Morgunblaðið - 13.06.2009, Page 35

Morgunblaðið - 13.06.2009, Page 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2009 mikið af þér og ég gleymi því aldrei þegar þú kenndir mér að prjóna, þú varst alltaf svo þolinmóð gagnvart mér. Þú passaðir alltaf uppá alla og að öllum liði vel og það gerðist aldrei að einhver færi svangur út frá þér. Alltaf þegar við komum til þín dekraðir þú við okkur og það var alltaf til nammi hjá þér eftir allar Kanarí-ferðirnar. Ég á eftir að sakna þín svo mikið en ég reyni að vera sterk. Ég vona að þér líði vel núna með Monna afa og Boggu ömmu. Þín, Petra Sigurbjörg. Elsku amma mín, nú ertu farin og vona ég svo innilega að þú sért jafn ánægð þar sem þú ert og þegar þú varst hér hjá okkur. Þú varst alltaf svo góð við allt og alla og settir alltaf alla aðra en sjálfan þig í fyrsta sæti. Þú varst fyrirmynd okkar allra í fjöl- skyldunni, svo dugleg og góð. Það var alltaf gott að koma heim til þín, og var alltaf tekið á móti mér eins og ég hefði ekki sést í marga mánuði og alltaf spurðir þú „Ertu ekki svangur?“, hafðir áhyggjur af því að ég væri ekki búinn að borða. Ég mun alltaf muna eftir fyrsta kvöldinu okkar saman í Frostafold- inni eftir að ég flutti til þín, við sátum saman inni í stofu og spjölluðum um allt mögulegt og fórum yfir reglurnar á þínu heimili og er ég þeim mjög þakklátur í dag. Þegar við systkinin gistum hjá þér þegar við vorum yngri þá var keppst um það hver næði að fara undir töfrasængina þín á morgn- ana, því þar var alltaf svo heitt og notalegt. Þú kallaðir mig alltaf prins- inn þinn og þótti mér mjög svo vænt um að heyra það. Ég á margar góðar minningar um okkur saman og þær munu ylja mer í framtíðinni. Þegar ég var lítill kallaði ég þig amma ég. Gat ekki sagt nafnið þitt, en ég var svo mikill ömmustrákur. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku amma mín, þú varst mér svo mikilvæg. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Ég kveð þig með sömu orðum sem þú sagðir svo oft við mig, farðu var- lega. Elsku amma mín, ég mun sakna þín alla ævi. Þinn elskandi, Reynir Viðar. Elsku amma Birna. Ég trúi ekki að það skuli vera komið að kveðjustund. Þó svo að ég hafi einungis þekkt þig í þessi fjögur ár sem við Reynir höfum verið saman, þá finnst mér ég hafa þekkt þig svo lengi. Þú varst svo stór partur af mínu lifi undanfarin ár, því hann Reynir minn bjó hjá þér. Við söknum þín ótrúlega mikið, það er eitthvað svo einmanalegt og tómlegt án þín. Það er svo margt sem ég gæti skrifað um þig, mér fannst þú svo frá- bær, sterk og yndisleg kona. Ég kom svo oft til þín þegar ég var í eyðu í skólanum eða eftir skóla og oftar en ekki komum við Reynir í heimsókn á kvöldin. Að koma til þín var svo gott, hvort sem það var bara til að horfa á sjónvarpið eða leggja sig, það var allt- af svo notalegur andi í kringum þig. Best af öllu var þó að sitja og spjalla, þú hafðir svör við öllu. Takk fyrir allt. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elsku Salli, Ásgrímur og fjölskyld- ur, þið eigið alla samúð mína. Ég kveð þig, amma Birna, góða vinkonu, með sorg í hjarta. Guð geymi þig. Þín, Kristín. Af lítilli getu en góðum hug langar mig að minnast ágætrar vinkonu okk- ar hjóna og frænku Lilju konu minn- ar, því Sigurbjörg móðir Birnu og Lilja voru systkinabörn. Hún Birna Salómons er dáin, þessi orð hljómuðu í eyrum mér í langa stund. Ég held að ég hafi hálf-frosið við að heyra þessa ótímabæru and- látsfregn er hringt var í mig að til- kynna mér andlát hennar. Birna var fædd 11. apríl 1943 að Bakka í Arn- arfirði þar sem foreldrar hennar störfuðu á þeim tíma. Foreldrar hennar fluttu í sveitina mína 1947 er faðir hennar gerðist kaupfélagsstjóri hér í Haganesvík. Síðan hef ég borið gæfu til að hafa þekkt Birnu frá því að hún var fjög- urra ára stelpuhnokki í foreldrahús- um. Ég starfaði þá við eitt og annað hjá Kaupfélaginu meðal annars vél- gæslumaður við frystihúsið og var þá meira og minna inn í heimili foreldra hennar. Hún tók strax miklu ástfóstri við sveitina og fólkið sem þar bjó, sem hélst ævina út. Svo rofnaði sambandið að nokkru leyti er þau fluttu suður 1960 en komst svo á er Birna kom með lík foreldra sinna hingað norður til jarðsetningar í Barðskirkjugarði en þar höfðu þau verið búin að ákveða sinn hvílustað. Eftir það var Birna mikið hér um helgar og eyddi fríum sínum að miklu leyti hér í sveitinni. Birna var ákaf- lega heilsteypt og góð kona sem alltaf var boðin og búin að gera meðbræðr- um sínum greiða er hún komst að því að þess þurfti með, oft var hún búin að koma mér á óvart á því sviði. Ég vil að lokum þakka þær mörgu góðu stundir sem Birna hefur veitt okkur hjónum með heimsóknum sínum og góðu vinamóti. Í dag verður hún lögð til hinstu hvíldar við hlið foreldra sinna. Ég bið Guð að blessa minningu Birnu og styrkja eftirlifandi afkom- endur hennar á þessari sorgarstund, því missir þeirra er mikill. Að endingu vil ég kveðja okkar góðu vinkonu með eftirfarandi ljóð- línum. Haf bestu þakkir fyrir allt, já allt, frá okkar fyrstu viðkynningar stundu. Af bikar lífsins þú bergðir heitt og kalt, en barst þó jafnan hressa og glaða lundu. Ó, vertu sæl, of svifin ævihöf, við sjáumst aftur, fyrir handan gröf. ( Björn Péturss. frá Sléttu í Fljótum) Alfreð Jónsson, Sauðárkróki. Með þessum fáu línum viljum við þakka Birnu fyrir góð kynni og vin- áttu. Birna kom inn í líf okkar þegar hún og Georg mágur og föðurbróðir okkar stofnuðu til vináttu fyrir all- mörgum árum. Við urðum öll vitni að þeirri lífsfyllingu og gleði sem hún færði frænda okkar og með því varð stórfjölskyldan ríkari. Nærvera Birnu var ákaflega hlý og notaleg en hún hafði í hávegum þau gildi sem við öll sækjumst eftir í líf- inu, samveru fjölskyldunnar, sáttfýsi, æðruleysi og hreinskilni. Eftir að frændi okkar veiktist var Birna óþreytandi við að keyra norður í land til að heimsækja hann og dvelja með honum löngum stundum. Fyrir það erum við þakklát. Við erum líka afar þakklát fyrir þá góðu vináttu sem hún sýndi okkur og þær gleðistundir sem við áttum með þeim Birnu og Georg. Fjölskylda Birnu, börn hennar og barnabörnin sem voru henni svo kær, hafa misst mikið. Við vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð á erfiðri stund. Ása S. Helgadóttir og fjölskylda. Elsku Birna. Það er svo erfitt að sitja hér og skrifa minningagrein um þig. Það að þú sért farin frá okkur er ótrúlegt, þessi blíða kona sem var alltaf svo fín og hlaðin skarti. Mín fyrsta minning um þig er þeg- ar ég fór mína fyrstu ferð með Bjössa suður og hann sagði mér að hann ætl- aði að heimsækja frænku sína sem væri honum svo kær. Ég var ekki al- veg til í að fara með honum en ákvað að drífa mig og sé ekki eftir því. Á móti mér tók glæsileg kona sem ég hafði aldrei séð áður og heilsaði mér með faðmlagi og bauð mér inn á heim- ilið sitt sem var svo hlýlegt, hlaðið fal- legum hlutum og föndri sem þú hafðir dundað þér við að gera árum saman. Eftir þessa ferð komum við alltaf við þegar við komum suður og eins þú til okkar þegar þú komst norður. Ég minnist þess þegar þú komst eitt sinn norður og ætlaðir að kenna mér að hekla bjöllur á ljósaseríu,við sátum hér við eldhúsborðið og gerðum til- raun eftir tilraun án árangurs, þú gast ekki setið á þér og hlóst að mér því óþolinmæðin í mér var svo mikil. Ég man svo vel að ég ætlaði að vera búin með 10 bjöllur fyrir kvöldið því við vorum búnar að finna svo flottan stað fyrir seríuna inni í stofu. Eftir 2 tíma sagði þú svo blíðlega við mig: Ég skal bara hekla handa þér svona bjöll- ur og koma með þær þegar ég kem næst. Ég held að þú hafir verið búin að sjá það að ég væri bara ekki með hendur í þetta föndur en auðvitað vildir þú ekki viðurkenna það og tald- ir mér trú um að ég gæti þetta. Konu eins og þér hef ég aldrei á ævi minni kynnst. Þú varst alltaf svo góð og vildir allt fyrir okkur gera hvort sem það fyrir mig, Bjössa eða stelpurnar mínar en þær telja þig vera ömmu sína og það sýnir okkur hversu góð þú varst okkur og vil ég þakka þér fyrir það, Birna mín. Vegna veikinda þá áttum við margar ferðir suður og alltaf tókstu vel á móti okkur með mat og uppbúið rúm. Það var svo notalegt að koma til þín og spjalla. Eftir góða helgi hjá þér voru kjálkarnir þreyttir og tungan lömuð því alltaf gátum við talað, hvað sem á bjátaði gat maður ekki annað en verið bjartsýn eftir að hafa komið til þín, því alltaf sástu góðu hliðarnar á öllu. Síðasta ferð mín til þín var í síðasta mánuði þegar ég flaug suður og þú tókst ekki annað í mál en að ná í mig út á völl og keyra mig og eftir það fór- um við heim til þín þar sem við áttum góða stund saman áður en ég fór heim. Því miður var það í síðasta sinn sem ég hitti þig. 3. júní hringdir þú í mig og sagðir að þú kæmir um helgina en að morgni 5. júní sagði Bjössi mér að sig hefði dreymt þig um nóttina en Bjössi kom svo heim kl. 11 með þær ömurlegu fréttir að þú værir dáin. Mikið hef ég hugsað um þig síð- an og ef ég ætti að skrifa hér allar minningarnar um þig þyrfti að prenta aukablað. Elsku Birna mín, ég kveð þig með sorg og söknuði í hjarta mínu en líka með þakklæti fyrir að hafa kynnast þér. Þín verður sárt saknað en ég veit að við hittumst aftur. Megi Guð geyma þig og fjölskyldu þinni vottum við okkar dýpstu samúð. Hvíldu í friði, elskan, við sjáumst síðar. Kveðja, Eydís og Björn, Akureyri. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elskuleg vinkona okkar Birna Saló- monsdóttir er fallin frá, svo snögglega. Það að geta ekki tekið upp símann og hringt eða skroppið í heimsókn, er eitthvað sem lengi verður að venjast. Það eru svo margar minningar sem þjóta um hugann á svona stundu að erfitt er að setja eitthvað á blað. En utanlandsferðirnar okkar sam- an, ferðirnar í mollin, steikhúsin og skemmtilegu samræðurnar standa þó upp úr. Elskuleg og góð kona, móðir, tengdamóðir, amma og vinur sem sárt er saknað. Birna var vinur vina sinna og ræktaði þau sambönd vel, eins var fjölskyldan henni afar hjart- fólgin. Við biðjum góðan guð að veita fjölskyldu Birnu styrk og huggun í sorg þeirra og megi góður guð vernda þig og blessa kæra vinkona. Hafðu þökk fyrir allt. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir.),# Hrafnhildur Scheving og Símon Ingvaldsson. Það koma þeir tímar að gott er að sækja heim eldri frænku sem er fús til að rifja upp gamla tíð og sögu látinna ætt- ingja sem tíminn hefur varpað yfir hulu þagnar og gleymsku. Þannig var því varið um Nínu Lárusdóttur, frænku mína frá Seyðisfirði, er ég heimsótti hana undanfarin ár og drakk með henni kaffi við borðstofu- borðið í notalegri stofu hennar. Nú er hún búin að kveðja og farin á eftir þeim sem gengnir eru. Nína ólst upp hjá föðursystur sinni, Ásdísi Böðvarsdóttur og Stef- áni föðurbróður í húsinu sem hann byggði handa sínu fólki. Seyðisfjörð- ur var höfuðstaður Austurlands og þar var stundum gott um atvinnu. Þangað leitaði afi Nínu, Böðvar Stefánsson frá Melstað í Vestur- Húnavatnssýslu, og settist þar að ásamt konu sinni, Jónínu Friðrikku Stefánsdóttur frá Ketilstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Þau eignuðust stóran hóp barna, en hann vann sem skósmiður og hafði áður lært söðla- smíði. Faðir Nínu, Lárus, flutti ung- ur til Reykjavíkur og stundaði nám og störf í Laugavegsapóteki og í Þýskalandi. Þegar hann kom heim varð hann lyfsali á Eyrarbakka, en apótekið brann fáeinum árum síðar. Vegna hjúskaparslita foreldranna og berklaveiki móðurinnar var Nína send í fóstur til föðurfólksins á Seyð- isfirði, en yngri systur hennar, El- ísabetu, tóku barnlaus hjón á Eyr- arbakka að sér. Í húsinu á Seyðisfirði ólst líka upp móðir mín, Þórunn Eva, hjá Guð- rúnu ömmu, sem var slyng sauma- kona. Og þriðja frændsystkinið dvaldi þar einnig mikið, Stefán Már, systursonur ömmu minnar, en hann missti móður sína á barnsaldri. Þetta var alþýðufólk sem vildi efla sinn hag eins og kostur var á þrátt fyrir ýmiskonar raunir og and- streymi. Guðrún amma flutti með dóttur sína til Reykjavíkur þar sem hún gekk í Verslunarskólann. Stefán Már menntaðist einnig og fór í há- skóla í Þýskalandi, en hann varð síð- ar þýskukennari í Verslunarskóla Íslands. Einnig Nína fór ung til Reykjavíkur, þessa Mekka tækifær- anna, ásamt Hans, manni sínum. Ég man eftir notalegu heimili þeirra á Kvisthaganum þar sem þau bjuggu lengi. Eftir fráfall Hans vann Nína lengi í versluninni Epal og naut svo mikils álits að eigandinn vildi ekki sleppa henni þótt hún væri löngu komin á aldur og orðin fótfúin. Og skammt undan á festingu hinna seyðfirsku ættmenna voru Lísa frænka og Jón Magnússon maður hennar, hlý og alúðleg. Þau Nína og Hans voru fyrsta fólkið sem ég vissi til að færi um öræfin þver og endilöng á trukki sín- um og héldu síðan slides-myndasýn- ingar af ferðum sínum fyrir ætt- ingjana þegar heim kom. Ég var sem barn full aðdáunar yfir þessum ævintýralegu ferðalögum, enda þau ekki orðin algeng þá. Nína var lag- leg kona, reffileg og viðræðugóð. Hún og systirin Lísa eru mér minn- isstæðar þegar þær léku við hvern sinn fingur í fjölskylduboðum, töl- uðu mikið og hlógu dátt. Frændinn, Stefán Már, hæglátari og fámálli með konu sinni Marianne, sem hann hafði kynnst í Þýskalandi á náms- árum sínum. Hann kenndi mér síðar þýsku og var eini kennarinn sem átti til að syngja námsefnið fyrir nemendur sína, ljóð eftir Goethe, og spilaði af grammófóni lög við kvæði Bertolts Brechts. Það var í þessu fólki ein- hver seigla sem var bæði blíð og hörð. Þessi fjölskylda var að vissu leyti Nína Lárusdóttir ✝ Nína Lárusdóttirfæddist á Eyr- arbakka 6. júní 1932. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 4. júní 2009 og fór útför hennar frá Fossvogs- kirkju 12. júní. dæmigerð fyrir al- þýðufólk í þessu landi á fyrrihluta aldarinnar sem reyndi að opna sér leiðir út úr þrengslum efnaleysis og fábreytni þótt stundum yrði minna úr draumum manna en vonir stóðu til. Ég vil þakka Nínu frænku kærlega fyrir samfylgdina og sendi fjölskyldunni samúð- arkveðju. Berglind Gunn- arsdóttir. Enn er höggvið skarð í vinahóp- inn er við kveðjum Nínu vinkonu okkar í dag. Nínu hef ég þekkt síðan hún var barn að aldri í heimahúsum á okkar gamla góða Seyðisfirði. Þeg- ar ég flyt frá heimahögum til Kefla- víkur 1945 er hún aðeins um ferm- ingaraldur. Er við hittumst 11 árum síðar er hún gift frú hér í Reykjavík vestur á Grandavegi, og er það þá minn besti æskuvinur Hans Benja- mínsson sem er maður hennar og þau búin að eignast myndarlegan dreng sem skírður hafði verið Benjamín. Það urðu fagnaðarfundir, reyndar höfðum við Hans skrifast á svona stopult fyrstu árin mín hér fyrir sunnan, en svo verða táningar latir við skriftir. En nú var komið fullt samband og hefur haldist allar götur síðan. Ernu konu minni var boðið í saumaklúbbinn sem Nína var í ásamt mörgum hressum og kátum konum. Hann hét því góða nafni Stopp og Stag og við karlarnir vor- um hálfgerðir félagar í klúbbnum líka því við mættum alltaf í kaffið á kvöldin er fundir voru og þá kjaftaði á hverjum hver tuska fram eftir kvöldi og nóttu. Þetta var hörku klúbbur, mikið var ferðast um landið á sumrin og skemmtanir vel sóttar á veturna. Þetta var mjög samheldinn hópur og áttu þau Hans og Nína stóran þátt í því, þau voru frábær heim að sækja því Nína hugsaði vel um sína og var frábær húsmóðir. Nína starfaði í Seyðfirðingafélag- inu í Reykjavík öll sín ár meðan hún gat því við komið. Fór hún í margar viðgerðarferðir með okkur til Seyð- isfjarðar eftir að félagið keypti þar eldra hús sem töluvert mikið þurfti að standsetja og var hún forkur dug- legur í hverju sem var. Ég sem var formaður ferðanefndar í mörg ár vil þakka henni hennar hlut í því mikla starfi. Hans lést langt fyrir aldur fram 1. janúar 1982 og var það þungt högg fyrir hans nánustu og alla vini hans. Eftirlifandi saumaklúbbsfélagar vilja þakka Nínu samfylgdina í öll þessi ár, og okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til þín, Benni, og fjöl- skyldu og annarra ættingja. Ásvaldur, Erna, Sigfús, Þórunn, Einar og Alfreð. Hún Nína hefur kvatt okkur, dótt- ir besta frænda míns og móðurbróð- ur, öðlingsins Lalla. Ég minnist hennar allt frá æsku, þegar hún kom á æskuheimili mitt á Ásvallagötunni, ætíð með gleði, gítar og söng. Það voru sannkallaðar gleðistundir. Hún söng meðal annars: „Eitt sinn þegar kviknaði í húsinu þar og brunaliðs- bíllinn kom æðandi að,“ þótt eldur- inn hafi orðið mikill örlagavaldur hennar fjölskyldu, þegar heimili og fyrirtæki brann til kaldra kola á Eyrarbakka. Nína var mikill náms- hestur í menntaskóla, en hætti námi þegar Benni, augasteinninn hennar, kom í heiminn. Það var alltaf gaman að hitta þessa glöðu frænku mína við störf hennar hjá Gardínubúðinni og síðar hjá Epal, en þar endaði hún starfs- ferilinn. Ég og systur mínar, Bergljót og Hanna, vottum aðstandendum Nínu innilega samúð og kveðjum Nínu með söknuði. Gunnar Rósinkranz.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.