Morgunblaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 27
Daglegt líf 27ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 Hólmarar geta verið ánægðir með það að atvinnuleysi er ekki mikið í bænum. Á atvinnuleysiskrá eru 23 einstaklingar skráðir og eru nokkrir þeirra á bótum að hluta til. Þetta þýðir rúmlega 2% atvinnuleysi. Þessar tölur segja okkur að ekki er þörf að kvarta meðan ástandið helst svona gott.    Grásleppuvertíðin í Stykkishólmi hófst 20. maí. Mikil fjölgun er á bát- um sem stunda þessar veiðar. Gott verð á grásleppuhrognum freistar greinilega margra. Þrátt fyrir að fleiri bátar stundi veiðarnar og mun fleiri net séu í sjó hefur minna magn af hrognum verið landað til þessa miðað við sama tíma í fyrra. Það þýðir að hver bátur er að fá mun minni afla. Í Stykkishólmi hefur ver- ið landað þriðjungi minna af hrogn- um miðað við sama tíma í fyrra. Nú hefur verið landað 37 tonnum af grá- sleppuhrognum en 54 tonn voru komin á land fyrir ári síðan. Það kemur greinilega í ljós að þótt sókn- in aukist fjölgar ekki grásleppunni í sjónum.    Stykkishólmur er tilvalinn staður að heimsækja í sumar. Ferðamenn geta dvalist hér í marga daga og haft nóg fyrir stafni. Bærinn tekur vel á móti ferðamönnum. Þrjár merkar sýn- ingar er hægt að skoða. Eldfjalla- safn Haraldar Sigurðssonar er nýj- ast en sýningin er í gamla samkomu- húsinu. Þar að auki er Vatnasafn Roni Horn og svo Norska húsið þar sem minnst er aldarafmælis hafnar- innar og gestir geta skoðað heimili heldri manna á 19. öld.    Nýtt þjónustuhús hefur verið tekið í notkun á tjaldsvæðinu. Það var byggt í vetur og er tilbúið fyrir gesti. Með þessu nýja húsi batnar aðstaða gesta til mikilla muna. Húsið er um 60 fermetrar að stærð og búið flest- um þægindum sem til er ætlast á tjaldsvæðum nú til dags. Tjald- svæðið er á góðum stað mitt á milli golfvallar og sundlaugarinnar.    Ferjan Baldur er farin að sigla tvisv- ar á dag yfir Breiðafjörðinn með við- komu í Flatey. Farið er frá Stykk- ishólmi kl. 9 og kl. 15. Með tilkomu nýrrar ferju hefur orðið mikil fjölg- un ferðamanna og bílaflutninga. Í fyrra komu oft upp þau tilfelli að uppselt var í ferðir ferjunnar. Ef veðráttan verður okkur hagstæð má búast við því að sama verði upp á teningnum í sumar. Því er betra að panta tímanlega fyrir farþega og bíla.    Stykkishólmsbær mun fjárfesta fyr- ir um 96 milljónir króna á þessu ári. Þar er þjónustuhús á tjaldsvæði stærsti liðurinn. Til gatnagerðar er áætlað að verja 15 milljónum króna. Þegar þeim framkvæmdum er lokið verða allar götur í Stykkishólmi með bundið slitlag og búið að ganga frá gangstéttum.    Gamli miðbærinn í Stykkishólmi hefur vakið athygli ferðamanna. Í vetur hlaut Stykkishólmsbær Skipu- lagsverðlaunin fyrir stefnu og fram- fylgd á deiliskipulagi gamla bæjar- kjarnans. Bæjaryfirvöld hafa á þann hátt sýnt það að með verndun menn- ingarverðmæta í gömlum bæjar- kjörnum hjálpar til við uppbyggingu ferðaþjónustu og eykur ánægju bæj- arbúa.    Miklar framkvæmdir voru í fyrra í gamla miðbænum sem breyttu mjög öllu umhverfinu til hins betra. Nú er verið að leggja lokahönd á verkið. Verktakar eru mættir til að hlaða grjótveggi og svo endurbyggja gamlan brunn sem var staðsettur við gamla Apótekið. Brunnbotninn fannst í fyrra þegar unnið var við jarðvegsframkvæmdir á svæðinu. Ákveðið var bæði til gamans og fróð- leiks að endurbyggja brunninn á sama stað og á hann að minna okkur á það að ekki var alltaf hægt að fá vatn úr krana. Það þurfti meira fyrir því að hafa en það. STYKKISHÓLMUR Gunnlaugur Auðunn Árnason, fréttaritari Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðunn Árnason Sumar Stykkishólmur laðar til sín margan ferðamanninn yfir sumarið. Rúnar Kristjánsson áSkagaströnd fór fyrir nokkru á handverkssýningu eldri eða „heldri“ borgara í Víðilundi á Akureyri. Þar var Jón Hólmgeirsson fremstur meðal jafningja í handmenntum: Í Víðilundi var hann Jón á vakt með sínum hætti. Og göfug öll sú gripa sjón sem gesta augum mætti. Hann leiddi fólk um listar svið og lýsti önnum góðum. Því margt fást hendur hagar við á heldri manna slóðum. Þar leggja fram sín listaverk þeir landsins góðu hlynir, sem ráðin hafa reynslu sterk og rækta þau sem vinir. Í sköpun verka skapar Jón þá skurðarlínufléttu, sem kynnir lífsins trúa tón í takt við gildin réttu. Er boðuð var hækkun á bensíni og brennivíni orti Hilmir Jóhannesson: Gerist döpur gleðiferð, gremjutár á vanga. Eftirleiðis ef ég verð, ófullur að ganga. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af víni og handverki Markmið með styrkjumog uppbótum vegnabifreiða er að gerahreyfihömluðum ein- staklingum kleift að stunda at- vinnu, skóla, sækja reglubundna endurhæfingu eða læknismeðferð. Með líkamlegri hreyfihömlun er átt við sjúkdóm eða fötlun sem skerðir verulega færni til að kom- ast ferða sinna þannig að göngu- geta er að jafnaði minni en 400 metrar á jafnsléttu. Þar er fyrst og fremst um að ræða:  Lömun eða skertan hreyf- anleika í ganglimum af völdum sjúkdóms eða fötlunar.  Mæði vegna hjarta- eða lungna- sjúkdóma.  Annað sambærilegt. Blindir geta átt rétt á uppbót vegna reksturs bifreiða og vegna kaupa á bifreið. Helstu skilyrði til styrkveitinga eru eftirfarandi:  Umsækjandi eða annar heim- ilismaður þarf að hafa ökuréttindi.  Bifreiðin þarf að vera skráð á umsækjanda/framfæranda barns eða maka (má vera rekstrarleiga eða kaupleiga)  Eingöngu er heimilt að greiða uppbót/styrk vegna fólksbifreiða og sendibifreiða sem eru til al- mennra nota. Hafa ber í huga hvort umsækjandi hafi þörf fyrir sendibifreið vegna fötlunar sinnar. Allar bifreiðar þurfa að vera til daglegra nota.  Skilyrði er að Tryggingastofnun samþykki val á bifreið. Heimilt er að greiða elli-, ör- orkulífeyrisþega og örorkustyrk- þega uppbót vegna reksturs bif- reiðar sem nú er 10.828 kr. á mánuði til að mæta kostnaði við rekstur bifreiðar ef bótaþega er nauðsyn að hafa bifreið vegna hreyfihömlunar og sýnt er að hann geti ekki komist af án upp- bótarinnar. Uppbót vegna kaupa á bifreið er í dag 300.000 kr. en fyrir þá sem eru að kaupa bifreið í fyrsta sinn er fjárhæðin 600.000 kr. Heimilt er að greiða örorkulífeyrisþega, örorkustyrkþega og ellilífeyr- isþega uppbót vegna kaupa á bif- reið sem bótaþega er nauðsyn að hafa vegna hreyfihömlunar. Enn- fremur er heimilt að veita uppbót til kaupa á bifreið til framfæranda hreyfihamlaðs barns sem nýtur umönnunargreiðslna. Þinn réttur Hverjir eiga rétt á styrkjum og uppbót- um vegna bifreiða? Morgunblaðið/Ómar Bílar Skilyrði eru fyrir styrkveit- ingum TR til bílakaupa. FÆRÐUBRJÓSTSVIÐAEÐA SÚRT BAKFLÆÐI?... ...Nú færðu Losec Mups* án lyfseðils í næsta apóteki! Nýtt! annt um líf og líðan Notkunarsvið: Losec Mups sýruþolnar töflur innihalda efnið omeprazol sem hemur magasýruframleiðslu. Losec Mups er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir omeprazoli eða einhverju öðru innihaldsefnanna eða samhliða lyfjum sem innihalda atazanavir. Gæta skal varúðar ef þú færð einhver af eftirtöldum einkennum: Verulegt þyngdartap, endurtekin uppköst, kyngingarerfiðleika, blóðuppköst eða blóð í hægðum. Þá skal hafa samband við lækni. Látið lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Meðganga og brjóstagjöf: Losec Mups má nota á meðgöngu. Konur með barn á brjósti eiga að leita ráða hjá lækni áður en notkun hefst. Skömmtun: Ein Losec Mups 20 mg tafla ekki oftar en einu sinni á sólarhring. Ef einkennin hafa ekki horfið eftir 14 daga stöðuga notkun skal hafa samband við lækni. Gleypa á töflurnar heilar með ½ glasi af vökva. Hvorki má tyggja þær né mylja. Töflurnar má leysa upp í vatni eða einhverjum súrum vökva (t.d. ávaxtasafa) og taka þannig inn. Það skiptir ekki máli hvort Losec Mups er tekið inn með eða án matar. Algengustu aukaverkanir eru: Höfuðverkur, niðurgangur, ógleði/ uppköst, kviðverkir, hægðatregða og aukinn vindgangur. Lesið vandlega allan fylgiseðilinn sem fylgir lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mars 2009. *Omeprazol

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.