Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 19

Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 19
Daglegt líf 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Hún Þorbjörg var díva. Það var mikilreisn yfir henni og hún var alltafþráðbein í baki. Hún var mjög reffileg og harðákveðin. Strákunum fannst hún frek. En þó hún væri ströng þá var hún alveg ynd- isleg og hún hafði góðlegan augnsvip,“ segir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir þegar hún rifjar upp hvernig manneskja Þorbjörg Benediktsdóttir var, en Þorbjörg þessi var aðalkennari H- bekksins hennar Sjafnar í Austurbæjarskóla frá 1945-1949. „Hún var óvenjulegur kennari, hrífandi og víðsýn. Þorbjörg kenndi okkur stelpunum að vera sjálfstæðar. Hún var alltaf að segja okkur eitthvað sem var kannski ekki endilega innan kennsluskrárinnar. En hún lét okkur líka læra utanbókar ótrúlega mörg ljóð og kvæði. Hún var mjög góð fyrirmynd fyrir okkur. Ég lærði sjálf til kennara og sjálfsagt hafði það sín áhrif á það starfsval að hafa haft þessa sterku konu sem kennara í barnaskóla. Þorbjörg var stór- merkileg kona sem kom úr Skriðdalnum í Múlasýslu. Hún fór ótroðnar slóðir, hafði farið til Englands og Svíþjóðar á kennaranámskeið, áður en hún fór í Kennaraskólann, en það var óvenjulegt fyrir konur á árunum fyrir stríð. Hún fór líka ásamt systur sinni og vinkonu ár- ið 1938 á puttanum austur á firði og hún skrif- aði stórmerka og mjög nákvæma dagbók um það ferðalag, þar sem hún lýsir gististöðum, fólki, fylgd yfir stórfljót og jökla og fleiru í þeim dúr. Hún hélt líka dagbók þegar hún fór til Englands“ Héldu tryggð við hana eftir útskrift Þorbjörg giftist aldrei og átti engin börn. Hún bjó alla sína tíð í Reykjavík með systur sinni Þórunni. „Við krakkarnir í bekknum komum oft til þeirra systra á Barónsstíginn, vegna þess að Þorbjörg var alltaf að setja upp leikrit með okkur, hvort sem það voru jól, páskar eða sumardagurinn fyrsti. Hún leik- stýrði okkur af mikilli röggsemi og við sýnd- um meðal annars leikrit í Austurbæjarbíói, sem var mjög eftirminnilegt. Hún fór líka njög oft með okkur í ferðalög og við kölluðum til dæmis ferðina sem hún fór með okkur í Vík í Mýrdal, hina miklu frægðarför. Enda var slíkt ferðalag um miðja tuttugustu öldina rosalega mikið ferðalag. Hún lagði svo mikla Reffilegur og ógleymanlegur kennari Morgunblaðið/Ómar Útskriftarafmæli Sjöfn afhendir hér fyrir hönd H-bekkjarins málverkið góða af Þorbjörgu til skólastjóra Austurbæjarskóla, sextíu árum eftir að þau útskrifuðust úr skólanum. Sextíu árum eftir útskrift í Aust- urbæjarskóla gáfu fyrrverandi nemendur Þorbjargar Bene- diktsdóttur málverk af henni til skólans. Einn nemandi rifjar upp sögur af konu þessari. rækt við félagslega þáttinn hjá okkur krökk- unum.“ Krakkarnir héldu margir hverjir tryggð við Þorbjörgu eftir útskrift, sem segir allt sem segja þarf um hvaða mann hún hafði að geyma. Eins fylgdist hún vel með hvernig þeim reiddi af. H-bekkurinn hennar Sjafnar átti sextíu ára útskriftarafmæli um daginn og í tilefni þess af- hentu þau Austurbæjarskóla málverk af Þor- björgu, sem einn nemandinn úr bekknum mál- aði, Kristín Þorkelsdóttir myndlistarkona. Myndin hangir núna uppi á kennarastofunni í skólanum, öðrum kennurum til fyrirmyndar. Skólaferðalag Hér er Þorbjörg með H-bekkinn sinn í einni af mörgum ferðum, sennilega árið 1946. Hún stendur lengst til vinstri. isrigning var þennan dag og margir sem þáðu boð um að kíkja á Safnahúsið í Neskaupstað sem hýsir Málverkasafn Tryggva Ólafssonar, Sjóminja- og smiðjumunasafn Jósafats Hinriks- sonar og Náttúrugripasafn Neskaupstaðar. Segja má að fullt hafi verið í safninu framan af degi og hrifust börnin sérstaklega af selum, hreindýrskálfum, rebbum og öðrum krútt- legum dýrum sem finna má uppstoppuð á safn- inu.    Sólblóm koma til með að skrýða garða og palla í Fjarðabyggð í sumar, en sólblómasamkeppnin hafin. Skorað er á íbúa að rækta upp sólblóm af fræjum sem hægt er að nálgast á skrifstofum Fjarðabyggðar. Verðlaun verða veitt fyrir glæsilegasta sólblómið og stærsta sólblómið. Auk sólblómanna eru mörg hundruð túlípanar nú að springa út í öllum þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar.    Síldarlykt í bænum. „Það er komin síldarlykt í bæinn og von í brjóstum manna,“ sagði Karl Jó- hann Birgisson rekstrarstjóri útgerðar hjá Síldarvinnslunni kampakátur í spjalli við frétta- ritara. Bjarni Ólafsson AK landaði fyrstu norsk-íslensku síldinni, um 600 tonnum fyrir helgi sem veidd voru í flotvörpu djúpt norð- austur af Langanesi. Hluti aflans hefur farið til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar og hluti hans er bræddur. Á mánudag voru Birtingur NK og Margrét EA væntanleg með samtals ríf- lega 1000 tonn.    Gönguvikan „Á Fætur í Fjarðabyggð“ verður endurtekin dagana 20.-27. júní n.k, en hún var fyrst á dagskrá síðastliðið sumar og þótti ein- staklega vel heppnuð. Nú er þetta bæði göngu- og gleðivika og verður gengið og glaðst um Fjarðabyggð alla. Allt frá Stöðvarfirði til Mjóa- fjarðar. Á hverjum degi er boðið upp á bæði styttri fjölskylduferðir og erfiðari göngur fyrir lengra komna. Á hverju kvöldi gleðjast göngu- menn yfir afrekum dagsins á kvöldvöku á Mjó- eyri á Eskifirði. M.a. verður gengið byggð úr byggð, frá Stöðvarfirði til Mjóafjarðar, gengið verður í fótspor bresku hermannanna frá Reyð- arfirði til Eskifjarðar, gengið á fjöllin fimm í Fjarðabyggð. Inn á milli er svo boðið upp á göngur sem fela í sér siglingar innanfjarða. Samfara gönguvikunni stendur Náttúrustofa Austurlands í samstarfi við Ferðaþjónustuna á Mjóeyri fyrir náttúrufræðinámskeiði á Eski- firði fyrir börn á aldrinum 8-10 ára. Geta börnin því numið undur náttúrunnar á meðan for- ráðamenn arka um fjöll. Vel búin Verkmenntaskóli Austurlands útskrif- aði um helgina 55 nemendur af hinum ýmsu brautum. Stúdenta, iðnnema, iðnmeistara og fólk af sérhæfðum starfsnámsbrautum. Er þessi fjöldi með því mesta sem útskrifað hefur verið úr skólanum. Nýverið færðu fyrirtækin Alcoa Fjarðaál, Launafl og Vélsmiðja Hjalta skólanum ýmis tæki. Tækin eru af fullkomn- ustu gerð og verða þau nýtt við kennslu í iðn, – vökva- og stýritækni. Með þessari gjöf er skól- inn orðin best búni verkmenntaskóli landsins á raf- og málmiðnbrautum.    Dagur barnsins var sl. sunnudag. Af því tilefni var börnum og foreldrum boðið að heimsækja söfn og sundlaugar í Fjarðabyggð frítt. Úrhell- Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Í sumarskapi Stöllurnar Viktoría Dana Sig- urjónsdóttir og Ísabella Danía Heimisdóttir týndu blóm í útifríinu í Nesskóla á mánudag. NESKAUPSTAÐUR Kristín Ágústsdóttir fréttaritari ÚR BÆJARLÍFUNU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.