Morgunblaðið - 21.05.2009, Page 8

Morgunblaðið - 21.05.2009, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 ÞESSI ungi piltur ber það mikla nafn Þorgeir Hávarsson, enda úr Ljósa- vatnsskarði, frá bænum Hriflu 3, en Framsóknarmaðurinn Jónas kenndi sig einmitt við Hriflu eins og margir muna. Þorgeir, sem hefur millinafnið Atli, sat í fyrradag og hjálpaði afa sínum á Grenivík að skera úr netum. Þemavika er nú í Stórutjarnaskóla og þau systkinin Þorgeir og Ísey Dísa, kusu frekar að „vinna og gera gagn“ en dvelja við leiki í skólanum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þorgeir sker af netum FJÖRUTÍU og fimm ökumenn voru staðnir að hraðakstri á Borgar- holtsbraut í Kópavogi á mánudag en þar var staðsett ómerkt lög- reglubifreið sem er búin mynda- vélabúnaði. Á einni klukkustund, eftir há- degi, fóru 80 ökutæki þessa akst- ursleið og því óku 56% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 46 km/klst en þarna er 30 km há- markshraði. Þrettán óku á 50 km hraða eða meira. Í mars var fylgst með ökutækjum á sama stað á Borgarholtsbraut og þá óku 68% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Í kjölfarið var bætt úr merkingum en það virðist duga skammt. Fyrir ári var lögreglan líka við hraðamælingar á Borgarholtsbraut en þá var leyfður hámarkshraði 50 og því ekki hægt að bera niðurstöð- urnar saman. Það vekur hinsvegar athygli að þá (apríl 2008) voru nær allir ökumenn til fyrirmyndar en 89 ökutæki fóru umrædda akstursleið. Aðeins einu þeirra var ekið of hratt eða yfir afskiptahraða, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Lögreglan mun áfram fylgjast með því að ökumenn virði reglur um hámarkshraða í Kópavogi sem og annars staðar. Margir óku allt of hratt í Kópavogi KONA á þrítugsaldri var dæmd í Hæstarétti í gær í tólf mánaða fangelsi fyrir rán í Litlu kaffistof- unni í desember 2007. Ránið framdi hún í félagi við karlmann, sem í héraðsdómi var dæmdur í 20 mánaða fangelsi en ránsfengurinn var 7.500 krónur. Í héraðsdómi var konan dæmd í 16 mánaða fangelsi. Var hún jafn- framt svipt ökuréttindum í átján mánuði fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Huldi andlit sitt Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að konan huldi andlit sitt og ógnaði starfsmanni Litlu kaffistof- unnar með hnífi. Þá var hún einnig sakfelld fyrir nytjastuld og að hafa í tvígang ekið óhæf um að stjórna ökutæki, örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna. Með brotun- um rauf konan skilorð sem hún hafði fengið fyrir umferðarlaga- brot og brot gegn valdstjórninni. Konan hafði áður verið dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir ráns- brot en var ekki fullra 18 ára er hún framdi það brot. Henni höfðu einnig verið gerðar sektir fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. Háttsemi konunnar við ránið var talin ógnandi og því metin henni til refsiþyngingar. Hins vegar voru ekki miklir fjármunir teknir og hún játaði brot sín að mestu leyti. Henni var jafnframt gert að greiða starfsmanni í Litlu kaffi- stofunni 150.000 krónur í miska- bætur. Fékk árs fang- elsi fyrir rán MJÖG mikill áhugi er í Hollandi á landsleik Íslands og Hollands í und- ankeppni heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu sem leikinn verður á Laugardalsvellinum laug- ardaginn 6. júní. Vegna þessarar miklu eft- irspurnar hefur Icelandair bætt þremur flugferðum við daglega áætlun sína til Amsterdam og er fullbókað í þær. Gera má ráð fyrir að á annað þúsund aðdáendur liðs- ins komi með Icelandair dagana fyrir leikinn og setji svip á borgina þessa helgi, en hollenskir knatt- spyrnuaðdáendur eru þekktir fyrir að klæðast og skreyta sig hinum skæra appelsínugula einkennislit landsliðsins. Liðin léku fyrri leikinn í und- ankeppninni í Rotterdam í október síðastliðnum og þá sigruðu Hol- lendingar 2-0. Icelandair er að- alstuðningsaðili íslenskra knatt- spyrnulandsliða. Þrjár aukaflugferðir á landsleik hér „FORNLEIFASTOFNUN Íslands vísar á bug ásökunum forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins um meinta misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu og aðra vafasama viðskiptahætti,“ segir í yfirlýsingu frá Adolf Friðrikssyni, sem barst blaðinu í gærkvöldi. „Svo virðist sem umfjöllun Morgunblaðsins um meint brot FSÍ á samkeppnislögum og ásak- anir um siðferðilega hæpnar starfsaðferðir sé byggð á bréfi forstjóra Framkvæmdasýslu ríkis- ins til ýmissa aðila innan stjórn- sýslunnar. Fornleifastofnun voru ekki kynntar þessar bréfasend- ingar og hefur því ekki haft tæki- færi til að gera grein fyrir sinni hlið málsins gagnvart þeim aðilum sem bréfið var sent. Framkvæmdasýsla ríkisins setti fram alvarlegar ásakanir á hendur FSÍ í bréfi til stofnunarinnar síð- astliðið vor. Beiðni FSÍ um skýr- ingar á málatilbúnaði Fram- kvæmdasýslunnar ásamt upplýsingum um réttarstöðu stofnunarinnar, hefur enn ekki verið svarað. Í umfjöllun Morg- unblaðsins kemur enda fram að forstjóri Framkvæmdasýslunnar hafi ákveðið að svara ekki beiðn- inni – í trássi við skyldur sínar samkvæmt stjórnsýslulögum. For- stjórinn lét auk þess undir höfuð leggjast að gera viðeigandi stjórn- völdum, þ.e. Samkeppniseftirlit- inu, grein fyrir grunsemdum sín- um svo rétt og sanngjörn málsmeðferð mætti hefjast þar sem FSÍ nyti þeirrar réttar- verndar sem stjórnsýslureglur gera ráð fyrir. Þess í stað kaus forstjóri Framkvæmdasýslunnar að senda túlkun sína á málinu í bréfi til ýmissa aðila innan stjórn- sýslunnar, en í bréfinu fléttar hann saman óskyldum málum, eig- in hugleiðingum, og vafasömum ályktunum. Þessar hugrenningar hafa nú verið birtar athugasemda- laust í fjölmiðlum, og án þess að öðrum málsaðilum, sem undir þungum ásökunum liggja, hafi verið gefinn kostur á að tjá sig eða leiðrétta rangfærslurnar. FSÍ harmar að opinber embætt- ismaður beri út óhróður um starfsfólk hennar og vegi að heiðri stofnunarinnar og erlends háskóla. Samkeppniseftirlitið hefur nú tek- ið Alþingisreitsmálið til skoðunar og fagnar Fornleifastofnun því að það mál sé þar með komið í réttan farveg.“ Fornleifastofnun vísar ásökunum á bug HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær tíu mánaða fangelsisdóm héraðs- dóms yfir manni fyrir peningafals en hann falsaði tuttugu 2.000 króna seðla og notaði til þess ljós- ritunarvél. Maðurinn, sem er á fimmtugs- aldri, er síbrotamaður en hann var jafnframt dæmdur fyrir fíkniefna- lagabrot með því að hafa haft í vörslu sinni 2,19 grömm af am- fetamíni sem lögregla fann við leit á honum. Nota átti peningana í pókerspili Lögreglan handtók manninn í apríl 2007. Við leit á honum fund- ust 20 tvö þúsund króna seðlar sem lögreglan taldi að væru fals- aðir. Í frumskýrslu var haft eftir manninum að þeir væru ljósrit- aðir. Við yfirheyrslu kvaðst hann hafa ætlað að nota þessa peninga í pókerspili ásamt félögum sínum og staðfesti hann þann framburð fyrir dómi. Aldrei hefði verið ætl- un hans að nota peningana í við- skiptum eða til að blekkja með. Hann ítrekaði að hann hefði skýrt lögreglu frá þessu strax á vett- vangi. Lögreglan fann einnig á honum amfetamín sem hann kannaðist við að eiga. Í forsendum héraðsdóms kom fram að peningarnir líktust mjög raunverulegum seðlum og allnokkurrar aðgæslu væri þörf til að átta sig á að þeir eru falsaðir. Þar sem hann hefði viðurkennt að hafa ætlað að nota seðlana í pen- ingaspili þótti dómnum sannað að ásetningur hans stóð til að koma þeim í umferð, „enda vart á hans valdi að ráða því hvað um þá yrði eftir að aðrir hefðu unnið seðlana af honum í spilum“. Fangelsisdómur fyrir pen- ingafals og fíkniefnabrot

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.