Morgunblaðið - 13.06.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 13.06.2009, Síða 22
22 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is FUGLATALNING fór fram í Dyr- hólaey á mánudag. Innan við 20 æðarhreiður fundust í eynni, ekkert kríuvarp og enginn sílamávur. Stöð- ugt eftirlit er talið nauðsynlegt eigi að leyfa umferð á varptíma. Hörmulegt ástand Talning fór fram í eynni á mánu- dag og komu niðurstöður hennar viðstöddum mjög á óvart. Hátt í þrettán hundruð kríuvörp voru á svæðinu í síðustu talningu, árið 1999, og virðist það nánast hafa þurrkast út. Í kringum 300 æðar- vörp voru í eyjunni en nú eru þau undir tuttugu. Þá fundust tuttugu sílamávavörp árið 1999 en nú engin. Dyrhólaey hefur verið friðuð yfir varptímann frá 1978. Helstu rök fyrir lokun hafa verið verndun fuglalífs, sér í lagi æðarvarpsins. Umhverfisstofnun tekur ákvörðun um friðun eyjarinnar og liggur brátt fyrir hvort hún verður opnuð fyrir 25. júní. Gangandi vegfarendur trufla Einn helsti áningarstaður ferða- manna í eynni er í kringum vitann á Háey og svæðið þar í kring. Í taln- ingarskýrslu UST kemur fram að ef hægt væri að stýra þar bílaumferð á friðunartímanum þannig að fólk hvorki færi úr bílum sínum né stöðv- aði þá væri hægt að opna eyjuna fyrr án þess að það hefði veruleg áhrif á æðarvarpið. Mesta truflunin sé af gangandi vegfarendum sem fæli oft fugla af hreiðrum. Slík fæl- ing gefi eggjaræningjum færi á að ræna hreiðrin auk þess sem síend- urtekin truflun verði til að fuglinn getur horfið endanlega úr varpinu. Séu ferðamenn með lausa hunda með sér þá hafi það enn meiri fæl- ingu í för með sér og varanlegri. Hundar þyrftu því að vera alfarið bannaðir. Eftirlit nauðsynlegt Í skýrslunni segir að án eftirlits verði eflaust eitthvað um að fyrir- mæli og afmörkun með köðlum og skiltum verði ekki virt. Varðandi mögulega opnun fyrir 25. júní í ár sé ólíklegt að það hefði mikil áhrif á fuglalífið, varp sé það lítið.Til fram- tíðar litið væri æskilegt að stjórna umferð um eyjuna til að draga úr áhrifum á varp. Yrði þá slík opnun bundin við efsta hluta Háeyjar kringum vitann og með bjarg- brúnum. Þá þyrfti eftirlit með því að bann við umferð um Lágey væri virt. Hægt væri að hafa opið tiltek- inn tíma yfir daginn en lokað að kvöldi og nóttu. Vöktun fugls nauðsynleg Vegakaflinn upp á Háey frá vega- mótunum út í Lágey og framhjá tjörninni að brekkunni er viðkvæm- asti kafli eyjarinnar og að honum þarf helst að gæta, segja skýrsluhöf- undar. Best væri að hafa vörð sem sæi yfir þetta svæði en þó í hæfilegri fjarlægð frá æðarvarpinu. Til að meta áhrif opnunar þarf að vakta fuglalífið næstu ár á eftir til að meta breytingar á fjölda og útbreiðslu. Svo slík vöktun sé marktæk þyrfti að finna viðmiðunarsvæði sem næst Dyrhólaey þar sem umhverf- isaðstæður væru svipaðar, að um- ferðinni frátalinni. Aðeins þannig sé hægt að meta hvort lélegt varp geti stafað af umhverfisáhrifum eins og fæðuskorti. Höfundar skýrslunnar segja að æðarvarp sé viðkvæmt fyr- ir umferð um varptímann þannig að lítið megi út af bregða án þess að neikvæðra áhrifa gæti. Góð land- varsla sé þannig forsenda sáttar milli verndunarsjónarmiðs og þess að veita aðgengi að vitasvæðinu og bjargbrúninni fyrir 25. júní, þegar varptíma lýkur. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Dyrhólaey Eyjan hefur verið lokuð yfir varptímann frá 1976 en þrátt fyrir það er ástand fuglalífs í eyjunni afar slæmt. Lítið um fugl í Dyrhólaey  Nánast ekkert varp í eynni  Mögulegar orsakir lélegt ástand fugls og ágangur afræningja  Eftirlit í eynni nauðsynlegt ef leyfa á umferð á varptíma JÓNMUNDUR Guðmarsson hættir sem bæj- arstjóri Seltjarn- arness þegar hann hefur formlega störf sem fram- kvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins. Ákvörðunin var tekin í gær, að tillögu for- mannsins, sagði Jónmundur í sam- tali við mbl.is. Nákvæm tímasetn- ing á því hvenær hann tekur formlega við starfinu af Grétu Ingþórsdóttur, sem tók við stöðu framkvæmdastjórans tímabundið, liggur ekki fyrir. Jónmundur segir þetta vera spennandi tækifæri og áskorun. „Það er spennandi að fara í uppbyggingu og sókn fyrir flokk- inn með sjálfstæðismönnum um allt land. Og ekki síst að koma til liðs við og styðja nýjan og að mínu mati glæsilegan forystu- mann, formann flokksins“ [Bjarna Benediktsson]. Jónmundur segir á vissan hátt erfitt að skilja við bæjarstjóra- starfið en tekur fram að sl. sjö ár hafi verið mjög ánægjuleg og ár- angursrík. jonpetur@mbl.is Jónmundur hættir sem bæjarstjóri Verður framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins Jónmundur Guðmarsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt konu frá Moldavíu og karlmann frá Afganistan í 30 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komuna til lands- ins. Konan, sem er 21 árs, og mað- urinn, sem er 22 ára, komu hingað til lands frá Kaupmannahöfn á þriðjudag en þau voru á leið til To- ronto í Kanada. Konan framvísaði fölsuðu ísraelsku vegabréfi en mað- urinn, sem er búsettur í Malmö í Svíþjóð, framvísaði sænsku vega- bréfi. Bæði játuðu þau brot sitt. Hefð er fyrir því að dæma fólk, sem framvísar fölsuðum vegabréfum, í mánaðar fangelsi. Framvísuðu fölsuðum vegabréfum Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is DVALARHEIMILIÐ Ás í Hvera- gerði hefur síðan á sjöunda áratug síðustu aldar ræktað sitt eigið grænmeti og er ræktunin enn blóm- leg. Nú eru agúrkur, tómatar, paprikur, gulrætur, púrrulaukar og fleira meðal þess sem ræktað er í Ási og er því um auðugan garð að gresja í bókstaflegum skilningi. Í Morgunblaðinu í fyrradag sagði að hjúkrunarheimilið Fellsendi í Döl- um hefði orðið fyrst til þessa. Er nú komið á daginn að þetta er ekki alls kostar rétt. Suðrænir ávextir „Þetta eru milli tólf og fjórtán tonn á ári af grænmeti, þannig að þetta er slatti,“ segir Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri Áss. Hann segir að auk þess sem venju- legt þykir að rækta hérlendis hafi kaffi, melónur, bananar og vínber einnig verið ræktað. Það segir hann þó hafa verið gert meira í gamni en til gagns. Auk matjurta eru ræktuð sum- arblóm og rósir að Ási. Þau eru not- uð til að lífga upp á umhverfið á heimilinu og á Grund sem er undir sama hatti og Ás. Hagstætt og gott „Þetta er bæði hagstætt fyrir heimilið og gott fyrir fólkið sem fær að vinna þarna og mætir reglu- lega,“ segir Gísli. Garðyrkjustjóri og tveir starfsmenn hans hafa um- sjón með ræktuninni en heim- ilisfólkið tekur virkan þátt. Að auki kemur fólk af geðdeild Landspít- alans og leggur hönd á plóg og er það hluti endurhæfingarferlis þess. Uppskeran frá Ási er notuð í matseld, bæði þar og á Grund, og starfsmannafélagið selur starfs- fólki staðanna það sem umfram er á hagstæðum kjörum. „Svo höfum við einstaka sinnum, ef það er mjög mikil framleiðsla, gefið á önnur heimili,“ segir Gísli. Ræktuðu banana til gamans  Í yfir 40 ár hefur lífleg og fjölbreytt ávaxta- og grænmetisræktun farið fram á dvalarheimilinu Ási þar sem vistmenn, starfsfólk og fleiri leggja hönd á plóginn Gróðurhús Gulrætur eru meðal þess sem ræktað er að dvalarheimilinu Ási. „Þetta var allt annað en maður átti von á, það var bara engan fugl að sjá,“ segir Þórhildur Jónsdóttir, oddviti í Mýrdalshreppi, en hún fór út í eyna með talningarmanni. „Nú hefur eyjan lengi verið friðuð yf- ir varptímann svo við bjuggumst við að sjá meira líf,“ segir hún. Greinilegt sé að friðun skili engu. Sveit- arstjóri Mýrdalshrepps, Sveinn Pálsson, tekur í sama streng. „Auðvitað verður Umhverfisstofnun að ráða því hvort eyjan er friðuð eða ekki, en sveitarfélagið er búið að álykta í allmörg ár að réttara væri að hún væri opin,“ sagði Sveinn. Hann segir niðurstöður skýrslunnar ekki koma á óvart og þótt útkoma talningar sé dapurleg sé ánægjulegt að verið sé að opna fyrir möguleikann á því að eyjan sé opin. „Við kröfðumst þess í sveitarstjórn fyrir ári að hún væri opin og þá undir eftirliti. Við buðumst líka til þess að taka þátt í kostnaði vöktunar þótt það sé vitaskuld Umhverfisstofnun sem á að greiða landvörðum og halda utan um eftirlit, rétt eins og gert er annars staðar .“ Bæði vonsvikin og ánægð með niðurstöður Vík í Mýrdal OLÍUFÉLÖG hækkuðu öll verð á eldsneyti í gær og fetuðu þannig í fótspor Skeljungs, sem hækkaði verð á bensínlítra um 6 krónur á miðvikudag og verð á dísilolíulítra um 4 krónur. Algengt verð í sjálfsafgreiðslu hjá stóru olíufélögunum þremur er nú 174,80 krónur á lítra af bensíni og 175,70 krónur á dísilolíulítra. Hjá Orkunni kostar bensínlítrinn 173,20 krónur og dísilolíulítrinn 174 krónur. Olíufélögin hækkuðu eldsneytið Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.