Morgunblaðið - 13.06.2009, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.06.2009, Qupperneq 25
140 bæir um allt land bjóða upp á gistingu, máltíðir og afþreyingu. Fjölbreytt gisting: Heimagisting, gistihús, sveitahótel, sumarhús og tjaldsvæði. Verið velkomin! Bændur selja búvörur beint frá býli. Fjölbreytt framboð af íslenskum mat við allra hæfi. Verði þér að góðu! Bændahöllinni 107 Reykjavík sími 563-0300 www.beintfrabyli.is www.bondi.is Síðumúli 2 108 Reykjavík sími 570-2700 www.sveit.is Komdu í heimsókn til bænda og kynntu þér nútímabúskap og fjölbreytta starfsemi í íslenskum sveitum. Fyrir börn og fullorðna á öllum aldri! Velkomin í sveitina Allt sem þú þarft að vita um gistingu, mat og afþreyingu í sveitinni Bæklingurinn liggur frammi á öllum helstu áningarstöðum á landinu. Pantið bækling á www.uppisveit.is Morgunblaðið/Kristinn Þemadagur Þegar nemendur Háskóla unga fólksins fengu fyrirlestur um Alþingishúsið hafði kennarinn óskipta athygli þeirra. Á eftir var nestið borðað. Leyndardómar læknisfræðinnar, stjörnuskoðun og sjónvarpsþáttagerðer aðeins brot af því sem um 300 nemar í Háskóla unga fólksins fenguað kynnast nú í vikunni. Í eina viku á hverju ári fær Háskóli Íslands annan svip, stressaðir háskólanemar á þrítugsaldri hafa flögrað út í sumarið en í stað þeirra koma fróðleiksfús ungmenni í tugatali. Reyndar var slegið aðsóknarmet þetta sumarið enda mörg og fjölbreytt námskeið í boði. Á milli námskeiða þar sem fróðleiksfýsninni hefur verið fullnægt, brugðu nemend- urnir á leik á grænum flötum umhverfis háskólann. Þar var tekið í spil, sipp- að, spilaður fótbolti og farið í snú-snú svo fátt eitt sé nefnt. Að loknum skóladegi í gær var svo glæsileg lokahátíð og formleg braut- skráning nemendanna. Tóku þeir sjálfir þátt í undirbúningi hátíðarinnar. Heppnaðist hún vel og mátti sjá á nemendunum að þeir væru sáttir, sælir og fróðari eftir námsdvölina í Háskóla unga fólksins. Það er því líklegt að ein- hverjir eigi eftir að snúa aftur að ári. sunna@mbl.is Lækningar Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, fræddi nemana um leyndardóma læknisfræðinnar og mannslíkamans. Í hléi Á milli námskeiða nutu nemendurnir þess að leika sér við háskólann. Forvitin börn og unglingar urðu fróðari á einni viku Mettur magi Nauðsynlegt er háskólanema að fá holla og góða næringu og ekki skemmir fyrir að neyta hennar undir berum himni. Góða veðrið lék við nemendur í vikunni. Daglegt líf 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.