Morgunblaðið - 21.05.2009, Qupperneq 43
Menning 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 2009
HINIR sérlegu Íslandsvinir í norður-írsku sveitinni Ash hyggjast slá öll
met í smáskífufræðum frá og með september en þá munu 26 slík stykki
koma út á 12 mánaða tímabili. Ash er lofuð smáskífusveit og ætti því ekki
að vera skotaskuld úr því að snara út smellum í tugatali.
Til að gefa smá forsmekk er nú hægt að hlaða laginu „Return Of White
Rabbit“ niður frítt af opinberri vefsíðu sveitarinnar. Smáskífurnar tuttugu
og sex falla undir svokallaða „A til Z röð“ og fyrsta smáskífan mun kallast
„True Love 1980“.
Leiðtoginn, Tim Wheeler, lýsti því yfir í hitteðfyrra að Ash myndi aldrei
gefa út hefðbundna plötu framar og þetta væri hennar tilraun til að prófa
eitthvað nýtt í útgáfumálum en dauða plötunnar hefur verið spáð lengi
vegna spilastokks- og niðurhalsvæðingar. Smáskífurnar koma út í vínyl-,
geisladiska- og niðurhalsformi.
Með þessu slá Ash Leeds-sveitinni The Wedding Present við en hún gaf
út tólf smáskífur 1992, allar í föstu formi, enda hið svokallaða internet þá
ekki til. Já, ótrúlegt en satt.
26 smáskífur á einu ári
Mergð Ash-liðar ætla að sturta smáskífum yfir land og lýð frá og með hausti.
Vill verða
Sinatra
Reuters
Sinatra? DiCaprio lærir söng.
LEIKARINN Leonardo Di Caprio
ku eyða frítíma sínum þessa dagana
við söngnám en tilgangurinn er að
reyna að tryggja sér hlutverk
Franks Sinatra í kvikmynd byggðri
á ævi söngvarans.
Það er Martin Scorsese sem ætlar
að færa ævisögu Sinatra upp á hvíta
tjaldið en myndin er sögð eiga að
einblína á meint tengsl söngvarans
við mafíuna.
Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem
þeir Scorsese og DiCaprio leiða
saman hesta sína en sá fyrrnefndi
hefur leikstýrt leikaranum í mynd-
um á borð við The Departed, The
Aviator og Gangs of New York.
Fleiri leikarar hafa þó verið orð-
aðir við hlutverkið, meðal annarra
George Clooney og Justin Timber-
lake.
ÞAÐ þykir kannski óþarfi að árétta
að fólk sé á lífi en þess þurfti þó í
gær þegar fregnir af meintu andláti
leikarans Patrick Swayze bárust
sem eldur í sinu um fjölmiðla víða
um heim.
Swayze berst reyndar við krabba-
mein en að sögn talskonu leikarans
er hann við ágæta heilsu miðað við
aðstæður. Fordæmdi hún frétta-
mennsku af þessu tagi og sagði það
einkar óábyrgt að birta fregnir um
andlát manns sem enn væri í tölu lif-
enda. Lái henni hver sem vill.
Uppruna sögusagnarinnar má
rekja til útvarpsmanna í Flórída sem
tilkynntu andlát leikarans síðastlið-
inn þriðjudag. „Fregnin“ barst svo
til fjölda fjölmiðla og var orðin það
útbreidd að talskona leikarans fann
sig knúna til að leiðrétta vitleysuna.
Patrick Swayze
ekki látinn
Reuters
Á lífi Swayze er sem betur fer lif-
andi, þrátt fyrir fréttir um annað.
NÝ SENDING
MIKIÐ ÚRVAL
GIADA BOLIRNIR
KOMNIR AFTUR
3.990
VINSÆLU MISSY
KJÓLARNIR
NÝJIR LITIR
9.900
SÍÐIR HLÝRABOLIR
FALLEGIR LITIR
2.290
MARGT FLEIRA
HERRAKRINGLAN OPIÐ Í DAG 13–17 /DÖMU & HERRASMÁRALIND OPIÐ Í DAG 13–18