Morgunblaðið - 21.05.2009, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 21.05.2009, Qupperneq 37
Menning 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA byrjaði allt í einhverri vitleysu fyrir rúmu ári síðan þegar við ákváðum að syngja tónlist Queen. Það gerðum við í tvígang við góðar und- irtektir, og í kjöl- farið fór ég að hugsa hvað við gætum tekið næst,“ segir Stef- án Þorleifsson, stjórnandi kórs Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem mun flytja lög Gunnars Þórð- arsonar á tónleikum á Selfossi í kvöld. Tónleikarnir verða í íþrótta- húsinu Iðu og eru þeir haldnir í samvinnu við hátíðina Vor í Ár- borg. Dagskráin samanstendur af lögum eftir Gunnar Þórðarson, en hann og Engilbert Jensen munu heiðra tónleikagesti með nærveru sinni og leika með kórnum. „Gunnar Þórðarson varð fyrir valinu sökum hans snilli og frum- leika í lagasmíðum,“ segir Stefán þegar hann er spurður hvernig honum datt þetta í hug. En er þetta ekki stórt stökk, að fara úr Queen yfir í Gunnar Þórðarson? „Það er allavega mjög ólíkt, og það er líka markmiðið með þessum kór. Fyrir áramót sungu krakkarnir til dæm- is kirkjutónlist og í haust munu þau syngja nútímatónlist þar sem notast verður við tölvur og aðra tækni. Þannig að við erum alltaf að fást við ólíkan tónlistar-bálk.“ Poppið skemmtilegt Aðspurður segir Stefán að þessi tónlist hafi ekki verið sungin af kórum áður, og hann hafi því varið drjúgum tíma í útsetningar. Það er hljómsveitin Karma sem leikur undir, en eins og áður segir munu þeir Gunnar og Engilbert leika undir í nokkrum lögum. „Engilbert tengist líka einni stúlkunni í kórnum fjölskyldu- böndum, og þau ætla að syngja dú- ett. Svo munu fleiri kórfélagar syngja sóló í einstökum lögum,“ út- skýrir Stefán, en á meðal laga sem munu hljóma á tónleikunum má nefna „Heyrðu mig góða“, „Lífs- gleði“, „Akstur á undarlegum vegi“, „Ástarsæla“ og „Er hann birtist“. Alls munu 43 krakkar syngja á tónleikunum, en allir eru þeir nem- endur skólans, utan eins, sem er fyrrverandi nemandi. En finnst krökkunum ekki skemmtilegast að syngja popp á borð við þetta? „Jú það er alveg ljóst, enda alveg ástæðulaust að þau syngi það sama og kórar eldri borgara eru að syngja,“ segir Stefán að lokum og hlær. Frá Queen til Gunna Þórðar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Gunni Þórðar Á meðal laga sem munu hljóma í kvöld má nefna „Heyrðu mig góða“, „Lífsgleði“, „Akstur á undarlegum vegi“ og „Ástarsæla“.  Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands flytur lög Gunnars Þórð- arsonar á tónleikum í kvöld  „Varð fyrir valinu sökum hans snilli og frumleika í lagasmíðum,“ segir stjórnandinn Tónleikarnir verða í íþróttahúsinu Iðu í kvöld og hefjast kl. 20. Miða- verð er 2.500 og 2.000 kr. í for- sölu. Frítt er fyrir börn yngri en 16 ára í fylgd með fullorðnum. For- salan er í Bókasafni Árborgar á Selfossi. Stefán Þorleifsson Kór FSu Meðlimir kórsins eru allir nemendur í skólanum, utan eins. PETER Bradshaw, kvikmynda- gagnrýnandi breska dagblaðsins Guardian, fer afar hörðum orðum um nýjustu kvikmynd Quentin Tar- antino, Inglorious Basterds, og kallar hana „brynvarinn kalkún“. Myndin sé hrein hörmung. Ein stjarna af fimm er niðurstaðan en myndin var frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Myndin segir frá bandarískri herdeild sem er send inn á mitt yf- irráðasvæði Þjóðverja í seinni heim- styrjöldinni til þess að drepa eins marga þýska hermenn og hún mögulega getur og brjóta niður liðsandann í hernum. „Nýja myndin er eins og risavaxinn, brynvarinn kalkúnn frá helvíti,“ segir Brads- haw, allar vonir Tarantino- aðdáenda um að nú kæmi meist- araverk frá honum hafi orðið að engu. Bradshaw segir myndina hvorki fyndna, spennandi, raunsæja eða skemmtilega. Brad Pitt hafi aldrei leikið eins illa, með fast glott á and- litinu líkt og steypu hafi verið sprautað vinstra megin í kjálkann á honum. Þó nefnir Bradshaw að Michael Fassbender hafi staðið sig vel sem og Christoph Waltz. En það bjargi málunum ekki því mynd- in sé svo ferlega leiðinleg. Dýrðleg endurkoma Menn eru mun jákvæðari hjá breska ríkisútvarpinu BBC, tala um dýrðlega endurkomu Tarantino og finna myndinni það helst til foráttu að vera of löng og að Pitt fái ekki nógu margar mínútur á hvíta tjald- inu. Þó svo myndin nálgist ekki snilldarverkið Pulp Fiction sé hún engu að síður dýrðlega kjánaleg og subbuleg endurkoma hins þekkta leikstjóra á Cannes. Brynvarinn kalkúnn frá helvíti Steypukjálki Pitt hefur aldrei leikið eins illa, að mati Bradshaw. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Ó, þú aftur - afmælissýning leikhópsins Hugleiks (Smíðaverkstæðið) Í Óðamansgarði - ópera í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík Dreams 2009 - alþjóðleg döff leiklistarhátíð (Kassinn) Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Fös 22/5 kl. 20:00 Ö Sun 24/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 20:00 Ö Mán 25/5 kl. 20:00 [The Hunt of King Charles - Finnland] Þri 26/5 kl. 20:00 [Lostin - Ísland/Tékkland] Fim 28/5 kl. 20:00 [Mistero Buffo - England/Singapúr] Fös 29/5 kl. 20:00 [Lostin - Ísland/Tékkland] Lau 30/5 kl. 20:00 [The Dreamboys - Svíþjóð] Mið 27/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Lau 23/5 kl. 20:00 Ö Fös 29/5 kl. 20:00 Fim 4/6 kl. 18:00 U Fös 5/6 kl. 18:00 U Lau 6/6 kl. 14:00 U Lau 6/6 kl. 17:00 U Sun 7/6 kl. 14:00 U Sun 7/6 kl. 17:00 U Sun 24/5 kl. 14:00 U Þri 26/5 kl. 18:00 U Mið 27/5kl. 18:00 U Fös 29/5 kl. 18:00 U Lau 30/5 kl. 14:00 U Lau 30/5 kl. 17:00 U Lau 13/6 kl. 14:00 U Lau 13/6 kl. 17:00 U Sun 14/6 kl. 14:00 U Sun 14/6 kl. 17:00 U Sun 30/8 kl. 14:00 Sun 30/8 kl. 17:00 Sýningar haustsins komnar í sölu Aðeins tvær sýningar Í samstarfi við Draumasmiðjuna Snarpt sýningatímabil - miðaverð aðeins 1.500 kr. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Einleikjaröð – Sannleikurinn (Litla sviðið) Lau 23/5 kl. 19:00 ný aukaU Lau 23/5 kl. 22:00 ný aukaU Lau 20/6 kl. 19:00 ný sýning Lau 27/6 kl. 19:00 ný sýning Fös 3/7 kl. 19:00 Lau 11/7 kl. 19:00 Lau 18/7 kl. 19:00 Ökutímar (Nýja sviðið) Fim 21/5 kl. 20:00 U Fös 22/5 kl. 19:00 aukas U Lau 23/5 kl. 19:00 aukas Ö Sun 24/5 kl. 20:00 aukas Mið 27/5 kl. 20:00 9kort U Fim 28/5 kl. 20:00 10kort U Fös 29/5 kl. 19:00 Ö Umræður með höfundi að lokinni sýningu 22. maí. Söngvaseiður – sýningar haustsins eru komnar í sölu! Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Fös 5/6 kl. 20:00 fors. Lau 6/6 kl. 19:00 frums.U Lau 6/6 kl. 22:00 Mið 10/6 kl. 20:00 Fim 11/6 kl. 20:00 Fös 12/6 kl. 20:00 Lau 13/6 kl. 20:00 Sun 14/6 kl. 20:00 Fim 21/5 kl. 16:00 U Fim 21/5 kl. 20:00 9kort U Fös 22/5 kl. 20:00 10kort U Lau 23/5 kl. 20:00 U Sun 24/5 kl. 16:00 U Mið 27/5 kl. 20:00 ný aukasU Fim 28/5 kl. 20:00 U Fös 29/5 kl. 20:00 U Lau 30/5 kl. 20:00 U Mán 1/6 kl. 16:00 ný aukaU Mið 3/6 kl. 20:00 U Fim 4/6 kl. 20:00 U Fös 5/6 kl. 20:00 ný aukasU Lau 6/6 kl. 16:00 U Lau 6/6 kl. 20:00 U Sun 7/6 kl. 16:00 U Fim 11/6 kl. 20:00 U Fös 12/6 kl. 20:00 ný aukasU Lau 13/6 kl. 14:00 U Sun 14/6 kl. 16:00 U ATH sýningar í haust Fös 4.sept. kl. 19.00 aukas Lau 5. sept. kl. 19.00 aukas Sun 6. sept. kl. 19.00 aukas Fim 10. sept.kl. 19.00 aukas Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Einleikjaröð – Djúpið (Litla sviðið) Fös 5/6 kl. 20:00 frums. Lau 6/6 kl. 16:00 Fim 11/6 kl. 20:00 Fös 12/6 kl. 20:00 Fim 18/6 kl. 20:00 Fös 19/6 kl. 20:00 Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Fúlar á móti ATH! sýnt í Íslensku Óperunni Sími 511 4200 Takmarkaður sýningafjöldi Fös 22/5 kl. 20:00 Ný sýnÖ Fim 28/5 kl. 20:00 Ný sýnÖ Fim 4/6 kl. 20:00 Ný sýn Ö Fös 5/6 kl. 20:00 Ný sýn Ö Lau 6/6 kl. 20:00 Ný sýn Sun 7/6 kl. 20:00 Ný sýn Ö Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Föstudagur 22. maí kl. 19.30 Á suðrænum slóðum Stjórnandi: Rumon Gamba Einsöngvari: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Brett Dean: Amphitheatre Ottorino Respighi: Gosbrunnar Rómarborgar Joseph Haydn: Arianna a Naxos Benjamin Britten: Phaedra Edward Elgar: In the South ■ Fimmtudagur 28. maí kl. 19.30 Tónleikar á Listahátíð Stjórnandi: Gennadíj Rosdestvenskíj Einleikari: Viktoria Postnikova Dímítrí Sjovstakovtsj: Sinfónía nr. 7 Wolfgang Amadeus Mozart: Píanókonsert í c-moll, k-491

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.