Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÖSSUR Skarphéðinsson, utanrík- isráðherra, segist ánægður með það sem kemur fram í yfirlýsingu frá breska forsætisráðuneytinu sem send var út í gærkvöldi. Þar er viðurkennd ábyrgð breska fjármálaráðuneytisins á Kaupthing Singer and Friedlander- bankanum auk þess sem fram kemur stuðningur við samkomulag íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn. Hann segir þann stuðning koma á góðum tíma. Össur bar í gær fram formlega kvörtun vegna ummæla Gordons Browns, forsætisráðherra Bretlands, í fyrirspurnatíma breska þingsins. Össur kallaði á fund sinn Emmu Dav- is, staðgengil sendiherra Breta á Ís- landi. Fundur þeirra var stuttur og eftir hann sagði Össur að Davis hefði samviskusamlega tekið niður um- mæli sín og sagst ætla að koma þeim á framfæri. „Ég mótmælti með hrein- skiptnum hætti þessum yfirlýsingum Browns og gat þess að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hann tæki svona til orða um Íslendinga.“ Brown lýsti því m.a. yfir í fyr- irspurnatímanum að bresk yfirvöld ættu í samningaviðræðum við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) um hversu hratt Íslendingar endur- greiddu lán vegna greiðslna til breskra innistæðueigenda. Össur sagði að ríkisstjórnin myndi ganga á eftir því að fá tvímælalausa yfirlýs- ingu frá IMF um að slíkar viðræður hefðu ekki átt sér stað. Hafa afl og aðstöðu „[Við] erum […] í viðræðum við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn og aðrar stofnanir um það á hvaða hraða ís- lensk yfirvöld geti endurgreitt það tap sem þau bera ábyrgð á,“ sagði Brown orðrétt í fyrirspurnatímanum. Í yfirlýsingu frá breska forsætisráðu- neytinu í gærkvöldi segir hins vegar að Brown hafi verið að vísa í sam- komulag íslenskra stjórnvalda við IMF. Engar frekari skýringar voru gefnar. Össur sagði í gær – áður en yfirlýs- ingin barst – að það væri klárt að Bretar hefðu aðstöðu og afl innan IMF og myndu væntanlega reyna að tryggja sína hagsmuni þar. Því hafi þeir hins vegar neitað. Í bréfi sem sendiherra Íslands í Lundúnum af- henti utanríkismálaráðgjafa Browns í gær er spurt út í hvaða viðræður for- sætisráðherrann átti við. Brown hélt því einnig fram að bresk stjórnvöld væru ekki eftirlits- aðili Singer and Friedlander- bankans, dótturfélags Kaupþings. Í yfirlýsingunni er hins vegar við- urkennt að Singer and Friedlander sé breskur banki og heyri undir breska fjármálaeftirlitið. Ánægður með svör  Í yfirlýsingu frá breska forsætisráðuneytinu segir að Gordon Brown hafi vísað til samkomulags Íslendinga við IMF „VIÐ eigum ekki í samningaviðræðum við Bretland eða Ísland vegna Ice- save-skulda. Það er tvíhliða mál milli Íslands og Bretlands,“ sagði Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Rozwa- dowski segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn blandi sér almennt ekki í samningaviðræður milli aðildarlanda sjóðsins um skuldir. Sjóðurinn fylgist með slíkum viðræðum en hann taki ekki þátt í þeim. Aðspurður hvort Bretar geti mögulega verið að beita áhrifum sínum inn- an Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að seinka útgreiðslu láns til Íslands sagði Rozwadowski það vera vangaveltur og hann vildi ekki taka þátt í þeim. Hann kvaðst ekki sjá nein merki um slíkt. Engin merki um áhrif Breta Morgunblaðið/Golli Svarar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra gaf sér góðan tíma til að ræða við fjölmiðlafólk að fundi loknum. Morgunblaðið/Golli Orðlaus Emma Davis, staðgengill sendiherra Breta, flýr fréttamenn. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÁTTA gönguskíðamenn, sem lentu í vandræðum vegna aftakaveðurs á Vatnajökli, biðu enn um miðnætti eftir aðstoð björgunarsveitarmanna. Reiknað var með að aðstoðin bærist snemma í nótt. Sex Spánverjar eru þarna á ferð, einn þeirra fararstjóri, og tveir ís- lenskir fararstjórar frá fyrirtækinu Íslenskir fjallaleiðsögumenn. Hópur- inn hafði beðið í tjöldum í um það bil tvo sólarhringa eftir því að veðrinu slotaði þegar gripið var til þess ráðs að leita aðstoðar Landsbjargar eftir hádegið í gær. Fólkið hefur þurft að moka snjó linnulítið síðan það áði til þess að tjöldin fennti ekki í kaf. Hópurinn hafði verið á göngu í nokkra daga og stefndi austur í Öræfasveit. Áð var í Grímsvötnum á miðvikudaginn og haldið áfram að morgni fimmtudags. Veður versnaði þá mjög og hópurinn sló upp tjöldum miðja vegu á milli Grímsvatna og Öræfajökuls og hugðist bíða af sér veðrið. Þegar útséð var um að létti til á næstunni var haft samband við Landsbjörg. Vindhæð var mun meiri á þessum slóðum en reiknað hafði verið með. Alls fóru 30 björgunarsveitar- menn á vegum Landsbjargar af stað í gær; snjóbílar fóru bæði frá Hellu og höfuðborgarsvæðinu, alls fjórir, og frá Höfn í Hornafirði fóru Lands- bjargarmenn á vélsleðum. Þegar Hornfirðingarnir áttu um það bil átta átta kílómetra eftir að tjöldum ferðafólksins í gærkvöldi var þeim snúið við „því veðrið á jökli er kolvitlaust, blindbylur og skyggni afar lítið“, eins og sagði á heimasíðu Landsbjargar seint í gærkvöldi. Snjóbílarnir héldu hins vegar áfram og var vonast til þess að komið yrði að ferðalöngunum snemma í nótt. Fólkið á jöklinum er sagt við góða heilsu miðað við aðstæður, og ekkert ami að því í raun annað en þreyta. Biðu björgunar í aftakaveðri á miðjum jökli  Voru á leið gangandi austur í Öræfasveit   !     " #$%# $!$             Kuldaboli fór á jökul ÞETTA er öflugasti snjóbíll landsins, Boli, en hann er í eigu Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Boli er einn fjögurra bíla sem fóru á vegum Landsbjargar upp á Vatnajökul í gærdag til bjargar áttmenningunum sem þar biðu. Til sölu úr þrotabúi BT verslana ehf. Til sölu úr þrotabúi BT verslana ehf. er lager og rekstur verslana BT. Um er að ræða rekstur tveggja verslana, í Smáralind og á Akureyri ásamt lager af tölvum, tölvu- leikjum, sjónvarpstækjum, hljómflutningstækjum, myndavélum o.fl. Tilboðum skal skila til LEX ehf., Borgartúni 26, Reykjavík, fyrir 18. maí nk. kl. 17.00. Skiptastjóri áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar nánari upplýsingar veitir Helgi Jóhannesson, hrl., skiptastjóri, helgi@lex.is og Dagmar Arnardóttir hdl., dagmar@lex.is, sími 590 2600. Eftir Andra Karl og Þröst Emilsson NÆSTUM því allt er klappað og klárt fyrir morgundaginn þegar kynnt verður ný ríkisstjórn Sam- fylkingarinnar og Vinstri grænna og um leið stjórnarsáttamáli. Í dag ganga þingmenn á fund formanna sinna sem hlusta á gagnrýni, kröfur eða óskir þeirra. Formennirnir halda spilunum þétt að sér bæði hvað varð- ar ráðherraskipan og nefndasetur. Telja má víst að umfangsmiklar breytingar bíði til loka árs og verði gerðar í tengslum við fjárlagagerð næsta árs. Þá gæti orðið frekari upp- stokkun í ráðherraliðinu og jafnvel frekari samþætting ráðuneyta. Þar horfa menn helst til heilbrigðis-, fé- lags- og tryggingamála. Þó er líklegt að ráðuneytum verði fækkað um eitt í upphafi, verkefni verði færð á milli ráðuneyta og tveir eða þrír nýir ráðherrar taki sæti í ríkisstjórninni. Nokkur óvissa ríkir um ráðherraskipan ríkisstjórn- arinnar en þó hafa sum nöfn heyrst oftar en önnur. Í kjölfar þess leggja þeir ráð- herrakapalinn á borðið, hvor í sínu lagi, fyrir æðstu stofnanir flokka sinna. Þingflokkar stjórnarflokk- anna koma saman til fundar á morg- un. Hjá Samfylkingunni trúlega í há- deginu og í kjölfarið kemur flokksstjórnin saman á Hótel Sögu þar sem lokaumræðan fer fram. Hjá VG er boðað til fundar hjá flokksráði á Grand Hóteli kl. 9 í fyrramálið og í kjölfarið þingar þingflokkurinn og blessar eða fellir hinn nýja sátta- mála. Þingmenn ganga á fund formanna hver á fætur öðrum Morgunblaðið/Ómar Sáttmáli Ný ríkisstjórn verður að öllum líkindum kynnt á morgun. Hlusta á kröfur þingmanna eða óskir í allan dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.