Morgunblaðið - 21.05.2009, Side 21

Morgunblaðið - 21.05.2009, Side 21
Daglegt líf 21ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Unnið er baki brotnu á Þórssvæðinu í Glerárhverfi um þessar mundir enda aðeins um það bil 50 dagar þar til Landsmót Ungmennafélags Ís- lands hefst. Nýja stúkan er að verða tilbúin, búið að setja sætin á sinn stað og útsýnið er ágætt. Ég rann- sakaði það í gær. Nú styttist í að gerviefnið verði sett á hlaupabraut- irnar.    Brautskráning nemenda frá Verk- menntaskólanum á Akureyri fer fram í Íþróttahöllinni laugardaginn kl. 10. Alls verða brautskráðir um 160 nemendur að þessu sinni, heldur fleiri en síðustu ár. Seinna sama dag, eða milli kl. 16 og 18 verður mótt- taka í VMA, í tilefni af 25 ára afmæli skólans.    Söngleikurinn Hárið er eflaust í uppáhaldi hjá mörgum norðanmann- inum. Rétt er að benda á að í tilefni fimm ára afmælis tónlistarskólans Tónræktarinnar flytja nemendur og kennarar músík úr verkinu í Sjall- anum á laugardaginn kl. 16 og 19. Rokkstjarnan Magni Ásgeirsson verður gestasöngvari og fer með hlutverk sögumanns.    Eigendur Tónræktarinnar eru hjón- in Sigríður Birna Guðjónsdóttir og Björn Þórarinsson, Bassi.    Gamalt fólk á mínum aldri, og aðrir aðdáendur góðrar tónlistar, taki eft- ir: Hljómsveitin Dúndurfréttir verð- ur á Græna hattinum annað kvöld og býður þá upp á lög úr smiðju Pink Floyd, Deep Purple, Led Zeppelin og Uriah Heap. Yngra fólk velkomið líka.    Stemningin á Akureyrarvelli var frábær þegar KA og Þór mættust í 1. deild karla í fótbolta á föstudaginn var. Áhorfendur hátt í þúsund; allir komu brosandi í góða veðrinu, KA- menn fóru brosandi heim en við Þórsarar læðumst með veggjum í smátíma. En virkilega ánægjulegt var að heyra hve líflegir stuðnings- mannahópar liðanna eru.    Stuðningsmenn Akureyrarliðanna eru ákaflega vanafastir og hafa alltaf verið. Einn sat alltaf á sama stein- inum þegar hann kom á völlinn í gamla daga, en þegar steinninn var fjarlægður hætti karlinn auðvitað koma á völlinn. Nú sitja KA-menn langflestir í stúkunni en Þórsararnir sitja eða standa á grasinu og í klöpp- unum norðan við stúkuna.    Hann var þreyttur og líklega þyrst- ur, einn félagi minn eftir körfubolta- tímann í gær. „Ef ég gæti kallað fram eitthvað eitt frá æskuárunum, þá væri það Cream Soda.“ Fyrir þá sem ekki þekkja var það (ótrúlega vondur) gosdrykkur, framleiddur í Sana á Akureyri fyrir býsna mörg- um árum.    „Stundum fór maður út í sjoppu, bað um eina Cream Soda og sagðist ætla að kaupa innihaldið,“ sagði þessi sami vinur minn og lygndi aft- ur augunum. Að kaupa innihaldið þýddi að hann hugðist drekka úr flöskunni á staðnum. Þá þurfti ekki að eiga viðskipti aftur með því að selja glerið.    Fyrstu vikuna í ágúst verður haldið vinabæjamót í Álasundi í Noregi fyr- ir 16-20 ára þar sem hittist fólk frá vinabæjunum Akureyri, Álasundi, Randers í Danmörku, Västerås í Sví- þjóð og Lahti í Finnlandi. Til móts- ins er boðið 16 fulltrúum frá hverju landi og hægt er að sækja um að fara utan. Nánari upplýsingar er að hafa á heimasíðu Akureyrarbæjar.    Skólaslit Tónlistarskólans á Ak- ureyri verða annað kvöld kl. 18 í Ak- ureyrarkirkju með tónleikum.    Jasstríóið TYFT kemur fram á Græna hattinum í kvöld kl. 21. Það hefur nýverið sent frá sér fjórða geisladisk sinn hjá Skirl Records í New York, og hefur af því tilefni ver- ið á tónleikaferð um Evrópu und- anfarnar tvær vikur. Tríóið skipa Hilmar Jensson á gítar, Andrew D’Angelo á saxófón og Jim Black á trommur. Þeir félagar hafa leikið saman í ýmsum sveitum í 15 ár en starfrækt TYFT frá árinu 2000.    Langflestir nefndu Akureyri í ný- legri rannsókn þar sem spurt var hvað gerði Norðurland að spennandi áfangastað fyrir ferðafólk. Rann- sóknin var gerð fyrir Ferða- málastofu að áeggjan Markaðs- skrifstofu Norðurlands.    Ég hefði bara sagt veðrið og fegurð fólksins … Svörin voru margvísleg, 39,4% sögðu höfuðstað Norðurlands helsta aðdráttarafl landshlutans en 21,9% Mývatn. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á vellinum Nokkrir Þórsarar mát- uðu sætin í nýju stúkunni í gær. Ragnheiður Ásta Pétursdóttirsendir Vísnahorninu vísu, sem henni kom í hug þegar hún heyrði í blessaðri lóunni: Syngur lóa sætt í mó saman blómin þegja. Enn í næði ætla þó eitthvað henni að segja. Benedikt Gröndal Jónsson, dómari í landsyfirrétti og stiftamtmaður, orti á sínum tíma: Syngur lóa suður í mó sætt um dáin blóm. Alltaf er söngurinn sami með sætum fuglaróm. Sumarkoman fór ekki framhjá Valdimari Gunnarssyni, kennara í Menntaskólanum á Akureyri: Fæ ég lítt sofið af fugls jarmi utan við opinn glugga. Gaukar hneggja, gjalla stelkar rindill tístir í tré. Jaðrakan vælir en vellur spói, dýrðarsöng syngur lóa. Mávar og gæsir garga álengdar, við hlið mér konan hrýtur. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af fuglum og sumri Eftir Gunnlaug Auðun Árnason Stykkishólmur | Það stendur mikið til í Stykkishólmi um hvítasunnuna. Þá verður opnuð kynningarsýning á Eldfjallasafni í Stykkishólmi. Á sýningunni verður alþjóðasafn af listaverkum, fornum og nýjum, sem sýna eldgos, og einnig munir, forngripir, minjar og steintegundir úr einstöku safni Haraldar Sigurðs- sonar prófessors, sem hefur stundað eldfjallarannsóknir í yfir fjörutíu ár um allan heim. Kynningarsýningin er undirbún- ingur að stofnun Eldfjallasafns í Stykkishólmi í náinni framtíð, þar sem skoðaðir verða margir þættir eldfjalla og virkni þeirra í ljósi lista, vísindanna, bókmennta og umhverf- isáhrifa. Á Eldfjallasafni verður kynning flutt daglega af Haraldi Sigurðssyni á íslensku og ensku, um eldgos og áhrif þeirra, ásamt fræðslu um jarð- fræði sem hentar fólki og nem- endum með litla eða enga þekkingu á þessu sviði. Haraldur Sigurðsson er fluttur heim í Stykkishólm eftir langa veru erlendis þar sem hann stundaði kennslu og rannsóknir sviði eldgosa og eldfjallafræði. Á langri starfsævi varð hann einn af virtustu fræði- mönnum heims á þessu sviði. Haraldur vinnur þessa dagana öll- um stundum við að setja upp sýn- inguna. Sér til halds og trausts hefur hann reynda sýningahönnuði, bróð- ur sinn Steindór Sigurðsson og Vigni Jóhannsson frá Akranesi. Á sýningunni verða yfir 100 lista- verk frá flestum heimsálfum, gömul og ný sem sýna eldgos frá ýmsum hliðum. Munirnir á sýningunni eru aðeins sýnishorn af safni Haraldar. Haraldur segir að söfnunaráhug- inn hafi vaknað fyrir meira en 30 ár- um. „ Ég gerði mér grein fyrir því að listaverk sem sýna eldgos geta gefið einstakar upplýsingar fyrir eldfjalla- fræðinga um túlkun gossins. Auðvit- að túlka listamenn það sem þeir sjá á sinn eigin hátt, en samt sem áður eru listaverk nytsamlegar upplýs- ingar fyrir vísindamennina,“ segir Haraldur eldfjallafræðingur. Bærinn tók hugmyndinni vel og þá fór boltinn að rúlla Hann segir að það sé dálítið langt síðan hann hafi áttað sig á því að safnið var að vaxa honum yfir höfuð. „Ég sá að ég gæti ekki hýst safnið sjálfur, til þess vantaði mig nægilegt húsnæði. Þá vaknaði hugmyndin um eldfjallasafnið. Mér fannst eðlilegt að eldfjallalandið Ísland væri besti staðurinn fyrir þetta safn. Ég bauð íslenska ríkinu að gjöf safn mitt árið 2005, en því var dræmt tekið. Ég leit alltaf til Stykkishólms með þetta verkefni. Eftir að ég flutti í Hólminn ræddi ég hugmyndina við bæjaryf- irvöld og þau fengu áhuga á verkinu. Stykkishólmsbær kostar uppsetn- ingu sýningarinnar og eins og áður sagði er kynningunni ætlað að verða hvati og áróður til þess að koma upp viðeigandi safni í framtíðinni. Það er markmiðið. Stykkishólmsbær hefur boðið 2.200 fermetra lóð sem hentar mjög vel fyrir framtíðar eld- fjallasafn,“ segir Haraldur. Sýningin er haldin í gamla sam- komuhúsinu í Stykkishólmi. „Það fer vel á því, “ segir Haraldur. „Húsið var byggt árið 1901 og flestir Hólm- arar eiga þaðan ánægjulegar minn- ingar, eins og frá skemmtunum, bíó- ferðum, ganga í kringum jólatré, leika á sviði og nú síðast ungling- arnir sem tóku þátt í starfi æsku- lýðsmiðstöðvarinnar.“ Það sýnir best áhuga þessa dug- mikla eldfjallafræðings að Haraldur ætlar að fylgja sýningunni vel eftir. Hann mun sjálfur vera á sýningunni fimm daga vikunnar og leiða gesti um sýninguna og fræða þá um það sem fyrir augu ber. Hina tvo dagana verður boðið upp á fræðsluferðir um Snæfellsnes þar sem Nesið er skoð- að og fjallað um jarðfræði og eldfjöll og sögu undir handleiðslu Haraldar Sigurðssonar sem er einn mesti sér- fræðingur á þessu sviði. Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðunn Árnason Grjót er ekki bara grjót Vignir Jóhannsson, Haraldur Sigurðsson og Steinþór Sigurðsson koma fyrir ýmsum berg- tegundum á eldfjallasýningunni sem verður opnuð í Stykkishólmi um hvítasunnuhelgi. „Ísland er besti stað- urinn fyrir safnið“ Haraldur Sigurðsson eld- fjallafræðingur vinnur að því að setja upp eld- fjallasafn í Hólminum BANN við reyk- ingum á sam- komustöðum í Bandaríkjunum hefur ekki fækk- að störfum í þjónustugeir- anum, að því er fram kemur í nýrri rannsókn sem Elizabeth Klein við ríkisháskólann í Ohio fór fyrir. Rannsóknin náði til átta borga í Minnesota þar sem takmarkanir á reykingum á samkomustöðum eru misjafnlega strangar og voru tvær borgir þar sem engar kvaðir eru á reykingum hafðar til samanburðar. Fimmtán ríki Bandaríkjanna hafa innleitt reglugerðir sem tak- marka reykingar á vinnustöðum, veitingastöðum og á börum. Fækkar ekki störfum Á útleið Lóritín® – Kröftugt ofnæmislyf Notkun: Lóritín er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og langvarandi ofsakláða af óþekktum toga. Skömmtun: Fullorðnir og börn (>12 ára): 1 tafla á dag. Börn 2-12 ára (<30 kg): ½ tafla (5 mg) á dag. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára. Töfluna má taka hvenær sem er, án tillits til matmálstíma. Hefja ætti meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi með minni skammti. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða hjálparefnum. Varúðarreglur: Gæta skal varúðar ef Lóritín er gefið sjúklingum með mikið skerta lifrarstarfsemi. Lyfið inniheldur laktósa. Langvarandi notkun getur leitt til aukinnar hættu á tannskemmdum vegna munnþurrks. Notkun Lóritíns á meðgöngu og við brjóstagjöf er ekki ráðlögð nema í samráði við lækni. Í einstaka tilfellum finnur fólk fyrir syfju sem getur haft áhrif á hæfni þeirra til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Lóritín þolist almennt vel en algengustu aukaverkanirnar hjá börnum á aldrinum 2-12 ára eru höfuðverkur, taugaveiklun og þreyta. Algengustu aukaverkanirnar hjá 12 ára og eldri eru svefnhöfgi, höfuðverkur, aukin matarlyst og svefnleysi. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Desember 2005. H V ÍT A H Ú S I / S ÍA - 9 0 2 5 - A c ta v is 7 0 4 0 0 3 Njóttu sumarsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.