Morgunblaðið - 26.05.2009, Side 13

Morgunblaðið - 26.05.2009, Side 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FRÁ 2006 hafa veiðar smábáta und- ir sex tonnum verið læstar innan múra kvótakerfisins, eins og Arthur Bogason, formaður Landssamtaka smábátaeigenda, orðar það á vef samtakanna. Lögum um stjórn fisk- veiða var breytt í þá veru árið 2004. Fyrir þann tíma gilti annað fyrir- komulag um smábáta en stærri skip og gætu svokallaðar strandveiðar, sem sjávarútvegsráðherra áformar nú, markað afturhvarf til þeirra tíma. Smábátasjómenn hafa enda fagnað hugmyndinni. Fyrstu ár kvótakerfisins Kvótakerfinu var komið á 1984 en fram til ársins 1990 voru bátar undir tíu brúttólestum utan þess. Viðmið stjórnvalda gerðu þó upphaflega ráð fyrir að þorskveiðar smábáta ættu að nema 3,3 prósentum af heildar- þorskaflanum, tíu til tólf þúsund tonnum á ári á þeim tíma. Svo fór hins vegar, samkvæmt sam- antektum sem birtar eru á vefsíðu LÍÚ, að á tímabilinu fram til 1990 veiddu smábátar 160.000 tonnum meira af þorski en viðmið stjórn- valda gerðu ráð fyrir. Þar af um 70.000 tonnum meira á árunum 1989 og 1990, en gert var ráð fyrir. Sex tonna bátar áfram frjálsir Í ársbyrjun 1991 voru smábátar færðir inn í kvótakerfið með þeirri undantekningu að krókabátar undir sex brúttólestum gætu áfram verið í sóknardagakerfi. Þeir sem fóru inn í kvótakerfið fengu samanlagt 12,18% hlutdeild í þorskaflamarki. Tals- verða aukningu frá því sem þeir fengu 1984, enda búnir að veiða mun meira síðan þá! Á þessum tíma gátu eigendur stærri smábáta selt kvótann en hald- ið veiðum áfram utan kvótakerfisins á bátum undir sex brúttólestum. Þeir sem urðu áfram utan kerf- isins, litlu bátarnir, áttu að veiða um 2,16% af þorskinum. Þá jafngilti það 5.400 tonnum. Fram til 1994 veiddu smábátarnir hins vegar samanlagt 60 þúsund tonn umfram viðmiðið, samkvæmt vef LÍÚ. Þar af hátt í 30 þúsund tonn umfram á fisk- veiðiárinu 1993 til 1994, eða tífalt leyfilegt magn, þegar viðmið gaf til kynna að þessir bátar mættu bara veiða ríflega 2.500 tonn af þorski. Þorskaflahámark Árið 1994 var tekið upp svokallað þorskaflahámark. Þá gátu smábáta- eigendur gengið inn í kvótakerfið þegar þorskurinn var annars vegar, en verið áfram í sóknardagakerfi við veiðar á öðrum tegundum, svo sem ýsu, ufsa og steinbít. Eftir þetta mun hafa hægt á umframveiðunum, en fram til 2001 segja gögn LÍÚ að umframveiðar smábáta á öllum teg- undum samanlagt hafi þó verið hátt í 70.000 tonn. Þá helst vegna meiri umframveiða á ýsu og steinbít. Þriðja rúntinn um kerfið? Á þessum tíma gátu smábáta- eigendur vitanlega valið að selja kvótann og hætta. Nú velta ýmsir því fyrir sér hvort sjómenn sem selt hafa kvótann á sínum tíma, jafnvel bæði eftir 1991 og eftir 1994, vonist nú til að fá enn eina salíbunu um kvótakerfið, sem hefjist á frjálsum handfæraveiðum en endastöðin sé við þriðju kvótasöluna. Í stjórn- arsáttmálanum segir líka að breyt- ingar á kvótakerfinu eigi að stuðla að sjálfbærni. Sú spurning vaknar því hversu frjálsar handfæraveið- arnar verði þegar allt kemur til alls, ef frjálsar veiðar hafa hingað til leitt til gífurlegrar ofveiði. Strandveiðar framhald á langri sögu? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Arnarstapi Frjálsar veiðar hafa leitt til meiri veiða en upphaflega var gert ráð fyrir. Erfitt hefur verið að stjórna sjósókn í slíku fyrirkomulagi. Erfitt var að stjórna veiðum utan kvóta Frjálsar handfæraveiðar yfir sumarmánuðina gætu komið mörgum til góða. Til mikils er að vinna í hinu botnfreðna atvinnu- lífi landsins, en sagan er frjálsum veiðum heldur óvilhöll. Í HNOTSKURN »Á árunum 1998-2003gerðu viðmiðanir stjórn- valda ráð fyrir því að þorskafli smábáta yrði samanlagt 7.923 tonn. »Á þessu tímabili veiddusmábátar hins vegar 44.359 tonn af þorski. »Á tímabilinu sem um ræðirvar þorskveiði umfram viðmiðanir stjórnvalda því ríf- lega 36 þúsund tonn, að sögn LÍÚ. „ÉG hef alltaf ætlað að gera þetta og miðað við að ljúka fyrst fálka- myndinni sem ég hef unnið að í átta ár. Svo þegar hrunið kom og þeir gerðu allt fyrir okkur sem þeir gátu og meira til lét ég verða af því,“ segir Magnús Magnússon kvik- myndagerðarmaður sem hefur fært færeysku þjóðinni að gjöf allar kvikmyndir og þætti sem hann hef- ur gert í eigin nafni. Magnús hafði samband við menntamálaráðherrann í Fær- eyjum, Helenu Dam á Neystabø, og þáði hún gjöfina með þökkum. Myndin „Í ríki fálkans með Ólafi K. Nielsen“ var sýnd í Norðurlanda- húsinu og síðan veittu fulltrúar Landsmiðstöðvar menntamála og færeyska menntamálaráðuneyt- isins gjöfinni viðtöku. Myndir Magnúsar verða sýndar í færeysku sjónvarpi og þeim fylgir réttur til sýninga í skólum og öðrum op- inberum stofnunum. Færeyskur texti hefur verið gerður á fálka- myndina og til stendur að texta all- ar myndir og þætti. Magnús segir að þeir telji þetta gott innlegg í ís- lenskukennsluna. „Ég er viss um að þetta á eftir að auka skilning á milli þjóðanna, það er mikil hjálp í því þegar fólk skilur hvað annað,“ seg- ir hann. Fálkamyndin var frumsýnd í fé- lagsheimilinu Skjólbrekku í Mý- vatnssveit í byrjun mánaðarins og hefur auk þess verið sýnd tvisvar í Bæjarbíói. Magnús er ánægður með viðtökurnar. Sjónvarpið hefur keypt sýningarréttinn og mun væntanlega sýna myndina um jólin. Verið er að undirbúa útgáfu mynd- arinnar á mynddiskum á að minnsta kosti fjórum tungumálum fyrir utan íslenskuna. Magnús og Jóhann Óli Hilm- arsson notuðu tækifærið til að mynda færeyska fugla fyrir fræðsluvef sem námsgagnastofn- unin í Færeyjum er að láta þýða og staðfæra eftir fuglavef Náms- gagnastofnunar Íslands. helgi@mbl.is Fálkarnir til Færeyja Morgunblaðið/Jóhann Óli Afhending Pétur Simonsen frá Landsmiðstöðinni og Alda Joensen úr menntamálaráðuneytinu tóku við gjöf Magnúsar sem stendur á milli þeirra. 160.000 þorskafli smábáta umfram viðmið 1984-1990 60.000 þorskafli smábáta umfram viðmið 1991-1994 21.300 ýsuafli smábáta umfram viðmið árin 1994-2001 15.300 steinbítsafli smábáta um- fram viðmið 1996-2002 211.000 þorskkvóti aflamarksskipa veiðiárið 1998-1999. 172.000 þorskkvóti aflamarksskipa árið 2003-2004 7.700 þorskkvóti sem færður var til smábáta árið 2004. 5.900 líklegur afli sem áætlað er að strandveiðarnar skili Í tonnum talið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.