Morgunblaðið - 21.05.2009, Page 6

Morgunblaðið - 21.05.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ATHYGLI umheimsins beinist að Íslandi nú um stundir og þið hafið því einstakt tækifæri til þess að koma ykkur á framfæri. Þið þurfið hins vegar að hafa hraðar hendur, vegna þess að augnaráð heimsins færist hratt yfir,“ segir David Hoskin frá fyrirtækinu Eye-for-Image í Dan- mörku. Hann var meðal fyrirlesara á málþingi sem bar yfirskriftina „Að tala fyrir Íslands hönd“ og haldið var í Salnum í gær. Að málþinginu stóðu Útflutningsráð, Almannatengslafélag Íslands og Ferðamálastofa í sam- starfi hinna ýmsu samtaka atvinnu- rekenda. Vörumerkið Ísland enn ólaskað Að mati Hoskins hefur Ísland sem vörumerki ekki beðið hnekki vegna efnahagshrunsins síðasta haust. „Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að Ísland var sem vörumerki fyrir hrunið ekki sérlega þekkt eða sterkt,“ segir Hoskin og nefnir máli sínu til stuðnings að í hugum flestra tengist Ísland nú annars vegar fisk- veiðum og hins vegar fjármál- um.„Fyrir utan þetta tvennt vita menn á heimsvísu afar lítið um Ís- land. Þið þurfið þess vegna að koma ykkur saman um hvað þið viljið standa fyrir og tala síðan einni röddu. Vegna smæðar landsins hafið þið ein- stakt tækifæri til þess að stilla saman strengi ykkar og koma skýrum skila- boðum á framfæri erlendis, en það þarf að gerast hratt,“ segir Hoskin og mælir með því að farið verði í al- þjóðlega markaðsherferð á Íslandi. Í samtali við Morgunblaðið segir Hoskin lykilatriði að koma á framfæri jákvæðum sögum frá Íslandi. „Þið hafið t.d. kjörið tækifæri til þess að fá athygli út á nýjan forsætisráðherra ykkar, fyrstu vinstri stjórn landsins, umræðuna um hugsanlega aðild Ís- lands að ESB, þá staðreynd að konur komi í auknum mæli að endurreisn fjármálakerfisins og ekki síst tækni- nýjungar sem tengjast fyrirtækjum á borð Össur hf. sem vakið hefur heimsathygli fyrir smíði sína á gervi- fótum spretthlauparans Oscars Pi- storiu sem er mögnuð saga sem fang- ar alla,“ segir Hoskin og tekur fram að sögurnar þurfi jafnt að höfða til hugar og hjarta almennings. Í viðhorfskönnun þeirri sem kynnt var á málþinginu kom fram að Danir, Bretar og Þjóðverjar tengja Ísland fyrst og fremst við náttúru og menn- ingu. Aðspurður segir Hoskin mik- ilvægt að vernda náttúruna hérlendis til þess að halda í sérstöðuna sem Ís- land hefur sem áfangastaður ferða- manna. Einnig sagðist hann þeirrar skoðunar að það hefði verið rétt ákvörðun að klára tónlistarhúsið sem fyrst og gera það starfhæft með menningarviðburðum sem dregið gætu ferðamenn til landsins. Samhengið ræður merkingunni Andrés Jónsson, formaður Al- mannatengslafélags Íslands, tók í er- indi sínu undir með Hoskin að mik- ilvægt væri að fara í almannatengslaherferð á heimsvísu. Sagðist hann þeirrar skoðunar að lykilatriði væri að fá erlenda sérfræð- inga á sviði kynningarmála til þess að halda utan um slíka herferð þar sem þeir hefðu reynsluna og samböndin. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra í Ósló, fór í erindi sínu yfir þær gullnu reglur sem allir fulltrúar landsins þurfa að hafa að leiðarljósi, hvort heldur þeir eru sendiherrar, stjórnendur fyrirtækja, listamenn eða almennir borgarar. Sagði hún lykilatriði að hlusta á viðmælendur sína, vera reiðubúinn að taka til máls, þekkja eigin hagsmuni sem og hags- muni viðmælandans. Sigríður ræddi reynslu sína af því að tala fyrir Íslands hönd í jafnólíkum menningarheimum og í Afríku ann- ars vegar og Noregi hins vegar. Spurð hvort hún teldi að hægt væri að senda ein samræmd skilaboð frá Íslandi út til allra landa heims sagði Sigríður vissulega hægt að samræma meginskilaboðin, en að samhengi hlutanna réði ávallt merkingunni og því þyrfti um leið að taka tillit til að- stæðna á hverjum stað. Morgunblaðið/Ómar Geysir Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun í Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi er íslensk náttúra helst það sem laðar ferðamenn til landsins. Einstakt tækifæri Íslands  Sökum smæðar landsins geta Íslendingar auðveldlega stillt saman strengi sína og talað einni röddu á heimsvísu  Kallar eftir alþjóðlegri ímyndarherferð                                                                             !"## "##$#%  !"## &"#%' (")!"##*+ ,%(")         ÍMYND Íslands er enn sterk í huga Breta og þeir hafa mikinn áhuga á að sækja landið heim þrátt fyrir bankahrunið í haust. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ge- off Saltmarsh á málþinginu í gær. Saltmarsh starfar hjá The Salt- marsh Partnership í Bretlandi sem hefur m.a. unnið fyrir Ferða- málastofu við að markaðssetja Ís- land fyrir breska ferða- og fjöl- miðlamenn. „Við sáum bankahrunið fyrst og fremst sem tækifæri fyrir Ísland, en ekki hættulegt ástand. Ísland var jú á forsíðum allra dagblað- anna, þótt af rangri ástæðu væri,“ segir Saltmarsh og bendir á að fyr- irtækið hafi strax í kjölfar hrunsins spýtt í lófana og markaðssett Ísland sem aldrei fyrr með þeim árangri að Bretum sem ferðast til Íslands hefur fjölgað um 20%. „Ísland talar fyrir sig sjálft,“ segir Saltmarsh og bendir á að árið 2008 hafi fyr- irtækið staðið fyrir 40 kynning- arferðum fyrir fjölmiðlafólk og allt stefni í það slíkar ferðir verði enn fleiri á þessu ári. Ísland talar fyrir sig sjálft Morgunblaðið/RAX ÓMAR Stefánsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Kópavogs, telur ekki að meirihlutasamstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé í hættu að svo stöddu. „Það er engin stjórnarkreppa í Kópavogi,“ sagði Ómar. Bæjarmálaráð framsóknarmanna í Kópavogi fundaði í fyrrakvöld vegna viðskipta bæjarins við fyrirtæki dóttur Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra. Viðskiptin námu um 50 milljónum króna á tíu árum. Endurskoðendum bæj- arins hefur verið falið að taka saman skýrslu um þessi viðskipti. Ómar reiknar með að henni verði skilað innan hálfs mánaðar. Gunnar bæjarstjóri sagði í samtali við mbl.is að skýrslan mundi hreinsa sig og dóttur sína af ásökunum pólitískra andstæðinga sinna. Ómar sagði að upplýsingarnar um fyrrnefnd viðskipti hefðu komið sér á óvart. Einkum hve margir sviðs- og deildarstjórar bæjarins ákváðu að eiga viðskipti við fyr- irtækið. Ómar sagði það vera á þeirra ábyrgð en ekki bæjarstjórans. Hann kvaðst sjálfur hafa talið að viðskipt- in einskorðuðust við frágang ársskýrslu. Ómar staðfesti að langflestir reikningarnir væru undir 500 þúsund krón- um hver, en greiðsla þeirra fær aðra meðferð í bæj- arkerfinu en greiðsla hærri reikninga. gudni@mbl.is „Það er engin stjórnar- kreppa í Kópavogi“  Oddviti Framsóknar telur meirihlutasamstarf ekki í hættu Morgunblaðið/Ómar Kópavogur Endurskoðendur undirbúa skýrslu. ÞRÁTT fyrir að viðhorf til Íslands hafi á heildina litið versnað vegna bankahrunsins í haust er viðhorfið til Íslands sem áfangastaður fyrir ferðamenn jákvætt. Þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun sem ParX Viðskiptaráðgjöf IBM gerði í Bretlandi, Danmörku og Þýska- landi fyrir Útflutningsráð Íslands og Ferðamálastofu. Ísland enn vinsæll áfangastaður NÁTTÚRAN er sá þáttur sem al- menningur í Bretlandi, Danmörku og Þýskalandi tengir helst við Ís- land. Þannig nefna 43-55% þátttak- enda náttúruna sem það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar Ísland er nefnt. Að sama skapi er náttúran meginástæða hugsanlegrar Ís- landsheimsóknar, en 27-59% svar- enda segja svo vera. Næstvinsæl- asta ástæðan fyrir Íslandsferð er menning almennt en hana nefndu 14-41% svarenda. Náttúran og menn- ingin trekkja helst 15% afsláttur NICOTINELL Munnsogstöflur með bragði! Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni þegar reykingum er hætt. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið var reykt. Munnsogstöflur: skammtar mega þó aldrei vera stærri en 30 stykki á dag af 1 mg og mest 15 stykki á dag af 2 mg. Leita skal til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 18 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. ®

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.