Morgunblaðið - 13.06.2009, Page 10

Morgunblaðið - 13.06.2009, Page 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 Þar kom að því að ASÍ setti starfs-og stjórnarmönnum lífeyris- sjóðanna siðareglur um boðsferðir og önnur fríðindi.     Þar segir að þeim sé „óheimilt aðþiggja boðsferðir af viðskipta- vinum, innanlands sem utan, hvort sem um er að ræða skemmtiferðir, svo sem veiðiferðir og golfferðir, eða kynnisferðir vegna einstakra fyrirtækja eða viðskiptakosta.“     Óskaplegaverður nú líf- ið bragðdauft í híbýlum lífeyris- sjóðanna, hugsar ef til vill einhver með sér eftir þessa lesningu.     En svo kemur smáa letrið. Tekið erfram að undanteknar séu ferðir sem talið er að hafi upplýsingagildi fyrir lífeyrissjóðinn eða gera hann hæfari til að sinna hlutverki sínu.     Í slíkum tilvikum skal metið af yfir-manni eða sjóðstjórn eftir atvik- um hvort svo sé, enda greiði lífeyris- sjóðurinn sjálfur kostnað við ferð- ina,“ og enn kemur smáa letrið til sögunnar, „nema annað sé sér- staklega ákveðið og formleg heim- ild veitt til.“     Það á sem sagt að fara eftir þess-um siðareglum „nema annað sé sérstaklega ákveðið og formleg heimild veitt til“.     Hvað felst í þessum undanþágum?Hefur það „upplýsingagildi fyr- ir lífeyrissjóðinn“ ef blandað er sam- an veiðiferð og fyrirlestri, eins og tíðkast hefur? Verður lífeyrissjóð- urinn „hæfari til að sinna hlutverki sínu?“     Breyta siðareglurnar einhverju? Nema annað sé ákveðið … Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 11 skúrir Lúxemborg 19 heiðskírt Algarve 33 heiðskírt Bolungarvík 10 heiðskírt Brussel 20 léttskýjað Madríd 36 léttskýjað Akureyri 10 skýjað Dublin 12 skýjað Barcelona 23 léttskýjað Egilsstaðir 7 alskýjað Glasgow 17 léttskýjað Mallorca 27 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 9 skýjað London 20 heiðskírt Róm 28 léttskýjað Nuuk 7 heiðskírt París 22 léttskýjað Aþena 33 léttskýjað Þórshöfn 9 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Winnipeg 16 skýjað Ósló 13 skúrir Hamborg 14 léttskýjað Montreal 20 skýjað Kaupmannahöfn 13 skúrir Berlín 14 léttskýjað New York 23 léttskýjað Stokkhólmur 13 súld Vín 17 skýjað Chicago 21 skýjað Helsinki 18 skýjað Moskva 28 skýjað Orlando 31 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 13. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3.49 0,9 9.51 3,1 15.49 1,0 22.10 3,3 2:59 23:58 ÍSAFJÖRÐUR 5.48 0,5 11.35 1,7 17.38 0,6 23.54 1,9 1:33 25:33 SIGLUFJÖRÐUR 1.42 1,2 8.04 0,3 14.19 1,1 20.01 0,5 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 0.54 0,7 6.42 1,8 12.50 0,7 19.10 1,9 2:15 23:41 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Hæg breytileg átt eða hafgola, skýjað með köflum og víða skúrir. Hiti 5 til 14 stig, svalast á annesjum N- og A-lands. Á mánudag Hæg breytileg átt eða hafgola, skýjað með köflum og víða skúrir. Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna SV-lands seint um daginn. Fer hægt hlýnandi. Á þriðjudag Stíf austanátt með rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 16 stig. Á miðvikudag (lýðveld- isdagur) Útlit fyrir áframhaldandi aust- læga átt með vætu. Á fimmtudag Snýst líklega til skammvinnrar norðanáttar og kólnandi veður í bili. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustlæg átt eða hafgola, 3-10 m/s. Skýjað með köflum og stöku skúrir, einkum síðdeg- is, en víða bjart NV-lands. Hiti 5 til 15 stig, svalast austast á landinu. SKÁKBÓKA- og tímaritasafn skáksnillingsins Bobby Fisc- hers seldist á 61.000 dollara eða tæpar 8 milljónir íslenskra króna hjá uppboðsfyrirtækinu Bonham. Er þetta í takt við áætlanir fyrirtækisins, sem hafði reikn- að með að 50-80 þúsund doll- arar fengjust fyrir safnið. Ekki kemur fram á vef fyrirtæksins, hver kaupandinn var. Einar S. Einarsson, fyrrverandi formaður Skáksambands Íslands, telur sig þekkja til safns- ins. „Ef um sömu hluti er að ræða sem okkur bauðst að fá senda hingað til lands síðla árs 2005, fyrir lítið sem ekki neitt auk flutningskostnaðar, er um að ræða 15 kassa, með um 400 skákbókum og 500 tímaritum auk þess verðmætasta í þessu safni sem er handritið að hinni frægu bók hans My 60 Memorable Games, með nóteringum hans,“ segir Einar. „Því miður vildi Bobby ekki sjá þetta góss aftur, sem hann taldi að hefði verið ólöglega frá honum tekið, svo ekkert varð úr,“ bætir Einar við. Eins og fram hefur komið virðist mikill áhugi á öllu því sem viðkemur hinum látna snillingi, sem lést hér á landi í janúar 2008. sisi@mbl.is Munir Fischers seldust á 8 milljónir Í HNOTSKURN »Munirnir sem boðnir voru upp voruhaldlagðir af bandarískum stjórnvöld- um 1992, eftir að Fischer tefldi frægt ein- vígi við Boris Spasskíj í Júgóslavíu. »Með því að tefla í Júgóslavíu braut hannviðskiptabann á landið að mati banda- rískra yfirvalda. Fischer sneri ekki aftur til heimalands síns Bandaríkjanna eftir ein- vígið. Bobby Fischer ÁSMUNDUR Helgason hefur verið dæmur til að greiða 400.000 krónur í sekt fyrir að hafa sem nafngreindur höfundur birt auglýsingar á áfengi í tímaritinu Mannlífi í maí 2008. Annars vegar var um að ræða aug- lýsingu fyrir Peter Lehmann-vín á blaðsíðu 13 í tímariti útgefnu 22. maí og hins vegar auglýsingu fyrir Ball- antine’s-viskí á blaðsíðu 77 í sama tölublaði. Ákærði hefur ekki áður sætt refs- ingu svo kunnugt sé og þótti hæfileg refsing því 400.000 kr. sekt til ríkis- sjóðs ellegar 24 daga fangelsi verði sektin ekki greidd innan 4 vikna. Laufey Kristjánsdóttir, fulltrúi lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu, sótti málið af hálfu ákæru- valdsins, en lögreglu barst ábending um meint brot frá Foreldrasamtök- um gegn áfengisauglýsingum. Sekur um áfengislagabrot Rýmum fyrir nýjum vörum Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið. Sími 533 2220 www.lindesign.is Rúmfatnaður, púðar, dúkar, baðsloppar, lök ásamt mörgu öðru með 20–50% afslætti. Útsölunni lýkur í dag. Íslensk hönnun á frábæru verði!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.