Morgunblaðið - 21.05.2009, Síða 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@mbl.is
Ferðamennska í lækningaskyni er
komin til að vera. Þess vegna þarf
að veita sjúklingum eins miklar
upplýsingar og þekkingu og unnt er
til þess að þeir geti ratað í frum-
skógi tilboða á netinu um lækn-
ismeðferð erlendis. Þessu var slegið
föstu á málþingi norrænu lífsið-
fræðinefndarinnar sem heyrir undir
norrænu ráðherranefndina.
Málþingið var haldið í síðustu
viku í Sigtuna í Svíþjóð og í því
tóku þátt sérfræðingar í heilbrigð-
isvísindum, heimspekingar, lög-
menn og fulltrúar hagsmuna-
samtaka sjúklinga auk fleiri.
Ferðamennska í lækningaskyni
er orðin að milljarðaiðnaði sem vex
hratt um allan heim. Norrænir
sjúklingar fara ekki bara í ýmiss
konar hefðbundnar aðgerðir og
meðferðir til nágrannalanda innan
Evrópu, heldur einnig til lækna í
fjarlægum löndum sem sumir segj-
ast geta læknað nánast hvaða sjúk-
dóm sem er.
Meðferð sem vekur von
Það er ekki síst stofnfrumu-
meðferð sem nú vekur von alvar-
lega veikra sjúklinga um bata en
stofnfrumur hafa þann eiginleika að
geta endurnýjað sig og jafnframt
myndað sérhæfðar frumur.
Beinmergur, sem inniheldur
stofnfrumur, hefur í yfir 30 ár verið
notaður til meðferðar á blóð-
frumuæxlum og um þá meðferð
hafa gilt ákveðnar reglur.
„Allur annar flutningur á stofn-
frumum er enn á rannsókna- og til-
raunastigi,“ sagði Outi Hovatta,
stofnfrumusérfræðingur við Karol-
inska Institutet í Stokkhólmi, á
málþinginu.
Selja ofan af sér
Sérfræðingarnir sem til máls
tóku létu í ljós áhyggjur sínar yfir
því að stofnfrumumeðferð væri
auglýst á glæsilegum heimasíðum
stofnana í löndum þar sem ekki
gilda skýrar reglur um slíka með-
ferð.
Talsmenn margra stofnana í
þessum löndum segja hvorki alþjóð-
legum vísindamönnum hvað gert er
við sjúklingana í raun og veru né
heldur sjúklingunum sjálfum.
Meðferðin kostar oft tugi millj-
óna króna og komið hefur fyrir að
sjúklingar hafi selt heimili sín til
þess að geta greitt fyrir hana.
Duglegar í markaðssetningu
„Vandamálið er að þessar stofn-
anir eru duglegar að markaðssetja
sig og þær leika á strengi sem
sjúklingurinn skilur og sem hann
hefur kannski saknað í opinbera
heilbrigðiskerfinu,“ segir Ole Johan
Borge, formaður lífsiðfræðinefnd-
arinnar í viðtali við Morgunblaðið.
Outi Hovatta benti á að aðal-
ástæðan fyrir því hvers vegna
ræktaðar og sér í lagi fjölhæfar
stofnfrumur hefðu ekki enn verið
notaðar við klíníska meðferð væri
möguleg hætta á að þær geti stuðl-
að að myndun krabbameins. Nú
færu fram viðamiklar rannsóknir á
þessu sviði. Áður en hægt væri að
sneiða hjá þessari hættu væri ekki
réttlætanlegt að nota slíkar frumur
við meðferð á sjúklingum.
Óttast að sjúklingum versni
Borge bætir því að allir sem
þekki til á þessu sviði óttist að
frumurnar sem fluttar eru geri ekki
það sem vonast er til eða þá að þær
myndi æxli eða frumuþyrpingar
sem valdi því að ástand sjúklingsins
versni.
Hann greinir hins vegar jafn-
framt frá því að mörgum finnist
sem kröfurnar sem gerðar eru í
sambandi við stofnfrumurannsóknir
á Vesturlöndum áður en hægt sé að
gera rannsóknir á mönnum séu of
strangar.
„Maður getur þá ímyndað sér að
sé þröskuldurinn svolítið lægri ann-
ars staðar taki menn meiri áhættu
þar. En ef sjúklingarnir vita af því
kann það að vera ásættanlegt.“
Handbók fyrir sjúklinga
Það er mat Borge að handbók
fyrir sjúklinga, sem hann segir að
alþjóðleg samtök um stofn-
frumurannsóknir, ISSCR, hafi sam-
ið, sé fyrsta skrefið í viðleitninni til
þess að koma til móts við sjúk-
lingana. En hann bætir því við að
jafnvel með handbókinni geti það
orðið erfitt fyrir sjúklinga að vita
hvað er viðurkennd meðferð og
hvað ekki þar sem menn telji hættu
á að þessar stofnanir fari að miða
upplýsingar sínar við handbókina.
Réð þeim frá að fara
Sjálfur kveðst Borge hafa ráðið
tveimur sjúklingum, sem hann
þekkti til, frá því að fara í stofn-
frumumeðferð frá Noregi til út-
landa. Hann segir báða sjúklingana
hafa farið utan fyrir söfnunarfé en
báða komið heim án þess að hafa
fengið bata.
Að sögn Borge hafa heilbrigð-
isyfirvöld á Norðurlöndum ekki
rætt þessi mál nóg. Afstaða þeirra
gagnvart sjúklingunum sem fara
utan til lækninga sé ekki nógu skýr
og það sé meðal annars ein af
ástæðunum fyrir því að nefndin
ákvað að halda málþing um lækn-
ismeðferð yfir landamæri eins og
sumir vilja kalla það sem nefnt hef-
ur verið ferðamennska í lækn-
ingaskyni.
Ferðast til lækninga
Ferðamennska í lækningaskyni er orðin að milljarðaiðnaði sem vex hratt um
allan heim Norræna lífsiðfræðinefndin fjallaði um nauðsyn upplýsingagjafar
Utan til lækninga Veita þarf sjúklingum eins miklar upplýsingar og unnt er til þess að þeir geti ratað í frumskógi tilboðanna á netinu um læknismeðferð.
Er ferðamennska í lækningaskyni
fjárplógsstarfsemi gagnvart
sjúklingum eða heilbrigð viðbót
við heilbrigðiskerfi Norðurlanda?
Þetta var yfirskrift málþings nor-
rænu lífsiðfræðinefndarinnar í
síðustu viku.
Reuter
ÞAÐ eru í raun engin alþjóðleg sam-
þykkt viðmið um hvaða kröfur eigi
að gera til þeirra sem veita lækn-
isþjónustu hingað og þangað um
heiminn,“ segir Sigurður Guð-
mundsson, fyrrverandi landlæknir.
Sigurður, sem nú er forseti fræða-
sviðs heilbrigðisvísindasviðs Há-
skóla Íslands, var einn frummæl-
enda á málþingi norrænu
lífsiðfræðinefndarinnar í síðustu
viku um ferðamennsku í lækninga-
skyni.
Sigurður bendir hins vegar á að að
minnsta kosti fjórar viðurkenningar-
stofnanir, sem taka út heilbrigðis-
þjónustu, hafi metið sjúkrahús sem
veita þeim sem koma frá öðrum
löndum læknisþjónustu.
„Sú stærsta, JCI, er bandarísk og
er alþjóðlegi hluti stofnunar sem
tekur út spítala í Bandaríkjunum.
Þessi stofnun hefur metið og „veitt
viðurkenningu“ held ég um 60 stofn-
unum sem eru í Indlandi og Pakistan
og víðar.“
Hinar stofnanirnar eru í Bret-
landi, Kanada og Ástralíu, að sögn
Sigurðar.
Hann segir að þar sem gríðarleg
þörf sé á greinargóðum upplýsingum
fyrir sjúklinga hafi menn verið sam-
mála um að skynsamlegasta skrefið
væri að einhver stofnun á Norður-
löndum, landlæknisembætti eða
önnur, tæki upplýsingarnar saman.
„Þar yrði hægt að fá skýrar upp-
lýsingar um stofnanir sem ekki væri
hægt að segja neitt misjafnt um.“
Sigurði finnst áhugavert að ræða
hvort íslenska ríkið eigi að borga
sjúklingum að minnsta kosti þá upp-
hæð sem kostar að gera aðgerðina
heima leiti þeir til erlendra stofnana
sem metið er að séu í lagi. „Það
mætti setja slíkt sem skilyrði fyrir
greiðslu.“
ingibjorg@mbl.is
Engin samþykkt viðmið
Skynsamlegt að stofnun á Norðurlöndum veiti upplýsingar
Vantar upplýsingar Sigurður Guð-
mundsson, fyrrverandi landlæknir.
Hvað gerir norræna lífsiðfræði-
nefndin?
Nefndin, sem var stofnuð árið 1989,
á að stuðla að samvinnu og skiptum
á upplýsingum milli Norðurlandanna
í lífsiðfræði. Að sögn Vilhjálms Árna-
sonar, prófessors í heimspeki við Há-
skóla Íslands sem setið hefur í
nefndinni í nokkur ár, hefur hún tals-
vert frelsi til þess að taka efni upp að
eigin frumkvæði. Vilhjálmur segir
nefndina fylgjast vel með umræðu á
alþjóðlegum vettvangi á sviði líf-
tækni og lífvísinda og þeim málum
sem geta vakið siðferðilegar spurn-
ingar.
Hvaða efni hefur nefndin fjallað
um?
Nefndin hefur meðal annars haldið
sérstakt málþing um stofn-
frumurannsóknir og unnið skýrslu
um stofnfrumurannsóknir á Norð-
urlöndum. Einnig hefur verið haldið
málþing um tæknifrjóvgun, stöðu
hennar á Norðurlöndum og mismun-
andi löggjöf.
Siðfræði fiskveiða og lífsiðfræði
hafsins hefur jafnframt verið umfjöll-
unarefni nefndarinnar, að sögn Vil-
hjálms. Frekari upplýsingar um störf
nefndarinnar eru á heimasíðunni
ncbio.org.
S&S
SVEITARSTJÓRN Grýtubakka-
hrepps lýsir yfir miklum áhyggjum
vegna fyrirhugaðrar fyrningar á
aflaheimildum í sjávarútvegi. „Út-
gerðarmenn sem nú starfa í grein-
inni hafa keypt stærstan hluta
sinna veiðiheimilda og flestir farið
eftir þeim leikreglum sem stjórn-
völd hafa sett. Það er því mikið
áhyggjuefni verði aflaheimildir
teknar endurgjaldslaust.“
Í ályktun frá bæjarráði Fjarða-
byggðar, bæjarráði Seyðisfjarðar
og meirihluta bæjarstjórnar
Tálknafjarðar er einnig lagst gegn
fyrningarleið.
Morgunblaðið/RAX
Vara við fyrningu
FRÁ og með deginum í gær og til
27. maí geta landsmenn styrkt MS-
félagið með því að kaupa flatkökur
frá Ömmubakstri og Gæðabakstri.
Fyrirtækin tvö ætla að sýna þann
rausnarskap að láta 10 krónur af
hverjum seldum flatkökupakka
renna til þjónustustarfsemi MS-
félagsins. Prentsmiðjan Prentmet
gefur félaginu prentun á dreifi-
miðum með upplýsingum og fróð-
leik um MS-sjúkdóminn sem slíkan.
„Flatkökuvika“ til
styrktar MS-félagi
SVEITARSTJÓRN Skagafjarðar
hefur ákveðið að allir unglingar
og ungmenni 18 ára og yngri sem
sækja um vinnu hjá Vinnuskóla
Skagafjarðar skuli fá vinnu.
Liðlega 20 ungmenni á aldr-
inum 16-18 ára sóttu um og fá
vinnu við ýmis fyrirtæki sveitar-
félagsins. Þetta er um 30% fleiri
en í fyrra
Allir fá vinnu