón missti föður sinn í bernsku og ólst því upp með móður sinni Ólínu skáldkonu Jónasdóttur. Það kom í hennar hlut að leiða soninn til átaka við lífið og veita þá leiðsögn sem til far- sældar varð á komandi vegferð. Jón tók ungur ástfóstri við Blönduhlíðina. Tveir bæir urðu hans dvalarstaðir hvað mest. Fyrst Úlfsstaðir og síðar Silfrastaðir og við þann bæ var hann lengst af kenndur. Fjölskyldum beggja þessara bæja bast hann vin- áttuböndum, þótt segja mætti að hann væri sjálfs sín þar sem hann átti snemma fé og hross sem hann hafði með sér og hafði arð af auk þess sem hann stundaði vegavinnu á vorin og frameftir sumri. Þá var hann þessum heimilum jafnan mikil stoð, einkum við hirðingu að vetri, bæði um fé og hross. Hann var afburða fjármaður sem kallað var en það voru þeir sem eyddu litlu heyi en komu fénu samt fram, vænu og afurðagóðu. Mörg hin síðari starfsár var hann við brúarvinnu hjá vini sínum Gísla á Miðgrund. Jón var hestamaður í þess orðs bestu merk- ingu. Hann tamdi margan góðhestinn. Honum var það gefið að laða fram bestu kosti hestsins með næmi hugar og handar, svo að oft var á að horfa eins og hesturinn bæði vin sinn að þiggja allt það besta sem hann hefði að bjóða. Jón var dagfarsprúður á heimili og tók því sem að höndum bar með jafnaðargeði og æðruleysi. Börn sóttu ætíð til hans og fundu fljótt hlýjan hug og góðan skilning á kjörum sínum. Hann var bókamaður og las mikið, ljóðelskur og kunni ógrynni af vísum. Jón kvæntist ekki en átti einn son, Ólaf Íshólm, með ungri og gjörvilegri konu vestfiskrar ættar, Ingibjörgu Jónsdóttur, er dvaldi eitt sumar á Silfrastöðum. Þeim var þó ekki ætlað að telja saman dagana utan þetta eina sumar. Sonur hans ólst því upp í fjar- lægu héraði. Þrátt fyrir það varð frændsemi þeirra feðga góð og glaður var Nonni er hann sýndi mér myndir af sonardætrunum, gullfallegum telpum. Áratugum saman bjó Jón við illan sjúk- dóm sykursýki og þurfti að sprauta sig daglega. Aldrei heyrðist þó kvörtunar- orð af hans munni. Æðruleysið brást honum ekki frekar en endranær. Frá 1991 dvaldi hann á sjúkrahúsinu á Króknum. Síðustu árin var hann orð- inn sjónlítill og nær blindur er honum barst hinsta kallið, hartnær hundrað og eins árs. Andlegum kröftum hélt hann að kalla til hinstu stundar. Með Jóni Hallssyni er genginn góður vinur og góður drengur. Hann hverfur nú aftur heim í sveitina kæru þar sem honum er búin hinsta hvíla við hlið móður sinnar í hlýrri mold Blönduhlíð- ar. Blessuð sé minning Jóns Hallsson- ar. Syni hans og öllum þeim sem hann var kær sendi ég samúðarkveðju. Gunnar Oddsson. Hver er tilgangurinn með því að skrifa og birta minningargrein í dag- blaði? Að létta einhverju af sjálfum sér, votta hinum látna virðingu og vænt- umþykju? Þannig fór mér þegar Jón Hallsson kvaddi, ríflega 100 ára gamall. Hvað einkenndi Nonna helst? Einstök ljúfmennska og hógværð. Hann sýndi öllu lífi virðingu, jafnt mönnum og málleysingjum. Var glöggur á menn og skepnur. Hófsmaður til orðs og æðis. Aldrei heyrði ég Nonna hallmæla nokkrum manni og ekki man ég eftir að hafa séð hann reiðast en skaplaus var hann ekki og þegar hann hló setti hann í herðarnar, skellti sér á lær og veltist oft um af kátínu. Nonni hefur verið traustur punktur í lífi mínu allt frá því ég man eftir mér. Hann var barngóður og börn hændust að honum. Minningin um Nonna, Sumarhús og Silfrastaði verður ávallt sveipuð gleði, yl og áhyggjuleysi bernskunnar. Það var Nonni sem gaf mér fyrsta lambið mitt, svarta gimbur. Óafvitandi lærðum við krakkarnir af honum, það þurfti ekki mörg orð. Með honum, við sveitastörfin fyrir norðan og hvernig Nonni bar sig til, eins og honum einum var lagið. Maður var bara með skilningarvitin galopin. Að sjá hann nálgast og umgangast skepnur, sérstaklega hross, var hrein unun. Svo gætinn var hann, næstum auðmjúkur og allt að því ósýnilegur, þegar hann þurfti að nálgast stygga skepnu. Fínleg höndin, sem hann teygir gætilega en ákveðið í átt að styggu hrossi, um leið og hann fikrar sig nær, hægt og hægt. Ég sé þessa hönd enn fyrir mér, heyri lágværan gælutón Nonna um leið og ég heyri, sé og finn blaktandi, votar nasir og þanin augu og eyru skepnunnar. Þetta var at- höfn, ævintýri líkust. Nærstaddir krakkar gættu þess að hreyfa hvorki legg né lið og steinþögðu. Svona gerði enginn eins og Nonni. Margt barnið og unglingurinn í dag hefði gott af því, að fá að vera návist- um við mann eins og Jón Hallsson. Á hestbaki var Nonni í essinu sínu, hann og klárinn urðu eitt, hvort held- ur hann sat ótaminn gæðing eða brúkshest. Þá var minn maður frjáls- legur og flottur. Móðir hans, skáldkonan Ólína Jón- asdóttir, missti bónda sinn eftir ekki fullra tveggja ára hjúskap. Hallur drukknaði í Héraðsvötnunum, þegar hún var 24 ára gömul og Nonni rétt ársamall. Ólína andaðist einnig á Sjúkrahúsi Sauðárkróks, árið 1956. Nú kveð ég Nonna með vísu eftir móður hans: Hæstur Drottinn himnum á, heyr þá bæn og virtu, lofaðu mér að leggja frá landi í sólarbirtu. Hann kvaddi hægt og hljótt, sadd- ur lífdaga og sáttur við Guð og menn. Með brottför hans lýkur einnig hægt og hljótt kafla í lífi okkar Sum- arhúsasystkina. Dýrmætum, ljúfum kafla. Blessuð sé minning Jóns Hallssonar Guðrún Broddadóttir. Norðurá dunar á eyrum, Álftalegg- ur, Kúts Rauður og Steina Rauður, Víðimýrar Rauður, jafnvel Hrollur og Lurkur, Lýsingur og Stjarni. Yngri krakkarnir halda sér í hnakknefið, þau sem ekki ríða berbakt, rauðu klárarnir skeiðfráir og stóru strák- arnir montnir á eigin hestum. Leikn- ir, grár eins og með vott af valbrá í minningunni og Nonni ögn álútur í hnakknum. Grónu bakkarnir þéttir og harðir, en í grjótinu við ána glymja skeifur. Það stirnir á Eyrarnar og rauðgullin bjarmi um Eggjar og Mælifellshnjúk. Í þessu ljósi minnist ég Jóns Halls- sonar, þarna eru hestar og börn, yfir þeim vakir hann, leiðbeinir og temur. Nærfærinn við menn og skepnur, tób- akið lagt í digra línu áður en það er dregið rösklega upp í Alvíð, víðari nös- ina. Og krakkar fengu korn ef um var beðið. Í öðrum félagsskap gat gutlað á fleyg. Nonni var ekki einungis á hest- baki sjálfum sér og öðrum til skemmt- unar, hestar voru nauðsynjagripir, til smalamennsku og ferðalaga, og í heyönnum þar sem þeim var beitt fyr- ir borð og tæki. Líka í fyrirdrátt, þar sem riðið var með annan netsendann fyrir ofan hylinn og síðan aftur yfir að neðanverðu. Fyrir þeim veiðum fór jafnan Jóhann bóndi á Silfrastöðum, frændi hans. Stundum var dregið fyr- ir í Héraðsvötnunum, þar sem Hallur faðir Nonna drukknaði frá honum. Það var fyrir hundrað árum. Þá voru margar ár óbrúaðar á Íslandi. Tíminn er hraðfleygur, og hvert okkar lifir sína Íslandssögu. Íslands- saga Nonna var mestan part í Skaga- firði þar sem Símon Dalaskáld ljóðaði á hann barn. Hann ólst upp með móð- ur sinni í torfbæjum, þegar skagfirsk- ir höfðingjar áttu jarðir í öðrum sveit- um og hann var sendur unglingur austur í Öxnadal að sækja landskuld- ina, fé sem rekið var vestur yfir heiði. Og reiddi uppgefinn hrút á hnakknef- inu niður í Norðurárdal. Hann var hesta- og fjármaður á Silfrastöðum í áratugi, en þegar liðið var á tuttug- ustu öldina og vélarnar ruddust í hey- skapinn, gerðist hann brúarsmiður og strjáluðust þá nokkuð samverustund- ir. En þeim stundum fylgdi alltaf til- hlökkun og æskukennd. Fyrir þær allar er þakkað og fyrir vináttu við Sumarhúsafólk fyrr og síðar. Broddi Broddason. Það var föst venja okkar systkina Sigurgeirs Snæbjörnssonar (sem nú er látinn) að koma við hjá Nonna vini okkar, sem átti síðustu árin heima á öldrunardeild Sjúkrahúss Sauðár- króks. Þar leið honum vel – hann tók þátt í starfi aldraðra og spilaði til dæmis „bossía“ alltaf þegar það var á dagskrá, nema síðast. Vinur hans hringdi til mín og sagði að Nonni hefði ekki mætt og ætti hann eftir að heim- sækja hann og vita hvað væri að. En kallið var komið. Blessaður Nonni var að kveðja. Við systkinin vorum búin að tala lengi um að fara norður þegar Nonni yrði 100 ára. Því miður auðnaðist Geira bróður ekki að vera með þar. Við Geiri vorum svo lánsöm að kynnast Nonna er við vorum börn í sveit á Úlfsstöðum í Blönduhlíð, hjá öðlingshjónunum Ingibjörgu og Jó- hanni sem urðu eins og „sumar-for- eldrar okkar“. Nonni vann eitthvað hjá þeim og varð vinur okkar. Betri vin gátu börn ekki eignast. Nonni tók okkur oft á hestbak. Ég mætti í 100 ára afmælið – og þvílík upplifun! Sonur Jóns var þar að halda föður sínum stórveislu, með eig- inkonu sinni og fimm dætrum þeirra hjóna og ótal barnabörn og barna- barnabörn og vinir voru þar, Það var svo gaman að sjá þessa stóru, fallegu fjölskyldu samankomna. Nonni átti yndislega móður sem öllum á Króknum þótti vænt um, Ólínu Jónasdóttur skáldkonu. Hún varð fyrir þeirri miklu sorg að missa föður Nonna, er hann var smábarn. Hann drukknaði. Ég gleðst yfir því að afkomendur Nonna eru svona margir og glæsilegir. Guð blessi minningu Nonna, Jóns Hallssonar, og verndi og blessi niðja hans. Með samúðarkveðjum, Gígja Snæbjarnardóttir. Jón Hallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.