Morgunblaðið - 13.06.2009, Side 15

Morgunblaðið - 13.06.2009, Side 15
Mótmælum lágtekjusköttum Eiga öryrkjar og aldraðir að greiða óreiðuskuldir? www.obi.is VIÐ STÖNDUM FYRIR RÉTTLÆTI – EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR! Kjörorð ÖBÍ Aðalstjórn Öryrkjabandalags Íslands lýsir þungum áhyggjum af bágri stöðu öryrkja og ellilífeyrisþega sem þurfa að treysta á hið opin- bera til að geta framfleytt sér og sínum. Fatlað fólk og eldri borgarar nutu ekki hins svokallaða góðæris þar sem uppbygging velferðarkerfisins var ekki í samræmi við velmegun í samfélaginu. Staða fyrrgreindra hópa er mjög þung vegna aukins kostnaðar á nauðsynjum, eins og mat, lyfjum, læknisþjónustu og húsnæði. Mjög margir geta ekki látið enda ná saman. Aðalstjórn ÖBÍ krefst þess að sá stöðugleika- sáttmáli sem unnið er að á vettvangi ríkisstjórnar, Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingar taki einnig til öryrkja og ellilífeyrisþega. Það gengur ekki að 44 þúsund einstaklingar verði hafðir fyrir utan það samkomulag. Við Íslendingar verðum að hafa kjark til að fara í gegnum þessa erfiðleikatíma með því að verja velferðarkerfið með öllum tiltækum ráðum. Aðför að velferðarkerf inu myndi valda óafturkræfum skaða. Að mati aðalstjórnar er nú rétti tíminn fyrir íslensk stjórnvöld að endurskoða gildi okkar og setja fólk í forgang. Aðalstjórn ÖBÍ mótmælir því harðlega að sérstakir lágtekjuskattar verði lagðir á lífeyrisþega. Ályktun aðalstjórnar ÖBÍ þann 10. júní 2009. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.