Morgunblaðið - 21.05.2009, Page 17
Fréttir 17INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009
UTANRÍKISÞJÓNUSTAN, Út-
flutningsráð og Ferðamálastofa
hafa hafið samstarf um kynningu á
Íslandi sem ferðamannastað í sam-
ræmi við áætlanir um kynningu Ís-
lands erlendis. Stefnt er að því að
sendiráð Íslands verði héðan í frá
formlegur upplýsingaveitandi
ferðamála erlendis. Samstarfið
endurspeglast m.a. í að skrifstofur
Ferðamálastofu í Kaupmannahöfn
og Frankfurt verða lagðar niður og
verkefni þeirra flytjast að stórum
hluta til sendiráðanna.
Morgunblaðið/Kristinn
Loka skrifstofum
MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA
fagnar þeirri áherslu sem lögð er á
mannréttindamál í nýjum stjórn-
arsáttmála.
Mannréttindaskrifstofa fagnar
því að mannréttindafræðsla verði
efld á öllum skólastigum. Skrif-
stofan fagnar áformum um að lög-
gjöf um málefni hælisleitenda verði
endurskoðuð. Í því samhengi ítrek-
ar skrifstofan hvatningu sína um að
Ísland gerist aðili að samningum
Sameinuðu þjóðanna um rík-
isfangslausa. Skrifstofan fagnar
einnig áformum um að sett verði
heildstæð lög um fjölmiðla þar sem
ritstjórnarlegt sjálfstæði er tryggt.
Fagna áherslum í
mannréttindamálum
„ÞAÐ er einlæg von borgarfulltrúa
Vinstri grænna að Fríkirkjuvegur
11, sem og aðrar opinberar eignir
sem auðmenn hafa notað ímyndað
fjármagn til að kaupa, komist sem
fyrst í hendur almennings aftur.“
Þetta segir í bókun fulltrúa VG í
borgarráði. Í bókuninni er bent á
að Novator hafi átt Fríkirkjuveg 11
í rúmt ár. Engin starfsemi virðist
vera í húsinu og ástæða sé til að
hafa áhyggjur af því að húsið liggi
undir skemmdum.
Borgin eignist aftur
Fríkirkjuveg 11
LOKAHÖND er nú lögð á tvöföldun
hjóla- og göngustígs frá Ægisíðu í
Elliðaárdal með aðgreindum stíg-
um fyrir hjólandi og gangandi.
Í framtíðinni verður lögð sérstök
áhersla á að aðskilja umferð hjól-
reiðamanna og gangandi. Áform
eru m.a. uppi um að leggja sér-
stakan hjólastíg beggja vegna Hofs-
vallagötu. Þá liggja einnig fyrir
teikningar að tvöföldun stíga fyrir
gangandi og hjólandi í Fossvogi.
Morgunblaðið/Ómar
Hjól Margir hjóla þessa dagana.
Klára að tvöfalda
hjóla- og göngustíg
Ljósmyndaklúbburinn Blik á Suð-
urlandi opnar í dag sína fyrstu ljós-
myndasýningu. Hún er haldin að
Austurvegi 35-37 á Selfossi, í
tengslum við hátíðina Vor í Árborg.
Sýningin verður sett í dag, kl. 11,
og opin fram á sunnudag.
Blik er klúbbur áhugaljósmynd-
ara og hefur starfað í eitt ár.
Blik opnar sýningu
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
VIÐ getum ekki skipað ríkjum að
taka við flóttamönnum eða hæl-
isleitendum, aðeins hvatt þau til að
grafa ekki undan þeirri stofnun
sem hefur það hlutverk að reyna
að halda utan um þessi mál á al-
þjóðavettvangi,“ segir Hanne Marie
Mathisen. Hún er norsk og stýrir
samskiptamálum hjá skrifstofu
Flóttamannahjálpar Sameinuðu
þjóðanna, UNHCR, fyrir Norð-
urlöndin og Eystrasaltslönd í
Stokkhólmi.
Mathisen er stödd hér á landi í
boði Rauða krossins og Mannrétt-
indaskrifstofu Íslands og hefur
meðal annars heimsótt palestínskar
konur á Akranesi.
„Ég var snortin af því að hitta
palestínsku konurnar sem fengu
hér hæli. Við lítum á stefnu Íslend-
inga í málum þeirra sem mikla fyr-
irmynd, hvernig þeim var fenginn
samastaður og þeim útvegaðar
stuðningsfjölskyldur til að aðstoða
þær við að koma sér fyrir og aðlag-
ast. Ég hitti eina sem sagðist finna
fyrir svo miklu frelsi og létti. Hún
sagði mér að kona í búð hefði
faðmað sig þegar hún fékk að vita
að hún væri ein af Palestínukon-
unum!“
Hún sagðist vona að framhald
yrði á þessu verkefni enda þótt
ákveðið hefði verið að taka ekki við
fleiri Palestínukonum á þessu ári.
Hún var spurð um hungurverkfall
Alsírbúa sem beðið hefur um hæli
hér og svarar að sér sýnist það
taka óvenju langan tíma fyrir yf-
irvöld hér að fara yfir umsóknir.
„Umsækjanda sem er í óvissu og
biðstöðu í heilt ár finnst að hann sé
ekki velkominn. Fái hann hæli
hefst aðlögun en hann er frá upp-
hafi mjög ósáttur og tortrygginn.
Það er hvorki gott fyrir hælisleit-
andann né Íslendinga. En komi í
ljós að hann fullnægi ekki skilyrð-
unum er best að hann yfirgefi land-
ið sem fyrst.“
Á síðustu árum hafa komið upp
harðar deilur víða á Norðurlönd-
unum vegna aðstæðna flóttamanna
og hælisleitenda.
„Við sjáum að Norðurlöndin eru
að taka upp harðari stefnu,“ segir
hún. „Segja má að þetta hafi byrj-
að í Danmörku, Svíar fylgdu í kjöl-
farið og þá Norðmenn og nú virð-
ast Finnar líka vera að huga að
svipuðum breytingum. Við höfum
áhyggjur af þessari breyttu afstöðu
vegna þess að við álítum að það sé
skylda allra að fullnægja alþjóð-
legum skuldbindingum. Ekki sé
nóg að fylgjast með því hvað
grannþjóðirnar geri.
Norðurlöndin eru staðall
Ég segi oft: ef okkur mistekst
hér á Norðurlöndum mun okkar
mistakast alls staðar. Það er mik-
ilvægt að sum ríki hafi mjög traust
kerfi vegna hælisleitenda vegna
þess að þá verða þau eins konar
staðall fyrir önnur ríki. Ég er ekki
að segja að allt sé til fyrirmyndar á
Norðurlöndunum en við vinnum að
því að festa í sessi góð vinnubrögð
og lagfæra þau göt sem við sjáum.“
Hún segir aðspurð að ljóst sé að
auk þess sem lög og reglur séu ólík
milli landa skipti miklu hvernig þau
eru túlkuð og hver framkvæmdin
sé. Hún geti verið væg eða ströng.
„Þegar upp er staðið er það
hvert ríki sem tekur ákvarðanir í
málum hælisleitenda og flótta-
manna,“ segir Hanne Marie Mathi-
sen.
Erfiðara að fá hæli á Norðurlöndunum
Fulltrúi Flóttamannahjálpar Samein-
uðu þjóðanna segir aðstæður Palestínu-
kvenna á Akranesi til fyrirmyndar
Morgunblaðið/Eggert
Að skilja aðra Mathisen heimsótti í gær börn í Vogaskóla en þau tóku þátt í verkefni sem gengur út á að reyna að
skilja kjör flóttamanna, m.a. með hlutverkaleik. Guðrún Ögmundsdóttir setur hér í gang tölvuleik, með henni eru
Sólveig Hildur Björnsdóttir, starfsmaður Rauða Krossins og Guðrún Guðmundsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gestur Hanne Marie Mathisen,
fulltrúi UNHCR í Stokkhólmi.
STUTT
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Salou
frá kr. 79.900 - með fullu fæði
Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Salou vinsælasta áfangastaðar Costa Dorada
strandarinnar sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti
skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða, úrval veitinga-
staða og litríkt næturlíf. Í boði er gisting á Hotel Marinada, góðu hótel í Salou, sem
er vel staðsett í nágrenni við verslunargötur, ströndina og göngugötuna. Herbergi
eru með loftkælingu, síma, sjónvarpi, öryggishólfi, baðherbergi með hárþurrku og
svölum eða verönd. Einnig veitingastaður, bar, líkamsræktaraðstaða, leikjasalur,
góður sundlaugagarður og fjölmargt annað.
Gríptu tækifærið og bókaðu strax -
aðeins 11 herbergi í boði!
M
bl
11
12
31
3
Verð kr. 79.900
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára,
í herbergi á Hotel Marinada *** með fullu fæði í 7
nætur. Aukavika kr. 17.000. Verð, m.v. 2 fullorðna
og 1 barn kr. 86.900. Aukavika kr. 22.000.
Verð m.v. gistingu í tvíb. kr. 92.900. Aukav. kr. 27.000.
Ótrúlegt sértilboð
Hotel Marinada* * *
vikuferð m/fullu fæði
12. júní
Aðeins 11 herbergi í boði!
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Frábær aðstaða
· Fullt fæði
· Loftkæling
· Svalir/verönd
· Glæsilegur garður
· Sundlaugar / barnalaug
· Nuddpottur
· Leiktækjaherbergi
· Mini-golf
· Borðtennis
· Barnaklúbbur (4-12 ára)
· Barnaleiksvæði
· Þráðlaust internet (Wi-Fi)
· Veitingastaður
· Barir
... og fleira og fleira