Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 9. M A Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 124. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið ,venær sem er 95 ára mbl.is «FJALLA- OG NÁTTÚRUSKÓLI Í BÍGERÐ SKÓLI VIÐ RÆTUR VATNAJÖKULS «SPÁÐ Í ÚRSLIT EVRÓVISJÓN GOOGLE SPÁIR TYRKLANDI SIGRI LÍTIÐ minnti á sumarið fyrir norðan og austan í gær. Jörð var hvít þegar fólk fór á fætur, örlítið létti til yfir miðjan daginn en síðan hófst ofankom- an aftur og snjóaði fram eftir kvöldi. Aftakaveður var sums staðar, til dæmis á Holtavörðuheiði þar sem björgunarsveitarmenn aðstoðuðu veg- farendur og var heiðinni lokað um tíma. Skömmu eftir helgi kemur sum- arið úr felum á ný, að minnsta kosti norðaustanlands því þar er spáð allt að 17 stiga hita og sólskini. Akureyringarnir Aron, Björgvin og Reynir skut- ust út í búð um kvöldmatarleytið og viðruðu tíkina Líf í leiðinni. Víða vetrarlegt í sumarbyrjun Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „EF spá Seðlabankans [um gengi krónunnar innsk. blm.] gengur eftir er það auðvitað mjög alvarlegt fyrir sveitarfélögin. Það má segja að hún komi eins og blaut tuska framan í þau, þar sem menn höfðu vonast eft- ir því að krónan styrktist allveru- lega. Það eina sem við getum vonað er að útflutningstekjur verði sem allra mestar og bæti þannig stöð- una,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga. Í Peningamálum Seðlabankans, sem komu út á miðvikudag, kemur fram að gengi krónunnar gagnvart evru muni ekki styrkjast eins mikið og áður hafði verið talið, samkvæmt spá bankans. Er meðal annars talið að evran muni ekki kosta minna en 145 krónur en hún kostar nú 168 krónur. Skuldir sveitarfélaga, og þá einkum dótturfyrirtækja þeirra s.s. orkuveitna og hafnarsjóða, eru að stórum hluta í erlendri mynt og því hefur veiking krónunnar haft veru- leg áhrif á efnahag þeirra. Það sama má segja um fjölmörg fyrirtæki og heimili sem eru með skuldir í er- lendri mynt en tekjur í krónum. Þórarinn G. Pétursson, aðalhag- fræðingur Seðlabanka Íslands, segir viðvörunarorð Seðlabankans varð- andi skuldsetningu í erlendri mynt hafa verið hundsuð. „Það hefur ým- islegt verið sagt um Seðlabanka Ís- lands í umræðu um efnahagsmál en það er ekki hægt að segja að Seðla- bankinn hafi ekki varað við lántök- um í erlendri mynt á meðan tekj- urnar eru í krónum. Það hafa forsvarsmenn bankans gert við ýmis tilefni undanfarin ár,“ sagði Þórar- inn. „Eins og blaut tuska“  Áframhaldandi þungur róður sveitarfé- laga gangi ný gengisspá Seðlabanka eftir                                  Krónan styrkist lítið | 20 FRIÐRIK J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, ræddu í gær við Jóhönnu Sigurð- ardóttur og Steingrím J. Sigfússon. „Við lýstum áhyggjum okkar af hugmyndunum um að aflaheimildir yrðu gerðar upptækar og þær settar á uppboð. Þetta yrði stórskaðlegt fyrir íslenskan sjávarútveg og þar með þjóðarbúskapinn,“ sagði Frið- rik um fundinn. „En við lýstum vilja okkar til að fara í endurskoðun á fiskveiðistjórnarlögunum, sér- staklega varðandi það að útgerðir veiddu sjálfar sína kvóta, væru ekki með svokallað leiguframsal.“ SA skoruðu fyrr í gær á stjórnina að hverfa frá fyrningarhugmynd- unum. „Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til þess að eiga gott sam- starf við nýja ríkisstjórn en þær að- ferðir sem kynntar hafa verið gagn- vart sjávarútvegi og afleiðingar þeirra tefla óhjákvæmilega slíku samstarfi í tvísýnu.“ kjon@mbl.is Áhyggjur af fyrningar- leiðinni Atgangur Golþorskar í netunum. Talsmenn LÍÚ og SA hittu ráðherra að máli Grafarvogssöfnuður skuldar enn um hálf- an milljarð vegna byggingar Graf- arvogskirkju sem vígð var fyrir níu ár- um. Vegna lækkunar sóknargjalda og hækkunar skulda gengur verr hjá skuldugum söfnuðum að láta enda ná saman. Víða er verið að spara og búast má við að draga þurfi saman seglin í safnaðarstarfi sumra kirkna í haust, þegar vetrarstarfið verður skipulagt. | 6 Grafarvogssöfn- uður skuldar hálfan milljarð Auk þess að gefa okkur innsýn í umburðarlyndari heim hefur hug- myndaflug höfunda Star Trek veitt mannkyninu innblástur að alls kyns tækninýjungum. LESBÓK Draumur um betri heim í Star Trek Ef við heimfærum Grettis sögu upp á nútímann getum við vel séð ýmsar hliðstæður í örlögum Grettis og ýmissa nútímamanna sem vilja ber- ast mikið á. Víðfræg glíma Grettis við Glám Söngkonan sem gerði grín að öllu havaríinu og gerði myndskeið um litla svarta kjólinn sem varð valdur að brottrekstri hennar frá Kon- unglegu óperunni. Syngur ekki leiðindaskjóður Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal 8.-10. maí 2009 Frábært tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að skipuleggja sumarið! Kynntu þér fjölbreytta dagskrá www.ferdalogogfristundir.is Framkvæmd: Samstarfsaðilar:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.