Morgunblaðið - 13.06.2009, Síða 6

Morgunblaðið - 13.06.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is RANNSÓKN á bankahruninu er komin á fullt skrið hjá embætti sérstaks saksóknara og til stendur að fjölga starfsfólki við embættið umtals- vert eins og ráðgjafinn Eva Joly hefur gert kröfu um. Sú spurning hefur vaknað hvernig dómskerfið í landinu er í stakk búið til að taka á þessum mál- um þegar þar að kemur. Símon Sigvaldason héraðsdómari og formaður dómstólaráðs segir að þetta mál hafi vissulega verið mikið rætt innan dómstólakerfisins að und- anförnu. Það sé mjög mikilvægt að dómstólarnir séu í stakk búnir til að taka við þessum málum. Dómstólaráð hefur átt fundi með dómsmálaráðu- neytinu um stöðuna og segir Símon að ráðuneytið hafi fullan vilja til að gera ráðstafanir svo þessi mál geti fengið hnökralausa meðferð. Hann segir að samkvæmt fréttum sé rannsókn hafin á mörg- um málum og væntanlega muni fleiri mál bætast við. Á þessari stundu viti auðvitað enginn hve mörg af þessum málum muni leiða til ákæru. Tekur einhvern tíma að fjölga dómurum „En á einhverjum tímapunkti þurfum við að fá gleggri yfirsýn yfir þetta því það tekur auðvitað tíma fyrir dómstólana að fjölga dómurum til að ráða við allan þennan málafjölda,“ segir Símon. Hann segir að meðferð málanna verði að vera samofin heild. „Það dugar ekki að vera með mikla og vandaða rannsókn ef málin koðna síðan niður fyrir dómstólunum vegna mannfæðar,“ segir hann. Símon bendir á að þau félög sem eru til rannsóknar séu flest staðsett á suðvesturhorninu og því megi búast við því að mesta álagið verði á Héraðsdóm Reykjavíkur og Héraðsdóm Reykja- ness. „Þarna þurfa menn að vera tilbúnir þegar þar að kemur,“ segir Símon. Reikna má með því, miðað við fréttir af rann- sóknum mála, að mörg þeirra kunni að verða mjög umfangsmikil. Þá má telja líklegt að í flestum þeirra verði dómar fjölskipaðir. Símon bendir á að eitt slíkt mál útheimti starfskrafta eins dómara svo mánuðum skiptir. „Svo geta auðvitað komið upp álitamál um van- hæfi eins og hefur sýnt sig í umræðunni undan- farna daga,“ segir Símon. Verða dómstólar reiðubúnir?  Mál vegna bankahrunsins munu mæða á dómstólunum  Talið augljóst að fjölga þurfi dómurum í framtíðinni  Dómstólaráð hefur átt fundi með ráðuneytinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Formaðurinn Símon Sigvaldason segir nauðsynlegt að efla dómstóla. FRAMKVÆMDIR eru hafnar við gerð hring- torgs á gatnamótum Álftanesvegar að Bessa- staða. Framkvæmdin var tekin út úr svokallaðri Álftanesvegarframkvæmd. Gerð var úttekt á því að hvaða leyti tilteknar fornminjar yrðu fyrir raski vegna lagningar nýs vegar, en andstæð- ingar vegarlagningarinnar óttast að fornminjar eyðileggist. Fornleifavernd hefur hvatt til þess að reynt verði að finna aðra leið. Morgunblaðið/Kristinn NÝTT HRINGTORG NÁLÆGT BESSASTÖÐUM FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „VIÐ erum auðvitað að reyna hvað við getum til þess að koma þeim til aðstoðar sem þurfa á því að halda,“ segir Jónas Pétursson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Svarfdæla, um vandamál stofnfjáreigenda sem tóku lán fyrir stofnfjáraukningu á árinu 2007. Greint var frá því í DV í gær að yfir 90 prósent af tæplega 150 stofnfjáreigendum í sjóðnum hefðu tekið lán fyrir stofnfjáraukningu sem samtals nam um 500 millj- ónum. Flestir tóku erlend lán, að sögn Jónasar. „Fólki var auðvitað frjálst að taka lán hvar sem er en mest var þó tekið hjá Saga Capital fjárfestingarbanka. Þessi stofn- fjáraukning er verulega íþyngjandi fyrir marga núna það gefur auga- leið. Hrun gjaldmiðilsins hefur sér- staklega verið íþyngjandi fyrir þá sem eru með lán í erlendri mynt, sem var stór hluti þeirra sem tóku lán fyrir aukningunni,“ segir Jón- as. Óskiljanleg stofnfjáraukning? Sveinn Jónsson, fyrrverandi for- maður stjórnar sparisjóðsins og stofnfjáreigandi, segir þá hugmynd að auka stofnféð eins og mikið og gert var, hafa verið óskiljanlega. „Ég skildi aldrei þörfina fyrir þessa miklu stofnfjáraukningu í sjóðnum og það var eins og menn hafi trúað því að virði stofn- fjárbréfa myndi endalaust aukast. Niðurstaðan er hörmuleg. Eldra fólk hér í byggðinni hefur tekið lán af því það taldi sig vera að efla sjóðinn sem það hefur skipt við í tugi ára, en situr nú bara uppi með skuldir sem hafa jafnvel meira en tvöfaldast í verði. Í ofanálag hefur sjóðurinn lítið svigrúm til þess að gera eitthvað í sínum málum, þar sem hann er rekinn á undanþágu frá Fjármálaeftirlitinu. Stór spurn- ingin er hversu lengi hann færi að gera það.“ Sjóðurinn er nú með eigið fé upp á 33 milljónir króna en bíður þess að fá 467 milljónir frá ríkinu svo eiginfjárhlutfall sé yfir löglegum mörkum, þ.e. yfir átta prósent. Ekki í vanskilum Samkvæmt upplýsingum frá Brynhildi Ólafsdóttur, upplýsinga- fulltrúa Saga Capital, eru lánin sem bankinn veitti hvorki í van- skilum né á gjalddaga. Hins vegar geti bankinn ekki tjáð sig um stöðu lána til viðskiptavina vegna stofn- fjáraukningarinnar. Jónas segir að unnið sé að því að finna lausn á vandamálunum. „Það hefur ýmislegt verið rætt, og þá helst að reyna að ná samningum við lánardrottna um að breyta hluta af skuldum í stofnfé. Þær viðræður eru þó ekki komnar á lokastig. Þær munu halda áfram á næstu misserum.“ Eiga bara skuldir eftir  Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Svarfdæla eru í vanda vegna lána fyrir nýju stofnfé  Hörmuleg niðurstaða segir fyrrverandi stjórnarformaður sjóðsins Stofnfjáraukning í Sparisjóði Svarfdæla árið 2007 hefur dreg- ið dilk á eftir sér. Erlend lán eru að sliga marga stofnfjáreigendur. „Þó að ýmsir þættir hafi orðið til þess að bankakerfið hrundi þá er alveg augljóst mál að það var allt- of hratt farið í viðskiptum og hug- myndin um arðvænlegan rekstur var líka röng. Þetta smitaði í spari- sjóðareksturinn,“ segir Sveinn Jónsson, fyrrverandi stjórnar- formaður Sparisjóðs Svarfdæla. Hann segir arðsemi í viðskipta- lífinu undanfarin ár, einkum á ár- unum frá 2005 til 2008, hafa byggst á því að bókfæra markaðs- virði á hlutabréfum. „Það var hugsun sem dæmd var til glötunar. Einu sinni var bara bókfært kaup- virði. Það var eins og allir héldu að verðmæti eigna myndi endalaust aukast. Menn virtust ekki átta sig á því hvernig í raun átti að reka fyrirtæki, og þá ekki síst spari- sjóði.“ „Hugsun sem dæmd var til glötunar“ NÚ GETUR al- menningur leigt bílaleigu bifreið- ar sínar í sumar. Mikill skortur er á bílaleigubílum sökum mikilla bókana. Leiguna Sixt vantar allt að hundrað bíla. ,,Þetta er í fyrsta sinn sem fyrir- tæki í bílaleigu- bransanum falast eftir bílum frá al- menningi á þennan hátt,“ segir Haraldur Haraldsson, markaðs- stjóri Bílabúðar Benna sem á Sixt á Íslandi. „Okkur datt í hug að þarna væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi: Í fyrsta lagi að sjá okkur fyr- ir þeim bílum sem við þurfum og í öðru lagi að hjálpa fólki í þessum efnahagsþrengingnum,“ segir Har- aldur. Bílaleigan borgar bílaeig- endunum mismikið og fer það eftir stærð bílanna. „Sá sem kemur til dæmis til okkar með sportjeppa getur fengið allt að 100.000 kr. fyr- ir 30 daga,“ segir Haraldur. Bílaleiguna vantar allar gerðir bíla en þó sýnu mest litla, spar- neytna bíla og sportjeppa. Ekki er hægt að taka á móti hvaða bíl sem er. Þeir verða til dæmis að vera með verksmiðjuábyrgð sem venju- lega fylgir nýjum bíl í þrjú ár. Þá verða þeir að vera skráðir á ein- staklinginn sem kemur með hann. „Síminn hefur vart stoppað hér í morgun og greinilegt að mörgum þykir þetta góður kostur,“ segir Haraldur. sigrunerna@mbl.is Bílaleiga leitar eftir bílum almennings Leiga Fólk getur nú leigt bílaleigu nýja bílinn sinn. MIKILL verð- munur er milli matvöruverslana samkvæmt könn- un verðlagseft- irlits ASÍ sem fram fór í átta- verslunum í Reykjavík og á Akureyri þann 9. júní. Verð 54 vörutegunda var athugað. Mestur verðmunur var á ódýrasta fáanlega hreina appel- sínusafanum, 121%. Kostaði lítrinn 99 kr. í Krónunni en 219 kr. í Bónus. Verslanir Bónus voru þó oftast með lægsta verðið, í 27 tilfellum. Næst komu Krónuverslanir með lægsta verðið á fjórtán vörum. Í 22 tilfellum var Samkaup-Úrval með hæsta verðið. Minnstur munur var á mjólkur- vörum og formerktum vörum á borð við osta og álegg. Mikill mun- ur var á kjöt- og fiskmeti, banönum og bleium. Þannig voru bananar 76% dýrari í Kaskó en í Nettó og bleiur 78% dýrari í Nettó en í Krón- unni. skulias@mbl.is 121% munur á safa í Bónus og Krónunni Matvara Er misdýr eftir verslunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.