Morgunblaðið - 21.05.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.05.2009, Qupperneq 14
Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is FYRIRTÆKIÐ Norðurskel í Hrísey fékk formlegt vinnsluleyfi í gær og fyrsti kræklingurinn fer á markað strax í dag. Varan verður send frá Hrísey áleiðis í versl- anir Nóatúns, en hún verður eingöngu á boðstólum þar fyrst í stað. „Við viljum sjá hvernig móttökurnar verða áður en þetta fer á fleiri staði hér á landi,“ sagði Skúli Gunnar Böðvarsson, markaðsstjóri Norðurskeljar, í gær. Átta ár eru síðan Víðir Björnsson tók fyrstu skrefin á þessum vettvangi, á sama tíma og margir fleiri hér á landi, en hann er sá eini sem hélt sínu striki og uppsker nú eins og til var sáð, eftir erfiða baráttu lengi. „Gífurlegir möguleikar“ Kanadískt fyrirtæki gerðist hluthafi í Norðurskel fyrir tveimur árum og nú er kræklingurinn ræktaður að kanadískri fyrirmynd sem gengur mun betur en sam- kvæmt evrópskum aðferðum. Við Portúgal, Spán og Ír- land er kræklingurinn ræktaður nálægt yfirborði sjávar en á mun meira dýpi hér og við austurströnd Kanada. Skúli Gunnar gerir ráð fyrir því að fyrirtækið framleiði um 100 tonn af bláskel á þessu ári og að eftir tvö ár verði framleiðslan komin upp í 1.000 tonn. „Kanadamennirnir fóru af stað 1985, tíu árum seinna voru þeir komnir í hátt í 400 tonn á ári – voru þá í sömu sporum og við erum í nú – en fyrirtækið framleiðir nú 20 þúsund tonn af kræklingi á ári. Þeir eru með minna hafsvæði en Norðurskel hefur fengið úthlutað undir ræktun þannig að möguleikarnir hér hjá okkur eru gífurlegir.“ Ræktunarferðin er sú að áður en að kræklingurinn hrygnir eru lagðar um 200 metra langar línur í sjóinn og lirfa, sem klekst út um leið og kræklingurinn hrygnir, læsir sig á kaðlana. Þar festast gjarnan krossfiskar einn- ig. Svo óheppilega vill til að þeir lifa á kræklingi, en að hausti er krossfiskurinn flæmdur burt og eftir það dafnar kræklingurinn þar til Norðurskeljarmenn sækja hann, sælkerum til mikillar gleði ef að líkum lætur. Nokkuð margir sýna kræklingaeldi áhuga hér á landi um þessar mundir og hefur sá hópur stofnað félagið Skel- rækt. Ræktun er hafin í smáum stíl á nokkrum stöðum en skynsemin ræður för að sögn Skúla Gunnars, og ákveðið hefur verið að öll vinnsla fari fram hjá Norðurskel til að byrja með. Ekkert vit sé í að fjárfesta í nauðsynlegum tækjabúnaði á fleiri stöðum eins og staðan er í dag. Vilja kaupa hverja einustu skel Búið að semja við dreifingarfyrirtæki í Belgíu um að koma vörunni á markað þar í landi og næsta nágrenni, en að sögn Skúla Gunnars er hvergi etið jafn mikið af kræk- lingi í heiminum og þar. „Fyrirtækið vill reyndar kaupa hverja einustu skel sem hér kemur upp úr sjó. Í Evrópu hefur verið mikill samdráttur í skelrækt, m.a. vegna mengunar og þörungaeitrunar og því er galopinn gluggi fyrir okkur inn á þann markað.“ Starfsmenn hjá Norðurskel eru fimm en tíu til við- bótar verða ráðnir á næstu dögum. Skúli Gunnar telur vaxtarbroddinn gríðarlegan og á næstu sex til átta árum gætu starfsmenn í kræklingaeldi hérlendis verið orðnir 300 að hans mati. „Galopinn gluggi“  Íslenskur kræklingur frá viðurkenndri vinnslu í fyrsta skipti á markað  Gæti skapað 300 störf eftir nokkur ár Morgunblaðið/Kristján Sælgæti Bláskel frá Norðurskel sem veitingamaðurinn Friðrik V á Akureyri hefur annað veifið boðið upp á. Bláa lónið er opið alla daga frá kl. 10.00–20.00 • Sími 420 8800 • www.bluelagoon.is 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Eftir Benjamín Baldursson Eyjafjarðarsveit | Hópur norðlenskra kvenna stendur nú að nýsköpunar- og hönnunarsamkeppni undir yf- irskriftinni Þráður fortíðar til fram- tíðar. Þessar konur eru Dóróthea Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Hand- verkshátíðar við Hrafnagilsskóla, Anna Gunnarsdóttir, hönnuður og listakona, Margrét Lindquist sem unnið hefur til evrópskra gull- verðlauna fyrir grafíska hönnun, Arndís Bergsdóttir, hönnuður hrúta- húfunnar, Bryndís Símonardóttir fagurkeri og Ester Stefánsdóttir verkefnisstjóri. Þráður fortíðar til framtíðar er hönnunarsamkeppni á landsvísu þar sem íslensk ull er í aðalhlutverki. Markmið samkeppninnar er að auka áhuga og fjölbreytni í hönnun þar sem notuð er íslensk ull, annaðhvort ein og sér eða með öðrum efniviði, og verðlauna þá hönnuði sem fara þar fremstir í flokki. Á þennan hátt er vakin athygli á þeim verðmætum sem liggja í ullinni og íslenskri hönnun og sköpuð samtímis jákvæð umfjöllun jafnt innanlands sem utan og aukið enn á verðmæti þessa einstaka hrá- efnis. Samkeppnin er haldin í samvinnu við Landssamtök sauðfjárbænda, Ís- tex hf. og Glófa ehf. Samkeppnin er opin öllum og er ætlað að skapa einstaklingum tæki- færi til að koma sér og sínum ull- arvörum á framfæri. Miðað er við að ullin sé í aðalhlutverki en það má nota hvaða hráefni sem er með henni. Sjá nánari upplýsingar um sam- keppnina og leikreglurnar á www.handverkshatid.is. Þráður fortíðar ofinn til framtíðarinnar Verður landvættunum á skjaldarmerki Íslands skipt út fyrir skæri og prjóna? Hönnun Umsjónarmenn hönnunarsamkeppninnar eru (frá vinstri) Arndís Bergsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Ester Stefánsdóttir, Margrét Lindqvist, Dóróthea Jónsdóttir og Bryndís Símonardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.