Morgunblaðið - 26.05.2009, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009
Sjávarútvegur
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Sæmd er hverri þjóð að eiga
sægarpa enn.
Ekki var að spauga með þá
Útnesjamenn.
Sagt hefur það verið um
Suðurnesjamenn,
fast þeir sóttu sjóinn og sækja
hann enn.
F
lestir Íslendingar
þekkja þetta kvæði eft-
ir Ólínu Andrésdóttur.
Ef marka má orð við-
mælenda Morg-
unblaðsins á Suðurnesjum gæti nið-
urlag þess verið í uppnámi nái
fyrningarhugmyndir stjórnvalda á
aflaheimildum fram að ganga.
Eiríkur Tómasson fram-
kvæmdastjóri Þorbjarnar hf. í
Grindavík segir fyrningarleiðina
farna að skaða sjávarútveginn nú
þegar, því að um leið og stefnan sé
mörkuð af ríkisstjórninni komi áhrif-
in fram. Það dragi sig allir inn í skel.
„Þessi leið er ógnun við tilveru
þeirra sem eru í atvinnugreininni.
Það eru nánast allir búnir að kaupa
þær veiðiheimildir sem þeir hafa til
ráðstöfunnar. Það var gert í sam-
ræmi við lög frá Alþingi. Hæstirétt-
ur hefur dæmt í málum sem varða
þessi lög og hefur það styrkt stöðu
þeirra. Fyrningarleið er ríkisvæðing
og ríkissósíalismi. Sú leið hefur aldr-
ei verið til farsældar.“
Hann segir Þorbjörn hf. hafa
keypt allar sínar heimildir og meira
til. Bæði með beinum kaupum og
með yfirtöku á fyrirtækjum. „Við
hættum hins vegar að kaupa þegar
verðið fór yfir 1.500 kr. á þorskinum,
þá var ekki lengur hægt að rökstyðja
kaup. Þannig er farið um flesta í at-
vinnugreininni. En eins og í svo
mörgu öðru, þá tóku við spákaup-
menn, sem seldu sín í milli til að
hækka verðið.“
Eiríkur segir Þorbjörn hf. hafa
haft 21.000 þorskígildi árið 2006, en
sé nú með tæp 15.000 þíg. vegna nið-
urskurðar. Fyrirtækið hefur tapað
um 5.700 þíg. í tilflutning í byggða-
kvóta og til smábáta. „Það er búið að
taka um 2.000 þíg. meira en það sem
við áttum árið 1995. Það er erfitt að
sætta sig við að það sem við höfum
keypt sé tekið af okkur. Það er einn-
ig sárt að sjá á bak því sem við höfð-
um unnið okkur inn með langri sögu
útgerðar og sjósóknar í sama byggð-
arlaginu.“
Ætt Eiríks á hundraða ára óslitna
sögu sjósóknar og útgerðar frá
Grindavík og segir hann það ekkert
einsdæmi á Íslandi. „Ég tel að við
eigum jafnríka kröfu til að stunda
okkar atvinnuveg áfram án svipt-
ingar réttinda eins og bændurnir
sem hafa keypt sínar jarðir og aðrir
atvinnurekendur sem hafa byggt
upp sín fyrirtæki. Það hafa allar
jarðir á Íslandi skipt um eigendur
frá landnámsöld oftar en einu sinni.
Það sama er að gerast með nýting-
arréttinn á fiskveiðiauðlindinni.
Bara nokkur hundruð árum seinna.“
Eiríki þykja hugmyndir stjórn-
valda um strandveiðar yfir sum-
artímann misráðnar. „Þetta hefur
verið reynt nokkrum sinnum áður og
alltaf leitt til misklíðar. Ég veit um
aðila sem hafa selt sig þrisvar út úr
þessum kerfum. Nú fá þeir tækifæri
til að reyna einu sinni enn. Það er
verið að senda röng skilaboð með
þessu.“
Sjálfur er Eiríkur andvígur
byggðakvóta en þar sem ýmsir í út-
gerð hafi verið leiddir út í að treysta
á hann sé ósanngjarnt að taka hann
af þeim og færa einhverjum öðrum.
„Það verður engin atvinnubót í þess-
um strandveiðum, vinna verður flutt
frá einum til annars.“
Að þjóðnýta gelda kú
Pétur Hafsteinn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík,
segir fyrningu aflaheimilda og tíma-
bundna skerðingu tvennt ólíkt.
„Missi útgerðarfélög heimildir tíma-
bundið er hægt að bregðast við því
með hagræðingu eða með því að
semja við lánardrottna. Við fyrningu
lokast allar dyr frá fyrsta degi.
Menn eru dæmdir úr leik. Öll lang-
tímahugsun hverfur og menn fara að
umgangast fyrirtæki sín öðruvísi en
áður. Við gerum út fimm skip og
gætum þess að hafa jafnvægi milli
tegunda. Fyrningin myndi þýða að
25% heimilda færu af einu skipi þeg-
ar á fyrsta ári og 50% yrðu farin eftir
tvö ár. Þar með yrði skipinu lagt.“
Pétri þykir harkalega vegið að at-
vinnugrein sem á umliðnum árum
hafi gengið gegnum blóðugan nið-
urskurð og innbyrðis baráttu milli
manna, fyrirtækja og staða til að
laga flotann að ráðlögðum afla að
beiðni alþingismanna. „Síðan standa
menn á hliðarlínunni og þjófkenna
okkur enda þótt við höfum aldrei
gert annað en fara að lögum sem
þessir sömu menn settu.“
Vísir rekur vinnslustöðvar á fjór-
um stöðum, á Þingeyri, Djúpavogi
og Húsavík, auk Grindavíkur. Pétur
segir fyrirsjáanlegt að ekki verði
hægt að mata allar þessar stöðvar.
„Vinnslan hefur gengið vel hjá okkur
og við getað dreift henni eftir mörk-
uðum, salt, ferskt, fryst, með því að
sérhæfa hvert hús. Hvar eigum við
að loka? Bjargráðin eru engin.“
Vísir hefur fjárfest í fyrirtækjum í
Þýskalandi og Kanada á umliðnum
árum en Pétur óttast að nú geti sú
starfsemi líka verið í uppnámi. „Það
gæti lokast fljótt fyrir alla banka-
þjónustu.“
Að áliti Péturs er markmiðið með
fyrningunni tvíþætt; að skattleggja
greinina meira og skipta út mönn-
um. „Því miður velja stjórnvöld
verstu leiðina að eigin markmiðum,
þ.e. að láta embættismannakerfið
eyðileggja fyrirtækin fyrst. Til að ná
markmiðunum tveimur ættu þeir
frekar að hirða hlutabréfin og af-
henda nýliðum og senda svo reiking
fyrir skattinum á starfhæf fyr-
irtækin. Með þeim hætti er reyndar
verið að drepa niður hið óbókfærða
afl í sjávarútvegi sem er þekkingin
og krafturinn í fólkinu. Er það virki-
lega betra fyrir þjóðina? Að mínu viti
er verið að þjóðnýta gelda kú með
þessari aðferð.“
Hann segir skuldir útvegsins
vissulega miklar en fyrirtækin hafi
burði til að borga þær hratt niður.
„Skuldirnar eru annars vegar til-
komnar vegna kaupa á aflaheim-
ildum og hins vegar vegna fjárfest-
inga í skipum og húsakosti á allra
síðustu árum. Það þýðir að lítið þarf
að endurnýja á næstunni.“
Pétur bindur vonir við að skyn-
semin verði „bullinu“ yfirsterkari.
Horfið verði frá fyrningunni. Eigi að
síður er hann ekki bjartsýnn. „Mér
Sæmd er hverri þjóð að eig
Morgunblaðið/RAX
Vonbrigði „Mér sýnist stjórnarflokkarnir vera að mála sig út í horn í þessu máli og ekki verði aftur snúið,“ segir útgerðarmaður um fyrningarleiðina.
„Það er með ólíkindum
óábyrgt hjá stjórnvöld-
um að ráðast á helsta
atvinnuveg landsins
með þessum hætti. Það
er verið að drepa niður
alla drift í greininni,“
segir útgerðarmaður á
Suðurnesjum um fyrn-
ingaráform ríkis-
stjórnarinnar. Þau
áform mælast illa fyrir
meðal útgerðarmanna
þar um slóðir.
Skaði Eiríkur
Tómasson.
Dyr lokast Pétur
Hafsteinn Pálsson.
Firra Stefán
Kristjánsson.