Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.05.2009, Blaðsíða 44
44 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2009  Hugtakið „fullt út úr dyrum“ átti afar vel við á fimmtudagskvöldið þegar þeir Ari Eldjárn, Bergur Ebbi úr Sprengjuhöllinni, Árni Vil- hjálmsson úr FM Belfast og Dóri DNA stóðu fyrir uppistandi á Ka- ramba. Færri komust að en vildu og þurftu fjölmargir frá að hverfa vegna plássleysis. Félagarnir, sem þóttu annars fara á kostum, hafa lofað að endurtaka leikinn á stærri stað áður en langt um líður. Troðfullt hús á uppi- standi á Karamba Fólk KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Mjöðmin er skipað helstu merk- isberum íslensks nýbylgjurokks. Leikmannalisti Mjaðmarinnar er eins og nokkurs konar nýbylgjurokkaratal. Örvar í múm, sem er fyrirliði, Númi Tómasson (Andhéri), Siggi Finns og Ein- ar Sonic (Singapore Sling), Bjössi Borko, Högni og Guðmundur Óskar úr Hjaltalín og Benni Hemm Hemm. Einnig leikur Daní- el Bjarnason með liðinu svo og leikararnir Sveinn Ólafur Gunnarsson og Jörundur Ragnarsson. Loji Höskuldsson, úr vonarstjörnunum Sudden Weather Change er líka ný- farinn að mæta og formaður félagsins er Steinþór Helgi Aðalsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín. Liðið er skráð í áhugamannadeild, Carlsbergdeild- ina, en þar gilda sömu reglur og í opinberu deildunum, stilla þarf upp ellefu manna liði, keppnisbúningar verða að vera os.fr.v. Mjöðmin keppti sinn fyrsta leik á þessu tímabili í vikunni og vann frækilegan sigur á liðinu Cowboys from Hell, 3-0. Er þetta reyndar í fyrsta skipti sem Mjöðmin fer með sigur af hólmi síðan hún gekk í Carlsbergdeildina. Örvar í múm og Högni Hjaltalín voru á meðal markaskorara en Örvar, sem er varnarmaður, setti boltann glæsilega inn með stang- arskoti. Sindri Már Sigfússon, kenndur við Seabear, var einn þeirra sem tóku þátt í þessum sögulega leik. „Við fögnuðum eins og við værum búnir að vinna HM. Þetta er alltaf að verða betra og betra hjá okkur. Ég sé fram á góða uppskeru í sumar.“  Hin rússneska Tinatin sem er ein þriggja höfunda Evróvisjón- framlags okkar í ár bloggar um keppnina á heimasíðu sinni (tinat- inmusic.wordpress.com) og þar má lesa um margt sem drífur á hennar daga með íslenska hópnum. Til dæmis segir hún frá því að flestar konurnar í íslenska hópnum hafi verið sársvekktar yfir því að gríski flytjandinn Sakis Rouvas sem þyk- ir líkastur grískum guði, hafi ekki mætt til Evróvisjón-partísins sem haldið var í vikunni. Segir Tinatin það vel mögulegt að Rouvas sé of fallegur fyrir fyrirsætubransann. Of fallegur fyrir fyrir- sætubransann Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA leggst rosalega vel í mig. Þetta er frábært handrit þannig að ég er afskaplega spenntur, enda á ís- lenska þjóðin rétt á að fá að sjá þetta stykki,“ segir Jóhannes Haukur Jó- hannesson leikari sem mun fara með titilhlutverkið í nýrri uppfærslu af Hellisbúanum sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni hinn 4. sept- ember næstkomandi. Verkið var fyrst sýnt hér á landi fyrir rúmum áratug og fór Bjarni Haukur Þórs- son þá með hlutverk Hellisbúans. Uppsetningin sló rækilega í gegn, en frá frumsýningu árið 1998 til síðustu sýningar árið 2001 sáu um 80.000 manns verkið. Að sögn aðstandenda uppfærslunnar nú er það mesta að- sókn á einleik á Íslandi fyrr og síðar. Þeir stefna þó að því að gera enn betur. Í stuttu máli má segja að Hellisbúinn fjalli um samskipti kynjanna. „En verkið segir okkur líka hvers vegna við erum eins og við erum,“ segir Jóhannes. „Þetta er náttúrlega rosalega skemmtilegt og fyndið, en mér finnst maður líka geta lært af þessu verki. Hellisbúinn vitnar svolítið í fornöld, veiðimenn, safnara og svo framvegis. Þetta fjallar um hvernig það er innbyggt í okkur og hefur fylgt okkur til nú- tímans. Og þótt við séum ólík ættum við að geta bætt hvert annað upp.“ Sá verkið 19 ára Að sögn Jóhannesar byggist upp- færslan nú á útgáfu sem sýnd er við miklar vinsældir í Bretlandi um þessar mundir. „Þar fer Mark nokk- ur Little með hlutverk Hellisbúans, en hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Nágrönnum. Það er handrit sem hefur fengið að þróast og hann er búinn að gera mjög góða hluti með. Við eigum hins vegar eftir að fara vel yfir þetta og við þrír munum sitja vel yfir þessu,“ segir Jóhannes, en í þeim hópi fer Sig- urjón Kjartansson fremstur í flokki. „Hann þýðir þetta en svo er líka ýmislegt sem þarf að breyta, það er til dæmis talað um hafnabolta og stöðvaflakk á sjónvarpinu. Það á kannski ekki alveg við hérna, ég er til dæmis bara með RÚV og Skjá einn,“ segir Jóhannes og hlær. Hellisbúinn er eftir Bandaríkja- manninn Rob Becker og var frum- sýnt í San Francisco árið 1991. Verkið hefur verið sýnt víða um heim við miklar vinsældir, en ís- lenska fyrirtækið Theater Mogul Productions á réttinn að því í dag. Aðspurður segist Jóhannes hafa séð verkið þegar það var fyrst sett upp hér á landi. „Ég var 19 ára gam- all þegar ég sá það. Ég man að mér fannst rosalega gaman en mundi lít- ið eftir því hvernig það nákvæmlega var. Þannig að það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég las það núna með augum fullorðins manns hversu gott það er.“ Jóhannes Haukur Hellisbúi  Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur Hellisbúann í nýrri uppfærslu í haust  Rúnar Freyr Gíslason leikstýrir og Sigurjón Kjartansson skrifar handrit Morgunblaðið/Heiddi Þrír góðir Rúnar, Jóhannes og Sigurjón færa okkur nýjan Hellisbúa. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „FÓLK man ennþá eftir þessum auglýsingum, og ég hélt að ég gæti ekki notað appelsínugult það sem eftir er. En ég er nýbyrjuð að kaupa mér appelsínugular flíkur aftur,“ segir fyrirsætan Anna Rak- el Róbertsdóttir sem prýðir aug- lýsingar frá símafyrirtækinu Tali um þessar mundir. Margir muna eflaust eftir um það bil tíu ára gömlum auglýs- ingum frá Tali þar sem Anna Rak- el var einnig í aðalhlutverkinu, en þær vöktu á sínum tíma mikla at- hygli á henni sem fyrirsætu. „Enda voru þær mjög flottar og vel unnar þannig að eðlilega vöktu þær mikla athygli,“ segir fyr- irsætan sem sagði já um leið og leitað var til hennar að þessu sinni. „Auglýsingastofan Vatíkanið vinn- ur þessar auglýsingar núna, ég þekki þá alla þannig að ég sagði já um leið.“ Auglýsingarnar nú minna um margt á þær sem gerðar voru fyrir áratug, eru einfaldar og stíl- hreinar, og hvergi sést í síma. „Þetta eru bara skýr skilaboð,“ segir Anna Rakel sem er annars að læra grafíska hönnun við Listahá- skóla Íslands um þessar mundir, og á eitt ár eftir. Situr fyrir hjá Tali á tíu ára fresti Sæt Anna Rakel í auglýsingunni. Hestar og vísindi Nám í hestafræðum nýtur sívaxandi vinsælda. LbhÍ býður upp á sérhæft nám sem miðar meðal annars að rekstri hrossabúa, sérhæfðri þjónustu, ráðgjöf og hverskyns miðlun þekkingar við hrossaræktendur og hestamenn. Einnig er möguleiki á frekara rannsóknanámi á þessu sviði til doktorsgráðu. Kynntu þér nám í hestafræðum á heimasíðu skólans: www.lbhi.is A U Ð L IN D A D E IL D P L Á N E T A N Uppávið Sindri Seabear er í Mjöðminni. Mjöðmin sigraði Cow boys from Hell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.