Morgunblaðið - 21.05.2009, Síða 36

Morgunblaðið - 21.05.2009, Síða 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Fólk SÆNSKI tónlistarmaðurinn Promoe hefur verið iðinn að sækja Íslendinga heim undanfarin ár og þá iðulega til tónleikahalds með hljómsveit sinni Looptroop. Hann ætlar að heiðra landann með nærveru sinni eina ferðina enn næstkomandi föstudags- kvöld þegar hann heldur tónleika á Nasa við Austurvöll. Félagarnir úr Looptroop verða þó fjarri góðu gamni að þessu sinni en Promoe ætlar þess í stað að kynna fjórðu sólóplötu sína, Kråksången. Tónlistin er, líkt og annað úr hans smiðju, undir áhrifum frá reggae- og hiphoptónlist. Looptroop aðdáendur þurfa þó ekki að ör- vænta því Promoe hyggst einnig leika mörg af þekktustu lögum úr smiðju sveitarinnar á tón- leikunum í bland við nýtt og gamalt efni frá sjálf- um sér. Tónleikarnir fara fram sem fyrr segir á Nasa annað kvöld og þar mun Promoe koma fram ásamt góðum gestum. Miðasala er hafin á midi.is og er aðgöngueyrir 2.000 krónur í forsölu en 2.500 við innganginn. Upphitun verður í höndum 32C, Introbeats og Tívoí Chillout og Dj B-Ruff. Húsið verður opnað klukkan 23 og eru allir velkomnir, svo framarlega sem viðkomandi hef- ur náð 20 ára aldri. Promoe úr Looptroop með tónleika á Nasa Íslandsvinur Promoe kemur fram á Íslandi í sjö- unda sinn næstkomandi föstudagskvöld. www.myspace.com/promoe www.looptrooprockers.com  Tískugúrúinn Karl Berndsen hefur aldeilis hrist upp í íslensku kvenfólki í vetur. Mikið er rætt um þátt hans Nýtt útlit kvenna á milli og sífellt er vitnað í hann þegar förðunarbuddan er dregin upp í vinkvennahópnum. Heyrst hefur að flest sem Karl mælir með í þáttunum, notar eða kynnir gegn greiðslu, rjúki út eins og heitar lummur í snyrtivöruversl- unum landsins. Konur hlaupa út í búð daginn eftir þáttinn til að næla sér í maskarann eða töfrapennann sem gerði kraftaverkið hjá Karli. Lokaþátturinn af Nýju útliti er nú í tökum og verður hann sýndur þriðjudaginn í næstu viku. Svo er bara að sjá hvort sjónvarpsstöðv- arnar berjast ekki um hann fyrir næsta vetur enda af nægum efnivið að taka fyrir Karl. Verður Karl Berndsen á RÚV næsta vetur?  Í nýjasta tölublaði kvikmynda- tímaritsins Empire velur banda- ríski leikstjórinn Cameron Crowe 10 bestu tónlistaratriði kvikmynda- sögunnar og í fjórða sæti á listanum er hljómsveitin Sigur Rós. Atriðið sem Crowe tiltekur er í tónleikamyndinni Heima og hann segir að þegar sveitin leiki lagið „Hoppípolla“ heyri áhorfandinn hljómsveitina sameinast landinu og endar svo umfjöllunina á að segja „Viva Icelandia!“. Crowe er ekki ókunnur Sigur Rós en hann leikstýrði meðal ann- ars myndinni Vanilla Sky þar sem þrjú lög hljómsveitarinnar óma undir heldur súrum aðstæðum Tom Cruise. Meðal annarra tónlistaratriða í kvikmyndasögunni sem hugnast Crowe er atriðið í Fight Club þegar Edward Norton og Helena Bon- ham-Carter fylgjast með háhýsum hrynja til grunna undir ljúfum tón- um Pixies, „Where is my Mind?“. Leikstjórinn Cameron Crowe velur Sigur Rós Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „MÉR finnst þetta mjög góð hljóm- sveit, og ég var mjög hrifinn af fyrstu plötunni þeirra,“ segir tónlist- armaðurinn Daníel Bjarnason um hljómsveitina Hjaltalín sem hann mun stjórna á áhugaverðum tón- leikum í Íslensku óperunni næst- komandi miðvikudagskvöld, 27. maí. Á tónleikunum, sem eru hluti af Listahátíð í Reykjavík, mun sérstök kammersveit sem sérstaklega var sett saman af þessu tilefni koma fram með Hjaltalín, en samtals munu um 20 manns flytja tónlist á sviði Óperunnar þetta kvöld. „Sveitirnar blandast alveg saman þannig að þetta verður bara eins og ein risastór hljómsveit,“ útskýrir Daníel, en á efnisskrá tónleikanna verða lög úr smiðju Hjaltalín, bæði eldri lög sem og lög af óútkominni plötu sveitarinnar. „Það verður fullt af nýju efni, en líka mikið af nýjum útsetningum á lögum af fyrstu plötu þeirra, Sleepdrunk Seasons,“ segir Daníel. Uppselt Aðspurður segir Daníel ekki hægt að útsetja hvaða tónlist sem er með þessum hætti, en hann segir að tón- list Hjaltalín henti hins vegar ein- staklega vel. „Það er einmitt það sem er svo skemmtilegt við þetta, því þetta er svo rökrétt. Þetta er öðruvísi en oft þegar verið er að taka popp- hljómsveitir og gera útsetningar við lögin þeirra, þá finnur maður oft að lögin eru ekki búin til með það í huga. En tónlist Hjaltalín er svo mikið hugsuð út frá hljóðfærum og útsetningum og það er mikið um svona „orchestral“ pælingar í henni. Þannig að það er mjög eðlilegt að gera þetta, en um leið mjög spenn- andi.“ En er þá tónlist Hjaltalín að fær- ast nær því að vera „klassísk“, ef svo má segja? „Já og nei. Það sem við erum að gera fer kannski svolítið framhjá þessari spurn- ingu, hvort þetta sé klassík eða popp. Það er ekki eins og þau hafi verið popparar á sviði að fikta við klassík heldur hefur þetta haldist hönd í hönd hjá þeim. Þau eru líka að nota klassísk hljóðfæri. En það er alltaf erfitt að ræða þessa skil- greiningu og segja hvar mörkin liggja,“ segir Daníel en bætir því jafnframt við að vissulega verði lögin sett í annan búning en fólk eigi að venjast. „Mér finnst þetta annars frábær þróun, að fólk sem er að semja vinsæla og grípandi dægurtónlist skuli nota meira en bara tromm- ur, gítar og bassa,“ seg- ir Daníel. Mikil aðsókn hefur verið í miða á tón- leikana, svo mikil að nokkuð er síðan síðasti miðinn seldist. Daníel segir hugsanlegt að aukatónleikum verði komið á í ljósi þessarar miklu eftirspurnar. „Við ætluðum að reyna að halda aukatónleika en það virðist því miður ekki ganga upp strax í framhaldinu, einfaldlega út af tíðum utanlandsferðum Hjaltalín. En við endurtökum þetta vonandi síðar.“ Ekki bara gítar og bassi  Hljómsveitin Hjaltalín og kammersveit undir stjórn Daníels Bjarnasonar með tónleika á Listahátíð í næstu viku  Rökrétt og eðlilegt, að sögn stjórnandans Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjaltalín „Mér finnst þetta mjög góð hljómsveit, og ég var mjög hrifinn af fyrstu plötunni þeirra,“ segir Daníel. Daníel Bjarnason Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „VIÐ erum auðvitað komnir í ríkis- jötuna svo sviðsmyndin verður tals- vert voldugri en áður,“ segir Dr. Gunni, Gunnar Lárus Hjálmarsson, um væntanlega þáttaröð Popp- punkta sem fer í loftið hjá Sjónvarp- inu þann 5. júní næstkomandi. „Ég myndi lýsa henni sem sam- blandi af Hard Rock Café og Staupasteini,“ segir dómarinn og spurningahöfundurinn Dr. Gunni jafnframt um sviðsmyndina góðu. Sextán hljómsveitir hafa staðfest þátttöku að þessu sinni og eiga það eitt sameiginlegt að hafa aldrei áður tekið þátt í keppninni. „Buff fengu reyndar að vera með aftur þar sem það hafa orðið svo miklar mannabreytingar hjá þeim,“ segir Dr. Gunni. Engar Hawaiskyrtur Felix Bergsson verður spyrill sem fyrr og segir Dr. Gunni þáttinn vera með mjög svipuðu sniði og áður. Doktorinn hyggst þó ekki klæðast marglitum Hawaiskyrtum líkt og í fyrri þáttaröðum og ástæðan er ein- föld: „Það eru engar Hawaiskyrtur til í verslunum á landinu. Ég held að það sé lítil stemning fyrir Hawai- skyrtum í þjóðfélaginu í dag.“ Blanda af Hard Rock Café og Staupasteini  Sextán hljómsveitir reyna með sér í poppfræðum Viðureignir í Popppunkti: Eurobandið – Reykjavík! Áhöfnin á Halastjörnunni – Sigur Rós Sprengjuhöllin – Ljótu hálfvitarnir Electra – Blood Group Ingó & Veðurguðirnir – Hvannadalsbr. Baggalútur – Buff FM Belfast – Jeff Who? Múm – Árstíðir Morgunblaðið/Heiddi Gunni og Felix Hér má sjá þá félaga í nýja settinu. Þátturinn verður með svipuðu sniði og áður, en Gunni verður þó ekki í Hawaiskyrtum. Hljómsveitin Hjaltalín er skip- uð þeim Axeli Haraldssyni, Guðmundi Óskari Guðmunds- syni, Hirti Ingva Jóhannssyni, Högna Egilssyni, Rebekku Björnsdóttur, Sigríði Thorla- cius og Viktori Orra Árnasyni. Kammersveitina skipar, auk Daníels, einvala lið hljóð- færaleikara sem allir hafa skapað sér sess sem fyrir- taks einleikarar. Má þar t.d. nefna Melkorku Ólafsdóttur (flauta), Matthías Nardeau (óbó), Hrafnkel Orra Egilsson (selló), Unu Sveinbjarnar- dóttur (fiðla) og Borgar Þór Magnason (kontrabassi). Einvala lið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.