Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þrátt fyriryfir-lýsingar og fyrirheit um gagnsæi í meðferð fyrirtækja í rekstrarvanda hjá nýju ríkisbönkunum er nán- ast útilokað að átta sig á vinnubrögðum þeirra. Mál stórra eignarhalds- félaga á borð við Stoðir/FL Group, Existu, Atorku, Mile- stone, Fons og Kjalar eru nú hjá skilanefndum bankanna og mörg stór atvinnufyrir- tæki eru í eigu þeirra. Bankarnir hafa sett sér reglur um gagnsæi og vinnu- brögð og greina frá þeim á heimasíðum sínum, en eins og kemur fram í fréttaskýringu Þórðar Snæs Júlíussonar í viðskiptablaði Morgunblaðs- ins á fimmtudaginn „virðist hins vegar vera allur gangur á því hvernig þessum háleitu markmiðum er fylgt eftir því dæmi eru um að bankarnir hafi tekið yfir heilu fyr- irtækin með beinum eða óbeinum hætti og komið þeim undir nýja eigendur án þess að þau væru auglýst til sölu“. Í greininni er talað við Ingvar Guðmundsson, sem sett hefur upp heimasíðuna fjárfestum.is til að ná saman hópum fjárfesta, sem gætu boðið í lífvænleg fyrir- tæki. „Ég held að [bankarnir] reyni að vinna mjög heiðarlega með þetta og reyni að fara eftir eðlilegum venjum,“ segir hann. „Auðvitað eru fyrirtæki eins og Egill Árnason og R. Sigmundsson, sem fóru í gjaldþrot en voru strax komin aftur í gang með nýja kenni- tölu. Ég veit ekki hvaða fjár- festar voru látnir vita þar.“ Það er eðlilegt að Ingvar kjósi að gagnrýna ekki þær stofnanir, sem hann þarf að eiga í samskiptum við, en síð- asta setningin segir allt sem segja þarf um ógagnsæið. Markmiðið er að gæta gagnsæis og hlutleysis. Nú eru sjö mánuðir liðnir frá bankahruninu og enn er gagnsæið þokukennt. Þegar Árvakur, útgáfu- félag Morgunblaðsins, var selt var það gert fyrir opnum tjöldum og allir sem vildu gátu lagt inn tilboð. Af hverju hefur sú leið ekki verið farin í öðrum tilfellum? Annað ýtir undir tortryggni almennings og þá tilfinningu að enginn lærdómur hafi verið dreginn af hruninu í október. Ekki er staðið við háleit fyrirheit um sölu fyrirtækja í vanda} Ógagnsæ endurreisn Nú stefnir í aðallt að helm- ingur framhalds- skólanema verði án vinnu í sumar, eins og fram kom í frétta- skýringu Ylfu Kristínar K. Árnadóttur blaðamanns í Morgunblaðinu í gær. Þetta eru afar slæmar fréttir. Sumarvinna unglinga hefur gert þeim kleift að standa sjálfir straum af ýmsum kostnaði, sem óhjá- kvæmilega fylgir unglingsár- unum. Margir hafa getað létt undir með heimilum sín- um með því að kaupa föt og skólavörur að hausti fyrir eigin peninga og átt vasa- pening fram eftir vetri. Þessar tekjur hafa skipt sköpum fyrir fjölmargar fjölskyldur. Nú er staðan auðvitað miklu verri á mörg- um heimilum en áður hefur þekkst og sumarhýra ung- linganna mörgum bráðnauð- synleg. Nú stefnir jafnvel í, að hópur nemenda verði að hverfa frá námi næsta haust, vegna erfiðrar fjárhagsstöðu heimilanna. Sá hópur mun bætast í hóp þeirra, sem fá atvinnuleysisbætur, þótt bótaréttur flestra framhalds- skólanema sé mjög skertur. Ekki eru það þó fjármálin, sem valda mestum áhyggjum. Iðjuleysi ung- linga mánuðum saman getur leitt til aukinnar áfengis- og fikniefnaneyslu. Íslendingar þurfa ekki að velkjast í vafa um að sú verður líka raunin hér, ef ekkert verður að gert. Það sýnir reynsla ann- arra þjóða. Þess vegna er jákvætt að verið sé að leita leiða til að tryggja, að unglingarnir geti haft festu og hlutverk í sum- ar. Ein hugmyndin er sú, að hvetja unga fólkið til að vinna sjálfboðastörf af ýmsu tagi og hugsanlega veita þeim námseiningar fyrir þá vinnu. Unglingar geta sjálfir lagt sitt af mörkum til að tryggja að sumarið verði ekki tími aðgerða- og eirðarleysis. Um það vitnar framtak félag- anna Sindra Snæs Ein- arssonar og Hreiðars Más Árnasonar, sem eru að setja á laggirnar tengslanet fyrir ungt fólk. Vonandi fá þeir allan þann stuðning sem völ er á. Styðja þarf við ung- lingana í sumar}Byrgjum brunninn H ljómskálagarðurinn er fallegur garður. Þar sprettur gras og gróður á sumrin, en á vetrum hylur snjórinn flatirnar. Eitt vekur þó athygli. Í þessum ágæta garði er nánast aldrei hræða. Jafnvel í mestu góðviðrisviku ársins getur fólk sem skreppur í garðinn gert ráð fyrir að hafa hann að mestu út af fyrir sig. Hið sama gild- ir um Klambratúnið, sem ekki fyllist nema Sigur Rós haldi tónleika. Augljós ástæða fyrir því að almennings- garðarnir standa oftast tómir er að þar er lítið við að vera fyrir fjölskyldufólk. Ég man í svipinn eftir einni klifurgrind fyrir börnin í Hljómskálagarðinum og fátæklegum róló á Klambratúninu. Yfir þessu hef ég stundum velt vöngum undanfarnar vikur. Ég er nefnilega stödd í stórborg- inni Berlín. Hér þarf þó ekki að ganga lengur úti með börnin en í fimm mínútur til þess að finna álitleg leik- svæði, þar sem metnaður er lagður í að bjóða skemmt- un fyrir börn á öllum aldri. Á virkum dögum og um helgar er yfirleitt fullt af krökkum á leikvöllunum. Þau skemmta sér í leiktækjunum meðan foreldrarnir sitja á bekkjum í grenndinni og fylgjast með eða spjalla við aðra foreldra. Mér verður hugsað til míns heimahverfis, vest- urbæjar Reykjavíkur. Þar er stutt síðan áform voru uppi um að reisa hús á einum af örfáum leikvöllum bæjarhlutans. Annar „leikvöllur“ í vest- urbænum komst í fréttir fyrir niðurnídd tæki, subbuskap og glerbrot, sem þar mættu börnum og foreldrum þeirra. Ég er ekki viss um að staðan sé neitt miklu betri í öðrum borgarhlutum. Á Íslandi er að vísu hægt að komast á al- mennilegan róló, en bara ef fólk er reiðubú- ið að borga. Húsdýragarðurinn er með sæmilega aðstöðu fyrir börn, en ein fjöl- skylduferð þangað kostar mörg þúsund krónur. Líklega geta ekki nærri allir leyft sér slíkan munað á þeim tímum sem við nú lifum. Hvernig væri að bjóða fólki ókeypis aðgang að fjölskyldugarðinum? Slíkt myndi áreiðanlega gleðja margar íslenskar fjöl- skyldur með léttar pyngjur. Þeim sem með peningavaldið fara væri hollt að hugsa um það í kreppunni í hvað þeir vörðu góðæriskrónunum. Í Reykjavík var t.d. ekki hikað við að sletta nokkrum milljörðum í nýjar höfuðstöðvar Orkuveitunnar, með gosbrunnum og tilheyrandi. Hins vegar virtist ekki mega láta drjúpa af velmeg- unarstráunum þegar kom að leikaðstöðu fyrir börnin í borginni. Úrbætur á henni hefðu ekki kostað neina formúu – enginn hefði farið á hausinn. Í sjálfu sér ætti kreppan ekki að koma í veg fyrir að borgin verði gerð barnvænni á næstu árum. Þegar allt kemur til alls er þetta spurning um forgangsröð. elva@mbl.is Elva Björk Sverrisdóttir Pistill Rólað í Berlín og Reykjavík FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is L ÍKLEGT þykir að þing- flokkur miðju- og hægrimanna, Evrópski þjóðarflokkurinn (EPP), haldi velli sem stærsta fylkingin á Evrópuþinginu í kosningum 4.-7. júní þótt ætla mætti að efnahagskreppan og afleiðingar hennar yrðu vatn á myllu vinstri- flokka. Evrópskir jafnaðarmenn (Party of European Socialists, PES), hafa ekki verið stærsta fylkingin á Evr- ópuþinginu frá árinu 1994 og skoð- anakannanir benda til þess að þeir verði áfram næststærstir eftir kosn- ingarnar. Líklegt þykir að róttækir vinstri- menn auki fylgi sitt í nokkrum ESB- löndum, m.a. Búlgaríu, Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu. Á móti kemur að sömu sögu er að segja um hægri- flokka sem eru andvígir frekari Evr- ópusamruna og hafa sótt í sig veðrið. „Fólk vill draga bankamennina til ábyrgðar fyrir kreppuna, ekki hægrimennina,“ segir Dominik Hierlemann, stjórnmálasérfræð- ingur við Bertelsmann-stofnunina í Þýskalandi. „Á krepputímum eru kjósendur tregir til að kasta sér út í nýjar tilraunir.“ Þar að auki hafa hægrimennirnir brugðist við kreppunni með aðgerð- um, sem vinstriflokkar hafa verið þekktari fyrir, t.a.m. með þjóðnýt- ingu banka, auknum ríkisútgöldum til að örva efnahaginn og hertum reglum um markaðina. Hægrimönnum spáð sigri í kosningum í ESB Þrátt fyrir efnahagskreppuna virðist evrópskum jafnaðar- mönnum ganga erfiðlega að vinna kjósendur á sitt band til að leggja hægrimenn að velli. KOSNINGAR 13 Heimild : Evrópuþingið Kosið verður til Evrópuþingsins í 27 aðildarlöndum Evrópusambandsins í byrjun júní, en tilhögun kosninganna og kjördagarnir eru mismunandi eftir löndum, auk þess sem löndin eru með mismarga fulltrúa á þinginu KOSIÐ Í LÖNDUM EVRÓPUSAMBANDSINS 72 12 99 25 6 22 72 17 7 22 50 12 8 6 13 18 13 22 33 17 22 6 5 72 50 22 MALTA LÚX. KÝPUR EISTLAND SLÓVENÍA AUSTURRÍKI LETTLAND LITHÁEN PÓLLAND ÍRLAND FINNLAND SLÓVAKÍA RÚMENÍA DANMÖRK BÚLGARÍA SVÍÞJÓð UNGVERJALAND GRIKKLAND TÉKKLAND BELGÍA HOLLAND SPÁNN PORTÚGAL BRETLAND ÍTALÍA FRAKKLAND ÞÝSKALAND Opinn listi Kjósendur geta valið einn eða fleiri frambjóðendur á listanum Lokaður listi Flokkarnir velja frambjóðendur sína og kjósendurnir kjósa í raun flokk fremur en frambjóðanda XX Fjöldi fulltrúa hvers aðildar- lands Kjördagar Fimmtud. 4. júní Föstud. 5. júní 5.-6. júní Laugard. 6. júní 6.-7. júní Sunnud. 7. júní Búist er við að aðeins um þriðjungur þeirra, sem eru á kjörskrá, kjósi í kosningunum í júní þegar 736 fulltrúar verða kjörnir í Evrópuþingið. Skoðanakönnun, sem gerð var í byrjun ársins, benti til þess að kjörsóknin yrði aðeins 34% og minni en nokkru sinni fyrr í kosningum til Evrópu- þingsins. Kjörsóknin hefur minnkað jafnt og þétt frá árinu 1979 og var 45% árið 2004. Sérfræðingar nefna margar skýringar, t.a.m. að fólk hafi litla þekkingu á valdi eða hlutverki Evrópuþingsins. „Barátta okkar snýst fyrst og fremst um það að afstýra því að fólkið sitji heima,“ sagði franski landbún- aðarráðherrann og hægrimað- urinn Michel Barnier. Lítilli kjörsókn spáð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.