Morgunblaðið - 26.05.2009, Qupperneq 32
32 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009
Sudoku
Frumstig
7 8 6
4 2 5
1
6 7
1 7 9 8
3 2
4 9
7 5
9 1 5 6
4 1 7
6 5 8 4
2
3 9 5
6 7
3
1 4
3 6 9 5
9 8 7 1
4 8
2 7 3
6
8
4 1 5 9 2
2 6 4
2 6
5 3 8
7 3 1
2 7 1 8 9 6 4 5 3
6 9 8 3 5 4 1 2 7
5 4 3 1 2 7 8 9 6
4 2 7 9 6 3 5 1 8
3 6 5 2 8 1 7 4 9
1 8 9 4 7 5 3 6 2
8 5 2 7 4 9 6 3 1
9 3 6 5 1 8 2 7 4
7 1 4 6 3 2 9 8 5
4 9 2 7 8 3 1 5 6
3 1 7 5 4 6 8 2 9
6 5 8 1 9 2 3 4 7
7 2 6 9 5 1 4 8 3
9 4 5 3 7 8 2 6 1
1 8 3 2 6 4 9 7 5
5 7 4 8 3 9 6 1 2
8 3 1 6 2 7 5 9 4
2 6 9 4 1 5 7 3 8
2 9 3 1 6 8 5 4 7
8 7 1 2 4 5 9 3 6
5 4 6 9 3 7 1 2 8
7 8 9 5 1 2 3 6 4
4 3 5 8 9 6 2 7 1
6 1 2 3 7 4 8 5 9
9 6 8 4 5 3 7 1 2
3 2 7 6 8 1 4 9 5
1 5 4 7 2 9 6 8 3
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er þriðjudagur 26. maí,
146. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi,
hvaða dag Drottinn yðar kemur.
(Matth. 24, 42.)
Kunningi Víkverja rak upp stóraugu þegar hann opnaði póst-
inn sinn á dögunum. Þar var nefni-
lega að finna bréf frá Lögreglustjór-
anum á höfuðborgarsvæðinu þess
efnis að kunninginn hefði verið stað-
inn að of hröðum akstri á götum
borgarinnar. Kunninginn hafði
raunar ekki verið sjálfur undir stýri
þennan örlagaríka dag heldur sonur
hans. En það gildir einu. Og hvað
skyldi blessaður drengurinn hafa
unnið til saka?
Rafrænn búnaður lögreglunnar
hafði mælt hann á 39 km hraða á
klst. þar sem hámarkshraði er leyfð-
ur 30 km á klst. Vikmörk eru 3 km á
klst., þannig að unga manninum var
gefið að sök að hafa ekið á 36 km
hraða á klst. Sektin nam kr. 3.750.
Brotið er skýlaust og ekki ætlar
Víkverji að mæla því bót en í ljósi
þess að lögreglan á höfuðborg-
arsvæðinu hefur ítrekað kvartað
undan manneklu á umliðnum vikum
og mánuðum veltir hann fyrir sér
hvort hún hafi ekki annað og betra
við tímann að gera en sekta menn
fyrir „ofsaakstur“ af þessu tagi.
x x x
Víkverji er harður Arsenal-maðurog býður öllum sem vilja til
veislu á heimili sínu í dag í tilefni af
því að tuttugu ár eru liðin frá því fé-
lagið vann sinn frækilegasta sigur –
á Anfield í Liverpool. Michael Thom-
as tryggði Arsenal þá Englands-
meistaratitilinn með nánast síðustu
spyrnu leiktíðarinnar. Elstu menn
muna ekki aðra eins dramatík.
Mikið verður um dýrðir á heimili
Víkverja. Hægt verður að horfa á
upptökur frá leiknum og velja á milli
lýsingar Arnars Björnssonar í Rík-
issjónvarpinu eða Brians heitins
Moores á bresku sjónvarpsstöðinni
ITV. Má þar heyra hann mæla ein
fleygustu orð sparksögunnar: „It’s
up for grabs now!“
Einnig stendur gestum til boða að
máta eftirlíkingu af treyjunni sem
Thomas klæddist þennan dásamlega
dag og skoða ljósmynd af skónum
sem hann gerði markið í.
Ekki þarf að taka fram að stuðn-
ingsmenn Liverpool eru sérstaklega
velkomnir. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 metn-
aðargjarn, 8 í vondu
skapi, 9 þakin ryki, 10
ætt, 11 fugl, 13 búa til,
15 æki, 18 vatnsból, 21
guð, 22 bogna, 23 held-
ur, 24 þekkta.
Lóðrétt | 2 munntóbak,
3 setja takmörk, 4
málms, 5 regn, 6 styrkt,
7 óttast, 12 tangi, 14
elskur, 15 hæð, 16
hindra, 17 stefni, 18
reykjarsvælu, 19 hárið,
20 ill kona.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 húkka, 4 tíkin, 7 mjúkt, 8 gulli, 9 ill, 11 rétt, 13
maga, 14 óarga, 15 barm, 17 trúa, 20 orm, 22 tímar, 23
örðug, 24 renna, 25 kæran.
Lóðrétt: 1 humar, 2 klúrt, 3 atti, 4 tagl, 5 kelda, 6 neita,
10 lærir, 12 tóm, 13 mat, 15 bætur, 16 ríman, 18 ræður,
19 angan, 20 orka, 21 mörk.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6
dxc6 5. O-O Dd6 6. Ra3 b5 7. c3 c5 8.
Rc2 Re7 9. a4 Hb8 10. axb5 axb5 11.
De2 Rc6 12. Hd1 Dg6 13. d4 cxd4 14.
cxd4 exd4 15. Rcxd4 Rxd4 16. Hxd4
Be7 17. Bf4 Hb7 18. b4 O-O 19. Hc1
Bg4 20. Dd3 Bxf3 21. Dxf3 c6 22. h4 h6
23. Dh3 Hb6 24. h5 Df6 25. Dg3 Ha6 26.
Hcd1 He8 27. Bd6 Bxd6 28. Hxd6 Dg5
29. Dxg5 hxg5 30. H1d4 Ha1+ 31. Kh2
Hc1 32. Kg3 Hc2 33. Hd7 Ha8 34. Hc7
Ha3+ 35. f3 Haa2 36. Hd8+ Kh7 37.
Kg4 Hxg2+ 38. Kf5 Had2 39. Hf8 g4
Staðan kom upp á bandaríska meist-
aramótinu í St. Louis. Hinn ungi al-
þjóðlegi meistari Robert Hess (2485)
hafði hvítt gegn stórmeistaranum Julio
Becerra Rivero (2609). 40. Hcc8! g6+
41. Kf6! hvítur spinnur nú mátnet.
Framhaldið varð: 41…Hd6+ 42. Ke7
Kh6 43. f4 He6+ 44. Kxf7 og svartur
gafst upp.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Í bláinn.
Norður
♠DG109
♥D2
♦743
♣K853
Vestur Austur
♠2 ♠53
♥ÁKG105 ♥9864
♦K10 ♦G98
♣D10942 ♣ÁG76
Suður
♠ÁK8764
♥73
♦ÁD652
♣–
Suður spilar 4♠.
Vestur vekur á 1♥ og austur stekkur
hindrandi í 3♥. Suður lætur sér detta í
hug að segja 4♥ til að sýna spaða og
láglit, en sú sögn væri betri með fimm-
lit í spaða og sjötta tígulinn. Með sexlit
í spaða borgar sig frekar að skjóta á
4♠. Allir passa og vestur tekur tvo
fyrstu slagina á ♥Á-K, en skiptir síðan
yfir í tromp. Hvernig er best að spila?
Verkefnið er að vinna úr tíglinum án
þess að gefa tvo slagi. Í þessari legu
má ekki svína, en hvernig á sagnhafi að
vita það? Þrátt fyrir veika sögn sína
getur austur hæglega verið með tíg-
ulkónginn.
Það er rétt, en austur á tæplega
bæði tígulkóng og laufás. Laufstöðuna
er einfalt að kanna með því að vaða út
með laufkónginn. Þegar ásinn sannast í
austur er einfalt að spila ♦Á og tígli í
bláinn.
Stjörnuspá
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Viðkvæmt mál ber á góma og
þótt þér sé mikil raun að ræða álit þitt á
því verðurðu að gera það. Fáðu einhvern
til þess að fara í gegnum málin með þér,
þá færðu betri yfirsýn.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú munt verða margs vísari ef þú
heimsækir nágranna, börn eða vini í dag.
Láttu ekki ummæli annarra í þinn garð
skemma fyrir þér daginn.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þeir sem leita ráða hjá þér hafa
stundum á orði að þú ættir að gerast
launaður ráðgjafi. Vertu opinn fyrir nýj-
um tækifærum.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Reyndu að hafa alla þræði í hendi
þér áður en þú ræðst í framkvæmdir sem
þig dreymir um. Stilltu þig um að tengj-
ast þeim sem er ófær um að binda sig.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú ert fólki sannur innblástur, en
hverfur svo á braut á réttri stundu.
Gættu þess að leggja traust þitt á verðug
verkefni og jákvæðar hugsanir.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Hver er ríkur? Sá sem nýtur þess
sem hann á. Sættu þig við það, þótt erfitt
sé, og taktu til hendinni við ný verkefni.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Um þessar mundir gengur þér allt í
haginn og þú nýtur þess fjárhagslega
eða félagslega. Þú færð hins vegar ekki
þau yfirveguðu viðbrögð sem þú óskar
þér.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Hættu að vorkenna sjálfum
þér og líttu á björtu hliðarnar og það
sem þú ert og hefur. Notaðu kvöldið fyr-
ir sjálfan þig.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Nú skapast stund milli stríða.
Allir hafa gott af því að sjá að það er ekki
allt sjálfgefið í þessum heimi.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Velgengni þín gæti valdið öf-
undsýki hjá öðrum. Minjagripir eiga sér-
stakan sess í hjarta þínu. Einhver sér-
stakur verður á vegi þínum.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Láttu þig ekki dreyma um að
ganga á svig við lög og reglur, þótt í litlu
sé. Ef þú leynir einhverju áttu það á
hættu að ná ekki takmarkinu og verða
þar með fyrir vonbrigðum.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Alheimsorkan gefur þér ný gler-
augu til að sjá heiminn með. Með orðum
geturðu fengið fólk til að fylgja þér til
enda veraldar, svo þú verður að nota það
vald ansi varlega.
26. maí 1056
Fyrsti íslenski biskupinn, Ís-
leifur Gissurarson, var vígður
sem biskup í Skálholti.
26. maí 1962
Stór skriða féll úr fjallinu fyr-
ir ofan Laugarvatn. „Heyrðust
drunur í lofti, svo að miklum
mun meira gekk á en í Heklu-
gosinu 1947,“ sagði íbúi á
staðnum. Skriðan var 320
metra breið og fór meðal ann-
ars yfir tjaldstæði en ekki
urðu skemmdir á húsum.
26. maí 1968
Hægri umferð var tekin upp
eftir mikinn undirbúning.
Morgunblaðið sagði að allt
hefði gengið „svo snurðulaust
að fullyrða má að til fyr-
irmyndar sé“. Hér á landi
hafði verið vinstri umferð í
tæp sextíu ár. Til stóð að
skipta í hægri umferð rúmum
aldarfjórðungi áður, en hætt
var við það vegna hernámsins.
26. maí 2003
Sameining Búnaðarbanka Ís-
lands og Kaupþings var sam-
þykkt á hluthafafundum. Nafn
bankans var fyrst Kaupþing
Búnaðarbanki en breyttist í
KB banki í ársbyrjun 2004 og í
Kaupþing banki í mars 2005.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Torfi Ólafsson,
fyrrverandi
deildarstjóri í
Seðlabanka Ís-
lands og for-
maður félags
kaþólskra leik-
manna, er
níræður í dag,
26. maí. Hann er
að heiman á afmælisdaginn.
90 ára
„FJÖLSKYLDAN er að plana óvissuferð að vinnu
lokinni,“ segir Jón Bender verslunarmaður, sem
er fertugur í dag. Hann veit því ekki hvernig hald-
ið verður upp á afmælið að þessu sinni, enda er
það leyndarmál. Óvissuferðir eru kannski ekki
hefð í fjölskyldunni en þær hafa þó verið farnar
áður, í tilefni af afmælum barna Jóns og eiginkonu
hans, Guðrúnar Ragnarsdóttur. Þau eiga þrjú
börn, Elísabetu Soffíu, Ragnar Þór og Sófus Mána.
Reyndar tók Jón forskot á sæluna um helgina, en
þau hjónin héldu veislu fyrir fjölskyldu og vini á
laugardag heima hjá sér í Grafarvogi.
Jón rekur fyrirtækið Bender ehf., sem selur skrifstofuhúsgögn og
verslunarinnréttingar. „Þetta er áskorun. Þetta er eitthvað til að læra
af,“ segir Jón aðspurður hvernig sé að starfa í þeirri grein núna. „Það
er minna að gera, en við erum þó ekki farin að kvarta.“
Eitt helsta áhugamál Jóns er körfuknattleikur, auk þess sem hann
stundar golfið þegar tími gefst. Í vetur tók hann upp þráðinn og fór
aftur að dæma körfuboltaleiki, enda fullgildur dómari í íþróttinni.
Hann segir ánægjulegt hversu hlýjar móttökur hann hafi fengið hjá
leikmönnum og þjálfurum í vetur. onundur@mbl.is
Jón Bender er fertugur í dag
Óvissuferð að vinnu lokinni
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is