Morgunblaðið - 21.05.2009, Page 35

Morgunblaðið - 21.05.2009, Page 35
Menning 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 ÍSverrissal í Hafnarborgstendur nú yfir einkasýningGuðnýjar Guðmundsdótturþar sem sjá má stórar og risastórar blýants- og vatns- litateikningar ásamt skúlptúrum úr leir. Guðný, sem eftir nám hér heima fór í framhaldsnám til Ham- borgar, hefur búið í Berlín og starfað síðastliðin ár. Guðný hefur áður haldið einkasýningar á Ís- landi, árið 2004 sýndi hún í Ás- mundarsafni í sýningaröðinni Pýra- mídar og árið 2003 var hún með sýninguna „Þýskur reiðskóli“ í ASÍ. Á sýningunni nú sem ber hinn óræða titil Madame Lemoniqe & Madame Lemonborough er Guðný að vinna með teikninguna sem skrásetningu einhvers konar bygg- ingaeininga sem hverfast um sjálf- ar sig og minna helst á Nýju Bab- ylon Constances sem svífa í pörtum í himingeiminum. Endurtekin verk- fræðileg þemu birtast reglulega þar sem óljósar vísanir í flókið gangvirki er áberandi. Þetta á ekki síst við verkið The World sem sam- anstendur af óhemjustórum teikn- ingum sem þekja vegginn frá lofti til gólfs og gólfið reyndar líka að hluta. Veröld Guðnýjar inniheldur einstaka óvæntar fígúrur og hluti, en byggist þó aðallega á mek- anískum strúktúr sem líkist landa- korti eða minniskorti. Hvort ver- öldin er að taka á sig form eða að liðast í sundur er ekki ljóst en arki- tónískir leirskúlptúrar Guðnýjar gefa einnig samtímis tilfinningu fyrir ósnertum absúrd nýbygg- ingum og yfirgefnum merking- arhlöðnum rústum. Sýningin vinnur á við end- urtekna skoðun. Fagurfræði henn- ar er ekki auðmelt og hug- myndafræðilegar vísanir sem gætu leynst í titlum eða efnistökum liggja ekki í augum uppi. Eilítill texti eða viðtal við listakonuna hefði getað lyft sýningunni veru- lega upp og komið til móts við áhorfandann. Flókin fúnksjón og afstrakt arkitektúr Morgunblaðið/Eggert Mekanískt Veröld Guðnýjar inniheldur einstaka óvæntar fígúrur og hluti, en byggist þó aðallega á mekanískum strúktúr...“ segir m.a. í dómi. Hafnarborg Guðný Guðmundsdóttir, teikningar og skúlptúr bbbnn Sýningin stendur til 21. júní. Opið alla daga kl. 11-17 og fimmtudaga til kl. 21. Lokað á þriðjudögum. Aðgangur ókeyp- is. ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR MYNDLIST ÞAÐ er gaman fyrir okkursem upplifðum hvern dagsem nýtt djassævintýrifyrir hálfri öld að heyra unga íslenska stráka leika uppá- haldsverkin á tónleikum eftir tón- leika. Það er ekki langt síðan Snorri Sigurðarson og félagar rifj- uðu upp fyrstu skífur Ornette Co- lemans og nú hefur Andri Ólafsson, nýbúinn að ljúka burtfararprófi frá FÍH, forgöngu um að flytja alla níu ópusana af Mingus Ah Um skífu Mingusar, einu helsta snilldarverki djasssögunnar og þarna samein- uðust þrjár kynslóðir og leyfðu okkur, Mingusgeggjurunum, að heyra tónlistina jafn ferska og fyrr- um. Ekki var mikið vikið frá út- setningum Mingusar og sólistar flestir á svipuðum slóðum og Ming- us og hans menn utan Kjartan Valdimarsson og Óskar Guð- jónsson, sem hafa skapað sér svo persónulegan stíl að allt sem þeir leggja hönd á verður þeirra. Maður saknaði þó hins geggjaða sál- arkrafts er Booker Ervin og Ho- race Parlan lögðu í 6/4 blúsinn tólf takta „Better Git It In Your Soul“, en þeir Kjartan og Óskar bættu það margfalt upp með ótrúlega heitum og vel byggðum sólóum í „Fables of Faubus“. Þetta eru best þekktu ópusar Mingusar að und- anskildum öðrum 12 takta blúsi „Goodbye Pork Pie Hat“ sem Mingus samdi í minningu Lesters Youngs og Óskar blés jafn glæsi- lega og John Handy á skífunni frægu. Eina breyting á hljóð- færaskipan miðað við skífu Ming- usar var, að Snorri blés í trompet það sem Shafi Hadi blés í sax. Snorri komst vel frá sínu og á betri básúnusólista en Samúel Jóni eig- um við ekki kost hérlendis. Ingimar lauk brottfararprófi frá FÍH í vor einsog hljómsveitarstjórinn og voru altósólóar hans misjafnir, en klarinettusóló hans í „Pussy Cat Dues“ kom skemmtilega á óvart. Andri bassaleikari á langt í land með að drífa hljómsveit áfram eins- og Mingus gerði og hann lagði ekki í „slappbassann“ í „Jelly Roll“; óð- inn til fyrsta stórtónskálds djassins. Aftur á móti voru sólóar hans vel unnir og kompið í „Fables of Fau- bus“ stórfínt. Einsog jafnan er Matti Hemstock sá klettur er hvert band getur byggt á og þannig var það hér – hann minnir um margt á Sonny Greer í Ellingtonbandinu. Menn uppgötvuðu fyrst er hann var hættur hvaða þýðingu músíkalítet hans hafði fyrir Ellington; Louis Bellson með alla sína tækni fyllti ekki í það skarð. Að lokum skal tekið fram að flestir voru ópusarnir fluttir með prýði þó „Open Letter to Duke“ væri á mörkunum. En eitt er víst, hlustendur voru hrifnir og það var setið og staðið í hverjum krók og kima kjallarans og í stiganum alla leið uppá hæðina – þetta minnti á tónleikana í Djúpinu er John Tchicai lék hér fyrst. Andri á heið- ur skilinn fyrir hugmyndina og ekki síður að hrinda henni í framkvæmd. Mingus fyllir Múlann Múlinn á Kaffi Kúltúra Mingus Ah Um bbbbn Andri Ólafsson hljómsveitarstjóri á bassa; Snorri Sigurðarson trompet; Samúel Jón Samúelsson básúnu; Óskar Guðjónsson tenórsaxófón; Ingimar And- ersen altósaxófón og klarinett; Kjartan Valdimarsson píanó og Matthías M.D. Hemstock trommur. Fimmtudagskvöldið 14. maí. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST list&ást&list 21. maí - 24. maí 2009 Norræna húsið HESS IS MORE kl 21:00 Steingrímur Eyfjörd, Ólöf Arnalds, Ásdis Sif Gunnarsdóttir, Björk Viggósdóttir, Magnús Jensson, Andrea Hörður Harðarsson, Einar Már Gudmundsson, Hulda Hákon, Egill Sæbjörnsson, Sara Riel Lau Strandby Nielsen, Jakob Riis, Mette Stig Nielsen, Katerina Mistal, Johanna Gustafsson Fürst, Petri Ala-Maunus P.S. barinn opnar kl 20:00 Ton lei kar Anna Helga Henning, Bård Ask, Hess Is More, Tuomo Haapala, Jógvan Sverrason Biskopstø, Vebjörg Hagene Thoe Gestgjafar: Benedikt Erlingsson & Charlotte Bøving, Sýningarstjóri: Poul R. Weile

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.