Morgunblaðið - 21.05.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.05.2009, Qupperneq 18
18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is KYNFERÐISOFBELDI gegn börn- um, ekki síst drengjum, var „daglegt brauð“ á munaðarleysingjahælum á Írlandi og leiðtogar kaþólsku kirkj- unnar þögðu um það. Er þetta nið- urstaða viðamikillar skýrslu, sem ver- ið hefur níu ár í smíðum og nær allt aftur til fjórða áratugar síðustu aldar. „Hver nýr dagur var ný skelfing fyrir börnin, sem alltaf bjuggust við að vera barin eða beitt kynferðisof- beldi. Óttinn gegnsýrði þessar stofn- anir, einkum drengjaheimilin,“ segir í skýrslunni. Segir þar, að yfirmenn kirkjunnar hafi vitað af ósköpunum en þagað yfir þeim. Ekki hafi verið hlustað á þau börn, sem þorðu að kvarta, heldur var þeim oft refsað harðlega. John Kelly, framámaður í sam- tökum þeirra barna, sem níðst var á, sagði á blaðamannafundi rétt áður en skýrslan var birt, að uppeldisstofnanir kirkjunnar hefðu verið eins og „gúlög“ þar sem börnin hefðu verið haldin sem þrælar. Varaði við „miklu áfalli“ Önnur skýrsla um kynferðislegt of- beldi kaþólskra presta á börnum er væntanleg í næsta mánuði. Mun inni- hald hennar ekki vera skemmtilegra en þeirrar, sem birt var í gær, enda sagði Diarmuid Martin, erkibiskup í Dyflinni, í síðasta mánuði, að fólk yrði að búa sig undir „mikið áfall“. Á uppeldisstofnununum urðu drengirnir einkum fyrir ofbeldi presta, sem gættu þeirra, en minna var um kynferðislegt ofbeldi á stúlknaheimilum þar sem nunnur voru við stjórnvölinn. Þær voru hins vegar miklu fremri prestunum í því að brjóta börnin, stúlkurnar, niður andlega með skömmum og svívirð- ingum. Það var alvanalegt á uppeldisstofnunum kaþólsku kirkjunnar á Írlandi að beita börn kynferðisofbeldi en um það var þagað Níðst á börnum AP Ljótur lestur John Kelly, einn helsti málsvari barnanna, með skýrsluna. HÁTT í þriðj- ungur þing- manna á ind- verska þinginu hefur verið sak- aður um afbrot og sum alvarleg, m.a. þjófnað og morð. ADR, indversk samtök, sem berjast fyrir lýð- ræðislegum umbótum, segja, að 153 af 543 nýkjörnum þingmönnum eigi glæparannsókn og málaferli yfir höfði sér. Þar af séu 74 sakaðir um mjög alvarlega glæpi, þar á meðal morð. Ljótast er ástandið í Bhara- tiya-flokknum, helsta stjórnarand- stöðuflokknum, en 43 þingmenn hans af 116 hafa verið kærðir, þar af 10 um alvarlegan glæp. Anil Bairwal, talsmaður ADR, sagði, að þingmönnum af þessu tag- inu hefði fjölgað um 20% í nýaf- stöðnum kosningum en það já- kvæða væri þó, að þeim, sem væru sakaðir um morð, hefði fækkað um 50%. Hátt í þriðjungur þingmanna sakaður um glæp Skyldu þessir hafa hreina samvisku? KÍNA er ekki lengur það land þar sem fram- leiðslukostnaður er minnstur. Er hann nú lægri á Indlandi og í Mexíkó. Kemur þetta fram í nýrri könnun Alix- Partners og þyk- ir nokkurt áfall fyrir Kína. Mun það hugsanlega verða til að draga úr fjárfestingu erlendra fram- leiðslufyrirtækja í landinu. Annað, sem vekur athygli í niðurstöðum könnunarinnar, er, að munurinn á framleiðslukostnaði í Kína og í Bandaríkjunum hefur minnkað mikið og er nú aðeins 6%. „Þeir dagar eru liðnir er fyrir- tæki gátu sparað sér allt að 30% með því að flytja framleiðsluna til Kína,“ sagði Stephen Maurer, framkvæmdastjóri AlixPartners. Framleiðslukostnaðurinn er nú minnstur í Mexíkó og Indland er í öðru sæti. Þótt framleiðslukostn- aður í Bandaríkjunum hafi minnk- að mikið er hann samt enn meiri en í flestum samanburðarlöndum. Bilið milli Kína og annarra landa hefur því almennt minnkað. svs@mbl.is Kína ekki lengur hagstæðasta framleiðslulandið Forskot Kínverja hefur minnkað. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is MAHMOUD Ahmadinejad, forseti Írans, tilkynnti í gær að her landsins hefði skotið á loft meðaldrægri eld- flaug í tilraunaskyni. Hermt er að eldflaugin dragi um 2.000 kílómetra og hægt væri að skjóta henni á Ísr- ael eða sunnanverða Evrópu. Ahmadinejad sagði að eldflaug- inni hefði verið skotið frá borginni Semnan í norðurhluta Írans og hún hefði hæft skotmarkið. „Mér var sagt að eldflaugin gæti farið út fyrir lofthjúpinn, síðan inn í hann aftur og hæft skotmarkið.“ Íransferð aflýst Forsetinn bætti við að eldflaugin notaði eldsneyti úr föstu efni. Slíkar flaugar eru nákvæmari en eld- flaugar sem nota vökvaeldsneyti. Bandarískur embættismaður sagði að svo virtist sem eldflaugar- tilraunin hefði heppnast. Stjórn Ísraels sagði að eldflaug- artilraunin hlyti að vera áhyggjuefni fyrir Evrópuríki þar sem ljóst væri að Íranar ættu eldflaugar sem hægt væri að skjóta á sunnanverða álfuna. „Íranar eru einnig að reyna að þróa eldflaug sem drægi 10.000 kílómetra og hægt væri á skjóta á strönd Bandaríkjanna.“ Gert hafði verið ráð fyrir því að utanríkisráðherra Ítalíu, Franco Frattini, ræddi við Ahmadinejad í Teheran í gær en ráðherrann ákvað að aflýsa ferð sinni til Írans eftir að honum var skýrt frá því að íranski forsetinn vildi að fundurinn færi fram í Semnan, nálægt eldflaugar- skotpallinum. Sögð geta ógnað Evrópu  Íranar skjóta á loft eldflaug sem talið er að dragi til Ísraels og sunnanverðrar Evrópu  Sögð hafa hæft skotmarkið AP Nýtt vopn Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, kyssir barn í Semnan þar sem hann skýrði frá því að her landsins hefði skotið á loft nýrri eldflaug. TALSMAÐUR Silvio Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í gær, að dómurinn yfir breska lögfræð- ingnum David Mills, sem dómstóll í Mílanó fann sekan um að hafa borið ljúgvitni og tekið við mútum frá Ber- lusconi, væri ekkert annað en „vel tímasett árás vinstrisinnaðra dóm- ara“ á forsætisráðherrann. Mills var dæmdur fyrir að hafa þegið um 77 millj. ísl. kr. fyrir að ljúga til um aflandsfélög Fininvest, eignarhaldsfélags Berlusconis, en sjálfur var forsætisráðherrann ekki sóttur til saka. Hann nýtur friðhelgi og sá sjálfur um að koma lögum um það í gegnum ítalska þingið. „Þetta var vel tímasett, pólitísk árás,“ sagði talsmaður Berlusconis og bætti við, að hann hefði tekið þessu með stakri ró og af þeirri hóg- værð, sem hann einkenndi. Berlusconi seg- ist ætla að ræða þessi mál á þingi, „strax og ég hef tíma til“, og ætlar þá að segja skoð- un sína á sumum dómurum alveg umbúðalaust. Dómurinn yfir Mills hefur kynt undir umræðu um annað mál, sem er vinskapur Berlusconis við ljóshærða tánings- stúlku og aðrar ungar stúlkur. Dag- blaðið La Repubblica krafði Berlus- coni í gær svara við 10 spurningum um samband hans við ungar stelpur. Er tilefnið m.a. yfirlýsing Veronicu Lario, eiginkonu Berlusconis, en hún er nú að skilja við hann af þess- um sökum. svs@mbl.is Berlusconi sakar dómara um árásir Armur laganna nær ekki til hans. Ætlar að svara er hann hefur tíma til NANGA horfir stolt á nýbakaðan son sinn í Boj- nice-dýragarðinum í Slóvakíu. Nanga er óran- gútani en þar fer stór trjábýll mannapi sem lifir á Borneó og Súmötru. Meðalaldur villtra óran- gútana er 35–40 ár en þeir geta orðið 60 ára í dýragörðum. Karldýr vega að jafnaði 75 kíló. Reuters Móðurást í Slóvakíu VÍSINDAMENN hafa kortlagt út- breiðslu alnæmis í Evrópu og kemur þá í ljós, að Grikkland, Portú- gal, Serbía og Spánn eru mikil útflutningslönd sjúkdómsins. „Frá vinsælum ferðamannastöð- um eins og Grikk- landi, Portúgal og Spáni dreifist veiran með fólki, sem hefur smit- ast í fríinu, en Serbar eru aftur sjálf- ir mikið á ferðinni, til dæmis í at- vinnuleit,“ sagði Dimitrios Paraskevis, einn vísindamannanna. Paraskevis sagði, að heilbrigðis- yfirvöld í Evrópu yrðu að hafa þetta í huga. Ekki væri nóg að reyna að draga úr smitlíkum heimafyrir, heldur yrði líka að beina athyglinni að því fólki, sem legði leið sína til landsins. svs@mbl.is Sól, sjór og stundum al- næmissmit Smitleiðir kortlagðar Paradís og líka með höggorminn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.