Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.05.2009, Blaðsíða 25
Umræðan 25BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 FYRSTA sinn í sögu þjóðarinnar hefur pólitískri stjórnsýslu verið umpólað, frá hægri, til vinstri. Hvað það þýðir fyrir þjóðina efnahagslega, eða stjórn- sýslulega, er alveg óskrifað blað. Það myndi þó teljast vinstri- stefnulegt að meginþungi krepp- unnar yrði látin leggjast á breiðu bökin. En eins og almenningur veit þá eru allar ríkisstjórnir íhaldsstjórnir, hvort heldur þær tilheyra hægri eða vinstri stjórn- málaflokkum. Aðalbreytingin felst í stjórnsýslulegum áherslum sem valda því, á hverjum íhaldið bitnar harðast. Ríkisstjórnin hefur lofað að verja lægstu laun, en á bara að verja grunnlaunin? Láglaunastéttir þjóðfélagsins hafa orðið að láta sér lynda að búa við afkomu undir framfærslumörk- um og það í góðærinu margfræga, grunnlaun verkamanna eru rétt um 70% af framfærslu og þetta 30% bil hafa þeir brúað með 30- 40% viðbótartekjum af yfirvinnu. Missi þetta fólk yfirvinnuna og verði síðan fyrir verulegri kaup- máttarrýrnun á grunnlaunum, fær það nú ekki mikið í sinn hlut fyrir aðstoð við uppbyggingu þjóð- félagsins. Þessa stöðu má þakka atvinnurekendum og verkalýðsfor- ustunni því þeir hafa sett lág- launafólk í þessa aðstöðu í góð- ærinu, en jusu stórum fjárfúlgum í eigin vasa á kostnað þjóðfélags- ins og milljörðum í vasa auð- manna. Það er aftur á móti ástæðulaust að minnast á afkomu aldraðra, því ríkisvaldið hefur lengi kvartað undan því hvað þeir lifi lengi. Útgerðarmenn, sem fengu fría úthlutun á kvóta, gerðu aflaheim- ildina að leigu- og söluvöru til að afla sér vasapeninga á kostnað annarra útgerðarmanna. Nú vill ríkisstjórnin banna þetta pen- ingaplokk, sem löngu er tíma- bært. En útgerðarmenn kvarta sáran að fá ekki að plokka áfram, en viðurkenna nú loksins að út- gerðin sé á hausnum, sem stafar einmitt af veiðigjaldi, og afleið- ingin er fiskverðshækkun sem valdið hefur verðþenslu í þjóð- félaginu. Þjóðin á fiskinn í sjón- um og útgerðarmenn hafa aldrei haft neina heimild til að selja að- gang að henni. Veiðiheimildir eiga alltaf að vera fríar. Allir flokkar hafa staðfest það að þjóðin beri fulla ábyrgð á gjörðum ríkisstjórnar og einnig atvinnurekenda með ábyrgðinni á bankahruninu og fyrirtækjum í landinu, þar á meðal útgerðinni. En þjóðin má ekki eiga nein fyr- irtæki að mati atvinnurekenda, bara bera ábyrgð á skuldum þeirra. En beri þjóðin ábyrgð á skuldunum, hlýtur hún að eiga fullan rétt á því að fylgjast með allri viðskipta- og atvinnu- starfsemi í þjóðfélaginu og eiga rétt á að stöðva þá starfsemi sem stofnar þjóðarhag í hættu. Framsóknar- og sjálfstæð- ismenn mega ekki gleyma því að þeir byggðu upp það kerfi sem olli bankahruninu og fyrrverandi for- menn þeirra tóku einræð- isákvörðun um að tengja okkur stríðsrekstri, því tel ég að þjóðfé- lagið eigi það inni hjá flokkunum að þeir vinni heilsteyptir að end- urreisn efnahagsins með rík- isstjórninni, en séu ekki sívælandi eins og hvítvoðungar sem vantar pelann sinn. Það er nægur tími til atkvæðaveiða, því langt er til kosninga. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Valshólum 2, Reykjavík. Vinstri sveiflan Frá Guðvarði Jónssyni REKSTUR bæjarsjóðs Mosfells- bæjar á árinu 2008 gekk vel – ekki síst ef miðað er við aðstæður í þjóð- félaginu á síðasta ársfjórðungi. Rekstr- arafgangur af A- hluta að und- anskildum fjár- magnsgjöldum var 414 milljónir króna. Fjár- magnsgjöld voru tæpar 439 millj- ónir og því nem- ur rekstrarhalli A-hluta bæjarsjóðs um 25 millj- ónum á árinu 2008. Þakkir til starfsmanna Mosfellsbæjar Ég vil nota þetta tækifæri og færa öllu starfsfólki, á þeim fjölmörgu stofnunum sem tilheyra Mos- fellsbæ, þakkir fyrir þá ráðdeild sem sýnd hefur verið á því sam- dráttarskeiði sem við göngum nú í gegnum. Brugðist var við af mikilli ábyrgð og hagsýni strax í október þegar ljóst var í hvað stefndi í kjölfar bankahrunsins. Þau viðbrögð skila sér í ársreikningnum og er það starfsfólki Mosfellsbæjar að þakka hve vel tókst til með rekstur stofn- ana bæjarins á síðasta ári þrátt fyr- ir miklar verðlagshækkanir og krefjandi rekstrarumhverfi. Notuðum góðærið til að greiða niður lán Mosfellsbær hefur ekki, frekar en önnur sveitarfélög, farið varhluta af efnahagsástandinu. Þrátt fyrir að hafa verið vel í stakk búið til að bregðast við utanaðkomandi erf- iðleikum ollu fjármagnsgjöld því að rekstrarniðurstaða A-hluta var nei- kvæð. Samt sem áður er lánasafn Mosfellsbæjar að stórum hluta í ís- lenskri mynt og því ekki um veru- legt gengistap að ræða eins og hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Mosfellsbær er ekki skuldsett bæjarfélag og notaði góðærið til að greiða niður lán. Ekki höfðu verið tekin langtímalán síðan árið 2004. Þetta var gert meðal annars til þess að búa svo um hnútana að hægt yrði að mæta hremmingum kæmu þær upp. Ljóst er að rekstrarumhverfi sveitarfélaga er mjög erfitt um þessar mundir og eru mörg sveit- arfélög mjög illa stödd. Nýverið hafa stór sveitarfélög birt ársreikn- inga sína og mörg þeirra hafa því miður verið að skila nokkurra millj- arða rekstrarhalla. Þetta sýnir hversu starfsum- hverfið er viðkvæmt og hve nauð- synlegt er að gæta aðhalds, útsjón- arsemi og varfærni á tímum sem þessum. Ástandið krefjandi og samvinna nauðsynleg Það er ánægjulegt fyrir íbúa Mos- fellsbæjar að fjárhagsstaða bæj- arsjóðs sé sterk þrátt fyrir að- stæður í þjóðfélaginu og að sveitarfélagið sé í stakk búið til að takast á við tímabundin áföll. Hinu ber þó ekki að leyna að ástandið er krefjandi og að tekjur sveitarfélaga, þar með talið Mos- fellsbæjar, eru að lækka verulega vegna aukins atvinnuleysis og lækk- andi tekna íbúa. Því er nauðsynlegt að taka erf- iðar ákvarðanir á tímum sem þess- um og hluti af þeim birtist í fjár- hagsáætlun ársins 2009 sem unnin var sameiginlega af öllum flokkum í bæjarstjórn. Ljóst er að rekstur ársins 2010 verður einnig erfiður og því er verk að vinna. Hið sama er uppi á teningnum í öðrum sveitarfélögum. Í þessu ár- ferði þurfa sveitarfélög og íbúar að standa saman og hjálpast að við að takast á við það krefjandi ástand sem framundan er. Mosfellsbær hefur, eins og önnur sveitarfélög, þurft að draga úr framkvæmdum, ekki vegna skuld- setningar, heldur vegna hás vaxta- stigs. Það er því grundvallaratriði nú um stundir að vextir lækki svo hjól atvinnulífsins fari að snúast á ný, fólkið fái vinnu og sveitarfélög og ríki fái tekjur. Sveitarfélögin á landinu hafa sýnt töluverða samstöðu í kjölfar banka- hrunsins og miðla sín á milli af reynslu sinni af aðferðum við hag- ræðingu og læra þannig hvert af öðru. Hópar fulltrúa sveitarfélag- anna á ýmsum sviðum funda reglu- lega um ástandið og aðgerðir vegna þess og hafa þeir fundir reynst vel í þeim úrræðum sem sveitarfélögin þurfa að grípa til. Þrátt fyrir að sveitarfélögin komi misilla út úr efnahagsástandinu, eins og sést á ólíkum niðurstöðum ársreikninga, eiga þau það samt sem áður sammerkt að þurfa öll að bregðast við ástandinu. Öll þurfa þau að hagræða því samdráttur í tekjum sveitarfélaga er alls staðar mikill. Samstaða og samvinna er því nauðsynleg á tímum sem þessum. HARALDUR SVERRISSON, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Mjög ásættanleg rekstrarniður- staða Mosfellsbæjar árið 2008 Frá Haraldi Sverrissyni Haraldur Sverrisson BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, mánud. 18. maí. Spilað var á 11 borðum. Með- alskor 216 stig. Árangur N-S. Auðunn Guðmundss. – Björn Árnason 279 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 246 Björn Svavarss. – Jóhannes Guðmannss. 231 Árangur A-V. Guðjón Kristjánss. – Ragnar Björnsson 271 Friðrik Jónss. – Tómas Sigurjónss. 253 Hilmar Valdimarss. – Óli Gíslason 251 Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, fimmtud. 14. maí. Spilað var á 13 borðum. Með- alskor 312 stig. Árangur N-S. Albert Þorsteinsson – Bragi Björnss. 403 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 363 Jón Lárusson – Ragnar Björnss. 335 Árangur A-V. Birgir Sigurðsson – Þröstur Sveinss. 370 Helgi Hallgrímsson – Jón Hallgrímss. 365 Elías Einarsson – Höskuldur Jónsson 357 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 19. maí var spilað á 14 borðum.Úrslit urðu þessi í N/S: Júlíus Guðmundss. – Óskar Karlss. 372 Ásgeir Sölvason – Helgi Sigurðss. 365 Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónss. 358 Magnús Oddss. – Oliver Kristóferss. 346 A/V Bragi V. Björnss. – Guðrún Gestsd. 371 Kristján Þorlákss. – Jón Sævaldsson 350 Hulda Mogensen – Anna Garðarsd. 349 Björn Björnss. – Sigríður Gunnarsd. 332

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.