Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 37

Morgunblaðið - 26.05.2009, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. MAÍ 2009 ÁHUGAMENN um íslenska popp- og rokktónlist hafa eflaust rekið upp stór augu við þær fregnir að hljóm- sveitin Ensími ætlaði að koma saman 11. júní næstkomandi á NASA til þess að flytja fyrstu breiðskífu sína, Kafbátamúsík, í heild sinni. Þetta uppátæki er kynnt sem hluti af tón- leikaröðinni Manstu ekki eftir mér? en um hana halda þeir félagar Sig- urður Finnsson úr Singapore Sling og Jón Trausti Sigurðarson hjá Reykjavík Grapevine. Þótt ekki sé búið að negla niður hvenær næstu tónleikar í röðinni verða hafa þeir fé- lagar biðlað til ýmissa sveita um að gera slíkt hið sama. Þá virðist engu skipta hvort viðkomandi sveitir eru starfandi eður ei. „Við höfum verið að fikta við að ná hinu og þessu saman,“ segir Jón Trausti. „Af því sem er á óskalist- anum má nefna að fá Maus til þess að taka Lof mér að falla að þínu eyra, Nýdönsk til að spila DeLuxe, Botn- leðju til þess að spila eina af fyrstu þremur plötunum sínum, Kvartett Ó. Jónsson og Grjóna til þess að spila Karníval í Texas og Kolrössu krók- ríðandi til þess að spila eina af sínum eldri plötum. Annars er af miklu að taka en eins og við hugsum það yrði lágmark að það væru a.m.k. tíu ár lið- in frá útgáfu platnanna.“ Jón segir að flestar hljómsveitirnar hafi tekið vel í hugmyndina en oft sé erfitt að hrinda þessu í framkvæmd. Sumar sveitir séu of uppteknar, aðrar hreinlega óstarfandi og liðsmenn kannski búsettir erlendis. Kafbátamúsík Það verður ekki upprunaleg lið- skipun Ensími sem leikur lögin af Kafbátamúsík í júní heldur núverandi meðlimir sveitarinnar. Þó er hugs- anlegt að eldri liðsmenn fái að fljóta með í einhverjum lögum. Sá orðróm- ur er þannig á kreiki að borg- arfulltrúinn Oddný Sturludóttir leiki aftur á hljómborðið en hún var liðs- maður í fyrstu birtingarmynd sveit- arinnar. Kafbátamúsík er ein þeirra platna sem valdar voru í hóp 100 bestu platna Íslandssögunnar en þess má geta að í kosningu Dr. Gunna fyrir bók hans Eru ekki allir í stuði árið 2001 endaði platan í 27. sæti yfir bestu íslensku plötu aldarinnar. Hljómsveitin Dikta hitar upp fyrir Ensími. Miðasala er hafin á midi.is. Reyna að sviðsetja gamlar breiðskífur Tveir tónlistarunnendur biðla til Botnleðju, Nýdanskrar, Maus og fleiri um að halda nostalgíutónleika Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ensími Fyrsta af vonandi nokkrum sveitum sem láta undan þrýstingi Sig- urðar og Jóns Trausta. Þeir ætla að spila Kafbátamúsík í heild sinni. LEIKARINN Christian Bale er ekki með farsíma og kýs fremur einfalt og látlaust líf. Þetta segir Bryce Dallas Howard, sem leikur á móti honum í kvikmyndinni Terminator Salvation. „Það er ekki hægt að segja að hann sé með farsíma. Hann er ekki einn af þessum leikurum sem þarf mikið af fólki í kringum sig. Hann og konan hans eru til dæmis ekki með barn- fóstru. Og þau búa í húsi með aðeins einu svefnherbergi. Þau eru mjög jarðbundin – svona alvöru fólk,“ segir Howard. Sjálfur hefur Bale lýst því yfir að líf hans hafi lítið sem ekkert breyst síðan hann varð þekktur leikari í Holly- wood, enda hafi hann ekki viljað nein- ar breytingar. „Ég geri bara það sama og ég hef alltaf gert. Ég er ekki með aðstoð- armann. Ég keyri ekki um á flottum bíl. Ég geri allt sjálfur. Ég fer til dæmis sjálfur í búðir,“ segir leikarinn. Jarðbundinn Bale í hlutverki sínu í The Dark Knight. Er ekki með farsíma ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Ó, þú aftur - afmælissýning leikhópsins Hugleiks (Smíðaverkstæðið) Frida... viva la vida (Stóra sviðið) Vínland - athyglisverðasta áhugaleiksýningin 08/09 (Stóra sviðið) Dreams 2009 - alþjóðleg döff leiklistarhátíð (Kassinn) Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Mið 27/5 kl. 20:00 Fös 11/9 kl. 20:00 Frumsýn. Lau 12/9 kl. 20:00 2. sýn. Fös 18/9 kl. 20:00 3. sýn. Fös 12/6 kl. 20:00 Þri 26/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Lau 30/5 kl. 20:00 Fim 28/5 kl. 20:00 Lau 19/9 kl. 20:00 4. sýn. Fös 25/9 kl. 20:00 5. sýn. Lau 26/9 kl. 20:00 6. sýn. Fös 29/5 kl. 20:00 Fös 2/10 kl. 20:00 7. sýn. Lau 3/10 kl. 20:00 8. sýn. Fim 4/6 kl. 18:00 U Fös 5/6 kl. 18:00 U Lau 6/6 kl. 14:00 U Lau 6/6 kl. 17:00 U Sun 7/6 kl. 14:00 U Þri 26/5 kl. 18:00 U Mið 27/5kl. 18:00 U Fös 29/5 kl. 18:00 U Lau 30/5 kl. 14:00 U Lau 30/5 kl. 17:00 U Sun 7/6 kl. 17:00 U Lau 13/6 kl. 14:00 U Lau 13/6 kl. 17:00 U Sun 14/6 kl. 14:00 U Sun 14/6 kl. 17:00 U Í samstarfi við Draumasmiðjuna Snarpt sýningatímabil - miðaverð aðeins 1.500 kr. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Einleikjaröð – Sannleikurinn (Litla sviðið) Lau 20/6 kl. 19:00 ný sýning Lau 27/6 kl. 19:00 ný sýning Fös 3/7 kl. 19:00 Lau 11/7 kl. 19:00 Lau 18/7 kl. 19:00 Ökutímar (Nýja sviðið) Mið 27/5 kl. 20:00 9kort U Fim 28/5 kl. 20:00 10kort U Fös 29/5 kl. 19:00 Ö Aðeins sýnt í maí.. Ökutímar – síðustu sýningar Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Fös 5/6 kl. 20:00 fors. Lau 6/6 kl. 19:00 frums.U Mið 10/6 kl. 20:00 Fim 11/6 kl. 20:00 Fös 12/6 kl. 20:00 Lau 13/6 kl. 20:00 Sun 14/6 kl. 20:00 Mið 27/5 kl. 20:00 ný aukasU Fim 28/5 kl. 20:00 U Fös 29/5 kl. 20:00 U Lau 30/5 kl. 20:00 U Mán 1/6 kl. 16:00 ný aukaU Mið 3/6 kl. 20:00 U Fim 4/6 kl. 20:00 U Fös 5/6 kl. 20:00 ný aukasU Lau 6/6 kl. 16:00 U Lau 6/6 kl. 20:00 U Sun 7/6 kl. 16:00 U Fim 11/6 kl. 20:00 U Fös 12/6 kl. 20:00 ný aukasU Lau 13/6 kl. 14:00 U Sun 14/6 kl. 16:00 U Fös 4.sept. kl. 19.00 aukas Lau 5. sept. kl. 19.00 aukas Sun 6. sept. kl. 19.00 aukas Fim 10. sept.kl. 19.00 aukas Fim 18. sept.kl. 20.00 aukas Lau 19. sept.kl. 19.00 Ö Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Einleikjaröð – Djúpið (Litla sviðið) Fös 5/6 kl. 20:00 frums. Lau 6/6 kl. 16:00 Fim 11/6 kl. 20:00 Fös 12/6 kl. 20:00 Fim 18/6 kl. 20:00 Fös 19/6 kl. 20:00 Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Fúlar á móti ATH! sýnt í Íslensku Óperunni Sími 511 4200 Takmarkaður sýningafjöldi Fim 28/5 kl. 20:00 Ný sýnU Fim 4/6 kl. 20:00 Ný sýn U Fös 5/6 kl. 20:00 Ný sýn Ö Lau 6/6 kl. 20:00 Ný sýn Sun 7/6 kl. 20:00 Ný sýn Ö ROSDESTVENSKÍJ Á LISTAHÁTÍÐ TRYGGIÐ YKKUR MIÐA! Pantið miða tímanlega og tryggið ykkur góð sæti. Miðasalaí síma 545 2500 eða á www.sinfonia.is. Miðasalan er opin alla virka daga frá kl. 9–17. Það er stórviðburður í hvert sinn sem Gennadíj Rosdestvenskíj stígur á stjórnandapallinn. Hér mun þessi sérstæði og heimsþekkti hljómsveitarstjóri stjórna Leníngrad-sinfóníu Sjostakovitsj, en þeir störfuðu náið saman. Auk þess mun eiginkona stjórnandans, Viktoria Postnikova, leika hinn ægifagra píanókonsert í c-moll eftir Mozart. Það er sannur heiður að njóta krafta þeirra hjóna á Listahátíð í Reykjavík. Hljómsveitarstjóri | Gennadíj Rosdestvenskíj Einleikari| Viktoria Postnikova W.A. Mozart | Píanókonsert í c-moll, K. 491 Dímítríj Sjostakovítsj| Sinfónía nr. 7 (Leningrad–sinfónían) FIMMTUDAGUR 28. MAÍ | kl. 19.30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.