Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, afi og langafi,
BENEDIKT BJARNI KRISTJÁNSSON,
Þykkvabæ 5,
andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 7. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bergþóra Gunnbjört Kristinsdóttir,
Svava Benediktsdóttir, Guðmundur Birgir Salómonsson,
Ágúst Benediktsson, Sigríður Margrét Sigurðardóttir,
Gréta Benediktsdóttir, Kristján Knútsson,
Ásta Benediktsdóttir, Sigmar Arnar Steingrímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐNÝ G. ÓLAFSDÓTTIR,
Lóa,
Hæðargarði 35,
lést fimmtudaginn 7. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hilmar Jónsson, Jóhanna Gunnlaugsdóttir,
Reynir Jónsson, Kristín Sigurðardóttir,
Stefán Úlfarsson, Bjarklind Guðlaugsdóttir,
Guðný Hrönn Úlfarsdóttir, Heimir Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Margs er að minnast þegar við
hugsum til Stjána, Hann var mikill
grínisti og kom það fram í margs kon-
ar samskiptum við fólk. Hann giftist
aldrei og reyndi að telja okkur hinum
trú um að hann hefði aldrei verið við
kvenmann kenndur. Eitt sinn bað
hann sér reyndar konu og spurði
hvort hún vildi verða sín eilífðar upp-
þvottavél, hann fékk svar við hæfi.
Hann tók virkan þátt í uppeldi systk-
inabarna sinna og voru þessi inngrip
ekki alltaf vel þegin. Eitt barnið lærði
að það væri óþarfi að þvo sér um
hendur nema á sunnudögum, öðru
taldi hann trú um að þau tvö væru svo
fær á skautum að það jafnaðist á við
listdans líkt og í sjónvarpi. Barnið
komst að öðru þegar það ætlaði að
sýna snilli sína í fyrsta sinn á skaut-
um, ætlaði bara ekki að trúa því að
það væri ekki eins mikill snillingur og
Stjáni hafði sagt.
Sumarið 1994 fór hann sem oftar
ríðandi á hestamannamót í Dölunum
en á heimleið frá því móti hnaut hest-
urinn með hann svo að báðir ultu um
koll. Þetta virtist ekki alvarleg bylta
en hún hafði engu að síður alvarlegar
afleiðingar því Stjáni varð lamaður
upp frá þessu. Segja má að líf Stjána
hafi skipst í tvo kafla, fyrir og eftir
slys. Samt sannaðist á honum að slík
áföll þurfa ekki að vera endalok, þau
geta verið upphaf nýrra tíma. Stjáni
gerði gott úr þessum aðstæðum með
hjálp ýmissa sjúkrastofnana og ein-
staklinga sem komu að hjúkrun hans
og endurhæfingu. Það var honum
mikil gæfa að geta ekið bíl og fékk
hann sér húsbíl sem hann skrapp á í
Dalina þegar honum þótti eitthvað
áhugavert um að vera. Lengi var það
höfuðverkur Stjána að nefna þennan
húsbíl, eins og svo margir húsbíla-
eigendur gera, en vegna notagildis
bifreiðarinnar í réttum þar sem vant-
aði réttarskúr til að veita svöngum
hressingu kom nafnið af sjálfu sér og
fékk bíllinn nafnið Skúrinn. Yngri
frændsystkini hans minnast
skemmtilegra ferða með honum á
Ljárskógarfjall þegar leitir stóðu yfir.
Fyrst eftir að hann slasaðist lá
hann á Borgarspítalanum og Grens-
ásdeild þar sem hann naut frábærrar
aðstoðar við endurhæfingu. Hann
kunni vel að meta umönnun þess fólks
sem annaðist hann bæði á þessum
stöðum sem og á Reykjalundi og
Sjúkrahúsi Akraness.
Heilsu Stjána tók að hraka nokkuð
fyrir um tveimur árum og var hann
alveg hættur að komast á hestbak
eins og hann hafði gert með aðstoð
góðra vina. Frá því í fyrrasumar var
hann mikið á sjúkrahúsum en alltaf
var stutt í grínið þrátt fyrir alvarleg-
an heilsubrest. Hjúkrunarfólk á
Sjúkrahúsi Akraness hafði á orði að
það væri synd að hafa ekki skrifað
niður þau gullkorn sem frá honum
komu, jafnvel á erfiðum stundum.
Sögðust þau stundum hafa legið í
krampa af hlátri þegar aðstæður voru
alls ekki skemmtilegar.
Við þökkum öllum þeim sem komu
að því að gera líf Stjána jafn ánægju-
legt og það varð þrátt fyrir mikla fötl-
un. Þetta fólk starfaði á þeim stofn-
unum sem áður er getið um en ekki
Kristján
Eyþórsson
✝ Kristján Eyþórs-son fæddist í
Borgarnesi 28. sept.
1947. Hann lést á
Sjúkrahúsinu á Akra-
nesi, 29. apríl 2009.
Hann var sonur
hjónanna Vigdísar
Auðunsdóttur, f. 28.
júní 1922 og Eyþórs
Jóns Kristjánssonar,
f. 20. júlí 1918, d. 14.
mars 1997. Hann var
næstelstur sex systk-
ina en þau eru Auðun,
f. 1. ágúst 1946, d. 1.
desember 2003, María Ragnhildur,
f. 26. nóv. 1948, Guðmundur, f. 6.
ágúst 1952, Ingibjörg, f. 10. mars
1954 og Þorsteinn, f. 10. mars 1954.
Útför Kristjáns fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 9. maí, og
hefst athöfnin kl. 14.
síður er átt við það fólk
sem aðstoðaði hann
hér heima í daglegu lífi
utan sjúkrastofnana.
Kæri bróðir, við
þökkum þér samfylgd-
ina í gegnum árin.
Hvíldu í friði.
Systkinin,
María, Guð-
mundur, Ingibjörg
og Þorsteinn.
Við viljum minnast
Stjána föðurbróður
okkar og frænda.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V.Briem.)
Elsku amma, föðursystkini, frænd-
ur og frænkur, við sendum ykkur
samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, elsku frændi.
Vigfús Baldvin, Birkir Rafn,
Anna Rósa, Ólafur Vignir,
Baldvin Dagur og Birna.
Til: Þín.
Frá: Okkur.
Elsku Stjáni.
Flest okkar samskipti hafa ein-
kennst af húmor og stríðni. Oft var
fast skotið á báða bóga og við vorum
ekki gamlar þegar við komumst að
því að flest mátti segja við Stjána
bjána sem við venjulega hefðum ekki
þorað að láta út úr okkur við fullorðið
fólk. Þú áttir auðvelt með að ná til
okkar krakkanna og gafst þér tíma til
að spjalla við okkur, þú stríddir okk-
ur, við reyndum að stríða þér og allir
hlógu. Við erum þakklátar fyrir að
börnin okkar hafa líka fengið að kynn-
ast þessum Stjána bjána. Súkku-
laðikúlurnar í skálinni þinni voru líka
alltaf fastur punktur.
Það voru þung skrefin þegar við
fórum til að heimsækja þig fyrir
stuttu og vissum að þetta væri líklega
síðasta heimsóknin til þín. Hlátur og
grín var okkur ekki efst í huga þegar
við löbbuðum inn í herbergið þar sem
þú lást svo mikið veikur. En um leið
og þú opnaðir munninn til að heilsa
vorum við minntar á að þessi veiki
maður var elsku Stjáni, okkar uppá-
haldsbjáni sem auðvitað gerði bara
góðlátlegt grín að öllu saman. Þannig
tókst þú á við dauðann rétt eins og þú
hafðir alltaf tekist á við lífið.
Nú hefur þú kvatt okkur úr þessum
heimi, okkur þykir vænt um að vita að
þú fylgist með okkur. Þú ert allt of
forvitinn til að sleppa því.
Það er ýmislegt sem minnir alltaf á
Stjána frænda og mun halda áfram að
gera það: Ríó Tríó, Prince Polo, Popp-
lag í G-dúr, fullur poki af kók í gleri,
Fatlafól og Kaffibrúsakarlarnir. Og í
hjartanu höfum við allar góðu og
skemmtilegu minningarnar. Fyrir
allt þetta viljum við þakka.
Elsku frændi, hvíl þú í friði.
Ingibjörg, Vigdís
og Heiðrún Harpa.
Okkur langar að minnast frænda
okkar hans Stjána með því að setja
niður nokkur orð á blað. Það er svo
óraunverulegt að hann sé farinn,
hann hefur alltaf verið til staðar fyrir
okkur, tilbúinn til að aðstoða okkur
eins og honum var unnt. Margar af
okkar æskuminningum tengjast
Stjána. Þegar við vorum litlar, eða
minni eins og Stjáni myndi segja,
fíflaðist hann í okkur meðal annars
með því að segja okkur sögur og oftar
en ekki sögur af okkur sjálfum sem
við trúðum auðvitað svona fyrstu árin
allavega. Þegar við stækkuðum eða
eltumst fylgdist hann grannt með
kærastamálum og vildi ólmur veita
ráðleggingar, enda vissi hann ýmis-
legt um mismun kynjanna, eins og t.d.
hvað konur tala mikið, við komumst
þó ekki alltaf að til að segja honum
okkar skoðun á því máli. Þótt við með
árunum eltumst þá stækkuðum við
ekki mikið en Stjáni sagði okkur að
hafa nú ekki áhyggjur af því, það væri
nóg að ná niður. Hann kallaði sig allt-
af „Stjáni bjáni“, jólapakkarnir frá
honum voru alltaf bara merktir „frá
mér!“ og vissu þá allir hvaðan þeir
komu. Það var alltaf grín og glens í
kringum Stjána og hann kom okkur
ósjaldan til að brosa.
Slysið 1994 var okkur mikið sjokk,
það var erfitt að sjá Stjána svona mikið
slasaðan og við getum bara reynt að
ímynda okkur hvað hann hefur gengið
í gegnum, en grínið og glensið hvarf
aldrei, eins og hann sagði „Lífið er ekki
bara dans á rósum, heldur sprikl í
kartöflugörðum“. Þegar við svo eign-
uðumst okkar börn komum við með
þau í heimsókn til hans til að þau gætu
fengið að njóta svipaðra stunda með
honum og við höfðum. Seinni árin þá
átti hann alltaf Nóa kúlur í skál sem
hann bauð börnunum og þær þekkjast
bara sem Stjánakúlur á okkar heim-
ilum. Við erum óskaplega þakklátar
fyrir að hafa átt Stjána að, þökk sé
honum erum við mörgum góðum
minningum og broshrukkum ríkari.
Minningin um Stjána verður ávallt
með okkur, megi guð geyma hann.
Takk fyrir samfylgdina
Fanney, Brynja og Ingibjörg.
Elsku Stjáni.Við söknum þín mikið,
það koma svo margar minningar upp
þegar maður hugsar um þig, elsku
frændi. Þegar maður kom til ykkar
ömmu og afa vonaði maður alltaf að
þú værir heima. Það var alltaf svo
mikið fjör í kringum þig. Þú varst allt-
af að stríða okkur á strákunum og
fleira. Við systkinabörnin eldri mun-
um öll eftir því og munum alltaf gera
það í framtíðinni.
Þegar þú komst í sveitina varstu
oft að gera við vélarnar og komst
alltaf með alla viðgerðarhluti inn á
eldhúsborð við mismunandi góðar
undirtektir. Oft fórum við með þér í
Trukkinn, en hann var góður bíll.
Það var svo fyndið þegar þú komst
með ömmu í honum og lagðir upp við
sandhauginn til að hún kæmist út úr
honum. Við fórum á Trukknum einu
sinni upp á fjall og þegar við vorum
að fara upp eina brekkuna þá datt
hjólið af bílnum og við vissum ekkert
hvað við áttum að gera, en hann
Stjáni bjáni gat á endanum reddað
því og við komumst heim að lokum.
Eftir að ég átti hann Sigurvin varst
þú fljótur að kenna honum að slá
höndunum í borðið og segja „við vilj-
um mat“. Hann man það og segir að
þú sért besti frændinn hans en hann
spyr hver eigi að kenna Gróu systur
sinni þetta fyrst þú ert dáinn. Þú
vildir að við öll kölluðum þig Stjána
bjána. En það er sem sagt mikill
söknuður og missir að missa þig,
kæri frændi. Hvíl þú í friði, elsku
Stjáni bjáni minn.
Fanney Þóra Gísladóttir.
Kæri frændi.
Margs er að minnast frá æskudög-
um Stjáni minn. Ég var ekki hár í loft-
inu þegar þú fórst að venja komur
þínar í sveitina. Ófáar ferðirnar
komstu til að járna og þjálfa hestana
fyrir leitirnar, að ekki sé talað um
heyskap með tilheyrandi baggatínslu.
Alltaf var mikið fjör í kringum þig og
þú gast heldur betur skemmt okkur
systkinunum. Það eru því góðar
minningar sem þú skilur eftir í huga
mér. En ofar í huga mér er sú hvatn-
ing sem þú veittir mér á árum áður
varðandi hestamennsku. Þú lést mig
fá krefjandi verkefni miðað við aldur;
járningar, tamningar og erfiðir hest-
ar voru á námsskránni og fyrir það
verð ég þér ævinlega þakklátur.
Enginn veit sína ævi fyrr en öll er,
og á svipstundu breyttist líf þitt fyrir
rúmum áratug. Þú varst alltaf ákveð-
inn í að vinna þig upp úr veikindunum
og verða eins sjálfstæður og hægt
væri. Og þér tókst það. Áfram héldu
ferðir þínar í Dalina en með töluvert
öðru sniði. Bíllinn þinn góði veitti
mörgum skjól og gleði og á yngri kyn-
slóðin eflaust margar góðar og
skemmtilegar minningar með þér á
síðastliðnum árum. Síðasta ár er búið
að vera þér erfitt og nú er sú barátta
að baki. Ég vil þakka þér allar góðu
stundirnar sem þú gafst mér og fjöl-
skyldu minni.
Kæri Stjáni. Megir þú eiga góða
daga frjáls og óstuddur með Auðuni,
Eyþóri afa og löngu ömmu.
Eyþór Jón Gíslason.
hafa þig ekki til að stjana við sig og
líka fyrir okkur Birnu Júlíönu og
Auði Þorgerði að hafa þig ekki við
fermingarnar okkar á næsta ári. En
við vitum að þú munt verða við hlið
afa þó að við munum ekki sjá þig.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Elsku hjartans amma, við þökk-
um þér fyrir allt það sem þú hefur
verið okkur. Við munum aldrei
gleyma þér.
Við skulum vera dugleg að passa
afa og Rósý fyrir þig.
Þín barnabörn
Ragnar Ágúst, Íris
Dögg, Fannar Emil,
Ólafur Ármann, Aníta
Diljá, Birna Júlíana,
Auður Þorgerður og Jó-
hann Þór.
Hún Dedda er dáin.
Mér brá þegar Ella vinkona mín
hringdi til mín og sagði mér frá láti
Auðar Þorgerðar Jónsdóttur sem
lést eftir stutta legu á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ísafirði. Dedda, eins
og hún var alltaf kölluð, var órjúf-
anlegur hluti af Hnífsdal, minni
gömlu heimabyggð. Hún bjó þar alla
tíð. Ég hitti hana hjá Ellu eða sá
hana úti að ganga í hvert sinn sem
ég kom vestur. Ég lék mér oft við
Deddu í bernsku. Hún ólst upp hjá
einstæðri móður og þær höfðu úr
litlu að spila en voru samt alltaf að
gefa. Þær sendu pakka út um allt og
litla móðurlausa stelpan á Stekkj-
unum fékk líka sinn skerf. Ég fékk
afmælis- og jólagjafir frá Deddu
fram eftir öllu og fyrir þær skal
þakka. Dedda var kannski svolítið
seinþroska sem barn en svo þrosk-
aðist hún og eignaðist fjölskyldu,
mannvænleg börn og barnabörn
sem syrgja í dag. Dedda var alla tíð
ljúf og einlæg. Ég votta ástvinum
hennar mína dýpstu samúð.
Jóna K. Sigurðardóttir
(Jóna Sigga Ella).
Við vorum ekki háar í loftinu þeg-
ar við og Gunna urðum vinkonur,
enda Hnífsdalur ekki stór staður og
allir þekktu alla. Dedda hefur í okk-
ar augum alltaf verið hluti af Hnífs-
dal. Við vorum heimagangar á
Stekkjargötunni, alltaf velkomnar
og alltaf tekið á móti okkur með
brosi.
Brosið hennar Deddu er það sem
situr sterkast í minningunni núna
þegar hún er farin. Við munum eig-
inlega ekki eftir Deddu öðruvísi en
brosandi.
Hún hafði sérgáfu, það var að
muna afmælisdaga, hún mundi af-
mælisdaga allra. Þegar við fórum að
eignast börn og jafnvel fluttar í burt
mundi hún eftir afmælisdögum
barnanna okkar.
Hjartahlýja hennar og brosið
mun ávallt fylgja minningunni um
Deddu.
Eitt bros – getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti,
sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
(Einar Benediktsson, úr Einræðum
Starkaðar.)
Kæri Raggi, elsku Gunna, Nonni,
Siggi og Júlli og fjölskyldur, hugur
okkar og bænir eru hjá ykkur í dag.
Góð kona hefur kvatt og hennar
verður sárt saknað. Guð blessi
minningu Deddu.
Hrefna Höskuldsdóttir og
Margrét Katrín Hreiðarsdóttir.
Gísli Guðmund-
ur Ísleifsson
✝ Gísli GuðmundurÍsleifsson hæsta-
réttarlögmaður
fæddist í Reykjavík
18. maí 1926. Hann
lést á Kumbaravogi
13. mars 2009 og fór
útför hans fram í
kyrrþey.
Meira: mbl.is/minningar