Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 22
22 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009
HANN bar sig fimlega, dýrahirðirinn í kín-
versku borginni Nanning, þegar hann fóðraði
nátthegraunga á agnarsmáu síli. Unginn kom í
heiminn eftir klak í útungunarvél og virðist
sprækur og óhræddur við að þiggja veitingar
mannfólksins.
Unginn hefur vakið mikla athygli enda eru
nátthegrar taldir í hópi þeirra dýra sem eru í
hvað mestri útrýmingarhættu. baldura@mbl.is
Nátthegri á mjúkum beði
Reuters
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
SKÖMMU eftir að Tony Blair til-
kynnti að hann myndi víkja sæti sem
formaður breska Verkamannaflokks-
ins og um leið fela eftirmanni sínum að
taka við embætti forsætisráðherra lét
arftaki hans Gordon Brown skrá fast-
eign sína á Skotlandi sem annað heim-
ili sitt. Ákvörðunin var úthugsuð því
með þessu tryggði Brown að ríkið myndi greiða fyrir við-
hald og endurbætur á fasteigninni og standa straum af
öðrum kostnaði, svo sem launum garðyrkjumanns og
ræstingakonu. Og ekki nóg með það. Forsætisráð-
herrann borgaði reikning fyrir bróður sinn, Andrew,
vegna sameiginlegrar ræstingaþjónustu hjá bræðrunum
að andvirði 1,3 milljóna króna og sendi síðan ríkinu
reikninginn.
Málið kom í ljós eftir viðamikla
uppljóstrun dagblaðsins The Daily
Telegraph en þar kemur einnig fram
að hinn umdeildi Mandelson lávarður
lét ríkið greiða fyrir viðgerðir á húsi
sínu fyrir um 600.000 krónur innan
við viku eftir að hann greindi frá því
að hann hygðist láta af þingmennsku.
Hann seldi síðar húsið með um 26
milljón króna hagnaði.
Þá sendi Caroline Flint, Evrópu-
málaráðherra Verkamannaflokksins, ríkinu reikning upp
á um 2,8 milljónir króna vegna íbúðarkaupa.
Af öðrum útgjöldum má nefna að Margaret Beckett,
húsnæðis- og skipulagsmálaráðherra, rukkaði ríkið um
100.000 krónur vegna blómaplantna og sexfalt meira fyr-
ir nýjan vatnshitunarbúnað á öðru heimili sínu í Derby.
Á sama tíma bjó hún frítt í íbúð í Lundúnum og gat því
leigt út íbúð sína þar í borg.
Sendu skattborgurum
reikning fyrir lúxusnum
Margaret BeckettGordon Brown
Fríðindahneyksli skekur ríkisstjórn Gordons Browns
VLADÍMÍR Pútín, forsætisráð-
herra Rússlands, sýndi á sér nýja og
óvænta hlið fyrir helgi þegar hann
kom ungri, taugaóstyrkri söngkonu
til bjargar, þar sem hún stóð felmtri
slegin á sviði skóla nokkurs í
Moskvu sem er ætlaður dætrum
hermanna.
Það vildi þannig til að stúlkan,
sem heitir Katja Kazakova, fékk það
hlutverk að syngja ættjarðarlag fyr-
ir forsætisráðherrann en brást hins
vegar kjarkur og þar með röddin
þegar á hólminn var komið.
Pútín skynjaði hvað var að gerast
og vatt sér upp á sviðið þar sem
hann söng dúett með söngkonunni
ungu. Þótti söngur Pútíns einkenn-
ast af mýkt og flutningurinn bera
góðu tóneyra vitni. baldura@mbl.is
Pútín kemur
til bjargar
Reuters
Ha, ég? Grínistinn Pútín með söng-
konunni ungu og kennara hennar.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
BENEDIKT 16. páfi hóf ferð sína til Mið-Austurlanda í
gær og var Jórdanía fyrsti viðkomustaðurinn en þaðan
fer hann til Ísraels og Vesturbakkans. Abdullah kon-
ungur tók á móti páfa á flugvellinum í Amman og lagði
páfi í ávarpi sínu áherslu á virðingu sína fyrir íslam. En
hann ræddi einnig um trúfrelsi sem mjög skorti á að sé
haldið uppi í flestum ríkjum íslams.
„Trúfrelsi er að sjálfsögðu grundvallarmannréttindi og
það er áköf von mín og bæn að ómótmælanleg réttindi og
virðing sérhvers karls og konu verði varin af meira kappi,
ekki aðeins í Mið-Austurlöndum heldur um allan heim.“
Eitt af markmiðum páfa er að hvetja litla, kristna
minnihlutahópa, sem víða eiga undir högg að sækja í Mið-
Austurlöndum, til dáða og bæta samskiptin við múslíma
og gyðinga. Sumir talsmenn bæði múslíma og gyðinga
hafa gagnrýnt harkalega ýmislegt sem páfi hefur sagt og
gert á síðustu þrem árum, talið að hann sýndi ekki þess-
um trúarbrögðum næga virðingu. Benedikt hefur harm-
að gagnrýnina og sagt að um miskilning sé að ræða. Nú
vill hann reyna að draga úr misklíðinni.
Móðgaði páfi múslíma með því að vitna í keisara?
Eitt af því sem múslímar setja fyrir sig er að páfi vitn-
aði eitt sinn í ræðu sem kristinn keisari í Konstantínópel
hélt fyrir mörgum öldum um að Múhameð spámaður
hefði fært heiminum ofbeldi. Flokksleiðtogi í Jórdaníu
hefur krafist þess að páfi biðjist afsökunar á ræðunni, ella
sé hann ekki velkominn í landinu.
Að sögn fréttamanns BBC hvöttu nafnlaus samtök of-
stækisfullra múslíma til þess að páfi yrði myrtur í Jórd-
aníu og sögðu að hann væri „óvinur íslams“. Miklar ráð-
stafanir hafa verið gerðar til að vernda líf páfa og er sagt
að alls muni um 80.000 manns taka þátt í öryggisgæslu í
ferðinni sem taka á fimm daga. Víða er mikill hiti í fólki í
Arabalöndum, ekki síst vegna ástandsins á Gaza. En páfi,
sem er 82 ára gamall, mun hafa verið harðákveðinn í að
fara í ferðina þrátt fyrir ástandið á svæðinu.
Trúfrelsi verði virt
Benedikt páfi heimsækir Mið-Austurlönd og friðmælist við múslíma og gyðinga
Markmiðið einnig að hvetja kristna minnihlutahópa í löndunum til dáða
Í HNOTSKURN
»Páfi mun meðal annarsfara til Betlehem. Búist er
við að hann muni þar hvetja til
friðar milli Ísraela og Palest-
ínumanna, einnig að Palest-
ínumenn fái að stofna sitt eig-
ið ríki.
»Gyðingar tortryggja sumirÞjóðverjann Benedikt sem
vill að Píus 12., páfi í seinna
stríði, verði gerður að dýr-
lingi. Deilt er um það hvort
Píus hafi gert nóg til að reyna
að verja gyðinga fyrir ofsókn-
um Hitlers.
MEÐAL þeirra sem fá hæstu nið-
urgreiðslurnar frá landbúnaðar-
sjóðum Evrópusambandsins eru
banki í Mílanó, kjúklingarisi í
Frakklandi og írskt fyrirtæki,
Greencore, sem framleiðir tilbúna
rétti og búðinga, segir í frétt The
New York Times.
Alls er landbúnaður í sambandinu
styrktur með um 50 milljörðum evra
á ári, að sögn samtakanna Farmsub-
sidy.org. Stærsta styrkinn, 140
milljónir evra, fær sykurfyrirtækið
Zucchera á Ítalíu.
Harald von Witzke, prófessor í
matvælaviðskiptum og hagþróun við
Humboldt-háskólann í Berlín, segir
ekki hægt að réttlæta þessar stóru
greiðslur. Þær þjóni engu félagslegu
hlutverki og sé markmiðið að bæta
bændum upp fórnir vegna umhverf-
isverndarmála sé um allt of háar
greiðslur að ræða. kjon@mbl.is
Stórfyrir-
tækin
hirða mest
ESB styrkir land-
búnað af miklum móð