Morgunblaðið - 26.05.2009, Síða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009
VILTU VIND Í SEGLIN?
Fjárfestingartækifæri og endurfjármögnun
í Rússlandi, Austur-Evrópu og Mið-Asíu
P
IPA
R
P
IPA
R
•
S
ÍA
•
9
0
819
8
Hlutverk Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu.
Morgunverðarfundur á Grand Hótel 28. maí kl. 8.00–9.45.
Stjórnendur og sérfræðingar frá Endurreisnar- og þróunarbanka
Evrópu, EBRD, fjalla um fjárfestingartækifæri í Rússlandi,
Austur-Evrópu og Mið-Asíu.
Helstu atriði morgunverðarfundar:
Viðskiptaráðuneyti
Ný fjárfestingartækifæri og þróun í Rússlandi, Austur-Evrópu
og Mið-Asíu.
Áhersla á fjárfestingartækifæri á sviði matvælavinnslu,
orkumála og einkavæðingar.
Sérfræðiráðgjöf og fjármögnun (lán eða hlutafé) frá EBRD.
Sérstök þekking og tengsl EBRD í Rússlandi, Austur-Evrópu
og Mið-Asíu. Tækifæri til viðræðna við fulltrúa EBRD.
Dagskrá morgunverðarfundar kl. 8.00–9.45
Fundarstjóri: Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs.
Viðtalstímar kl. 10.00–12.00
Fyrirtæki og einstaklingar geta átt fundi með fulltrúum bankans.
Æskilegt er að bóka fundina fyrirfram. Fundirnir henta fyrirtækjum
og bönkum sem stunda viðskipti í Rússlandi, Austur-Evrópu og
Mið-Asíu, fyrirtækjum sem leita fjárfestingartækifæra á svæðinu,
vilja minnka áhættu í viðskiptum eða leita fjármagns til
endurfjármögnunar, stækkunar eða uppbyggingar.
Skráning fer fram hjá Útflutningsráði í síma 511 4000 og með
tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is
7.50-8.00 Skráning.
8.10 Ávarp: Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
8.20 Hlutverk og starf EBRD: Baldur Pétursson,
aðstoðarframkvæmdastjóri EBRD.
8.40 Fjárfestingar á sviði matvæla og tækja: Tarek El
Sherbini, sérfræðingur á sviði matvæla- og tækja.
9.10 Fjárfestingar á sviði orkumála: Mr Andy Aranitasi,
sérfræðingur á sviði orkumála.
félög Exista ættu að greiða kröfu-
höfunum til baka skuld móð-
urfélagsins í formi arðgreiðslna og
skattalegs taps sem nýttist til tekju-
færslu. Þessa leið telja kröfuhaf-
arnir óraunhæfa vegna bágrar stöðu
hluta dótturfélaganna. Kröfuhaf-
arnir telja meðal annars, að tæplega
40 prósenta hlutur Exista í Bakka-
vör verði þynntur út á næstu árum
vegna mikilla skulda þess félags og
að Skipti, móðurfélag Símans, sé svo
skuldsett sjálft, að það sé upp á náð
og miskunn sinna kröfuhafa komið.
Skilanefndir gömlu bankanna
hafa því ekki séð neinn tilgang í því
að halda félaginu á lífi og samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins vildu
þær að kröfuhafarnir tækju yfir Ex-
ista strax í nóvember.
Kyrrstöðusamningur úr gildi
Nýja Kaupþing, sem er stærsti
kröfuhafi Exista með kröfur yfir 100
milljarða króna, og þrír lífeyr-
issjóðir, Gildi, Lífeyrissjóður versl-
unarmanna og Lífeyrissjóður starfs-
manna ríkisins, vildu halda
núverandi stjórnendum við stýrið.
Þessir aðilar hafa, ásamt fulltrúum
skilanefndanna, myndað óformlegt,
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
NÝJA Kaupþing og skilanefndir
gömlu bankanna þriggja vilja að
kröfuhafar Exista taki félagið yfir
og að allir stjórnendur Exista verði
látnir víkja. Meðal þeirra eru for-
stjórarnir Erlendur Hjaltason og
Sigurður Valtýsson og starfandi
stjórnarformaður, Lýður Guð-
mundsson, en hann er ásamt Ágústi,
bróður sínum, aðaleigandi Exista.
Bréf þessa efnis var sent til
stjórnendanna fyrir helgi og félag-
inu þar gefinn frestur fram til mið-
nættis í gær til að svara.
Ef beiðni kröfuhafanna yrði ekki
samþykkt ætluðu þeir að öllum lík-
indum að gjaldfella skuldir Exista
og félagið færi þá í greiðslustöðvun í
þrjár vikur. Kröfuhafarnir myndu
síðan mótmæla því að hún yrði
framlengd og tækju í kjölfarið yfir
félagið. Exista á rekstrarfélögin
VÍS, Skipti (móðurfélag Símans),
Lífís, Lýsingu og tæp 40 prósent í
Bakkavör.
Skulda tvo milljarða evra
Samkvæmt bráðabirgðaefnahags-
reikningi Exista frá því 31. desem-
ber 2008 skuldar félagið um tvo
milljarða evra, eða um 355 milljarða
króna á núvirði. Í skýrslu sem
KPMG vann fyrir erlenda kröfuhafa
um svipað leyti voru eignir félagsins
metnar á um 100 milljónir evra, sem
eru um fimm prósent af skuldunum.
Stjórnendur Exista ætla að eign-
irnar séu meira virði. Þeir hafa með-
al annars reiknað með að gjaldeyr-
isafleiðusamningar við gömlu
bankana verði gerðir upp á gengi
Seðlabanka Evrópu og þá væri hægt
að skuldajafna í kjölfarið. Þetta telja
kröfuhafarnir algjörlega óraunhæf-
ar hugmyndir enda hafa skilanefnd-
irnar hafnað öllum slíkum uppgjörs-
hugmyndum.
Dótturfélögin sjálf í vanda
Rúmur helmingur af skuldum Ex-
ista er við innlendar lánastofnanir
en restin er við erlenda banka og
skuldabréfaeigendur. Í kynningu á
endurskipulagningu Exista hefur
verið gert ráð fyrir því að rekstrar-
innlent kröfuhafaráð frá síðasta
hausti.
Nýja Kaupþing skrifaði í nóv-
ember undir kyrrstöðusamning við
Exista. Í honum fólst að bankinn
myndi ekki hefja innheimtu skulda
á samningstímanum og ef Exista
næði samkomulagi við aðra kröfu-
hafa sína myndi bankinn afskrifa
allar skuldir sínar við félagið. Kyrr-
stöðusamkomulagið féll úr gildi 30.
mars síðastliðinn.
Sjóðirnir skrifuðu ekki undir
Í bréfinu sem var sent fyrir helgi
kemur fram að það sé vilji kröfuhaf-
anna, sé þess kostur, að halda Ex-
ista á lífi með yfirtöku þeirra á fé-
laginu. Verði það ekki samþykkt
muni þeir gjaldfella skuldirnar.
Undir bréfið skrifa fulltrúar gömlu
bankanna og Nýja Kaupþings. Líf-
eyrissjóðirnir þrír neituðu að taka
þátt í aðgerðunum og vildu frekar
breyta skuldum Exista í skuldabréf
með yfir tíu ára líftíma. Með þeim
hætti þyrftu þeir ekki að afskrifa
þær með öllu strax, heldur gætu
gert það þegar betur áraði. Afstaða
margra erlendu kröfuhafanna er
svipuð og lífeyrissjóðanna.
Víkja strax í dag
Ef Exista verður við óskum
kröfuhafanna um að þeir taki félag-
ið yfir þá munu stjórnendurnir
víkja strax í dag. Í kjölfarið er ætl-
unin að taka allt að átta vikur til að
greina félagið og meta hvort því sé
við bjargandi, enda treysta þeir
ekki núverandi stjórnendum til að
upplýsa um rétta stöðu Exista. Síð-
an verði tekin ákvörðun um hvort
það þjóni hagsmunum kröfuhafa
betur að halda Exista lifandi eða
setja félagið í þrot. Kostirnir við
gjaldþrot eru helst taldir þeir að þá
væri hægt að ógilda ýmsa samninga
sem hafa verið gerðir á síðustu
mánuðum.
Exista yfirtekið og
stjórnendur víki
Í HNOTSKURN
»Exista var stærsti einstakieigandi Kaupþings fyrir
fall bankans.
»Daginn eftir að Kaupþingfór í þrot, 10. október,
reyndi Exista að selja tæplega
40 prósenta hlut sinn í Bakka-
vör til félagsins ELL 182 ehf.
Eigendur þess eru Lýður og
Ágúst Guðmundssynir.
»Kröfuhafar Exista hafaþegar ógilt þá sölu.
Stærstu innlendu kröfuhafar Ex-
ista vilja annaðhvort taka yfir fé-
lagið eða setja það í greiðslu-
stöðvun. Þeir vilja að stjórnendur
félagsins víki samstundis.
Búið spil Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru að öllum líkindum að missa Exista úr höndunum.
Heildarskuldir Exista 335 milljarðar um síðustu áramót
STJÓRNENDUR Exista sendu
gömlu viðskiptabönkunum og Nýja
Kaupþingi svarbréf í gær þar sem
afstaða bankanna, um að æðstu
menn Exista vikju eða lánin yrðu
gjaldfelld, var sögð koma á óvart.
Var í því sambandi vísað til vitneskju
og í sumum tilvikum beinnar þátt-
töku bankanna í endurskipulagn-
ingu Exista.
„Af bréfinu og öðrum útskýr-
ingum má ráða að bankarnir telji
forsendubrest fyrir þeim tillögum
sem Exista hefur sett fram á grund-
velli fyrrnefndrar endurskipulagn-
ingarvinnu. Rök fyrir þessu mati
bankanna eru hins vegar afskaplega
takmörkuð. Óhjákvæmilegt er að
gera athugasemdir við þau rök sem
þó eru tilfærð í bréfinu til stuðnings
afstöðu bankanna,“ segir í svarinu.
Nokkrum staðhæfingum er svar-
að meðal annars þeirri að fyr-
irsjáanlegt sé að kröfuhafar muni
þurfa að afskrifa stóran hluta krafna
sinna í Exista og því eðlilegt að
hlutafé verði fært niður að fullu.
„Staðhæfingar bankanna um lík-
legar afskriftir krafna eru ekki
studdar rökum. Áréttað skal að end-
urskipulagningaráætlun Exista ger-
ir ráð fyrir á bilinu 75 – 96% end-
urheimtum kröfuhafa í reiðufé á
samningstímanum auk hlutafjár
sem erfitt er að áætla virði á. Heild-
arendurheimtuhlutfall að hlutafé
meðtöldu er á bilinu 122 – 187%.“
Þá segir að staðhæfing um brostn-
ar forsendur í afkomu dótturfélaga
og flæði fjármagns til móðurfélags-
ins sé ekki studd neinum rökum.
Drög að niðurstöðu uppgjörs dótt-
urfélaga fyrstu fjóra mánuði þessa
árs styðja þvert á móti forsendur um
sjóðstreymi félaganna.
bjorgvin@mbl.is
Ósk bankanna kom
Exista á óvart
Eftir að Kaupþing, sem var stærsta eign Exista, féll
sendu forstjórar félagsins bréf til starfsmanna sinna
þess efnis að þeir myndu ekki bera persónulega
ábyrgð á greiðslu láns sem Exista hafði veitt þeim.
Lánið var veitt til að starfsmennirnir gætu keypt
hlutabréf í Exista.
Kröfuhafarnir hafa ítrekað beðið um gögn sem
varða þessi starfsmannalán en stjórnendur Exista
hafa ekki viljað afhenda þau. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins telja kröfuhafarnir að lánin gætu
numið allt að tveimur milljörðum króna, en óljóst er
hversu háar upphæðir hver einstaklingur fékk. Lítill
áhugi er á meðal kröfuhafanna að afskrifa þessar skuldir, sérstaklega
gagnvart æðstu stjórnendum Exista sem borið hafa ábyrgð á rekstri fé-
lagsins undanfarin ár.
Lítill áhugi á að afskrifa starfsmannalánin
Erlendur Hjaltason
forstjóri Exista