Morgunblaðið - 21.05.2009, Page 3
Fyrir 2 til 12 (ýmist sem aðalréttur eða forréttur)
Peking pönnukökurnar henta vel sem spariréttur en eru einnig
fyrirtaks skyndimatur ef kjúklingaafgangur er til á heimilinu.
Þær eru líka fullkomnar í lautarferðina og þá hentar vel að
kaupa annað hvort tilbúinn, grillaðan Holta kjúkling eða
tilbúna Holta kjúklingastrimla.
1 heill Holta kjúklingur
12 stk Peking pönnukökur
(fást í pakka)
1 laukur
Salt og pipar
2 gúrkur
2 púrrulaukar
2 stórar lárperur (avocado)
1 bakki af baunaspírum
Chezuan wok sósa
FARIÐ SVONA AÐ: Skerið gúrkuna, púrrulaukinn og lárperuna niður
í strimla. Setjið kjúklinginn í pott og hellið vatni þar til það flæðir yfir
kjötið. Grófsaxið laukinn og bætið út í vatnið ásamt salti og pipar.
Sjóðið í 45-60 mínútur eða þangað til beinin losna frá kjötinu. Kælið
og tætið niður kjötið. Hitið pönnukökurnar á pönnu, setjið meðlætið
í skálar og berið fram. Uppskriftin er úr Holtabæklingnum „Umhverfis
heiminn í 14 réttum með Áslaugu Snorradóttur“.
* Fleiri frábærar kjúklingauppskriftir á www.holta.is *
HOLTA byggir á áratugalangri reynslu, leggur mikinn metnað í gæðastjórnun
og er stöðugt að auka fjölbreytni í vöruúrvali. Íslenskir neytendur hafa í
viðhorfskönnunum valið Holta kjúkling sem vinsælasta ferska kjúklinginn.
Peking pönnukökur