Morgunblaðið - 26.05.2009, Side 27

Morgunblaðið - 26.05.2009, Side 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 fæðuval náttúrulækningamanna var honum að skapi. Reykingar voru honum þyrnir í augum allt frá upp- hafi læknisferils síns. Sá grundvöll- ur, sem frumherjarnir lögðu með stofnun Rannsóknarstofu Hjarta- verndar hefur reynst traustur og af- urðaríkur allt fram á þennan dag. Snorri var ritstjóri tímaritsins Hjartaverndar frá upphafi 1964 til 1996. Þótt Snorri hefði engan veginn óskert starfsþrek naut hann svo mikils trausts starfsbræðra sinna, að verkefnin hlóðust á hann. Hann var formaður Læknafélags Íslands 1971 – 74 og reyndist farsæll leiðtogi stéttar sinnar. Snorri Páll vildi ekki berast á op- inberlega. Hann var hógvær og ró- lyndur, þótt metnaður ólgaði undir, glaðsinna með góða kímnigáfu, hlát- urmildur vel sem iðulega lauk með því að hann strauk sér um augu. Best naut hann sín sem hinn djúpvitri ráð- gjafi. Þetta vissu samstarfsmenn hans og fjölmargir þeirra leituðu til hans um ráð og leiðsögn. Ýmsar mik- ilvægar ákvarðanir, sem teknar hafa verið á vettvangi Landspítalans, Há- skóla Íslands og læknasamtakanna áttu uppruna sinn í hugmyndasjóði Snorra Páls. Slíkir menn eru tor- fundnari en margir ætla. Lömunarveikin sem hann fékk var ekki eingöngu bölvaldur, heilladís- irnar höguðu svo til að Karólína Jónsdóttir hjúkraði honum og varð síðan lífsförunautur hans, en þau giftust 1948. Það var aðdáunarvert að fylgjast með henni vísa veginn á erlendum vísindaráðstefnum og voru þau hjón iðulega hrókar alls fagn- aðar á kvöldin að loknu dagsverki. Þau eignuðust tvö kjörbörn, Snorra Pál og Kristínu, og unnu þeim, börn- um og barnabörnum mjög. Við vottum Karólínu og börnunum innilega samúð og kveðjum góðan vin, kennara og samstarfsmann. Árni Kristinsson, Þórður Harðarson. Snorri Páll læknir er látinn og þar með eru kaflaskipti í okkar 75 ára vináttu. Fyrstu kynni okkar voru á Hrafnagilstræti 6 í nýbyggðu húsi sem íþróttakennari Menntaskólans á Akureyri var að ljúka byggingu á. Þar bjuggum við og þarna urðum við góðir vinir; sú vinátta entist alla ævi. Snorri Páll var stæltur að vexti og mikill íþróttamaður á menntaskóla- árunum. Í Carminu teiknaði Örlygur hann líka sem kraftajötun! Hann átti það til að grípa í okkur hina, við gát- um lítið tekið á móti. „Óttalegt grjúpán ert þú piltur,“ var stundum viðkvæðið hjá Snorra Páli. Þarna máttum við læra að grjúpán var skaftfellskt orð yfir pylsu. Snorri Páll var nefnilega góður vinur, skemmtilegur og þó hann væri sjent- ilmaður var hann stundum stríðinn. Í sex ár vorum við á Akureyri við nám. Þrengslin voru mikil og um tíma vor- um við fjórir félagar saman á her- bergi, við Snorri Páll og Önundur bróðir minn ásamt Torfa Guðlaugs- syni. Árið 1940 vorum við í hópi stoltra og glaðra bekkjarsystkina sem lukum stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Árin sem fylgdu voru viðburðarík, Snorri Páll var við nám í læknadeild Há- skóla Íslands, en ég var úti á landi og fór svo til Bandaríkjanna í verk- fræðinám. Þegar ég kom aftur til Ís- lands voru mikil viðbrigði að hitta Snorra Pál, þennan öfluga íþrótta- mann. Hann hafði þá veikst af löm- unarveiki og lá rúmfastur á Vífils- stöðum. Það var eftirtektarvert hvað hann var duglegur og þrautseigur, stöðugt að æfa fingur og hendur eftir því sem nokkur kostur var. Með vilj- ann að vopni náði hann ótrúlegum árangri í þessari baráttu. Á þessum tíma kynntist hann einnig Karólínu, eiginkonu sinni. Í framhaldinu fór hann svo til framhaldsnáms í Banda- ríkjunum í hjartalækningum. Snorri Páll var góðum gáfum gæddur og bjó yfir mikilli skynsemi og yfirvegun. Þessir eiginleikar hans ásamt dugn- aði og viljastyrk gerðu honum kleift að ná góðum bata eftir veikindi sín og miklum árangri í starfi. En Snorri Páll var einkum afbragðs drengur og góður vinur. Það var okkur Halldóru alltaf gleðiefni að fá að eiga stund með Snorra Páli og Karólínu. Með söknuði en einnig með innilegu þakklæti kveð ég vin minn, Snorra Pál, eftir 75 ára vináttu. Þó 75 ár kunni að virðast langur tími er vin- áttan eilíf. Guð blessi minningu vinar míns. Haraldur Ásgeirsson, verkfræðingur frá Sólbakka. Snorri Páll Snorrason var formað- ur Læknafélags Íslands LÍ 1971- 1975. Hann var elsti heiðursfélagi okkar þegar við minntumst 90 ára afmælis félagsins síðastliðið haust og þvínæst jafnaldri. Það var skemmti- leg samvinna sem við áttum af því til- efni og Snorri eins og ævinlega gef- andi. Að standa vörð um Landlæknisembættið var helsta bar- áttumál lækna á formannstíð Snorra Páls. Hitinn í læknum þegar þeim þótti vegið að embættinu var slíkur að haldinn var fjölmennur mótmæla- fundur í Gamla Bíó af því tilefni. Sjálfstæði Landlæknis var og er læknum kappsmál. Alls staðar í læknisstarfi var Snorri Páll maður samvinnu og skirrðist ekki við að liðsinna félögum í stóru sem smáu. Hann var mikill kennari. Með hægu yfirveguðu fasi nálgaðist hann stúdentana og var óþreytandi í að hlúa að minnstu vaxt- arsprotum skilnings sem hann sá glitta í. Virðing við sjúklinginn er mikilvæg og alltaf lagði hann áherslu á að við gerðum okkur grein fyrir einstaklingnum sem til læknis leitar, að hann er viðfangsefnið og til þess að árangur náist sé mikilvægt að vinna af alúð. Ungu og kappsömu fólki hættir stundum til að sjást ekki fyrir ef þekkingarþorstinn tekur völdin. Ef Snorra þótti langt gengið og mikið óð á viðmælanda, gat hann lætt fram athugasemd eftir stutta þögn eins og „mikil eru vísindin“ og kippt hlutaðeigandi niður á jörðina. Fyrir hönd Læknafélags Íslands vil ég að leiðarlokum þakka Snorra Páli framlag hans til lækninga, sem kennari, vinur og félagi ertu kvaddur með virktum. Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands. Við vorum fyrsti árgangurinn, sem Snorri Páll útskrifaði sem pró- fessor í læknadeild. Það var komið að lokaprófi vorið 1976. „Jæja krakk- ar mínir. Þetta á nú allt eftir að ganga vel. Mig langar samt að lokum að fá að spyrja ykkur einnar spurn- ingar, sem ég hef velt fyrir mér alla mína læknisævi.“ Svo spurði hann hver við héldum að væri algengasta ástæðan fyrir þekktu sjúkdómsein- kenni, sem hann nefndi. Ekki stóð á svörum, enda við vel lesin sem aldrei fyrr. „Nei, það held ég ekki,“ svaraði Snorri hvert sinn af óbifanlegri ró. Þar kom að einhverjum leiddist þóf- ið. „Hvað er það þá?“ Snorri þagði um stund og svaraði svo: „Ég veit það ekki.“ Við vorum hálf agndofa. Svo bætti hann við eftir dágóða þögn: „En ég held að það sé ekkert hættulegt.“ Þannig man ég þessa litlu makalausu lexíu, sem var svo einkennandi fyrir Snorra. Þekking gæti aldrei eytt allri óvissu, en hana yrðum við samt að axla sjálf. Snorri Páll Snorrason var mikil fyrirmynd. Vitur, fágaður, góðgjarn. Blessuð sé minning hans. Jóhann Tómasson. Ragnar Heiðar Sigtryggsson ✝ Ragnar Heiðar Sigtryggsson fæddist á Akureyri 26. maí 1925. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 31. mars sl. og fór útför hans fram frá Akureyr- arkirkju 8. apríl. Meira: mbl.is/minningar                          ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KONRÁÐ SVEINBJÖRN AXELSSON fv. stórkaupmaður, Frostafold 139, Reykjavík, lést á sjúkrahúsi á Benidorm, Spáni sunnudaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 29. maí kl. 13.00. Sigríður Skúladóttir, Hallfríður Konráðsdóttir,Axel Gíslason, Bergþór Konráðsson, Hildur Halldórsdóttir, Skúli Konráðsson, Hrafnhildur Árnadóttir, Sigurður Konráðsson, Bryndís Markúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GARÐAR STEINÞÓRSSON, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 23. maí. Ólafía Helga Stígsdóttir, Ingibjörg Arndís Garðarsdóttir, Nína Fjellheim, Steinþór Páll Garðarsson, Berglind Gísladóttir, Margrét Rósa Garðarsdóttir, Arne Johan Johansen, Hjalti Ragnar Garðarsson, Kristín Sigríður Hansdóttir, Hjördís Björk Garðarsdóttir, Smári Helgason, Ingvar Örn Garðarsson, Nantasiri Mankamnerd, Halldóra Steina B. Garðarsdóttir, Helgi V. Viðarsson Biering, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, REIDUN GUSTUM, Bjargartanga 18, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 21. maí. Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfells- bæ föstudaginn 29. maí kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Hjörtur Jónasson, Sturla Hjartarson, Hermann Hjartarson, Hólmfríður Sóley Hjartardóttir, Axel Blöndal, Oddvar Örn Hjartarson og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, AUÐUR HALLA GÍSLADÓTTIR, Sælundi, lést á vistheimilinu Kumbaravogi Stokkseyri miðvikudaginn 20. maí. Eiríkur Sigmar Jóelsson, Emilía Ólafsdóttir, Jóel Elvar Jóelsson, Gísli Jóelsson, Hörður Jóelsson, Sævar Jóelsson, Einar Jóelsson, barnabörn, barnabarnabörn og Sigríður Gísladóttir. ✝ Konan mín, SONJA GUÐLAUGSDÓTTIR, Sandholti 7, Ólafsvík, er látin. Útför hennar verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 30. maí kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Helgi Kristjánsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EINAR JÓNASSON, Hlíðargerði 10, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 13. maí, verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtudaginn 28. maí kl. 13.00. Árdís Guðmarsdóttir, Guðmar Einarsson, Elín Úlfarsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Einar Örn Einarsson, Tinna Brá Baldvinsdóttir, Eydís, Elísa, Birgitta Björg, Jónas, Árdís Freyja og Indriði Hrafn. ✝ Elskuleg frænka mín, JENNÝ ÞÓRUNN RÖGNVALDSDÓTTIR, Hlíf 1, áður Sundstræti 25a, Ísafirði, andaðist á Sjúkrahúsi Ísafjarðar aðfaranótt laugar- dagsins 23. maí. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Jenný Breiðfjörð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.