Morgunblaðið - 13.06.2009, Side 29

Morgunblaðið - 13.06.2009, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 Hlustað Sumarið er sá tími sem allt lifnar við og eitt af því eru götur borgarinnar. Þar spretta fram hinar ólíklegustu verur og fólk tekur upp á hinu og þessu. Krakkarnir í Skapandi Sumarhópum Hins Hússins fóru af stað í gær og flögruðu Föstudagsfiðrildi þeirra forvitin um bæinn. Jakob Fannar Már Wolfgang Mixa | 12. júní Það sem Gylfi er að hugsa Gylfi Zoëga hélt fyr- irlestur sem bar yfirskrift- ina Hvað er Seðlabankinn að hugsa? Veitti fyrirlest- urinn áhugaverð svör við því og ekki síður hvað Gylfi sjálfur er að hugsa. Það er að vissu leyti einstætt að vita það því hann er í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands og fyrirlesturinn segir því hugsanlega meira en fram kemur á formlegum fund- um með fjölmiðlum og fréttatilkynn- ingum þar sem að passa þarf sér- staklega hvað sagt er... Ísland er sér á báti varðandi skuldir fyrirtækja, skuldastaða heimila er svipuð og hjá (mörgum) öðrum nágrannaþjóð- um (innskot; ef einhver getur grafið upp efnahagsspá Landsbanka Íslands haust- ið 2007 þá sést þar að fasteignaverð hækkaði svipað á Íslandi og hjá öðrum nágrannaþjóðum, því ættu þessar upp- lýsingar ekki að koma á óvart en merki- legt er hversu margir voru lengi andvara- lausir þrátt fyrir að húsnæðiskreppan í USA væri umtöluð mörgum mánuðum áður en hún skall á annars staðar). Helsti vandinn er fjármögnun fyrirtækja í erlendum myntum... Meira: mixa.blog.is Lára Hanna Einarsdóttir | 12. júní Valtýr og vanhæfið ...Það sem mér finnst furðulegast er, að þess- um mönnum og öðrum í svipuðum stöðum, bæði í embættismannakerfinu og stjórnmálunum, er í sjálfsvald sett hvort þeir meta sig van- hæfa eða ekki. Stór mál, meðferð þeirra og niðurstaða geta semsagt oltið á sið- ferði eins manns. Jafnvel þótt sonur Valtýs hafi ekki stöðu grunaðs, jafnvel þótt Valtýr hafi sagt sig frá málum sem við koma sér- stökum saksóknara, jafnvel þótt Valtýr sé strangheiðarlegur, gegnheill og góður maður – hann er samt vanhæfur til að gegna embætti ríkissaksóknara um þessar mundir. Mér finnst það einhvern veginn segja sig sjálft. Mér finnst líka að hann eigi ekki sjálfur að vera sá sem metur hæfi sitt eða vanhæfi. Það er ekki sanngjarnt gagnvart honum, hvað þá þjóðinni.... Meira: larahanna.blog.is Guðbjörn Guðbjörnsson | 12. júní Hrunadansinn ... Ég átti afmæli 3. júní og þar sem móðir mín þekkir einfaldan smekk son- arins, gaf hún mér bókina Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræð- ing. Það er skemmst frá því að segja að bókin er reyfara líkust, Þótt maður þekki að sjálfsögðu „plottið“ og „karakterana“ allt of vel kemur þar ýmislegt á óvart. Hefði einhver skrifað reyfara með þessu innihaldi og gefið hann út fyrir jólin 2006 eða 2007 hefði hann í versta falli verið talinn landráðamaður en í besta falli fá- bjáni og úrtölumaður.... Meira: gudbjorng.blog.is EIN nöturlegasta birtingarmynd hrunsins í október 2008 er hin svo- nefnda Icesavedeila þar sem í ljós kom að þjóðin hafði verið skuld- bundin með afdrifaríkum hætti á grundvelli gallaðs regluverks Evr- ópusambandsins en við Íslendingar höfðum innleitt þá tilskipun um aldamótin síðustu. Eðlilegt er að spurt sé hvort við sem þjóð eigum að borga fyrir gallagrip ESB og glannaskap í við- skiptalífinu. Ekki síður vakna spurningar vegna þess að ein af að- ildarþjóðum sambandsins og vinaþjóð okkar traðkaði á okkur blygðunarlaust til þess eins að bjarga pólitísku lífi forsætisráðherrans Gord- ons Brown en dagar hans geta allt eins verið taldir á þeim vettvangi. Ekki munum við Ís- lendingar sýta það en dýrir hafa dagarnir verið okkur meðan þessi breski þjösnaskapur hefur viðgengist. En komum aftur að spurningunni – eigum við að semja um Icesave? Það er mikilvægt að hafa forsöguna í huga þegar málið er skoðað. Þann 11. október sl. er minnisblað nokkurt, svonefnt memorandum of understanding eða MOU gert við Hollendinga. Því fer fjarri að það minnisblað hafi verið bind- andi eins og ráðherrar í dag vilja skýla sér á bak við. Slíkt er fyrirsláttur og hræðsla við pólitíska ábyrgð. Þetta skjal var gert í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi voru – margt benti til að margir af okkar helstu vinum í gegnum tíðina, innan sem utan ESB, gerðu lausn þessa máls m.a. að skil- yrði fyrir afgreiðslu á láni okkar frá AGS. Sumir hafa sagt að forystumenn ákveðinna þjóða hafi verið að fara af hjörum vegna þessa máls en eftir á að hyggja sjá menn að Ísland var fyrsta landið af mörgum sem fóru verulega illa út úr hinni alþjóðlegu fjármálakreppu. Van- hugsuð viðbrögð erlendra ríkisstjórna í upphafi bitnuðu á okkur. Á haustdögum var lögð mikil áhersla af hálfu fyrri ríkisstjórnar á að gangverk samfélagsins yrði með sem eðlilegustum hætti eftir því sem því var fyrir komið en hætta var m.a. á um tíma að bæði olía og matvælainnflutningur myndi stöðvast. Spurningin var því einfaldlega sú, átti ríkisstjórnin að taka áhættu sem var raunveruleg, einangra landið og semja ekki eða var samkomulagsleiðin skárri? Hvað sem okkur finnst um málið þá er ljóst að það verður stjórnmálaaflanna að koma okkur út úr þessum vanda sem við- skiptalífið skapaði – hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Og þá eiga stjórnmálamenn ekki að reyna að breyta sögunni með eftirá málatilbúnaði af því að kal- eikurinn sem þeir hafa tekið við reynist bitur. Það liggur fyrir að minnisblaðið við Holllendingana var unnið með vitund og vilja utanríkisráðuneyt- isins alveg eins og það var sam- eiginleg niðurstaða nokkurra ráðuneyta, þ.m.t. utanríkisráðu- neyti, að gera ekki það sama gagnvart Bretum og endurskoða þyrfti málið í heild sinni. Söguskýringar þær sem utanríkisráðherrann ber nú á borð til að bjarga augnablikinu duga skammt. Hollendingum var á sínum tíma gerð grein fyrir því að málið yrði ekki tekið upp á þeim forsendum sem lagðar voru til grundvallar í minnisblaðinu umrædda. Meðal annars gerði þáverandi forsætisráðherra hollenskum kollega sínum grein fyrir því í símtali að ekki væru for- sendur til að ljúka málinu á þeim grundvelli. Samtöl við Hollendinga og Breta héldu áfram og fyrir milligöngu Evrópusambandsins var í nóvember 2008 samið um tiltekin viðmið sem lágu til grundvallar ályktunar Alþingis þann 4. desember um þetta mál. Allir vissu að að- stæður voru vægast sagt óvenjulegar á haust- mánuðum og ákveðna hluti þurfti að fram- kvæma og taka ákvörðun um út frá efnhags-, þjóðhagslegu og utanríkispólitísku sjónarhorni. Um margar þeirra verður efalaust deilt af hin- um ýmsu fræðingum framtíðarinnar. Það liggur einnig fyrir að Alþingi og utanrík- ismálanefnd gaf sér þann möguleika að hugs- anlega myndu samningar ekki nást og útilokaði því ekki að Ísland leitaði réttar síns á grund- velli þjóðaréttar. Fyrrverandi ríkisstjórn þrautkannaði þann möguleika með aðstoð er- lendra sérfræðinga. Utanríkismálanefnd hnykkti einnig á því að taka yrði tillit til sér- stæðra aðstæðna hér á landi þannig að sem hagstæðust niðurstaða fengist fyrir Ísland. Ut- anríkismálanefnd gaf því ríkisstjórninni ekki opið umboð til samninga. Í dag má verulega efast um að niðurstaðan sem kynnt hefur verið sé sú besta sem völ var á, ákjósanleg er hún a.m.k. ekki. Málið allt eins og það er lagt upp er á ábyrgð ríkisstjórn- arinnar, rispaða platan um verk fyrri rík- isstjórnar dugar ekki lengur. Heiðarlegra er einfaldlega að segja að við eigum fáa aðra kosti, hversu sárt sem það er, en að semja. Að sitja í ríkisstjórn er ábyrgðarhluti og kostar stundum erfiða leið í gegnum svipugöng. Það verður bara svo að vera svo lengi sem ljós- ið er við gangaendann. Aðstæður nú vekja að sjálfsögðu spurningar um af hverju sinnaskipti hafi orðið hjá Stein- grími J. Sigfússyni fjármálaráðherra en ekki vantaði hávaðann og sannfæringarkraftinn í ræðu og riti gegn Icsavesamingum. Meintu hann og hans flokksmenn ekkert með þessu tali sínu eða var þetta vinsældahyggja gærdagsins? En hvað veit maður – í dag situr í ríkisstjórn flokkur sem hefur hamast gegn Evrópusam- bandinu, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Icesave- samningum en gerir lítið annað en að veita þessum málum brautargengi. Hvar eru nú hug- sjónirnar kynni einhver að spyrja eða er þetta í lagi, valdsins vegna? Ekki ætla ég að taka 180 gráða beygju eins og fjármálaráðherrann. Málið þarf að leysa. Það hefur legið fyrir frá upphafi. Við hljótum hins vegar að velta fyrir okkur hvort þetta sé ásættanleg niðurstaða í ljósi aðstæðna og for- sendna þingsins. Njótum við hagfelldrar vax- taþróunar á heimsvísu og var rætt við lánshæf- ismatsfyrirtækin um hvort þessi samningur mundi hafa áhrif á lánshæfi ríkisins og fyr- irtækja í þess eigu? Og er meirihluti fyrir mál- inu á þingi? Það er brýnt að koma þessu máli frá hið fyrsta svo hægt verði að einbeita sér að öðrum mikilvægum verkefnum en málalyktir má ekki kaupa hvaða verði sem er. Það er merkilegt að sömu flokkar og hafa predikað gegnsæi og auk- ið upplýsingaflæði stunda það lítið sjálfir. Skiptir þá ekki máli hvort rætt er um samn- ingsskuldbindingar sem þessar, endur- skipulagningu bankanna eða stöðu ríkisfjár- mála. Heildarmynd af fjármálum ríkisins til næstu ára liggur enn ekki fyrir. Er ekki réttast að sjá þá mynd áður en lengra er haldið? Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur » ...Ísland var fyrsta landið af mörgum sem fóru verulega illa út úr hinni alþjóðlegu fjár- málakreppu. Vanhugsuð við- brögð erlendra ríkisstjórna í upphafi bitnuðu á okkur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er þingmaður. Á að semja um Icesave? BLOG.IS Axel Jóhann Axelsson | 12. júní Gjaldþrota ESB-ríki Ekki fara sérstakar sögur af bankahruni í Lettlandi, en efnahagskerfi landsins er nú hrunið eftir sem áð- ur og ástandið verra en á Íslandi. Lettneska ríkið þarf að skera ríkisútgjöld niður um millj- arð dollara, til að eiga möguleika á lán- um frá AGS og ESB, að upphæð 10,6 milljörðum dollara. Forsætisráðherra Lettlands segir þessa ákvörðun um blóð- ugan niðurskurð hafa bjargað landinu frá gjaldþroti. Sumir Íslendinar halda að innganga í ESB muni hjálpa eitthvað til við end- urreisn efnahagslífsins, en það er auðvit- að misskilningur. ESB veitir gjaldþrota ríkissjóðum enga styrki, eingöngu lán sem eru háð ströngum skilyrðum... Meira: axelaxelsson.blog.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.