Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 27
Daglegt líf 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009 m bl 11 10 02 6 www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Gönguferðir fyrir barnafólk með barnavagna og kerrur, alla daga vikunnar 11. – 15. maÍ. Léttar, skemmtilegar gönguferðir, góð hreyfing og góður félagsskapur. Allar gönguferðir hefjast klukkan 16.00 Fyrsta gönguferðin er frá Perlunni og er gengið um Öskjuhlíð. Dagskrá barnavagnavikunnar má sjá á heimasíðu FÍ www.fi.is Fararstjórar: Auður Kjartansdóttir og Páll Guðmundsson Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir. Ferðafélag Íslands skráðu þig inn – drífðu þig út www.fi.is Barnavagnavika FÍ 11.–15. maí Hvað myndirðu gera fyrir vinkonuna sem sveik þig? „Ég hló og grét frá fyrstu blaðsíðu.“ ADELE PARKS FRUMÚTGÁFA í kilju Kamryn Matika er í góðu starfi, einhleyp og barnlaus. Hún vinnur frá morgni til kvölds og djammar þess á milli. En svo fær hún afmæliskort sem breytir öllu. Skáldverk vasabrot 5. maí 2009 drengsins. Ég sá um heljarmikla veislu í síldarvertíðarlok og þar mætti drengurinn. Þá varð ekki aft- ur snúið. Ég var 25 ára og hann 23 ára.“ Heldurðu að konan þín hafi vitað meðan þið voruð í hjónabandi að þú hefðir hneigðir til karla? „Konur vita svonalagað. Margar konur hafa verið í hjónabandi með hommum sem þora ekki að koma út úr skápnum. Þær hafa vitað það all- an tímann, jafnvel konur sem hafa verið giftar í sextíu ár. Ég fór út úr hjónabandi mínu með sektarkennd. Manneskja sem skilur vegna þess að hún verður ástfangin af annarri manneskju á ekki að þurfa að hafa sektarkennd út af nýju ástinni sinni. Ég þjáðist hins vegar lengi af sektarkennd.“ Hvernig brást fólk við þessu nýja sambandi þínu? „Viðbrögðin voru mjög misjöfn. Eftir vinnuna á Djúpavogi fór ég að vinna hjá manni sem rak litla heild- sölu. Við vorum bara tveir á vinnu- staðnum og sátum andspænis hvor öðrum við skrifborð. Einn daginn gekk tiltekinn leikari framhjá glugganum. Sá var þá sterklega grunaður um að vera hommi, sem hann var reyndar alls ekki. Hann var áberandi klæddur, í bleikri skyrtu. Þessi ágæti maður, vinnu- veitandi minn, sagði: „Sjáðu þetta helvíti. Djöfuls ógeð er þetta. Svo labbar þetta kinnroðalaust um bæ- inn. Ekki vissi ég hvað ég gerði ef ég þyrfti að mæta svona manni!“ Ég sagði: „Það situr nú einn svona á móti þér.“ Eftir þau orð mín þurfti hann að fara heim til að geta unnið og kom ekki aftur í tvo daga. Hann tók mig aldrei fyllilega í sátt eftir þetta, fannst óþægilegt að vinna með svona manngerð. Það skipti mig máli að samkyn- hneigð mín var aldrei vandamál í augum sonar míns. Hann var átta eða níu ára þegar hann var spurður í skólanum hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Hann sagðist harðákveðinn í því að verða bæði kokkur og hommi eins og pabbi sinn. Hann stóð við hvorugt.“ Eru fordómar gegn samkyn- hneigðum ekki á miklu undanhaldi? „Þegar ég kom út úr skápnum hélt ég að ég þyrfti bara að glíma við fordóma illa upplýsts fólks en svo komst ég að því að ég og aðrir samkynhneigðir erum fordæmdir af kirkjunni okkar. Þessi uppgötvun er mikið áfall fyrir marga, sér- staklega þá sem hafa ræktað með sér trú. Ég varð ekki ósáttur við trúna og ekki við frelsarann en ég varð mjög ósáttur við kirkjuna og sagði mig úr þjóðkirkjunni með þjósti. Það er skrýtið að í hvert sinn sem hommi syngur í sjónvarpinu, þá elska hann allir. En þegar hommar vilja gifta sig í kirkju þá mega þeir það ekki.“ Þið Guðmundur eruð giftir. Hefð- irðu átt kost á því hefðirðu þá viljað gifta þig í kirkju? „Nei, kirkjuleg athöfn hefði ekki skipt mig neinu málu. Ég veit að ég á Guð að og þarf ekki á kirkjunni að halda til að leiða mig að altari hans. Reyndar hef ég stundum sett Guð á bið meðan ég hef upplifað svolítinn skammt af græðgi og synd. Þjóðirkjan er ekki í takt við þjóð- félagsstrauma og breytta tíma. Þegar fólk giftir sig í kirkju sam- þykkir það að vera saman þar til dauðinn aðskilur það. Hver treystir sér til að standa við þetta? Þessi texti er úreltur. Sumir eru að koma þarna í þriðja eða fjórða sinn. Kirkjan ætti að búa til texta þar sem einstaklingar heita því að vera trúir og elska af heilindum meðan ást þeirra endist og er gagnkvæm. Við getum ekki lofað meiru.“ Gifting á Tjörninni Hvernig var þitt brúðkaup? „Við Guðmundur giftum okkur hjá sýslumanni í nóvembermánuði 1996 á ísilagðri Tjörninni og settum rauðan dregil út á hana þar sem fulltrúi sýslumanns stóð. Við höfð- um ætlað að gifta okkur í Hljóm- skálanum en mikils metnum manni hjá Lúðrasveit Reykjavíkur fannst slíkt engan veginn tilhlýðilegt svo við fórum bara út á kaldan klakann. Það kitlaði hégómagirnd okkar að franska sjónvarpið myndaði athöfn- ina og sendi út samdægurs. Nokkur óvenjuleg brúðkaup á ólíkum stöð- um í heiminum voru mynduð á sama sólarhringnum. Hvít kona og svartur maður giftu sig í Suður- Afríku, par gifti sig í Rússlandi þar sem brúðgumi og brúður voru bæði orðin níræð, ekki man ég hvert þriðja parið var og svo vorum við, þessir tveir íslensku víkingar. Við eigum núna tvö heimili. Ann- að er í Þingholtunum og við höfum útbúið það þannig að það hentar helst ekki undir annað en kokteil- hald. Hitt heimilið er í Ölfusinu. Þar keyptum við gamlan bæ sem kallar á gúmmískó, lopapeysur, pönnukökur og kleinur. Við erum með átta íslenskar hænur og han- ann Lúðvík. Svo má ekki gleyma heimasætunni, kisunni Anganóru, sem er mikil dama, ættuð frá Ben- galhéruðum Indlands. Hún kann betur við sig í sveitinni en getur mjög auðveldlega brugðið fyrir sig þeirri háttvísi sem við á í kokteil- boðum. Það hentar mér vel að eiga tvö heimili. Ég á bæði gott með og hef þörf fyrir að skipta um hlutverk. Þegar ég var barn var móðir mín aldrei viss um hvort ég væri litli Jakob eða maður þegar ég settist við matarborðið. Hnífapörin mín með bangsamyndinni á sköftunum voru sérlega móðgandi og lítilsvirð- andi ef maðurinn var mættur og umræður við borðið þurftu þá að snúast um tíðarfar, stjórnmál eða önnur fullorðinsleg málefni. En svo gat ég allt eins tekið upp á því að vera bíll. Og ef ég kom inn í eldhús- ið með augun alveg galopin þá var ég einfaldlega með háuljósin.“ Bjartir tímar Nú verðurðu fimmtugur á mánu- daginn. Líturðu á það sem tíma- mót? „Það er allt í lagi að líta á það sem tímamót og sumpart er það þannig. Ég vildi ekki vera nokkurri stund né grammi yngri. Að verða fimmtugur er ágætis tími til að staldra við. Vera eða þykjast vera nógu upplýstur til að greina moðs- uðuna frá vitrænum skoðunum, og þá ekki síst ef moðsuðan veltur af eigin vörum. Vera áfram tilbúinn að vita meir í dag en í gær, segja ávallt það sem manni finnst, þótt það geti verið eitt í dag og annað á morgun. Vonandi hef ég ekki sýnt af mér óþarfa neikvæðni í skoðunum mín- um. Kannski er ég að verða eins og Steinn Elliði að velta fyrir sér efri árunum, að sú tíð sé yfir mig að koma að engin hinna knýjandi spurna verði mér framar hugstæð. Ég sogist inn í smámuni og dæg- urþras, setjist innan um prófessora, alþingismenn og aðra aumingja á Jómfrúnni, snoðklipptur og virðu- legur, sem ég er sennilega, með yf- irskegg, og ræði með hátíðarsvip um leiðina út úr ógöngunum, tek mark á sjálfum mér og kem ekki auga á önnur ráð en moðsuðu.“ Ertu bjartsýnn á framtíðina? „Framundan eru bjartir tímar, sumar og sól með djasstónleikum á Jómfrúartorginu ásamt hinni heil- ögu þrenningu, eins og ég gef mér að hún sé: smurbrauð, öl og brjóst- birta. Allt alveg að skella á. Svo kemur líka aftur góðæri og gleði. En í það sinnið skulum við sleppa græðginni alfarið, gera þetta svolítið smartara og endingarbetra. Kreppa, fjárhagsleg eða andleg, er nokkuð sem þessi þjóð lætur ekki hanka sig á aftur.“ » Þessi ágæti maður, vinnuveitandi minn, sagði:„Sjáðu þetta helvíti. Djöfuls ógeð er þetta. Svo labbar þetta kinnroðalaust um bæinn. Ekki vissi ég hvað ég gerði ef ég þyrfti að mæta svona manni!“ Ég sagði: „Það situr nú einn svona á móti þér.“ Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.