Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 32
ÞAR SEM við Íslendingar stöndum frammi fyrir verulegu atvinnuleysi, þurfum við að finna framleiðandi störf fyrir sem flesta og helst alla. Vinnum olíuna á Drekasvæðinu sjálf. Mönnum sjálf olíuleitina og vænt- anlega vinnslu. Ráðum íslenska sér- fræðinga og ef þá vantar, hjálpum þá þeim Íslendingum sem vilja ná sér í þá menntun sem til þarf. Það er nokk- uð ljóst að við förum ekki í vinnslu á Drekasvæðinu í nánustu framtíð, sök- um lágs olíuverðs en það er eins ljóst að þessi olía verður notuð. Það er barnaskapur að halda að þessi olía verði ekki notuð af okkur eða ein- hverjum öðrum. Sköpum farveg fyrir Íslendinga í nám, í þeim greinum sem við þurfum sérfræðiþekkingu í. Byggjum upp til framtíðar, við höfum nóg af fólki sem er tilbúið að ná sér í þekkingu á olíu- vinnslu í stað þess að sitja á atvinnu- leysisbótum. Af hverju ættum við að láta erlend stórfyrirtæki hirða af okk- ur allan arðinn af olíuvinnslu og sölu. Mönnum öll störf sjálf, frá verka- manni niður í forstjóra. Látum ekki draga úr okkur sóknarandann, ef ein- hverjir aðrir geta þetta þá getum við það. Höldum væntanlegri olíuauðlind í eigu þjóðarinnar. Olían er þarna og fer ekki neitt. Hvort olíuvinnslunni seinkar um nokkur ár skiptir sára- litlu. Það sem skiptir máli er heildar- hagur íslensks samfélags og svona yrði honum best borgið. JÓN ÞÓRARINSSON Efra-Skarði. Vinnum olíuna sjálf Frá Jóni Þórarinssyni FYRIR nýliðna helgi sendi kollegi minn mér tölvu- bréf frá Nýsköp- unarsjóði náms- manna varðandi sameiginlega um- sókn okkar. Þar mátti lesa eftirfar- andi: „Stjórn Ný- sköpunarsjóðs námsmanna hefur fjallað um umsókn þína um styrk fyr- ir sumarið 2009. Því miður reyndist ekki unnt að styrkja verkefnið. Afar mikil samkeppni var að þessu sinni um styrkina enda bárust Nýsköp- unarsjóði námsmanna 316 umsóknir en sjóðurinn gat einungis styrkt 86 þeirra.“ Mér brá þegar ég sá hversu stórum hluta umsóknanna hefði þurft að hafna, því aldrei hefur verið jafn brýnt að sjóðurinn gæti sinnt hlut- verki sínu vel. Hefur vísinda- samfélagið sofið á verðinum, nú þeg- ar svo mikil þörf er að efla sjóðinn? Styrkir hans hafa verið sem fræ nýsköpunarsprota. Fé sjóðsins nýtist vel og kostir hans eru meðal annars: 1. Vísindamenn nota styrkina til að taka fyrstu skrefin í athugun á álit- legum nýjum hugmyndum og til að koma verkefnum af frumstigi svo staðan verði sterkari þegar síðar er leitað til öflugri sjóða. 2. Umsóknirnar eru einfaldar í sniðum, ekki þarf að eyða löngum tíma í þær, og stuttur tími líður frá því þeim er skilað til þess að svar fæst. 3. Styrkirnir veita námsmönnum ómetanlegt tækifæri til þjálfunar í vísindalegri vinnu undir handleiðslu sérfræðinga. Í sumar blasir við atvinnuleysi hjá fjölda námsmanna og er því brýnt að finna þeim störf við hæfi. Fjölda hug- mynda þarf að fresta. Í þessu sam- bandi er rétt að rifja upp að sjóðurinn var stofnaður þegar stórfellt atvinnu- leysi blasti við námsmönnum. Núver- andi forsætisráðherra, Jóhanna Sig- urðardóttir, sem þá var félagsmálaráðherra, átti þá frum- kvæði að stofnun sjóðsins. Ég vil með þessum línum skora á þá sem þessum málum ráða, að leita leiða til að sjóðurinn geti veitt fleiri styrki í sumar. PÁLL THEODÓRSSON, eðlisfræðingur, vinnur við Raun- vísindastofnun Háskólans. Frækorn sprotanna – styrkir Nýsköpunar- sjóðs námsmanna Frá Páli Theodórssyni Páll Theodórsson 32 UmræðanBRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009 ÞEGAR ég, fyrir rúmum 60 árum síðan, hóf afskipti af stjórnmálum var öldin önnur. Flokkaskipting var einföld og augljós. Komm- únistar, með breytilegum nöfnum á flokki sínum, stefndu að þjóðskipulagi að rússneskri fyrirmynd, Alþýðuflokk- ur að ríkisrekstri á sem flestum sviðum og Framsóknarflokkurinn sem byggði á samvinnuhreyfingunni og vildi veg hennar sem mestan. Sjálfstæðisflokkurinn vildi efla einkaframtakið og einkarekstur sem mest en hamla gegn ríkisrekstri og útþenslu samvinnustefnunnar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar á Íslandi og breytingar orðið í íslenskum stjórnmálum. Enginn vill lengur sovéskt fyrirkomulag í atvinnurekstri, kratar hættir að hamra á ríkisrekstri og Framsókn minnist ekki lengur á eflingu kaup- félaga og samvinnustefnunnar. Hvað hefur gerst? Frameftir síð- ustu öld voru allir bankar reknir af ríkinu, síldarverksmiðjur byggðar og reknar af ríkissjóði, trygginga- félög rekin af ríkinu að hluta, strandsiglingar á vegum Ríkisskipa, póstur og sími í ríkiseigu og svo mætti lengi telja. Helmingur alls vöruinnflutnings til landsins var á hendi Sambands íslenskra samvinnufélaga og dreift um byggðir landsins af kaupfélög- unum, auk þess sem samvinnuhreyf- ingin rak skipafélag og vátrygginga- starfsemi í stórum stíl. Heill skóli var starfræktur til þess að mennta ungt fólk til starfa fyrir sam- vinnuhreyfinguna og kaupfélögin. Allt þetta er horfið. Þessa dagana, þegar arftakar sósialista ráða ferðinni í stjórn landsins og jafnvel meðan Fram- sókn veitti stjórninni stuðning var og er aldrei minnst á að auka rík- isrekstur til frambúðar eða efla samvinnuhreyfinguna í sambandi við endurreisn atvinnulífsins. Allt stefnir að því að aðstoða og efla at- vinnulífið undir forystu einstaklinga og félaga þeirrra. Var það ekki ein- mitt þetta, sem Sjálfstæðisflokk- urinn var stofnaður um og stefndi að frá upphafi? Geta sjálfstæð- ismenn ekki þrátt fyrir tímabundið fylgistap glaðst yfir því að stefnu- mál flokksins hafa sigrað? Er nokk- ur ástæða fyrir sjálfstæðismenn að gráta? VALGARÐ BRIEM, hæstaréttarlögmaður. Þurfa sjálfstæðis- menn að tárast? Frá Valgarð Briem Valgarð Briem ✝ Auður ÞorgerðurJónsdóttir (Dedda) fæddist á Ísa- firði 7. nóvember 1938. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði 29. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Ólafur Júlíusson sjómaður, f. 25.11. 1910, d. 19.2. 1941, og Júlíana Ragnhildur Ólafsdóttir matráðs- kona, f. 27.11. 1902, d. 21.8. 1972. Hálfbróðir Auðar samfeðra er Jón Ólafur, f. 5.12. 1940, maki Sigurbjörg Gunn- arsdóttir, f. 8.5. 1946. Börn þeirra eru Guðbjörg, Gunnar Magnús og Telma. íana, f. 2.9. 1996. 2) Jón Ólafur, f. 19.12. 1968. Börn hans og Bylgju Steingrímsdóttur, f. 21.7. 1973 (þau skildu), eru Fannar Emil, f. 30.9. 1991, og Auður Þorgerður, f. 18.9. 1996. 3) Sigurður Hólm, f. 2.11. 1969. Sonur hans og Söndru Krist- ínar Ólafsdóttur, f. 30.7. 1971 (þau skildu), er Ólafur Ármann, f. 17.12. 1991. 4) Stúlka, f. 15.2. 1972, d. 18.2. 1972. 5) Júlíus Sigurbjörn, f. 2.6. 1973. Sonur hans og Guð- bjargar Hjartardóttur, f. 10.8. 1972 (þau skildu), er Jóhann Þór, f. 24.12. 2003. Dætur Guðbjargar eru Andrea, f. 4.1. 1992, Karen, f. 20.12. 1995, og Ingibjörg, f. 8.1. 1998. Eftir að Auður lauk barnaskóla- prófi frá Barnaskólanum í Hnífsdal var hún kaupakona í Hrauni og starfaði einnig í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal. Eftir að börnin fæddust helgaði hún sig barnauppeldi og heimilisstörfum. Útför Auðar verður gerð frá Ísa- fjarðarkirkju í dag, 9. maí, kl. 14. Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Hnífsdal. Maki Auðar er Ragnar Benedikts- son, f. 16.12. 1941. Foreldrar hans voru Benedikt Sigurðsson, f. 1.10. 1899, d. 8.10. 1965, og Hjálmfríður Lilja Jóhannsdóttir, f. 22.11. 1913, d. 29.7. 2000. Auður og Ragn- ar eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Guð- rún Ragnheiður, f. 31.8. 1967, maki Ein- ar Ólafur Ágústsson, f. 18.2. 1967, börn þeirra eru: a) Ragnar Ágúst, f. 20.11. 1986, sambýliskona Stefanía Rún Sigurðardóttir, f. 17.7. 1991, b) Íris Dögg, f. 25.2. 1988, c) Aníta Diljá, f. 26.8. 1992, og d) Birna Júl- Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjarna hver, er lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum. Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum ár- um, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt vera mín – í söng og tár- um. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skógum sál mín spor þín rekur, Þú gafst mér alla gleði sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga. Við framtíð mína fléttast örlög þín. Að fótum þínum krýpur öll mín saga. Og leggðu svo á höfin blá og breið. Þó blási kalt og dagar verði að árum, þá veit ég að þú villist rétta leið og verður mín – í bæn, í söng og tár- um. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Elsku Dedda mín. Mikið á eftir að verða tómlegt hér án þín en við munum hittast síðar. Takk fyrir allt og allt. Þinn Ragnar. Elsku hjartans mamma okkar er dáin. Mikið vorum við fegin systk- inin og barnabörnin að hafa náð að koma öll og kveðja hana áður en allt var yfirstaðið. Það er hálfskrýtið að hún sé ekki til staðar fyrir okkur lengur. Að koma heim í Steinhúsið verður ekki eins. Hún mamma var ein af þeim sem vildu allt fyrir alla gera og hugsaði frekar um aðra en sig sjálfa, alltaf að gefa einhverjum gjafir. Ef henni var sagt hvenær viss manneskja átti afmæli þá mundi hún það, var með allt á hreinu í þeim efnum. Hún var mikill dýravinur jafnt sem mannvinur. Geðgóð var hún með eindæmum og mikil félagsvera. Hvíldin er fengin himins öldur rugga hjartkærri móður inn í djúpan frið. Nú ber ei lengur yfirskin né skugga skínandi ljómi Drottins blasir við. Líður hún nú um áður ókunn svið. Englanna bros mun þreytta sálu hugga. Hvíldin er fengin himins öldur rugga hjartkærri móður inn í djúpan frið. Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína allt sem þú gafst af þinni heitu sál. Lengi skal kær þín milda minning skína merlar hún geislum dauðans varpa á. Fagurt um eilífð blossar andans bál. Burt er nú kvöl og þreyta sorg og pína. Þökk sé þér fyrir alla ástúð þína allt sem þú gafst af þinni heitu sál. (Matthías Jochumsson) Mamma stundaði mömmumorgna í gamla Barnaskólanum í Hnífsdal – en þetta voru „mömmur“ sem áttu uppkomin börn – ásamt mörgum góðum vinkonum sínum, sem okkur langar hér með að þakka fyrir hlý- hug í hennar garð. Á síðasta ári varð hún sjötug og hélt veglega afmæl- isveislu í Félagsheimilinu í Hnífsdal í tilefni dagsins. Þá komum við öll saman fjölskyldan og fögnuðum með henni og sú minning er okkur afar dýrmæt í dag. Hún elskaði börnin sín og barnabörn af heilum hug og vildi allt fyrir okkur gera. Elsta barnabarnið hennar, hann Ragnar, ákvað að fara í Menntaskóla á Ísa- firði og fékk að vera hjá ömmu og afa á meðan. Vel var hugsað um hann ásamt því að hann hugsaði vel um þau á móti og vildi allt fyrir þau gera og var mikil ástúð á milli þeirra. Manni finnst ósanngjarnt að hún skyldi ekki fá lengri tíma hér með okkur en það ræður enginn sinni för. Við vitum að það hafa orð- ið fagnaðarfundir þegar hún hefur hitt aftur litlu dóttur sína, foreldra og afa og ömmur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku mamma, við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða pabba og vera til staðar fyr- ir hann á þessum erfiða tíma sem framundan er. Við kveðjum þig elsku hjartans mamma og tengdamamma, minn- ingin um þig mun lifa í hjörtum okk- ar um ókomin ár. Þín Guðrún Ragnheiður og Einar Ólafur, Jón Ólafur, Sigurður Hólm og Júlíus Sig- urbjörn. Hjartakær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Elsku amma Dedda. Mikið eigum við eftir að sakna þín. Það verður tómlegt að koma í Hnífsdalinn og engin amma þar. Minningarnar er ótalmargar sem við eigum, eins og þegar við vorum hjá þér og afa, þá fórst þú með okk- ur í stætó inn á Ísafjörð og þá keyptir þú alltaf eitthvað fyrir okk- ur, dót í búðinni hjá Lóu frænku eða nammi. Oft stakkstu líka að okkur pening og sagðir að við mættum ekki segja neinum frá. Ekki má svo gleyma því að þú fórst alltaf með okkur út að „spássera“ .Það á eftir að verða skrýtið fyrir afa og Rósý að Auður Þorgerður Jónsdóttir (Dedda) Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á netfangið minning@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.