Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009
✝ Guðmundur Jóns-son frá Stóru-
Ávík í Árneshreppi
fæddist 16. október
1945. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akraness
25. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jón Guðmundsson,
bóndi í Stóru-Ávík, f.
13.9. 1910, d. 25.1.
1974, og Unnur Að-
alheiður Jónsdóttir,
f. 1.8. 1917, d. 8.9.
1991. Systkini Guð-
mundar eru: Anna, f.
16.10. 1938, maki Karl Hallberts-
son, Margrét, f. 15.11. 1939, maki
Gunnsteinn Gíslason, Fanney
Ágústa, f. 15.2. 1941, maki Jón
Jónsson, Sólveig Stefanía, f. 12.6.
1942, maki Guðmundur Gísli
Jónsson, Hrafnhildur, f. 6.9. 1944,
maki Elías Magnússon, Jón, f.
31.7. 1948, maki Guðbjörg El-
ísdóttir, Kristín Guðrún, f. 27.6.
1950, maki Halldór Jónsson,
Hörður, f. 8.3. 1953, maki Guðný
Geirsdóttir, Benedikt Guðfinnur,
f. 8.9. 1954, d. 9.11. 1974, og Ól-
ína Elísabet, f. 27.9. 1955.
Kona Guðmundar var Hulda
Kjörenberg, þau skildu. Börn
þeirra eru: 1) Jóna Sigurveig, f.
23.8. 1973, d. 16.11. 2004, börn
hennar eru Guðmundur Þórir, f.
2.9. 1993, Hafdís Rán, f. 28.6.
1995, og Daníel
Ísak, f. 7.3. 2003. 2)
Benedikt Jón, f.
27.2. 1975, maki
Laufey Þorvalds-
dóttir, börn þeirra
eru Þorvaldur Axel,
f. 20.5. 2005, og
Hulda Marín, f. 12.9.
2006. 3) Ingibjörg
Berglind, f. 9.12.
1976, maki Kjartan
Benediktsson, börn
hennar frá fyrri
samböndum eru
Brynja Dögg, f. 19.5.
1996, og Unnur Jóna, f. 1.2. 2000.
Börn þeirra saman eru María
Mekkín, f. 16.8. 2008, og Harpa
Líf, f. 16.8. 2008.
Guðmundur fæddist og ólst upp
í Stóru-Ávík. Hann stundaði sjó-
mennsku og almenna vinnu uns
hann hóf búskap í Stóru-Ávík
1973. Þau hjón brugðu búi 1986
og fluttu þá suður á Akranes.
Með búskapnum stundaði Guð-
mundur sjóinn á trillu sem hann
átti. Öll sumur síðan var hann í
Stóru-Ávík og sótti sjóinn og
vann rekavið sem til féll.
Minningarathöfn um Guðmund
var í Akraneskirkju 5. maí síðast-
liðinn.
Guðmundur verður jarðsunginn
frá Árneskirkju á Ströndum í
dag, 9. maí, kl. 14.
Fallinn er frá Guðmundur Jóns-
son frá Stóru-Ávík í Árneshreppi.
Það voru þung tíðindi sem bárust
að morgni kosningadagsins 25. apr-
íl sl., að Guðmundur hefði veikst
skyndilega kvöldið áður og dáið þá
um nóttina, hjartað hafði gefið sig.
Við Guðmundur höfðum þekkst
frá barnæsku og vorum frændur og
vinir. Við misstum aldrei sam-
bandið hvor við annan og töluðum
saman í síma fram á síðasta dag.
Við ræddum landsins gagn og
nauðsynjar og reyndum að komast
að samkomulegi um lausn ýmissa
mála. Guðmundur var fastur á sínu
og hafði skoðun á flestum málum,
ekki vorum við alltaf sammála um
landsmálin.
Guðmundur stundaði handfæra-
veiðar frá Norðurfirði í mörg ár á
Fiskavíkinni sinni og ég á mínum
bát. Það var einstakt mannlífið á
hlaðinu á Norðurfirði þegar veiðar
voru stundaðar þaðan á nokkrum
smábátum. Þar var skrafað og
hlegið og sagðar sögur, það var
spáð í veðrið og miðin og hvar fiski-
torfurnar væri helst að finna. Guð-
mundur var „fiskinn“, hann kom
iðulega að landi með fullfermi og
hafði aflað betur en hinir. Það var
völlur á honum þegar hann kom að
landi með góðan afla, hann hló sín-
um sérstaka hlátri og gerði að
gamni sínu, maður hreifst af glað-
værðinni.
Nú er þessi tími trillukarla lið-
inn, það heyrast ekki lengur hávær
köll og tröllahlátur á bryggjunni á
Norðurfirði á Ströndum.
Guðmundur hafði fengið í vöggu-
gjöf tónlistargáfu, hann spilaði á
harmonikku og gítar og söng með
ýmis kvæði, sum frumort af honum
sjálfum eða Herði bróður hans. Það
eru góðar minningar frá þeim tíma
og gaman var í afmælinu mínu í
júnímánuði 2001 þegar Guðmundur
kom með gítarinn og stóð sig eins
og hetja við söng og hljóðfæraslátt
á Eyri fram undir morgun.
Börn Guðmundar, sem hann
eignaðist með Huldu konu sinni,
voru þrjú, en elsta dóttirin, Jóna
Sigurveig, er látin fyrir fáum árum.
Það var Guðmundi erfiður tími.
Börnin hans voru honum mikils
virði, alltaf vildi hann veg þeirra
sem mestan og bestan. Hann
gladdist með þeim á gleðistundum
og vonaði að allt færi vel á erfiðum
stundum. Hann elskaði barnabörn-
in sín og var montinn af þeim og
reyndi að fylgjast með þeim eins og
hann gat.
Vínguðinn Bakkus kom nokkuð
við sögu í lífi Guðmundar, hann
háði oft glímu við þann harða hús-
bónda, honum tókst stundum að
halda sig frá þeim vágesti, en svo
vildi oft sækja í sama farið.
Guðmundur tók við búi í Stóru-
Ávík eftir föður sinn, hann bjó þar
búi sínu með Huldu konu sinni og
móður sinni. Þar eignuðust þau
börnin þrjú; Jónu, Bena og Ingu.
Eftir nokkur búskaparár í Stóru-
Ávík fluttist fjölskyldan á Akranes,
þar stundaði Guðmundur sjó-
mennsku, en alltaf voru þau í
Stóru-Ávík á sumrin. Eftir að þau
Hulda skildu hélt Guðmundur
áfram að vera á Ströndunum á
sumrin og stundum allt árið, en átti
jafnframt heimili á Akranesi.
Ég vil færa ástvinum Guðmund-
ar innilegar samúðarkveðjur frá
okkur hjónunum og ég kveð vin
minn með söknuði. Við eigum von-
andi eftir að hittast hinum megin
og skreppa saman að renna færi í
sjó.
Ólafur Ingólfsson.
Ég man ennþá þétt handtakið,
hressilegt viðmótið og skellihlátur-
inn þegar við hittumst fyrst fyrir
um þremur áratugum. Guðmundur
Jónsson í Stóru-Ávík var enda
ógleymanlegur maður öllum sem
honum kynntust. Hreinskiptinn og
góður vinur sinna vina, söngvinn og
kunni að segja sögur af einstakri
list, eins og þeir svo margir norður
í Árneshreppi. Það var því ekki að
furða þótt margir ættu til vinskap-
ar að telja við svo mikinn dánu-
mann.
Kynni okkar voru ekki orðin
mikil þegar hann kom til að sækja
sér vinnu vestur í Bolungarvík fyr-
ir margt löngu, í félagi við sveit-
unga sinn Arinbjörn Bernharðsson
frá Norðurfirði. Þar urðu kynni
okkar hins vegar meiri og þegar
pólitísk afskipti mín byrjuðu og ég
hóf að heimsækja Árneshreppinn
var fastur viðkomustaður minn
heimilið í Stóru-Ávík. Þar eins og
annars staðar norður þar var mér
vel tekið; ekkert óþarfa tilstand
eða rell, heldur þessar hlýju mót-
tökur góðs og gestrisins fólks, sem
maður mætir einlægt í sveitum
landsins.
Hin síðari árin hittumst við
stundum oní bátnum hans í Norð-
urfirði, eða við önnur störf sem til
höfðu fallið fyrir norðan. Nú síðast
síðsumars ræddum við vinirnir
saman með því að kallast á; ég stóð
á jafnsléttunni og hann uppi á þaki
gamla sláturhússins þar sem hann
var við viðgerðir.
Þótt Guðmundur flytti búferlum
um hríð suður á Akranes voru ræt-
urnar alltaf fyrir norðan. Fljótlega
var það þess vegna háttur hans,
eins og svo margra annarra sem
flutt hafa af Ströndum, að hafa ein-
göngu vetrarsetu utan heimahag-
anna. Þangað leitaði hann með vor-
fuglunum og kom svo suður á
Skipaskaga til þess að iðja yfir
vetrartímann. Þetta hentaði honum
ágætlega. Fyrir norðan beið ætt-
aróðalið Stóra-Ávík og báturinn; en
síðast en ekki síst frændfólkið og
vinirnir í fallegri og einstæðri sveit.
Guðmundur stríddi við margt
mótlætið í lífi sínu. Sárastur var
missirinn þegar Jóna Sigurveig,
elsta dóttirin, féll frá. Þá fann ég að
sorgin í hjarta vinar míns var sem
opin und sem illa greri. Styrkurinn
fólst hins vegar í góðu atlæti fjöl-
skyldu hans og barna, sem hann
mat mest alls.
Við Guðmundur hittumst síðast á
Akranesi fáeinum dögum fyrir and-
lát hans. Ég hafði boðað til fundar
og grillveislu í kosningabaráttunni
og þangað var Guðmundur mættur,
til að veita styrk sínum gamla fé-
laga, í krappri vörn. Þetta var al-
veg eins og forðum. Þétt handtak,
hlýtt faðmlag og hressilegt viðmót.
Mér þótti vænt um að sjá hann
mættan þarna í miðri orrahríðinni;
sjálfstæðismanninn úr Árnes-
hreppnum sem málaði húsið sitt
fagurblátt, á iðjagrænum völlum
heimatúnsins í Ávík. Kominn á
vettvang til að leggja gömlum fé-
laga lið í harðri baráttu.
Blessuð sé minning Guðmundar í
Stóru-Ávík. Börnum hans og að-
standendum öllum votta ég mína
dýpstu samúð.
Einar Kristinn
Guðfinnsson.
Í minningu Guðmundar í Stóru-
Ávík.
Nú er Ávík komin í eyði,
brimsorfnar klappirnar þagnaðar,
stráin fallin til jarðar
og steindepill ekki lengur á steini,
dragsúgurinn næðir um stofurnar
þarsem djúp rödd spratt uppúr sóf-
anum,
og íhugul blíð augun hennar Unnar
vöktu yfir hverju fótmáli.
Heyskapurinn, og mannskapurinn
sannfærður, svona á lífið að vera,
augnablikið stóð kyrrt,
sett aftur í gang
með Ávíkurhlátrinum.
Pípureykurinn í eldhúsinu
er gufaður upp,
barnið í rólunni,
stígur ekki lengur dans
yfir borðinu einsog andi
sem kveikti samræðurnar,
niðursuðudósin með blönduðu
ávöxtunum sem var opnuð á haustin
áðuren rútan fór suður,
komin útá haug,
allt þetta ljóshærða fólk
með brúnu augun,
og bláu augun,
lék á harmóníkku,
enginn hræddur við tregann
í brjóstinu.
Vegurinn orðinn mosavaxinn,
staurarnir hallast, hnípin mús á
hlaðinu,
húsið sem geymdi hlýjuna
í brjóstinu og sögurnar
að grotna niður,
galdrabálið slokknað,
Grænlandssteinninn bifast ekki,
álfkonan að tygja sig til brottfarar,
ekkert er lengur einsog það var
nema minningin,
þegar skyndilega ber í bát
út við sjóndeildarhringinn,
trillan hans Guðmundar,
á grásleppuveiðum í himnaríki,
hlær einsog brimaldan,
grætur einsog barn
og þræðir rauðmagana
einsog perlur upp á band.
Elísabet Kristín Jökulsdóttir.
Guðmundur
Jónsson
✝
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og vinur,
JÓN HALLSSON,
Silfrastöðum í Skagafirði,
sem lést mánudaginn 27. apríl, verður jarðsunginn
frá Miklabæjarkirkju laugardaginn 9. maí kl. 14.00.
Ólafur Íshólm Jónsson, Erla Gunnlaugsdóttir,
Auður Inga Ólafsdóttir, Guðlaugur Stefánsson,
Ásdís Íshólm Ólafsdóttir, Ólafur Gunnar Pétursson,
Dagný Björk Ólafsdóttir, Gunnar Bragi Þorsteinsson,
Elfa Íshólm Ólafsdóttir, Halldór Halldórsson,
Harpa Íshólm Ólafsdóttir, Gissur Kolbeinsson
og barnabarnabörn,
Jóhannes Jóhannsson, Þóra Jóhannesdóttir,
Helga og Hrefna Jóhannesdætur
og fjölskyldur, Silfrastöðum.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður,
dóttur og ömmu,
ÖNNU DÓRU HARÐARDÓTTUR,
Austurbergi 6.
Guð blessi ykkur öll.
Hjörleifur Einarsson,
Marta Ríkey Hjörleifsdóttir, Bragi Jónsson,
Sigurveig Hjörleifsdóttir,
Marta Jónsdóttir
og barnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐFINNU P. HINRIKSDÓTTUR
frá Flateyri,
Litlu Grund,
Reykjavík.
Ennfremur færum við stjórnendum og starfsfólki
dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar sérstakar þakkir fyrir einstaka
umhyggju og alúð sem henni var sýnd.
Guðrún Greipsdóttir, Sigurður Lárusson,
Hinrik Greipsson, Ásta Edda Jónsdóttir,
Eiríkur Finnur Greipsson, Guðlaug Auðunsdóttir,
Guðbjartur Kristján Greipsson, Svanhildur Bára Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUNNSTEINN LÁRUSSON
skósmíðameistari,
Látraströnd 20,
Seltjarnarnesi,
lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 7. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðbjörg Ólafsdóttir,
Lárus Gunnsteinsson, Dagmar Rósa Guðjónsdóttir,
Ólafur Grétar Gunnsteinsson,
Kjartan Gunnsteinsson, Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN JÓHANN HARALDSSON,
Barrholti 11,
Mosfellsbæ,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn
11. maí kl. 15.00.
Edda Dagbjartsdóttir,
Hrannar Jónsson, Kristín Þórðardóttir,
Helga Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson,
Jón Þór Hrannarsson,
Kolbrún Sif Hrannarsdóttir,
Jón Otti Sigurjónsson,
Axel Óli Sigurjónsson.